Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Memung Ánægjulegir tónleikar Listasafn Sigurjóns Olafssonar laugar- daginn 21. janúar kl. 17.00: Margrét Bóasdóttir sópransöngkona og Stephan Kaller pianóleikari fluttu söng- lög eftir Scarlatti, Pergolesi, Durante, Pál ísólfsson, Áskel Snorrason, Ragnar H. Ragnar, Fauré, Mozart, Mahler og Canteloube. Oft er talað um ítalskar antik- aríur sem nemendaverkefni í söng og söngvarar hefja gjarnan tón- leika á þeim, svona til aö hita sig upp. Þær skyldi þó ekki vanmeta. Þær bera merkilegu skeiði tónhst- arsögunnar vott, nefnilega sautj- ándu öldinni, þegar tóniist lærðra var að verða almenningi aðgengi- leg á ný, rétt eins og hún hafði lík- lega veriö í Grikklandi hinu foma. Hérlendis hefur sennilega aldrei verið gert neitt úr söngvum meist- ara eins og Monteverdi, Cavalli, Stradella eða A. Scarlatti. Það kann að vera að söngkonur séu hikandi að fást við verk sem skrifuð eru fyrir geldinga en nú tíðkast að kon- ur syngi þessa tónlist þegar ekki er völ á kontratenórum. Sennilega hæfir rödd Margrétar Bóasdóttur þessum verkum vel. Hún hefur tæran og fallegan tón og beitir litlu vibrato. Hið síðarnefnda veldur því að tóneyra þarf að vera nákvæmt og það brást Margréti ekki á laug- ardaginn. í aríunum þremur eftir þá A. Scarlatti, Pergolesi og Dur- ante, sem reyndar eru frá upphafi átjándu aldar, nutu áðurnefndir Margrét Bóasdóttir söngkona. Tónlist Atli ingólfsson eiginleikar Margrétar sín vel. Ögn meira af ítölsku lauslæti hefði komið sér vel í Pergolesi. Lög Páls ísólfssonar við texta úr Ljóðaljóð- unum eru ekki að öllu leyti heppn- uð. Hann nær ekki sannfærandi tökum á textanum. Hugsanlega var hann með trúarlega túlkun hans í huga en hver sem rót ljóðaljóðanna kann að vera er yfirborðið alltaf söngur lostafulirar ástar og frjó- semi. Margrét gerði lögunum hins vegar góð skil. Sem aukalag hafði hún hinar ágætu kossavísur Páls og þar voru bæði hún og Páll í ess- inu sínu. Hin tvö íslensku lögin, eftir Áskel Snorrason og Ragnar H. Ragnar, tókust líka vel. En um þetta leyti var falskur flygillinn dáhtið farinn að angra. Stephan Kaller sýndi ágæta hæflleika sem meðleikari þegar á hann fór að reyna að ráði í lögum Faurés. Man- dohne var ágætlega túlkað af þeim- Margréti. Mozartlögin tvö vom einnig sannfærandi og fmnst mér rödd Margrétar vel heima þar af áðumefndum ástæðum. Ég þurfti nokkurn tíma til að átta mig á Mahlerlögunum. Maður venst þeim í hljómsveitarbúningi þar sem yfirleitt þarf dramatískari söngraddir en Margrét býr yfir. Sennhega er það eðhlegasta gervi þessarar tónhstar, að minnsta kosti gengur manni iha að heyra verk Mahlers sem kammertónhst. Þau Margrét og Kaher komust þó vel frá þessu, Kaher dró ýmis htbrigði fram í erfiðu píanóhlutverkinu og túlkun Margrétar var sannfærandi þótt sums staðar hefði þurft meiri átök. Tónleikunum lauk á þremur söngvum eftir Canteloube hinn franska. Þeir vora skemmtilegir og glæshega fluttir. Flytjendur höfðu góðan skhning á sveitalegu og stundum nokkuð groddalegu and- rúmslofti söngvanna sem sungnir eru á frönskum máhýskum. Ánægjulegir tónleikar í fallegu umhverfi. Atli Ingólfsson Frauenliebe Isienska óperan, laugardaginn 21. jan- úar kl. 14.30: Soile Isokosky sópran og Marita Viita- salo fluttu verk eftir Schumann, Brahms, Sallinen, Sibelius og Grieg. Tímaskyn okkar er með ein- kennhegustu fyrirbærum. Ekki virðist nokkur leið að binda það við efnisleg fyrirbæri. Þótt við sjáum á klukku að einn tími er hð- inn er ekki gefið að okkur finnist hann hafa liðiö. Það er klukkan sem blekkir og gengur í berhögg við sannleika okkar. Tónhstin hef- ur betri tök á að hljóma við tíma- skyn okkar, en aðeins þegar hún er frelsuð frá ógnarvaldi taktmæl- isins. Þetta er áberandi í róman- tískum sönglögum. ímyndum okk- ur hendingu sem af sálrænum ástæðum ætti að vera hraðari í endann. Ef hún er leikin eftir takt- mæli finnst okkur hún gjarnan hægjast undir lokin því þá er hún úr takti við okkur. Mikhvægi þess, sem hér er getið, verður seint of- metið. Og seint fuhþakkað hsta- konum eins og Sohe Isokosky sópr- ansöngkonu og Maritu Vhtasalo píanóleikara fyrir fágætt takt- Tónlist Atli Ingólfsson næmi. í algerri samstihingu og án öfga leiddu þær okkur í gegnum hugarheim konunnar í Frauerhi- ebe und Leben eftir Schumann. í meðferð þeirra á lögunum fékk flest þaö merkingu sem merkingu gat borið. Hið shubertlega Du Ring... sem getur orðið eins og dægurlag hjá kæralausari tónlist- armönnum, hafði hér þær and- stæður og þá dýpt sem þar hæfir. Rödd Isokosky er ekki hlý en engu að síður blæfögur. Hún er öguð þannig að athyglin beinist ekki að röddinni sjálfri heldur tónhstinni sem hún syngur. Til dæmís eru háir tónar aö hennar áhti ekki sérs- taklega th að valda lífeðhsfræði- legu öngþveiti í þeim er hlusta. Hún skammtaði þá af mikilli nákvæmni og smekkvísi, í þágu jafnvægis. Steinway flyghl Óperunnar er ung- ur og efnhegur en í harðara lagi enn sem komið er. Nú þegar ekki eru óperasýningar í húsinu er lag að fá nemendur eða aðra th að æfa sig á hann og spila hann th. Mér þótti nefnd harka einkum th baga í þremur lögum Brahms, þar sem hlutur píanósins er stór og það er á köflum eins og hljómsveit þar sem söngurinn verður aðeins ein röddin, þótt hann sé aðalröddin. Frá hendi flytjenda voru þessi lög hins vegar óaðfinnanleg. Eftir hlé fluttu þær stöhur norræn lög, eftir Sallinen, Sibelius og Grieg, með sömu reisn og fyrri hluta tónleik- anna. Hugsanlega þyrftu fleiri lög Sibehusar að standa saman á efnis- skrá. Hann hefur sérstakt alvöru- þrungið tónmál sem væri gott að fá svona átta lög til aö ferðast inn í. Grieg var góöur endir á ágætri efnisskrá. Vókalísan í söng Sólveig- ar mátti vera léttari. Þaö kom í ljós í spænsku aukalagi Isokosky að henni lætur síður að túlka suðræn- an léttleika og munúð en norrænan alvarleik, enda sérhæfð í kirkju- tónlist og sérdehis dágóð í róman- tískum ljóðasöng. Ath Ingólfsson Andlát Ólafur Sigurðsson lést að kvöldi 19. janúar á Hrafnistu, Hafnarfirði. Maria Vilhjálmsdóttir, Fannborg 7 (áöur Neðridal), Kópavogi, lést að Hrafnistu í Hafnarfirði þann 20. jan- úar. Valdimar Þorvarðarson, Sæbóh 46, Grundarfiröi, lést af slysfórum á sjúkrahúsi í Barcelona á Spáni fostu- daginn 20. janúar. Guðmundur Jónsson, Kópsvatni, Hrunamannahreppi, varð bráð- kvaddur á heimhi sínu fimmtudag- inn 19. janúar. Ólöf S. Guðmundsdóttir (Lóló) nudd- kona, Fálkagötu 29, lést í Landspít- alanum föstudaginn 20. janúar. Jarðarfarir Útfor Björns Bjarriasonar magisters, frá Steinnesi, fer fram frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.30. Herdís Jónsdóttir, áður Öldugötu 11, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu, Reykja- vík, 7. janúar sl. Bálfor hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ÚtforSigurðar Jóhanns Jónssonar, Skólastíg 11, Akureyri, sem lést 13. janúar, fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. janúar, kl. 13.30. Dagbjört Sigriður Brynjólfsdóttir, Vitastíg 8, Hafnarfirði, er lést 16. jan- úar sl„ verður jarðsungin frá Garða- kirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 13.30. Útfór Jóns Stefánssonar, Barónsstíg 27, sem andaðist 15. þ.m. í Landa- kotsspitala, fer fram frá Fossvogs- kapehu þriðjudaginn 24. janúar kl. 15. Halla Rannveig Halldórsdóttir frá Saurhóh verður jarðsungin frá Stað- arhólskirkju miðvikudaginn 25. jan- úar kl. 14. Kveðjuathöfn verður frá ■"Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. jan- úar kl. 10.30. Útfór Sverre Valtýssonar og Nönnu (Dúu) Sigurðardóttur, Ölduslóð 22, Hafnarfirði, fer fram frá Víðistaöa- kirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 25. janúar kl. 13.30. Útfor Elínar Elíasdóttur, Dalbraut 20, fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 26. janúar kl. 13.30. Útfór Sigurlilju (Lilju) Bjarnadóttur, Lönguhlíð 3, fer fram frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 15. Sunna Guðnadóttir, Langagerði 17, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju kl. 13.30 á morgun, þriðjudag. Einar Haukur Ásgrímsson verk- fræðingur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. jan- úar kl. 15. Jarðsett verður í Garða- kirkjugarði. Anna Jakobína Ármannsdóttir frá Borgarfirði eystra, Efstalundi 5, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. janúar kl. 15. Útfor Sigrúnar Jónatansdóttur hjúkrunarkoau, Stóragerði 30, verð- ur í dag, 23. janúar, frá Fossvogs- kirkju kl. 13.30. Anna Jónasdóttir lést 15. janúar sl. Hún fæddist í Reykjavík 29. maí 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Jónas Guðmundsson og Edith fædd Kaar- by. Anna varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1950 og hún lauk BA-prófi ffá Háskóla íslands í þýsku og ensku. Eftirlifandi eigin- maöur hennar er Heimir Áskelsson. -r Útfór Önnu verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag kl. 13.30. L......................................... Halldóra Jónsdóttir lést 13. janúar. Hún fæddist í Reykjavík 9. mars 1911, dóttir hjónanna Sigurlaugar Rögn- valdsdóttur og Jóns Hahdórssonar. Hahdóra var gift Sigurði Jóhanns- syni en hann lést árið 1956. Eignuö- ust þau einn son sem þau misstu ungan. Fyrir búskap átti Halldóra einn son. Útfor hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Fundir Kvenfélag Kópavogs minnir á hátíðarfnndinn funmtudaginn 26. janúar í Félagsheimilinu kl. 20.30. Félagsmenn eru beðnir að láta vita um þáttttöku sína í símum 40332, 41949 og 40388. Aðalfundur Framkvenna verður haldinn fimmtudaginn 26. jan- úar kl. 20.30 í Framhéimilinu við Safa- mýri. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. AÍmennur félagsfundur verður síðan haldinn mánudaginn 6. febrúar kl. 20.30. Heiöar Jónsson snyrtir mætir á fundinn. Stjórnin. Tilkymúngar Biblíuskóli KFUM og KFUK Innritim er nú hafin á námskeið vorann- ar Biþlíuskóla KFUM og KFUK í Reykja- vik. í boði eru þrjú námskeið: 1. Páls- bréf, 2. Trúvöm, 3. Kristinn í nútímaþjóð- félagi. Námskeiðin eru öll 20 kennslu- stundir og fer kennsla fram í fyrirlestrum með umræðum, samtölum, verkefnum, æfingum og fl. Kennt er á laugardögum ki. 10.30-15.30 og fer kennslan fram í húsi KFUM og KFUK við Atmannsstíg 2b í Reykjavik. Kennsla á vorönn hefst 28. janúar og stendur fram í apríl. Skrán- ing fer fram á skrifstofú KFUM og KFUK, sími 13437. Námsgjald fyrir hvert nám- skeið er kr. 2.500. Er þörf á stjórnlagadómstól? Nýtt hefti af tímaritinu Frelsinu erTrom- ið út. Meginefni ritsins er grein eftir Hrein Loftsson, lögfræðing og fyrrver- andi aðstoðarmann ráðherra, þar sem fjallað er um eflingu dómsvalds á ís- landi. Af öðru efni ritsins má nefha grein eftir Stefán Snævarr um gagnrýni á heimspeki Hegels, grein eftir Guðmund Heiðar Frímannsson um skólaspeki á villigötum og grein eftir Hannes H. Gis- suraron um efnahagsundrið á Taívan. Þá á Ari Gísh Bragason ljóð í ritinu og að vepju eru birtir ritdómar um innlend og erlend rit. Stefnt er að þvi að gefa næsta hefti Frelsisins út í febrúarmán- uði. Þar verður fjaliað um ftjálshyggju í íslenskum stjómmálum og bókina Þjóð í hafti eftir Jakob F. Ásgeirsson sem út -i I I kom um síðustu jól. Ritstjóri Frelsisins er Guðmundur Magnússon og ráögjafi er Friedrich August von Hayek, nóbels- verðlaunahafi í hagfræði. Sókn tekur þátt í kostnaði vlð krabbameinsleit Um áramótin tók í gildi samningur sem Starfsmannafélagið Sókn hefur gert við Krabbameinsfélag fslands um þátttöku í kostnaði við krabbameinsleit meðal fé- lagskvenna. Sókn greiðir þann kostnað- arhlut sem konur þurfa að öðru jöfnu aö greiða sjálfar þegar þær fara í skoðun i leitarstöð Krabbameinsfélagsins, en það gjald er nú kr. 550. Gegn framvisun fé- lagsskírteina fellur þessi kostnaður á stéttarfélagið. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands heldur námskeið í skyndihjálp sem hefst mánudaginn 25. jan. kl. 20 og stendur i 5 kvöld. Kennt verður 25. jan. til 2. feb. Námskeiðsgjald er kr. 2.500 og eru náms- gögn innifalin. Námskeiðið verður haldið að Öldugötu 4. Öllum 14 ára og eldri heimil þátttaka. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 15. Þeir sem hafa áhuga á að komast á námskeiðið geta skráð sig í síma 28222. Notað verður nýtt námsefni sem RKI tók í notkun nýlega og hefur gefið góða raun. Nokkuð um nýjungar. Lögð verður áhersla á fyrirbyggjandi leiðbeiningar og ráð til almennings við slys og önnur óhöpp. Námskeiðinu lýkur með prófi sem hægt er að fá metið í flest- um framhaldskólum. Námskeið í bridge í Menningarmiðstöðiruii í Gerðubergi eru að hefjast námskeið í bridge. Náms- flokkar Reykjavikur og Gerðuberg standa að þessum námskeiðum sem verða bæði fyrir byrjendur og einnig þá sem hafa einhveija undirstöðu. Byij- endanámskeið hefst fimmtudaginn 26. jan. kl. 19.30, það mun standa yfir í 10 vikur og kennt á fimmtudögum. Kennslu- gjald verður kr. 3.500. Námskeið fyrir þá sem lengra eru komnir hefst þriöjudag- inn 31. janúar, kl. 19.30, það mun standa yfir í 8 vikur og kennt á þriðjudögum. Kennslugjald verður kr. 2.900. Kennari á báðum námskeiðunum verður Jakob Kristinsson, ritari Bridgefélags Reykja- víkur. Innritun er í Gerðubergi á skrif- stofútíma, sími 79140 og 79166. iir : j eó» 61

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.