Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Fréttir Þæfingsfærð 1 Reykjavík: Annir hjá lögreglu og hjálparsveitum Umferöaröngþveiti ríkti í Reykja- vík í allan gærdag eftir aö hvessti verulega snemma á sunnudagsmorg- un. Aö sögn lögreglu voru helstu far- artálmamir illa búnir smábílar sem fólk hafði fest og skihö eftir. Reynt var aö halda helstu umferöaræöum opnum en yfirgefnir bílar töföu það verk nokkuð. Kranabílar unnu viö að fjarlægja þá og lögregla og hjálp- arsveitir reyndu að aðstoöa fólk eftir megni viö aö komast leiðar sinnar. Verst var ástandiö í Árbæ og Breið- holti. Lögreglan aöstoöaði fjölda starfs- fólks sjúkrahúsa og annarra stofn- ana við að komast til vinnu sinnar. Sömu sögu var aö segja úr ná- grenni Reykjavíkur. í Kefiavík voru björgunarsveitir kallaðar út til að aöstoöa fólk og sömuleiðis á Akra- nesi. 300 manns voru veðurtepptir í Leifsstöö þar sem ekki reyndist unnt að fljúga fyrrihluta dags. Mikil ófærð var á Reykjanesbraut og lagöist mokstur niður um tíma á sunnudag vegna mikils skafrennings og lítils skyggnis. Um klukkan tvö var öllu flugi aflýst og farþegar sendir til Reykjavíkur með rútmn og fór snjó- plógur fyrir bílalestinni. Innanlandsflug gekk illa. Strax eft- ir hádegi var aflýst flugi til ísafjarð- ar, Vestmannaeyja og Hafnar í Homafirði. -Pá Jafnvel fínustu jeppar urðu að láta i minni pokann á götum Reykjavíkur í gær. Hér er Blazer-jeppi Ola Kr. Sigurðs- sonar, forstjóra Olís, kolfastur þar sem hann reyndi að komast í aðalstöðvar fyrirtækis síns um miðjan dag í gær. Annar jeppi kom að og dró Blazerinn úr skaflinum með aðstoð góðra manna sem ýttu á. DV-mynd Brynjar Gauti Réttarhálsbruninn: Skýrslur teknar af tugum vitna Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur enn að ránnsókn brunans að Rétt- arhálsi 2. Þegar hafa verið teknar skýrslur af tugum vitna, forráða- mönnum Gúmmívinnustofunnar, hönnuðum hússins og byggingarað- ilum. Þegar liggur fyrir að eldurinn átti upptök sín í austurenda hússins og að verið var að rafsjóða í þeim hluta hússins þegar eldurinn kvikn- aði. Ekki er ljóst hvort neistar frá suðunni hafa komist í eldfimt efni og valdið brunanum. Rannsóknin snýr að upptökum eldsins og útbreiðslu hans, það er hvort húsið uppfyllti þær kröfur sem gerðar eru lögum samkvæmt um brunavamir. -sme I>V - aruiríki hjá lögregiu Gifurlegt annríki var á Árbæj- arstöð lögreglunnar frá því snemma á sunnudagsmorgun. Lögreglan var kvödd út vegna útafaksturs við Rauðavatn og nokkurra smáárekstra. Fólki var um hádegið bjargað úr smábílum sem voru fastir við Rauöavatn og höfðu sumir hafst við í bílum sín- um í 4-5 tíma. Björgunarsveitir aðstoðuðu bíl- stjóra á Bæjarhálsi og víðar sem lent höfðu í erfiöleikum. „Það er alveg sama hversu oft er brýnt fyrir fólki að halda kyrru fyrir, það er alltaf einn og einn ofur- hugi sem skellir skolleyrum við því,“ sagði lögregluþjónn á Ár- bæjarstöð í samtali við DV. Auk aðstoðar björgunarsveita ræður lögreglan á Árbæjarstöð yfir snjósleöa sem kom að góðu gagni við að fylgjast með því að ekki væri fólk í yfirgefnumbifreiöum. -Pá Bamí hrakningum Lögreglan í Árbæ var snemma á sunnudagsmorgun kölluð til að svipast um eí'tir 6 ára bami sem sést hafði eitt á ferð í óveðrinu. Barnið fannst fijótlega nokkuö hrakið og var því komið til síns heima. Það haföi farið aö heiman og ætlað í sunnudagaskóla og far- ið út án þess aö foreldrar þess vissu af. Barninu varð ekki meint afhrakningunum. -Pá Biðu 4 tíma í Svínahrauni Tveir bilar frá Sérleyfisbílum Selfoss biðu í röska fjóra tíma í Svínahrauni á sunnudag en urðu frá að hverfa vegna ófærðar. Sæmileg færð var frá Selfossi um Þrengsli en vegurinn var lokaður í Svínahrauni rétt neðan við Litlu kaffistofúna. Ekki væsti neitt um farþegana, sem voru 17 talsins, og voru allir koranir til Selfoss aftur um kl 17.00 ásunnudag. -Pá I dag mælir Dagfari__________________ Selskapslausir þingmenn Alltcif er verið að tönglast á launakjörum þingmanna. Enda er Guðrún Helgadóttir, forseti Sam- einaös Alþingis, örðin dauðleið á þessum söng. Aðspurö um dag- peninga alþingismanna þegar þeir eru í útlöndum, segir Guðrún: „Við erum margsinnis búin aö vinna fyrir þessu. Þegar viö erum að ferð- ast erlendis erum viö yfirleitt á fundum sem standa oft fram á nætur. Þessar fundarsetur eru ólaunaðar eins og allir vita. í fund- unum liggur auðvitað mikil vinna. Við erum ekki í selsköpum allan tímann. Starfsmaður sem fer á slíka fundi getur komið heim og skilað eftirvinnutímunum sínum. Þaö geta þingmenn ekki gert“. Tilefni þessara ummæla eru at- huganir DV á dagpeningum sem alþingismenn, ráðherrar og opin- berir starfsmenn fá þegar þeir ferð- ast erlendis í embættisnafni. Upp- lýst hefur verið aö ráðherrar eru betur settir í útlöndum heldur en hér heima og fá næstum 140 prósent álag ofan á það sem aðrir fá. Auk þess eru greiddir ferðapeningar til maka ráðherra ef þeir ferðast með og með hliðsjón af því að þannig geti ráðherrar unniö sér inn hundrað þúsund kall á viku er það mikill gróðavegur að komast til útlanda. Ef því er bætt við að þjóö- in er miklu betur sett með því að hafa ráðherrana erlendis heldúr en hér heima má segja að báðir græði, ráðherrarnir og þjóðin. Kannske er það skýringin á því hversu vel er borgað fyrir það aö hafa ráö- herrana í útlöndum! Um þingmenn er það að segja að þeir hafa ögn minna upp úr sér í útlöndum, eða frá sjö og upp í tíu þúsund krónur eftir því hvar þeir dvelja og þessa dagpeninga fá þeir þótt Alþingi greiði fyrir þá hótel- kostnaö sérstaklega. Sennilega er skýringin sú sama og hjá ráðherr- unum að alþingismenn eru taldir meira virði þegar þeir eru íjarver- andi heldur en viðstaddir í þinginu. Allavega er þetta hvoru tveggja mun betur borgað heldur en þegar opinberir og óbreyttir embætt- ismenn eru á ferðinni. Blaðamenn hafa í fávisku sinni verið að leita annarra skýringa, vegna þess að blaðamenn eru enn svo vitlausir að halda að það sama eigi yfir þingmenn að ganga og aðra. Forseti Sameinaðs Alþingis hefur leiðrétt þessa vitleysu. Eins og að framan er rakið bendir hún á að þingmenn sitji á fundum fram á nætur og þeir séu alls ekki alltaf í selsköpum. Hvort þingforseti eigi við að þingmenn ættu að fá minni dagpeninga ef þeir sætu selsköp er ekki gott aö vita, en það er hins vegar afar leitt að heyra hversu vinnuálagið er mikið á þingmönn- um þegar þeir eru erlendis. Maöur hafði alls ekki gert sér grein fyrir þessu. Ef fundimir standa fram á nætur er skiljanlegt að þingmenn missi af selsköpum, sem er út af fyrir sig gott, vegna þess að selsköp kosta meira en fundir. Dagpening- arnir mundu þurfa að hækka veru- lega ef þingmenn stunduðu selsköp í staðinn fyrir fundi. Það er degin- um ljósara. Auk þess fylgja þessum fundaerli alls kyns skyldur. Alþingismenn verða að koma fram fyrir hönd þjóöarinnar og þeir verða að búa á finum hótelum svo þeir séu teknir alvarlega. „Eða vill einhver að þingmenn kúldrist í einhverjum kytrum eða borði á pylsuvögn- um?“ spyr þingforsetinn með þótta. Nei, það vill enginn og vonandi er að tíu þúsund kallinn yfir daginn dugi veslings þingmönnunum fyrir ærlegum matarbita og almennilegu hóteli, sem Alþingi borgar að vísu aukreitis fyrir utan dagpeningana. Verst ef þeir komast ekki í mat fyr- ir fundarsetum fram á nætur og megi ekki vera að því koma fram fyrir þjóðina. Það tekur mikinn tíma aö koma fram fyrir þjóðina og éta góöan mat og Dagfari er far- inn aö dauðvorkenna alþingis- mönnum þessa áþján sem þeim er boðið upp á í útlöndum. Hugsið ykkur, fundir fram á nætur og eng- inn tími til að að eyða dagpening- unum! Verst er þó til þess að vita að al- þingismenn eru svo önnum kafnir í utanlandsferðum sínum að þeir komast ekki í selsköp eins og skylda þeirra segir til um. Það er líka skylda að vera í selskap og þess vegna er það sjálfsagt mál að alþingismenn fái tvöfalda dagpen- inga fyrir að missa af því skyldu- starfi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.