Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 21 DV Enska knattspyman: Sýning hjá strákaliði i Cloughs - vann sinn sjöunda sigur í röð Stuðningsmenn Nottingham Forest sýndu á laugardag að þeir standa með sínum manni, framkvæmda- stjóranum Brian Clough. Hann á yfir höfði sér lögreglurannsókn fyrir að taka óþyrmilega á móti áhorfendum sem hlupu inn á völl félagsins sl. miðvikudag en þegar hann birtist fyrir leikinn risu áhorfendur úr sæt- um og hylltu hann. Forest sýndi síðan snilldartakta gegn Aston Villa og vann yfirburða- sigur, 4-0. Clough er búinn að byggja upp komungt og sókndjarft hð, sem leikur skemmtilega blöndu af enskri knattspymu og meginlandsknatt- spymu, og eftir aðeins tvær mínútur hafði Steve Hodge skorað fyrsta markið. í síðari hálfleiknum skoraði fyrirliðinn Stuart Pearce með giæsi- legu langskoti og þeir Gary Parker og Brian Laws bættu við mörkum áður en yfir lauk, 4-0. Þetta var sjö- undi sigur Forest í röð í deild og bik- ar, Liverpool sækir á Meistarar Liverpool þoka sér enn upp á við og færðust tveimur stigum nær Arsenal við 2-0 sigurinn á So- uthampton. Mörkin létu á sér standa en hinir keimlíku markakóngar, John Aldridge og Ian Rush, skoraðu síðan með fjögurra mínútna millibili og þar með vora úrslitin ráðin. Wimbledon stöðvaö Þar kom að þvi að Wimbledon tap- aði leik eftir mikla velgengni síðustu vikumar. Leikmenn Coventry virð- ast hafa tvíeflst eftir að hafa legið fyrir utandeildaliðinu Sutton í bik- arnum og hafa síðan fengið sex stig í deildinni. Forráðamenn liðsins segja að það myndi jafnast á við bik- arsigurinn fyrir tveimur árum ef því tekst að halda sér meðal sex efstu út tímabilið, og með þessu áfram- haldi gæti það tekist. Fyrirliðinn Brian Kilcline kom Coventry yfir, náði boltanum eftir að Hans Segers, hinn hollenski markvörður Wimbledon, hafði varið frá honum vítaspyrnu og skoraði. John Scales jafnaði á næstu mínútu fyrir Lundúnaliðið en um miöjan síð- ari hálfleik tryggði David Speedie Coventry 2-1 sigur með sínu 13. marki á tímabilinu. Sá fyrsti í 21 ár Manchester United hafði ekki tek- ist að vinna West Ham á Upton Park í 21 ár fyrir leik liðanna á laugardag, og eftir að Liam Brady hafði komið West Ham yfir úr vítaspyrnu, 1-0, á 20. mínútu leit ekki út fyrir að neinar breytingar yrðu á því. En Gordon Strachan náði að jafna, Alvin Martin skoraði sjálfsmark og loks innsiglaði Brian McClair sigur Man. Utd, 1-3. Hrakfarir West Ham í 1. deildinni halda því áfram en í bikarmótunum tveimur hefur liðið verið óstöðvandi í vetur. Shilton í stuði Peter Shilton, sem verður fertugur í haust, var maðurinn á bak við 0-1 sigur Derby County á QPR í London. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka varði hann vítaspymu frá Simon Barker - og fimm mínútum fyrir leikslok náði Geraint Wilhams að íþróttir • Paul Blades, bakvörður Derby (númer 2), hefur betur í baráttu við ísraelska leikmanninn hjá QPR, David Pizanti, í leik liðanna á Loftus Road á laugardaginn. Derby hafði betur, 0-1, og stendur ágætlega að vigi í efri hluta deild- arinnar en QPR hefur sigið niður töfluna að undanfömu. Simamynd/Reuter senda boltann í mark heimaUðsins og tryggja Derby stigin þrjú. Vel- gengni Derby hefur verið mikfi á útivöUum að undanfómu en slæmt gengi á heimavelU á sama tímá hefur hindrað að Uðið komist í hóp efstu Uðanna. Daninn byrjaði illa Newcastle ætlar ekki að ná að losa sig nf botninum, og nýi Daninn, Frank Pingel, sem félagið keypti frá AGF í síðustu viku, var borinn meiddur af leikvelU eftir aðeins tvær mínútur í leiknum við Charlton. Það var síðan Robert Lee sem tryggði Charlton dýrmæt stig með tveimur mörkum, 0-2, og Utla Lundúnafélagið virðist eina ferðina enn ætla að spjara sig í faUbaráttunni. Everton tapaði Everton mátti sætta sig við ósigur á gervigrasinu í Luton og heimaUðið lagaði með því stöðu sína í faUbarátt- unni. Roy Wegerle, sóknarmaðurinn snjaUi frá Suður-Afríku, skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum. Baltasja skoraði strax Sergej Baltasja, vamarmaðurinn sterki frá Kiev, varð á laugardag fyrsti Sovétmaðurinn til að leika í ensku knattspyrnunni en 2. deildar Uð Ipswich festi kaup á honum fyrir skömmu. Kappinn skilur víst sárafá orð enn í enskri tungu en ekki háði það honum í leiknum við Stoke. Hann skoraði nefnilega fýrsta mark leiksins og gaf tóninn hjá Ipswich sem vann stórsigur, 5-1. -VS l|9ynQ aO fa ekki 3 stig“ - Spurs mátti sætta sig við jafntefli Guimax Sveinbjomsson, DV, Englandí: „Þetta var erfiður leikur en samt ágætlega leikinn af okkar hálfu. Við vorum betri aðiUnn nær aUan tímann og það var synd að fá ekki þrjú stig,“ sagði Guðni Bergsson í saratali við DV eftír 2-2 jafntefli Tottenham i Middlesboro á laugardagixm. Tottenham sýndi þá skín- andi knattspyrnu en það dugði ekki til sigurs. Guöni lék sem fyrr í stööu hægri bakvaröar. „Ég kann ágætlega viö mig þama en þarf enn nokkra aðlögun eftir að hafa aUtaf leikið sem miövörður með Val. Viö eigum fri um næstu helgi þar sem við féUum út úr bikarnum en leikum reyndar æfingaleUc við Portsmouth,“ sagöi Guðni. Frammistöðu hans var ekki getið sérstaklega í blöðum í gær nema hvað People gaf honum 6 í einkunn af 10 mögulegum. Allir leik- menn Uðsins fengu 6 og 7, nema Chris Waddle sem átti stórleik og fékk 9. Það var þó reyndar heimaUðið sem komst yfir þegar Colin Cooper skoraði á 41. minútu eftír slæm mistök hjá Paui Gascoigne. Paul Stew- art svaraði með tveimur mörkum sitt hvorum megin við hlé sem Waddle lagði bæði upp. Þriðja mark Stewarts var síðan rétt orðið að veruleika er hann áttí hjólhestaspymu í stöng. Stuart Ripley jafhaði síðan fyrir Boro á 64. mínútu. Stephen Pears átti stórleik í raarki heimaUðsins og forðaði því frá tapi. ÚTSALA búðunum 30-60% AFSLÁTTUR Byrjar mánudaginn 23. janúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.