Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Iþróttir • Guðbjartur Jónsson, formaður Billiardsambandsins, hafði í nógu að snúast er það kom á daginn að Steve Davis mætti fatalaus til íslands. Farangri hans var stolið í Englandi. Hér sést Guðbjartur færa Steve Davis fatnað skömmu fyrir einvigið og allt bjargaðist þetta á síðustu stundu. DV-mynd GS • Skömmu eftir komuna tii Keflavíkurflugvallar heimsóttu þeir Steve Davis og Neal Foulds Knattborðsstofu Suðurnesja. Þar voru þeir leystir út með gjöfum og þökkuðu fyrir sig með ógleymanlegri sýningu sem stóð yfir i fimmtán minútur. Steve Davis er lengst til vinstri, þá Börkur Birgisson, eigandi knattsborðsstofunnar, og loks Neal Foulds. DV-mynd GS • 700 áhorfendur komu á einvigið og fengu mikið fyrir peninganan sina. Þaö var mál manna, sem vel þekkja til i snóker, að aldrei hefðu sést önnur eins tilþrif og hjá þeim Davis og Foulds. Og eftir „skrautsýning- una“ hjá Davis, sem stóð yfir í 35 minútur, voru menn agndofa af hrifn- ingu. DV-mynd GS Einvígi Steve Davis og Neal Foulds: „Frábært að spila hér“ - DV á ferð með bestu snókerleikurum heims • Hér sjást þeir Neal Foulds og Steve Davis skömmu fyrir einvigið á Hótel islandi. Kvöldið áður en þeir léku hér á landi háðu þeir einvígi í London og þar sigraöi Davis, 4-0. Kvöldiö eftir einvigið á íslandi átti Davis að mæta í sjónvarpsleik i London. Það er þvi nóg að gera hjá kappanum. DV-mynd GS Davis mætti fatalaus Þegar Steve Davis kom til landsins kom í ljós aö hann hafði týnt far- angri sínum í Englandi og mætti því svo aö segja „á kjuðanum" til Isiands. Davis geröi grín að öllu saman við komuna til Keflavíkur og þá ekki síst aö sjálfum sér. Hann sagöi að eflaust væri einhver ánægöur snókerleikari aö spóka sig í fotunum hans þessa stundina á einhverjum fínum klúbbi í Eng- landi. Strax í heimsókn Skömmu eftir aö Davis lenti í Keflavík kom hann viö á Knatt- borðsstofu Suöurnesja ásamt Fo- ulds. Þar var margmenni sem beið í eftirvæntingu. Félagarnir voru leystir út með gjöfum og í staöinn fengu viöstaddir stutta sýningu (trick-shots). „Ég er orölaus yfir þessum viötökum. Þrátt fyrir að við séum nýkomnir er strax fariö aö gera mikiö fyrir okkur. Þetta er ekki algengt í Englandi nema þegar um stærstu mót er aö ræða,“ sagði Steve Davis á leið sinni til Reykja- víkur. Bróðirinn leit ekki upp Þegar kapparnir komu til Reykja- víkur var strax haldið á Hótel ís- land til aö athuga aðstæður á keppnisstaö. Þegar inn kom ráku þeir Davis og Foulds upp stór augu. Þeir voru yfir sig hissa á því hve allt var vel úr garöi gert. Þeir furö- • Keith Davis, bróðir Steve Davis, leggur síðustu hönd á undirbúning keppnisborðsins og sést hér strauja borðið. DV-mynd GS uöu sig á stólafjöldanum í salnum og hristu höfuðið af undrun þegar þeim var tjáö aö selst heföi upp á einvígi þeirra fyrir viku. Bróðir Steve Davis, Keith Davis, var aö leggja síðustu höndina á undirbún- inginn við boröiö á fjórum fótum, en hann hafði komið áöur til lands- ins til að stilla hiö glæsilega keppn- isborð. Hann leit ekki upp þeghar bróöirinn mætti í salinn. Guðbjartur í fatareddingum Þegar hér var komiö sögu var fariö aö hugsa um vandamálið varðandi keppnisfót á Steve Davis. Menn nöguöu neglurnar. Stuttur tími var til stefnu og heimsmeistarinn fata- laus. Guðbjartur Jónsson, fornlaö- ur billiardsambandsins, fór við annan mann í fataverslun og kom til baka 45 mínútum síöar meö al- fatnaö. Davis mátaöi fötin, buxurn- ar voru tommu of stuttar og of víö- ar, vestið þokkalegt en skyrtan ekki nægilega stór. Því var farið aftur af stað en þegar tekist haföi aö bjarga betri fötum var Davis kominn á hótelherbergi og sofnaö- ur. Báðir vildu þeir hvilast fyrir Einvígi Steve Davis og Neal Fouls, tveggja bestu snókerspilara heimsins í dag, á Hótel Islandi á dögunum, er einhver mesti íþrótta- viðburður sem íslendingar hafa orðið vitni að á síðari árum. Koma þessara snillinga vakti mikla athygli og 700 áhorfendur troðfylltu áhorfendabekkina á mótsstað. Þeir Davis og Foulds stöldruðu mjög stutt við hér á landi. Engu að síður fékk DV að fylgja þeim félögum á meðan á veru þeirra stóð hér á landi og hér á eftir verður rakinn gangur mála og rætt stuttlega við kappana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.