Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. fþróttir Frétta- stúfar Spánverjar unnu r' 'i Spánveijar eru _/K |; komnir í þægilega i »° i stööu á toppi 6. riðils - undankeppni HM í knattspyrnu eftir 0-2 sigur á Möltubúum í Valletta í gær. Þetta var þeirra þriðji sigur í jafn- mörgum leikjum. Michel Gonz- alez skoraöi úr vítaspymu á 16. minútu og Aitor Beguiristain bætti öðru marki við á 51. min- útu. Manuel Sanchis var síöar rekinn af leikveili fyrir háskaleik en það breytti engu, sigur Spán- verja var í höfn. Staðan í 6. riöh er nú þannig: Spánn Ungveijal.... ....3 ....2 N-írland ....4 írland ....2 Malta ....3 8-0 3-2 3-5 0-2 2-7 Tvö efstu liðin komast í loka- keppnina á Ítalíu. PSV heldur sínu PSV Eindhoven heldur þriggja stiga forskoti í hollensku 1. deild- inni í knattspymu eftir að fyrsta umferð ársins var leikin þar í gær. PSV lék án ömm fasta- manna en vann þó Maastricht, 1-3, á útivelli. Brasilíumaðurinn Romario skoraöi tvö markaima. Ajax vann Veendam, 0-1, úti með marki ftá Dennis Bergkamp og er í öðru sæti deildarinnar. Bæði toppliðin þóttu leika illa þrátt fyr- ir sigrana. Fékk 6,3 milljónir Bandaríkjamaðurinn Mark Cal- cavecchia varð í gærkvöldi 6,3 milljónum króna ríkari þegar hann vann glæsilegan sigur á opna Phoenix golfmótinu í heimalandi sínu. Hann lék á 263 höggum eða 21 undir pari og varð sjö höggum á undan næsta manni, landa sínum Chip Beck sem fékk um 3,7 milljönir í sinn hlut. Næstir komu síðan BiR Glasson, Paul Azinger og Scott Hoch, sem allir léku á 271 höggi. Calcavecchia sagði eftir sigurinn að hann hefði aldrei leikið betur á ferlinum. Benfica heldur sínu Benfica heldur tveggja stiga forystu í portúgölsku 1. deild- inni eftir 2-1 útisigur á Guimaraes í gær. Svíinn Mats Magnusson lék sinn fyrsta ieik eftir meiðsli og skoraði fyrra markiö en Pacheco þaö síðara. Brasilíski landsliðsmaöurinn Batista svaraöi fyrir heimaliðið. Porto vann Espinho einnig, 2-1, á útivelli og þar skoraði Alsírbúinn Rabah Madjer sigurmarkið með stórbrotnum skalla 17 raínútum fyrir leikslok. Sporting Lissabon vann Braga, 2-0, og er í þriðja sæti. Pele-mótið byrjað Keppnin um Pele-bikarinn hófet í Brasilíu í gær en þangað senda mestu knattspyrnuþjóöir heims lið sem skipuð eru sniilingum fyrri ára. í opnunarleiknum unnu Bretar 2-1 sigur á Vestur- Þjóðverjum. Duncan Mackenzie og Frank Worthinton skoruöu mörk Bretanna en Toppmuller svaraöi fyrir þá þýsku. Þá vann Brasilía Argentínu, 3-0, með mörkum frá Zenon, Batista og Adao. Guðmundur á Hampden Guðmundur Haraldsson hefur fengið tilnefningu frá Alþjóða knattspymusambandinu um að dæma viðureign Skota og Kýp- urbúa í heimsmeistarakeppninni sem fram fer á Hampden Park í Glasgow þann 22. apríl. Línu- verðir hans verða íslenskir en ekki hefur verið ákveðið hverjir verða þess heiöurs aðnjótandi. Evrópukeppnin í badminton: DV Besti árangur ís- lands I b-keppninni - fimmta sæti 1 Búdapest eftir fimm sigra í röð íslenska landsliðið í badminton tryggði sér í gær fimmta sætið í Evrópukeppni b-þjóða, Helvetia Cup, sem þá lauk í Búdapest. Þetta er besti árangur íslands í þessari keppni frá upphafi og þýðir 11. sæti á styrkleikalistanum í Evrópu. ísland varð í öðru sæti í sínum riðli, tapaði í hörkuspennandi leik gegn Finnum, _3-4, en vann síðan Belga 5-2 og ítali 7-0. í úrslita- keppni um 5.-8. sætið á laygardag og sunnudag gerði liðið sér lítið fyrir og vann alla sína leiki, gegn Noregi, Austurríki og Ungverja- landi, og alla með 4-3. Það voru Pólverjar sem unnu keppnina og tryggðu sér sæti í keppni a-þjóða. Finnar, sem sigr- uðu íslendinga naumlega, höfnuðu í öðru sæti, írar urðu þriðja og Walesbúar ijórða en þessar þjóðir komust í úrslitin um 1.-4. sæti með því að vinna sína riðla. Síðan varð röðin ísland, Noregur, Austurríki og Ungverjaland en alls tóku 15 þjóðir þátt í keppninni. Inga Kjartansdóttir varð fyrir því að slasast illa á fæti í leiknum við Austurríki í gær og er líklega með slitin liðbönd. Hún kemur heim i dag, tveimur sólarhringum á und- an hinum, og sagði í spjalli við DV í gærkvöldi að hún reiknaði með því að keppnistímabilið væri búið hvað sig snerti. -VS Bandaríska atvinnufótboltaliðið Fjörutíu og níurnar frá San Francisco, „49ers“, lögðu reginfjend- ur sína, Cincinnati Bengals, að velli, 20-16, í úrslitaleik um Risaskálina, Super Bowl, í morg- un. Viðureignin fór fram í Miami í Flórída. Á myndinni hefur Mike Wilson, hlaupari „49ers“, gripið knöttinn en Joe Montana, varnarmaður Bengals, vakir yfir honum. Símamynd Reuter Rússar sigruðu - á Baltic Cup Siguröur Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: Sovétmenn sigruðu Vestur-Þjóð- verja, 21-16, í úrslitaleik Eystrasalts- mótsins í handknattleik, Baltic Cup, sem fór nu fram í 16. skipti og að þessu sinni hér í landi. Þetta er sjö- undi sigur þeirra í keppninni, Aust- ur-Þjóðverjar hafa hins vegar unnið hana átta sinnum en Vestur-Þjóð- veijar urðu í þriðja skipti í öðru sæti. Vestur-þjóðverjar höfðu þó örugga forystu í hálfleik, 11-8, en í síðari hálfleik fór sóknarleikur þeirra í mola á meðan sovéska vörnin var geysisterk. Hinn ungi og hávaxni Atavin átti stórleik með Sovétmönnum og skor- aði 10 mörk, tvö þeirra með vinstri hendi. Tutsjkin kom næstur með 4. Martin Schwalb var markahæstur Þjóðverja með 4 mörk en skyttur þeirra, Neitzel og Dörhöfer, ollu mestum vonbrigðum. Neitzel náði t.d. ekki að skora mark í leiknum. Austur-Þjóðverjar tryggðu sér síð- an þriðja sætið á mótinu í gær með því að vinna öruggan sigur á Pólverj- um, 30-22. Stefán og Ólafur dæmdu Það voru Akureyringamir Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson sem dæmdu leikinn og gerðu það vel. Þulur vestur-þýska sjónvarpsins sagði í fyrri hálfleiknum aö dóm- gæsla þeirra væri önnur og betri en sú sem sést hefði í mótinu fram aö því. í síðari hálfleiknum var hann þó fljótur að kenna þeim um þegar halla fór undan fæti hjá vestur-þýska liðinu! Annar Júgóslavi í Þór? - kemur sterklega til greina, segir formaður knattspymudeildar Svo kann að fara að tveir júgó- aö taka endanlega ákvöröun ura inn Leifur Garðarsson leiki meö loftinu hjá FH-ingum. Samkvæmt slavneskir knattspyraumenn leiki framhaldið. En þaö keraur sterk- Þórsurum næsta sumar. Leifur heimildum DV er Sævar Bjarnason raeð Þórsurum á Akureyri næsta lega tö greina að fá annan ieik- sagði í spjalli við DV í gærkvöldi markvörður á leið í KR á ný en sumar.Þeirhafaþegarfengiðeinn, mann frá Júgóslavíu, sérstaklega að hann ætti eftir að fara norður Húsvíkingurinn Gunnar Straum- Bojan Tanevski, og íhuga að leita vegna þess að Jónas er úr leik,“ og gangá frá málum þar en ekkert land, sem varði mark liðsins fyrir eftir öðrum eftir að ljóst varð að sagði Sigurður Araórsson, formaö- virtistþvitilfyrirstööuaðaffélaga- tveimur árum, snýr líklega aftur, Jónas Róbertsson yrði aö leggja ur knattspyrnudeildar Þórs, í sam- skiptunum yrði. „Það yrði góð til- sem og Henning Henningsson skóna á hilluna vegna meiðsla. tali við DV í gærkvöldi. breyting að fara norður og skipta körfuknattleiksmaður en hann tók „Við bíðum þar til þjálfarinn, alveg um umhverfi og ég á fastlega sér frí frá knattspymunni sl. sum- Milan Djuricic, og Tanevski koma Leifur á norðurleið vonáaðafþviveröi,“sagðiLeifur. ar. til landsins eftir mánaðamótin með AllarlíkureruáþviaðFH-ingur- Frekari mannabreytingar liggja í -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.