Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. Fréttir Skipið hefur litið hreyfst á strandstað en einhver leki var kominn að því. Menn voru þó að vona að ekki væri enn farið að leka í lestir skipsins. DV-mynd S Strand Mariane Danielsen við Grindavik: Ólíklegt að skipinu verði bjargað úr þessu „Okkur finnst að það haíi tekist óhönduglega til svo ekki sé nú meira sagt,“ sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, um strand danska kaupskipsins Mariane Dani- elsen sem strandaði fyrir utan inn- siglinguna í Grindavíkurhöfn, nánar tiltekið á Hópsnesi, um kl. 20 á fóstu- dagskvöld. Skipið, sem er um 2600 tonn að stærð, strandaði nánast rétt eftir að lóðsinn hafði yfirgefið skipið. Strand skipsins og eftirmáli hefur vakið mikla furðu í Grindavík. Strandið sjálft þykir með ólíkindum því að sögn bæjarstjórans hefur strand aldrei áður borið að með þess- um hætti og finnst Grindvíkingum ótrúleg saga skipverja af því, en þeir segja að sterkir straumar hafi hrifið skipið upp að ströndinni. Engu minni eftirtekt hefur vakið framferði skip- stjórans sem svaraði ekki kalli þegar hann fékk boð um aðstoð en fljótlega eftir strandið kom togarinn Júpiter á strandstað. Er sterkur orðrómur á kreiki um að hann hafi verið drukk- inn. í áhöfn skipsins voru 12 manns. Ejórir danskir yfirmenn og 8 filipps- eyskir undirmenn. Ljóst þykir nú að skipinu verði varla bjargað en olíumengun frá skipinu mun líklega ekki hafa nein veruleg áhrif en um 85 tonn af ohu fóru í sjóinn. í fyrstu var óttast að það myndi hafa áhrif á þrjár fiskeld- isstöðvar, Fiskeldi Grindavíkur hf., Eldi hf. og Islandslax hf., vestur af bænum en nú þykir ljóst að þær eru í óverulegri hættu. Sagði Jón Gunnar að þeir væru bjartsýnir á að þær myndu alveg sleppa. Björgunaraðgerðir áttu að koma fyrr „Okkur finnst að það hefði átt að gera björgunaraðgerðir um leið og vitað var að skipið væri fast þarna og leita þá eftir einhveijum dráttar- tækjum til að reyna til við að losa skipið," sagði Jón Gunnar. Hann sagði að þó að menn væru orðnir vonlitlir um að skipinu yrði bjargað vonuðust þeir eigi að síður til þess að flakið yrði hreinsað af strandstað og verður farið fram á það við trygg- ingafélag skipsins. Fulltrúi frá útgerðarfélagi skipsins kom til landsins um helgina ásamt tveim hollenskum björgunarsér- fræðingum. Þessir hollensku sér- fræðingar stöðvuðu allar björgunar- aðgerðir í gær vegna veðurs. Að sögn Jóns Gunnars hefur ekki komið fram neitt tjón enn sem komið er þannig að varla verður um skaða- bótamál að ræða. Hann sagði þó að líklega yrði farið fram á að fá greidd- an þann kostnað sem Grindvíkingar hafa haft af strandinu. Rannsóknarlögreglan í Keflavík hefur tekið skýrslur af skipverjum vegnasjóprófa. -SMJ Bæjarstjórn Grindavíkur var kölluð til skyndifundar á laugardaginn og hér eru þeir bæjarstjórnarmenn að funda með sigiingamálastjóra, Magnúsi Jóhannessyni, sem er lengst til vinstri á myndinni. Bæjarstjórinn, Jón Gunn- ar Stefánsson, er lengst til hægri. DV-mynd S SigUngamálasijóri krefst sjóprófs: Atburðarásin undarleg „Eg skal ekki segja til um það hvort björgunin hefði átt aö vera öðruvísi. Menn, sem þama voru á staðnum, töldu að það hefði átt að vera unnt að ná skipinu út strax ef það hefði verið eftir því leitað. Það get ég á engan hátt metið," sagði Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri þeg- ar hann var spurður um það hvort hægt hefði verið að standa öðruvísi að björgun á danska flutningaskip- inu Mariane Danielsen. Magnús sagði að vanalega væru það skip- verjar sjálfir sem best ættu með að meta hvemig standa ætti að björg- unaraðgerðum. - Nú vom raddir uppi um að skip- stjórinn hafi verið drukkinn? „Það er rétt að þaö hafa verið uppi meiningar um það. Það er líka ljóst að þetta strand snertir verulega ís- lenska hagsmuni þannig að ég hef óskað eftir því við sýslumann í Gull- bringusýslu aö það fari fram sjópróf. Atburðarásin, sem er að því er manni finnst dálítið undarleg, verði rann- sökuð og fengin verði niðurstaða í því með hvaða hætti þetta óhapp varð. Ef það hefði legið fyrir að skipstjór- inn hefði verið drukkinn hefði að mínum dómi verið eðlilegt að lög- regluyfirvöld hefðu þegar í stað gert ráðstafanir til þess að afla gagna um það ástand skipstjórans." - Ef það hefði sannast, hefðu þá aðr- ir gripið inn í atburðarásina? „Þá hefði fyrsti stýrimaður tekið við.“ - En er skipstjórinn heilagur í svona tilvikum? „Gagnvart skipinu sjálfu þá held ég að svo sé en það var alveg ljóst að við myndum grípa inn í varðandi mengunarvamir. Okkar lög frá 1986 tel ég að gefi okkur fulla heimild til þess þó að þetta sé erlent skip. Við hefðum þá gert þær ráðstafanir sem við teljum nauösynlegar til að koma í veg fyrir mengun. íslensk yfirvöld hafa fullan rétt til að fara um borð í skipið og rannsaka ástand þess og skipverjanna. Ef það hefði legið fyrir að ástand skipstjórans væri óviðun- andi hefði fyrsti stýrimaður tekið við.“ -SMJ Strandið við Grindavík: Rúmlega 100.000 lítrar í sjóinn - útilokað að ná henni Að sögn siglingamálastjóra, Magn- úsar Jóhannessonar, sem hafði yfir- umsjón með ■mengunarmálum á strandstað, fóru á milli 100.000 og 105.000 lítrar í sjóinn þegar Mariane Danielsen strandaði við Grindavík. í tonnum talið eru þetta um 85 tonn. í upphafi var talið að um 60.000 lítrar hefðu lekið úr skipinu en þegar upp var staðið var það meira. Um 20.000 lítrar voru teknir upp úr skipinu aðfaranótt laugardagsins. Heildar- birgðarými skipsins var um 160.000 lítrar. Magnús sagðist telja ólíklegt að þessi olíuleki hefði nokkur áhrif á rekstur þriggja laxeldisstöðva í ná- grenninu. Stöðvarnar taka þann sjó sem þær nota af um 30 metra dýpi og ættu því að sleppa við oliuna á yfirborðinu. Mengunin sést ekki á yfirborðinu lengur en er í smáum ögnum í efstu lögum sjávarins. Magnús sagði að þó að olían berist með straumum í átt- ina að stöðvunum væri ólíklegt að þær drægju inn olíu af svo miklu dýpi. Ekki verður gerð tilraun til að ná þessari olíu sem fór í sjóinn, enda er hún ekki í flekkjum og útilokað að ná henni lengur. -SMJ Ekkert sem heitir venjulegt strand - segir haöisögumaðurinn Að sögn Bjama Þórarinssonar, hafnarsfjóra í Grindavík, sem lóðsaði Mariane Danielsen út úr höfninni í Grindavík, þá var skipstjórinn uppi í brúnni þegar hann fór frá borði. - Tókst þú eftir einhverju óvenju- legu í fari hans? „Ég á eftir að mæta fyrir rétt og gef engar upplýsingar fyrr en að því loknu.“ - Getur þú sagt um það hvort skip- stjórinn hafi verið drukkinn? „Ég hvorki segi af né á um það.“ - Hefursvonastrandboriðtiláður? „Nei.“ - Myndir þú segja að það hafi borið að með óvenjulegum hætti? „Öll strönd eru með óvenjulegum hætti, alveg sama hvaða strand það er. Það er ekki neitt venjulegt strand til.“ -SMJ Sandkom Kynningará efniiitvarps- stöðvanna í dagblöðunum cruhinarfjöl- breyti-og furðulegustu, ogallterreynt tilaðverasem frumlegasturí þeimefnimt. Svonefndséu nokkur dæmi þá auglýsir Bylgjan: „FreyTnÓður T. Sigurðsson, meiri músik, minna mas“ og „Valdis Gunn- arsdóttir, allt í einum pakka-hádeg- is- og kvöldtónlist“. IfjáStjörnuimi segja þeir: „Næturstjömur, tónlist fyrir nátthrafna“. Hljóðbylgjan á Akureyri auglýsirm.a.: „Þráinn BtjánssonfylfdrHljóðbylgjuhlust- enduminnínóttina ...“.EnÚtvarps- stöðin Olund á Akureyri á þó senni- lega metið með þessari dagskrár- kyjmingu: „Kl. 23.00, Kjöt. Ási og Pétur sjúga tónlist og spjalla um kjöt ogfleira". Peysanfer með Þástyttistí einvigi þeima Jólianns Hjart- arsonarog Karpovshins rússncska, en þaöhefstí Bandaríkjun- umálaugar- dag. Núætlar Siónvarpið ekkiaðsitja heima eins og gerðist þegar Jóhann lagði Kortsnoj á sínum tíma og Stöð 2 „skúbbaði“, heldur mun skáksér- fræðingur stoíhunarinnar, Hallur Hallsson, halda í vesturveg, ekki til að rannsaka skákir og aðstoða Jó- hann við biðskákir og þess háttar, heldur til þess að flytja okkur fréttir af gangi mála. Þaö hefur komið ffam að frægasta peysa landsins, „skák- peysa“ Halis sem „gerði útslagið' ‘ í einv%i Jóhanns ogKortsnoj, eins og Hallur orðaöi það svo skemmtilega, verður með í för og er vonandi aö Hallur eigi eftir að taka Karpov á taugum er hann þrammar klæddur henni fyrir framan skákborð kapp- annaíSeattle. Lánaði Davíð? Geturþað veriðaðDavfð borgarstjóti haftlánaðSjálf- stæðisflokto- um götuvita semvarstað- sctturáhomi Eiriksgötu og Barónsstígs, er „sjallamir“ héldufundsinn á Hótel Sögu í síðustu viku? Hvort sem það er eða ekki uppgötvuðu borgarstarfsmenn að þessi götuviti var horflnn af stað sínum og enginn vissi til að hann hefði t.d. veriö tekinn til viögerðar. Það var ekki fyiT en Morgunblaðið birti mynd frá fundi sjálfstæðismanna á Sögu sem tvasr grímur fóru að renna á menn. Þar var götuviti i fldlri stærð á sriðinu fyrir aftan Þorstein Pálsson formann sero steytti hnefa ábúðarmikill á svip, en við hlið hans sat Árni Sigfusson, formaður „ungsjalla", sakleysið upp- málað. Borgarar' Ekkiþyrftiað komaáóvart þóttborgara- flokksmenn þvíaögangatil liðsviðríkis- stjómina.og hafainenn helsttilmarks - umþaðaösvo ..... -I virðistsemá Guðraund Ágústsson þingmann flokksins í Reykiavík hafi runniö tvær grímur, en hann hefur verið aðaltalsmaður þess Innan flokksins. Guömundur var alit að því grát- klökkur í viötali við Stöð 2 er hann sagöifrá því að hann væri farinn aö efasi Þykir mörgum Ifklegt að Albert hafi „talaö drenginn til“ og hann hafilátiösegjast. Umsjón: Gylll Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.