Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.1989, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 1989. 31 Meiming Listviðburöur ársins var án efa opnun nýbyggingar Listasafns íslands við Tjörnina. Hér sést inn í sal þann, sem áður var hluti af gamla Glaumbæ. Annars staðar á landsbyggðinni var að sjálfsögðu haldið áfram að sýna myndlist, þrátt fyrir frumstasða sýningaraðstöðu. Erlendum sýningum fjölgar Taflan sýnir einnig að erlendum sýningum fjölgar statt og stööugt og hafa þær ekki verið fleiri þann tíma sem þessi annáll hefur verið gerður. Flestar þeirra, eða 10, komu frá USA, 9 frá Þýskalandi, 8 frá Svíþjóð og Sfrá Bretlandi. Sjálfum þótti mér mest til um skúlptúr Gerhards Am- man (Nýlistasafninu), grafík Yngves Zakarias (Svart á hvítu), grafík Pi- erres Soulages (Listasafni íslands), sýningu á Norrænni konkretlist (Listasafni íslands), málverk Lenu Cronqvist (Norræna húsinu), skúlpt- úr Claes Hake (Kjarvalsstöðum), verk þeirra Donalds Judd og Ric- hards Long (Nýlistasafninu) og graf- ík Howards Hodgkin (FÍM-salnum). Auðvitað var líka gaman að sjá verk eftir Chagall á íslenskri fold, þó svo maður hefði séð talsvert mik- ið betri sýningar á Ust hans annars staðar. Ef litið er á töflu 2, sést að grónir sýningarstaðir, eins og Kjarvalsstað- ir, Nýlistasafnið; Norræna húsið og Gallerí Borg, héldu sínu á árinu. Þó var meiri deyfð í Nýlistasafninu en árið þar á undan, sem endurspegl- ar að einhveiju leyti þá óvissu sem nú ríkir um framtið þess. Annars var þetta ár talsverðra sviptinga í sýningarmálum. Lista- safn íslands opnaði í nýju og lang- þráðu húsnæði, sem bætir til muna alla aðstöðu til myndlistarvarðveislu og -rannsókna, en gerir ekki eins mikið fyrir sjálfa myndlistina og menn höfðu vonað. í safninu hefur farið fram metnað- arfull starfsemi allt árið, og ekki sak- ar að þar er einnig ljúft að líta inn án ábyrgðar, til þess eins fá sér kaffl og kökur. Sviptingar á sýningarstöðum Næst-var opnuð ný menningarmið- stöð þeirra Hafnfirðinga, Hafnar- borg, sem státar af víðáttumiklum salarkynnum sem munu ekki síst koma myndlistinni til góða. Loks tók til starfa Listasafn Sigur- jóns Ólafssonar á Laugarnestanga, sem á eflaust eftir að verða íslenskri höggmyndalist mikil lyftistöng. Nýtt og fallegt gallerí, Nýhöfn, var einnig opnað á besta staö í bænum í byrjun ársins og hefur staðið fyrir vönduðum sýningum. En á árinu sáum við líka á bak tveimur markveröum sýningarstöö- um, Glugganum á Akureyri og Gall- eríi Svart á hvítu í Reykjavík. Þótt ekki sé öll nótt úti hvað Glugg- ann snertir, hann kann að rísa upp á öðrum stað, þá virðist á enda merkileg sýningarstarfsemin í Svart á hvítu, þar sem yngri listamenn áttu sér stuðningsmenn. Eins og venjulega sýndu íslenskir listamenn um allar trissur á árinu - til dæmis fór Tolli alla leið til Suður- Kóreu - en Gunnar Öm var fulltrúi íslands á Bíennalnum í Feneyjum. Lítið var gefið út af bókum um ís- lenska myndlist, eiginlega bara bók Ólafs Kvaran um Jón Engilbérts, en bæði Jón Axel og Tolli gáfu sjálfir út vandaða bæklinga um list sína. Þá er það nekrólógían. Viö íslend- ingar misstum tvo mæta listamenn, þá Valtý Pétursson og Ragnar Kjart- ansson, en í útlöndum létust meðal annars kjamakonan Louise Nevel- son, góðvinur íslenskra nýlistar- manna, Robert Filiiou, og kornungur snillingur, Jean-Michael Basquiat. Slæ ég þar með botninn í annál myndlistar á árinu 1988. -ai. Samsett verk Kristins G. Harðarsonar, þar sem allar þrjár víddir og öll möguleg og ómöguleg efni voru brúkuð, voru undarlega áhrifarík. Tegundir sýninga '78 '79 '80 '85 '86 '87 '88 Máiverkýmisskonar 56 58 76 147 143 131 160 Hönnunýmiss konar 10 17 26 28 21 27 23 Grafik 16 24 18 25 19 21 30 Sögul.sýningar 20 6 7 6 Skúlptúr 18 9 30 30 Ljósmyndir 7 10 5 13 8 11 10 Nýlist 20 20 20 11 10 15 8 Helstu sýningarsalir og fjöldi sýninga Staðir '78 '79 '80 '85 '86 '87 '88 Kjarvalsstaðir 17 23 21 26 22 34 34 Norræna húsið 21 25 19 24 14 17 19 Nýlistasafnið 21 24 25 17 Gallerí Borg 19 15 16 17 Ásmundarsalur 4 13 15 12 9 3 Mokka 13 13 7 7 Listasafn ASÍ 12 12 7 Slunkaríki, ísafirði 9 4 4 GalleriSvartáhvitu 14 14 Gallerí Gangskör 11 5 FÍM-salurinn 8 12 Glugginn 11 Listasafníslands 7 Hafnargallerí 8 Vorum að fá frá 4/dpxL Á ÍTALÍU Skíðabogar og burðarbogar. Verð kr. 4.886. Verð kr. 2.995. Burðarbogar frá kr. 1.069 og 5.313. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Skeifan 2 simi 82944 Skíðakassi eða fyrir annan farangur. Klossar og klemmur Skíðabogar á rennu- á burðarboga. lausa bíla, læsta og ólæsta. Skíðagrindur á varadekksfestingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.