24 stundir - 26.08.2008, Síða 10

24 stundir - 26.08.2008, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Báðar deildir rússneska þingsins hvöttu Dmitri Medvedev til að viðurkenna sjálfstæði héraðanna Abkasíu og Suður-Ossetíu eftir að þær samþykktu einróma álykt- un þess efnis í gær. Óvíst er hvort Medvedev fer eftir ályktun þingsins, en fréttaskýr- endur segja hana veita honum fleiri tromp á hendi í viðræðum sínum við vesturveldin um ástandið í Kákasusfjöllum. Enn hefur ekkert ríki viðurkennt sjálfstæði héraðanna. Suður- Ossetía og Abkasía hafa þó í raun verið sjálfstæð frá því snemma á tíunda áratugnum þó að lagalega heyri þau bæði undir Georgíu. Hersveitir Rússa í Georgíu yf- irgáfu að mestu Georgíu á föstu- daginn, nokkra daga eftir að skrifað var undir vopna- hléssamkomulag, sem Frakkar höfðu milligöngu um. Sumar hersveitir eru þó enn að störfum nærri hafnarborginni Poti við Svartahaf, suður af Abkasíu, auk þess að fjölda eftirlitsstöðva hef- ur verið komið upp umhverfis Suður-Ossetíu. atlii@24stundir.is Rússlands- þing þrýstir á Medvedev AFPSigursveifla Drengur leikur sér á flaki skriðdreka Georgíuhers í Tskhivali, höfuðborg Suður-Ossetíu. Kynjakettir Alþjóðleg kattasýning var haldin í Rotterdam í Hollandi um helgina. Ríflega 600 kettir öttu kappi. Þjóðhátíð Úkraínskir hermenn marséruðu í Kíev til að fagna því að um helgina voru sautján ár liðin síðan landið varð sjálfstætt. Fórnarlömb Her- og slökkviliðsmenn flytja lík farþega flugvélar sem brotlenti í Gvatemala úr björgunarþyrlu. Meðal þeirra tíu sem létust voru fimm bandarískir hjálparstarfsmenn. Eftirlifandi Ali Hazemi, Írani sem komst lífs af þegar flugvél brotlenti í Kirgisistan, hlýtur aðhlynningu á sjúkrahúsi í Bishkek. Talið er að 68 hafi farist í slysinu. ÁSTAND HEIMSINS frettir@24stundir.is a Þetta er sögulegur dagur fyrir Abkasíu og Suður-Ossetíu. Abkasía verður aldrei framar hluti af Georgíu. Sergei Bagapsh, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Abkasíu.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.