Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „ÉG SPYR á móti, hvernig er þetta ekki hægt?“ svarar Þórarinn Æv- arsson, framkvæmdastjóri IKEA, þegar hann er spurður hvernig fyr- irtækið ætli að fara að því að standa við loforð um verðöryggi en verð í vöru- lista IKEA frá því í ágúst 2007 mun ekki breyt- ast þrátt fyrir gengisfall krón- unnar. Hann segir flesta markaði vera með stöðugt gengi en Íslendingar búi við óstöð- ugt gengi. „Við hjá IKEA leggj- umst í smávinnu á hverju vori þeg- ar við reiknum út hvert við höldum að gengið verði. Við reynum að reikna út eitthvert miðgengi, hvað sé líklegt. Frá því í ágúst í fyrra hefur evran verið veikari og krónan sterkari en við áttum von á,“ segir Þórarinn og bætir við að hið sama eigi við um fjöldamörg önnur fyr- irtæki í innflutningi. „Á meðan krónan var sterk nutum við þess með meiri framlegð. Núna hallar aðeins á og þá þurfum við bara að bíta á jaxlinn og kyngja því.“ Hann segir að vegna sterks gengis krónunnar hafi framlegðin hjá IKEA verið meiri en búist var við á fyrri hluta tímabilsins og svo hljóti einnig að vera um fleiri fyr- irtæki. „Nú, svo er það þannig að við erum með framvirka samninga og erum búnir að tryggja okkur gengið í ákveðinni tölu. Hið sama á við um mjög mörg fyrirtæki í inn- flutningi sem hafa gert framvirka samninga; hafa keypt evrur eða dollara eða hvaða gjaldmiðil það er sem þau nota,“ segir hann og að IKEA sé þannig búið að tryggja sig að ákveðnu marki. „Svo erum við líka með risastóran lager, sem aðrir eru vissulega með líka. Og við erum með margra mánaða birgðir af ákveðnum vöruliðum. Þar fyrir utan er ég með helling af vöru niðri á kaja sem ég er búinn að tolla og ég er ekkert einn um þetta,“ segir hann með áherslu. „Það sem ég skil ekki, þú spyrð hvernig er þetta hægt og ég spyr á móti hvernig er hægt að hækka, í sömu vikunni og gengið fellur, vöruna um 30%? Það finnst mér miklu meira spurning- armerki.“ Mun fleiri fyrirtæki gætu haldið verðinu óbreyttu Þórarinn telur mjög líklegt að miklu fleiri fyrirtæki en IKEA gætu haldið óbreyttu verði og að engin ástæða sé til að hækka strax. „Það á aldrei að vera fyrsta ráð- stöfun hjá neinu fyrirtæki að hækka verðið,“ segir hann. Til lengri tíma litið býst Þór- arinn ekki við að IKEA muni tapa á því að hækka ekki verðið strax, þvert á móti telur hann að aukinn hagnaður verði hjá fyrirtækinu. „Menn eru búnir að koma fram í fjölmiðlum og gaspra um að þeir þurfi að hækka verðið um 20-30%. Við ætlum hins vegar ekkert að hækka. Þetta mun, held ég, skila sér í aukinni sölu hjá okkur, sem við erum reyndar þegar farin að sjá. Og það má vel vera að ég hagn- ist minna af hverjum þúsundkalli sem ég sel. En kakan bara stækkar og ég held að ég muni koma út í plús eða á svipuðu róli þegar upp er staðið.“ Þórarinn ítrekar að engin ástæða sé til að hækka verð strax og tekur dæmi til að útskýra innkaupsverð og útsöluverð. „Eins og umræðan er á matvörumarkaði, krónan fellur um 30%, þá er náttúrlega úti á túni að hækka vöruna um annað eins. Innkaupsverð seldra vara er bara brot af útsöluverðinu og sem dæmi er matvara sem keypt er inn á 100 kr. og seld á 500 kr. Jú, jú, krónan fellur um 30% og þá er innkaups- verðið komið í 130 kr.! Þá er að sjálfsögðu engin ástæða til að selja þessa vöru á 800-900 krónur!“ Þórarinn segist verða að taka undir með stjórnmálamönnum og verkalýðsforystunni í gagnrýni á kollega sína. „Mér finnst engin ástæða til að hækka verðið svona hratt. Það má ekki velta öllu beint út í verðlagið. Íslenski neytandinn er bara því miður vanur því að láta valta yfir sig og menn hafa gengið á lagið með það. Þetta myndi aldrei gerast í öðrum löndum en á Ís- landi.“ Framkvæmdastjóri IKEA gagnrýnir innflytjendur fyrir að velta hækkunum beint út í verðlagið „Engin ástæða til að hækka strax“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hækkar ekki Verð skv. vörulista IKEA frá því í ágúst 2007 mun haldast óbreytt út tímabilið. Þórarinn Ævarsson MARSMÁNUÐUR var 0,3 stigum yf- ir meðallagi í Reykjavík, miðað við töl- ur í gær. Meðalhiti í Reykjavík er 0,4 stig, en var í mars 0,7. Trausti Jóns- son, veðurfræðingur á Veðurstofu Ís- lands, segir þó að tölur geti eitthvað breyst eftir daginn í dag. Mánuðurinn er kaldasti mars síðan árið 2002. Á Akureyri var gráðan –1,5, 0,3 gráðum undir meðallagi. Þar hefur ekki verið kaldara í mars síðan 2002. Í Vestmannaeyjum er hitastigið í meðallagi og í Bolungarvík 0,5 yfir meðallagi. Á Dalatanga er hitinn ná- lægt meðallagi. Trausti segir tölurnar ekki breytast mikið þó að einn dagur standi út af, en í gær var hlýrra en verið hefur að undanförnu. Trausti segir að ekki sé spáð nein- um hlýindum á næstunni. „Þetta er þó enginn kuldi, þannig séð.“ Lítill snjór er á landinu, mest 68 sentímetrar í Fljótum. Enn er einhver snjór í Vestmannaeyjum og sums staðar á Suðausturlandi. Á Vest- urlandi er meira og minna autt. Kaldasti mars síðan árið 2002 0,3 stigum yfir meðal- lagi í Reykjavík SÉRA Gunnar Gíslason, prófastur og prestur í Glaumbæ, lést á Heil- brigðisstofnun Sauðár- króks mánudaginn 31. mars á 94. aldursári. Hann fæddist á Seyðis- firði 5. apríl 1914. For- eldrar hans voru Gísli Jónsson, kaupfélags- stjóri og verslunarmað- ur og Margrét Arnórs- dóttir húsfreyja. Sr. Gunnar lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1943 og vígðist sama ár sóknar- prestur að Glaumbæ í Skagafirði. Hann var skipaður prófastur í Skaga- fjarðarprófastsdæmi árið 1977. Sr. Gunnar stundaði búrekstur í Glaumbæ samhliða prestsskap. Hon- um var veitt lausn frá embætti pró- fasts og sóknarprests Glaumbæjar- prestakalls 1982, en þjónaði áfram Barðssókn í Fljótum til 1984. Snemma varð sr.Gunnar áhuga- maður um stjórnmál. Hann var í stúdentaráði Háskóla Íslands 1939- 40 og formaður Vöku 1940-41. Hann var varaþingmaður Skagfirðinga fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn frá 1954-56, sat á Alþingi um skeið árin 1955 og 1957 og var þingmaður Norðurlandskjördæm- is vestra 1959-1974. Hann sat á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna 1965 og í bankaráði Búnaðar- banka Íslands frá 1969-85. Sr. Gunnar gegndi fjölda trúnaðarstarfa í Skagafirði. M.a. sat hann í hreppsnefnd Seyluhrepps frá 1946- 86, var sýslunefndar- maður 1984-1988, í stjórn Varmahlíðar frá 1947-73 og í stjórn Skógræktarfélags Skagfirðinga 1947-81. Sr. Gunnar var í stjórn Byggða- safns Skagfirðinga í Glaumbæ frá 1948-86 og formaður Karlakórsins Heimis í tíu ár á árunum 1954-65. Eiginkona sr. Gunnars var Ragn- heiður Margrét Ólafsdóttir, safnvörð- ur við Byggðasafnið í Glaumbæ. Þau fluttu frá Glaumbæ árið 1983 og bjuggu síðustu árin í Varmahlíð. Ragnheiður lést árið 1999. Þau eign- uðust sex börn. Elsti sonurinn, Stefán Ragnar, lést árið 1996, en hin eru Gunnar, Ólafur, Arnór, Margrét og Gísli. Andlát Gunnar Gíslason FJÖLDI fyrirtækja þurfti að loka vegna rafmagnsleysis sem varði lungann úr síðdeginu í gær í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi, hluta Grafar- vogs og í Grafarholti í norðaustur- hluta Reykjavíkur. Rafmagnið fór af um hádegi og var ekki að fullu komið á fyrr en á fimmta tímanum. Margir viðskipta- vinir þurftu því frá að hverfa víða og má gera ráð fyrir að einhver fyrir- tæki hafi orðið fyrir fjárhagstjóni þar sem bilunin reyndist ansi löng og mjög óheppileg fyrir marga, en um tuttugu ár eru síðan rafmagnsleysi hefur staðið jafn lengi yfir á höfuð- borgarsvæðinu og í gær. Ekki hægt að tengja framhjá biluninni vegna viðhalds Rafmagnið fór af um hádegisbilið þegar bilun varð á aðalæð háspennu við Spöngina, en við það kom mikið högg inn á kerfið sem varð til þess að Nesjavallalínu sló út. Svo óheppilega vildi til að ekki var hægt að tengja framhjá biluninni því verið var að vinna að viðhaldi á háspennustreng frá Geithálsi að tengivirkinu í Korpu á sama tíma. Komist var fyrir bilunina laust fyrir klukkan fimm í dag, en sam- kvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur eru um tuttugu ár síðan rafmagnsleysi hefur varað í jafn langan tíma og þetta. Á fjórða tug þúsunda íbúa og fjöldi fyrirtækja er á því svæði sem varð fyrir barðinu á biluninni. Rafmagnsleysi í nær fimm stundir Hefur ekki verið svo langvinnt í 20 ár Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EINN þeirra erlendu fjármálamanna sem hagnast hafa á veikingu íslensku krónunnar stærði sig af því árið 2006 að hann vildi láta minnast sín sem mannsins sem gerði Ísland gjaldþrota. Hugh Hendry, yfirmaður fjárfestingasviðs hjá breska vogunarsjóðsfyrirtækinu Eclectica Asset Management, sagði þetta m.a. í viðtali við breska blaðið Times þann 8. júlí 2006. Einn sjóða Eclectica, The Eclectica Fund (TEF), er sjóður sem fjárfestir í hlutabréfum og gjaldmiðlum, hvort heldur sem er með hefð- bundinni fjárfestingu eða svokölluðum skort- stöðum, sem fela það í sér að fjárfestir veðjar á að viðkomandi hlutabréf eða gjaldmiðill falli í verði. Alls nema eignir í umsýslu TEF tæpum 160 milljónum evra (andvirði um 19,1 milljarðs króna á núvirði) og er því töluvert stærri en meðal-vogunarsjóðurinn, þótt ekki sé hann í hópi hinna stærstu. Vísar til George Soros Í yfirliti yfir stöðu sjóðsins í febrúarmánuði kemur fram að um 10% af fjárfestingum sjóðs- ins í gjaldeyri er skortstaða í íslensku krón- unni, en ekki er gefið upp nákvæmlega hve staðan er stór. Miðað við það hver þróunin hef- ur verið á gengi krónunnar í marsmánuði má því leiða að því líkur að TEF hafi hagnast myndarlega á því að veðja á fall krónunnar. Í viðtalinu er Hendry sagður geta virst sjálf- umglaður eins og þegar hann segir: „Ég vil verða þekktur sem maðurinn sem gerði Ísland gjaldþrota“ en hann var þegar árið 2006 með umtalsverðar skortstöður í íslensku krónunni. Vísaði Hendry með orðum sínum til banda- ríska auðjöfursins George Soros, sem frægur er, eða alræmdur, fyrir að hafa auðgast gríð- arlega á, og stuðlað að, falli breska pundsins árið 1992, en breska ríkisstjórnin neyddist í kjölfarið til að draga pundið úr myntsamstarfi Evrópusambandsríkja. Hendry gengst upp í ímynd sinni sem sér- vitringur og í viðtalinu við Times líkir hann sér við Jóhönnu af Örk og segir oftar en einu sinni að hann heyri raddir sem stýri fjárfestingum sínum. Vildi gera Ís- land gjaldþrota Heyrir raddir Hendry, til hægri á myndinni, segist heyra raddir sem stýri fjárfestingum hans. Hugh Hendry hefur hagnast á falli krónunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.