Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 23 FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Harkalegar deilur Bar-acks Obama og HillaryClinton eru farnar aðvalda ugg í demókrata- flokknum um að sigur í forseta- kosningunum renni þeim úr greip- um, John McCain verði næsti húsbóndinn í Hvíta húsinu. Vafa- laust er lítil alvara á bak við til- lögur um að fá Al Gore, fyrrverandi varaforseta, til að verða forsetaefni sem þorri flokksmanna gæti sætt sig við. En það segir sitt að máls- metandi fólk skuli ýja að þessari lausn sem ætti sér engin fordæmi á síðari tímum. Ný Gallup-könnun sýnir að McCain hefur hagnast vel á inn- byrðis skítkasti demókrata. Hann birtist nú mörgum landsmönnum sem hinn trausti og ábyrgi faðir sem geti sameinað fremur en sundrað. Um 67% landsmanna segjast treysta honum vel, 62% treysta hins vegar Obama og að- eins 53% Clinton. Í annarri Gallup- könnun koma fram teikn um klofn- ing í röðum demókrata: 28% stuðn- ingsmanna Clinton segjast fremur munu kjósa McCain en Obama verði hinn síðarnefndi forsetaefni og 19% manna Obama munu taka repúblikanann fram yfir Clinton. Segja þeir núna. Hér skal minnt á að við svipaðar aðstæður hefur heiftin oft verið mikil innan flokk- anna í prófkjörsbaráttu. En þegar forsetaframbjóðandinn er loks til- nefndur slíðra menn sverðin og sameinast á ný, margir ákaflega móðir en flestir lítt sárir. Að einu leyti stendur McCain auk þess illa, hann hefur ennþá mun minna fé til umráða í kosningabaráttu sinni en demókratar. Ríku repúblikanarnir, sem studdu Bush svo ákaft á sínum tíma, eru ekki enn búnir að taka upp pyngjuna. Óvíst er líka að upp- reisnarmaðurinn McCain sé búinn að vinna hug og hjarta þeirra flokksmanna sem ávallt hafa haft andúð á honum, t.d. heittrúar- manna í suðrinu og hagsmunaafla í stórfyrirtækjum. Óspennandi neyðarhjálp Annað sem ekki má gleyma er áhuginn sem deilurnar vekja. Póli- tíkusar eiga oft erfitt með að ná eyrum almennra Bandaríkjamanna en slagur Obama og Clinton hefur orðið til að virkja marga sem ella hefðu verið áhugalausir. Þetta gæti á endanum nýst demókrötum eftir flokksþingið í lok ágúst. Er Al Gore ferskur og spennandi kostur? Hætt er við að þær millj- ónir ungra Bandaríkjamanna sem fylkja sér nú um Obama þættu illa sviknar. Gore er alræmdur betriviti og oft lýst sem hálfgerðum spýtu- karli, hann hefur ávallt átt erfitt með að ná almenningshylli vestra. „Demókratar gera alltaf þau mistök að tilnefna menn sem vita allt sem hægt er að vita um stjórn- mál. Ég kynnti bæði Al Gore og John Kerry á fundum þeirra. Þeir vissu allt um stefnumálin en náðu ekki sambandi við fólk. Enginn verður forseti ef almenningi líkar ekki við hann,“ sagði Jay Rocke- feller, öldungadeildarþingmaður frá Vestur-Virginíu, þegar hann kynnti Obama á fundi fyrir rúmri viku. Átökin harðna stöðugt milli demókratanna tveggja og nýlega stundi einn liðsmanna Obama og sagði að baráttan væri farin að minna á langdregið gíslatökumál, slagurinn gæti haldið áfram í mán- uð í viðbót, jafnvel sex vikur. Clinton neitar staðfastlega að gefast upp þótt nær öruggt sé að þegar til flokksþings kemur verði keppinauturinn með fleiri fulltrúa á sínu bandi. Hún telur sig geta lag- að stöðuna og hefur m.a. í huga kannanir sem gefa til kynna að hún muni hafa betur í Pennsylvaníu 22. apríl en þar eru 158 þingfulltrúar í boði. En líklegt er að henni mistak- ist að fá breytt ákvörðun um að fulltrúar Flórída og Michigan fái ekki atkvæðisrétt vegna brota á reglum um tímasetningu forkosn- inga. „Ég hef alls ekki í huga að hætta fyrr en við höfum lokið því sem við hófum og fyrr en við sjáum hvað gerist í næstu 10 kosningum og fyrr en við finnum lausn á málum Flórída og Michigan,“ sagði Clint- on í viðtali við The Washington Post á sunnudag. Obama segist sammála Clinton um að hún geti haldið baráttunni áfram eins lengi og hún vilji. „Hún er kraftmikill og ákaflega hæfur keppinautur og er augljóslega sannfærð um að hún verði besta forsetaefnið og besti forsetinn,“ sagði hann um helgina. Haldið í vonina Clinton gerir sér enn vonir um að nær 800 svonefndir ofurfulltrúar, frammámenn sem hafa atkvæð- isrétt á flokksþingi vegna stöðu sinnar, muni að lokum snúast á sveif með reyndum stjórnmála- manni sem þeir þekkja fremur en Obama. Vandinn er að þeir vilja líka að forsetaefnið sigri í haust. Og síðustu kannanir gefa Obama 52% stuðning meðal demókrata á lands- vísu, Clinton aðeins 42%. Hug- myndir eru nú uppi um að ofurfull- trúarnir haldi fund um miðjan júní og reyni þar að ná samkomulagi um að tryggja öðrum frambjóðand- anum tilnefninguna. Þannig verði komist hjá því að niðurstaðan drag- ist fram að flokksþinginu. Blóði drifið faðm- lag á flokksþingi? Slag demókrata líkt við langdregið „gíslatökumál“ Reuters Styðjið mig! Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New York og forsetaframbjóðandi, flytur ræðu á kosningafundi í borginni Hammond í sambandsríkinu Indíana. Í HNOTSKURN »Al Gore stendur nú á sex-tugu, hann hlaut í fyrra frið- arverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína gegn hlýnun loftslags og getur státað af því að hafa fengið hálfa milljón atkvæða fram yfir Bush árið 2000 þótt hann næði ekki meirihluta kjörmanna. »Milljónir áður óbundinnahafa nú látið skrá sig sem demókrata og sums staðar hefur kjörsóknin slegið öll met. »Sem dæmi um atburði semhafa gert slaginn grimman er nefnt að Clinton hafi eitt sinn sagt að Obama væri „kristinn, ég veit ekki betur“. Með fyrirvar- anum var hún sögð reyna að læða inn hjá kjósendum að Obama væri múslími. Reuters Gaman! Barack Obama á kosn- ingafundi í Charlotte í N-Karólínu. eru metnar þannig: rannsóknin er unn- næst er handrit að vísindagrein unnið; greinin send til birtingar og í kjölfar r hún send til annarra vísindamanna og etin af þeim. Það ræðst síðan af því u merk eða góð hún er talin, í hversu ða virtu vísindatímariti greinin fæst g slík ákvörðun markast af niður- m vísindamanna sem eru að vinna á viði og höfundur eða höfundar rann- rinnar. höfum birt meira en nokkur háskóli í num um erfðafræði; við höfum birt um erfðafræði og arfgengi sjúkdóma Norðurlöndin til samans, meira að meira en öll Evrópa samanlagt. Við höf- tra orðspor en nokkur háskóli eða r önnur stofnun á sviði mannerfða- í öllum heiminum. Við höfum þannig það eina raunhæfa mat sem er til. t Stefán Hjörleifsson til þess að fjöl- á Íslandi setji saman aðferð til þess að ísindi og gæði þeirra, sem er betri að- n sú sem ég var að lýsa? Ég bara spyr,“ Kári. i segir að sér þyki það afskaplega ileg afstaða sem fram komi í viðtalinu fán, að þekking geti verið slæm og að ti verið vont fyrir okkur að vita um eðli ma. ð þessu er Stefán raunverulega að gefa að það gæti verið betra fyrir okkur að áfræði og ég er ekki viss um að Stefán ugsað þetta alveg til enda. Ég held að sé afskaplega prúður og ágætur pilt- þetta er vanhugsað hjá honum,“ segir á vissan hátt skyldu minni essi prúði og ágæti piltur ekki bróð- ur þinn? a setur hljóðan í fyrsta og eina skiptið í inu. Segir svo: „Ástæðan fyrir því að ypti Stefáni inn í fyrirtækið er jú ein- ú, að hann er bróðursonur minn. Í dag mast ég mín fyrir að hafa hleypt honum inn, vegna þess að ég hef valdið því em hér vinnur töluverðum leiðindum ví að gera það og brást þannig skyldu sem forstjóri þessa fyrirtækis á vissan Ég hleypti skyldmenni mínu hér inn, ekk svo hér um á skítugum skónum. tók viðtöl við starfsmenn vegna rann- r sinnar og vitnar svo í dagblaðsviðtali í ðtöl. Slík framkoma er gjörsamlega fyr- an allar hellur.“ rtu með þessu að segja að þetta viðtal í unblaðinu og þær upplýsingar sem Stef- án veitir þar, muni hafa eftirmála í för með sér? „Ég mun benda Vísindasiðanefnd, Per- sónuvernd, Háskólanum í Bergen og Háskóla Íslands á það, að þessi rannsókn hafi verið gerð án þess að fyrir þátttakendur hafi verið lagt upplýst samþykki.“ – En kynntir þú þér það ekki, að Stefán hefði uppfyllt öll lagaskilyrði, áður en þú opn- aðir fyrirtækið fyrir honum? „Mitt hlutverk er ekki að hafa sérstakt eft- irlit með slíkum rannsóknum. Það hvarflaði ekki einu sinni að mér að hann færi ekki eftir reglum samfélagsins í þessum efnum. Ég við- urkenni nú, að það var barnaskapur af minni hálfu, sem ég ber ábyrgð á.“ Kári segir að að óskin um að til staðar sé hásprengd siðfræðileg umræða, á því stigi, þegar ný þekking er að verða til, sé útópísk. „Það hefur alltaf verið þannig, að þegar við erum að uppgötva eitthvað og vinna við upp- götvanir á hlutum, þá stöndum við klofvega á milli sem er þekkt og þess sem er óþekkt. Hið óþekkta veldur alltaf smáugg, en við því er ekkert að segja eða gera og djúp siðfræðileg umræða mun þar engu um breyta. Staðreyndin er hins vegar sú, að fólk sem er veikt og á við erfiða sjúkdóma að stríða og skyldmenni þess fólks hefur nákvæmlega engan áhuga á siðfræði og persónuvernd. Þetta fólk vill auðvitað að þeir sem fram- kvæma rannsóknirnar hafi sem greiðastan aðgang að upplýsingum, í þeirri von að lækn- ing finnist við meinum þeirra. Forsendur hins vestræna samfélags almennt eru þær, að þekkingin opni þann möguleika, að hægt sé að nýta hana til góðs. Það eru okkar for- sendur,“ segir Kári Stefánsson að lokum. vega milli g óþekkta Morgunblaðið/Kristinn Stefáns Hjörleifssonar og fullyrðir að hann hafi brotið lög. Í HNOTSKURN »Segir Stefán ekki hafa haft heimild tilþess að gera svona rannsókn án þess að leggja fyrir þátttakendur upplýst sam- þykki. »Mun tilkynna Vísindasiðanefnd ogPersónuvernd að upplýst samþykki hafi ekki legið fyrir. »Ekki eitt einasta dæmi um það, að ís-lenskir fjölmiðlar hafi verið að hlaða sérstöku lofi á þær rannsóknir sem ÍE hefur unnið. » ÍE hefur birt meira um erfðafræði ogarfgengi sjúkdóma en öll Norður- löndin til samans, meira að segja meira en öll Evrópa samanlagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.