Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 18
|þriðjudagur|1. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is É g er alsæll. Ég hafði óskað mér Kitchen Aid-hrærivélar í afmæl- isgjöf frá frúnni og varð að ósk minni,“ segir Bjarni Ólafur Guð- mundsson, sölumaður og sér- legur áhugamaður um bakstur og matseld. Bjarni fékk óskagjöfina í 45 ára afmælisgjöf hinn 10. febrúar síðastliðinn og getur nú stund- að áhugamálið af kappi. Vinum og fjölskyldumeðlimum Bjarna var vissulega skemmt yfir þessari framtakssemi eiginkonunnar, sem í fyrstu fannst fráleitt að verða við þessari ósk bónda síns enda vissi hús- móðirin, Guðrún Mary, að hrærivélargjöfin kæmi svolítið hallærislega út fyrir hana. Hún lét þó tilleiðast þegar hún uppgötvaði að hús- bóndanum var full alvara. Nýtir frystikistuna í dýrtíðinni „Það er rétt að ég nota hrærivélina mun meira en hún enda finnst mér miklu skemmti- legra að baka en henni. Bakstur er ekkert flók- inn í eðli sínu þótt hann gæti verið það í huga margra karlmanna. Ég hef aldrei sótt nein námskeið, en einn bróðir minn, hann Halldór Ingi, sem starfar líka sem sölumaður, er sann- kallaður snillingur og er minn lærimeistari í bakstrinum. Við höfum báðir mjög gaman af því að leika okkur í eldhúsinu, en Halldór Ingi er þó kominn mun lengra í fræðunum en ég. Hann býr til alls konar hollustubrauð í löngum bunum og miðlar mér af þekkingu sinni. Svo sankar maður auðvitað að sér „tipsum“ héðan og þaðan enda fer ég ekkert endilega eftir upp- skriftum. Ég bæði sleppi úr og bæti í og slumpa bara eftir efnum og ástæðum. Og nú í allri dýr- tíðinni stefni ég auðvitað að því að baka brauð fyrir frystikistuna til að eiga góðan brauðlager þegar hungrið sverfur að,“ segir Bjarni og hlær, en hann er uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem enginn hefur vanist því að koma að tómum kaffiborðum. Skúffukaka og kanelbrauð Bjarni, sem nú starfar sem auglýsinga- sölumaður á 24 stundum, hefur verið útvarps- maður á Bylgjunni nánast frá upphafi vega auk þess sem hann tók að sér það merka embætti fyrir tveimur árum að vera sérlegur kynnir á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í stað Árna Johnsen. Bjarni segist á tímabili hafa bakað um hverja einustu helgi, en hafi slegið slöku við að und- anförnu. „Nú er Kitchen Aid-vélin hins vegar mikill hvati enda hef ég ekki átt svona flotta bakstursgræju áður. Ég notaðist við svokall- aðar matvinnsluvélar áður og náði að eyði- leggja fyrstu matvinnsluvélina mína á fjórum mánuðum. Fóðringarnar hreinlega brunnu upp enda eru þessar vélar ekki gerðar fyrir hnoð alla daga,“ útskýrir Bjarni, sem bakaði vinsæla kanelbrauðið sitt fyrir Daglegt líf. „Ef börnin mín fá að ráða er ég beðinn um að baka kan- elbrauð. Þetta er bara hvítt brauðdeig, sem maður rúllar upp með kanelsykri auk þess sem hægt er að skera það niður í snúða. Þetta klikk- ar aldrei. Svo hef ég verið að prófa mig svolítið áfram á ítölsku línunni og set þá fetaost, sól- þurrkaða tómata og hvítlauk í brauðin. Svo hendi ég gjarnan í skúffuköku, sem klikkar heldur aldrei á kaffiborðinu.“ Fékk hrærivél í gjöf frá frúnni Morgunblaðið/Ómar Fjölskyldan Bjarni Ólafur Guðmundsson ásamt konunni sinni, Guðrúnu Mary Ólafsdóttur, dótturinni Melkorku Mary og syninum Hákoni Tristan. Kanelbrauð ½ lítri vatn 1 kg hveiti 2 tsk salt 6 tsk sykur 2-3 tsk þurrger 4-5 msk olía kanilsykur eftir smekk Hálfur lítri af köldu vatni settur í skál og hitaður örlítið í örbylgjuofn- inum, þar til vatnið er orðið volgt. Um það bil þriðjungur af hveitinu settur út í vatnið og hrært saman í hrærivélinni. Þá er salti, sykri og geri hrært út í og loks er afganginum af hveitinu bætt út í og hrært saman við þar til deigið er orðið passlega þykkt. Olíu- nni bætt að síðustu út í og hnoðað. Gott er að klára að hnoða í hönd- unum með smáhveiti. Deiginu skipt í tvennt og hvor helmingur flattur út í kringlótt form á stærð við 15 tommu pítsuform. Þykktin er tæpur senti- metri, en um að gera er að láta til- finninguna ráða svolítið ferðinni. Kanelsykrinum dreift yfir og deig- inu er svo rúllað upp. Deigið sett á plötu, sem smurð hefur verið með smáolíu, og sett inn í ofn við 50°C í a.m.k. 40 mínútur. Eldföst skál með vel heitu vatni, 60-80°C, sett í botn- inn á ofninum til að ná upp nægum raka fyrir brauðið til að hefa sig. Að þessu búnu er brauðið tekið út og ofninn stilltur á 210°C. Brauðið penslað á meðan með vel heitu vatn- inu úr ofninum. Kanelsykri stráð of- an á og bakað í 18-22 mín eða þar til útlitið er orðið fallega brauðlegt. Brauðið tekið út úr ofninum og sett á grind í 15-30 mínútur svo lofti vel um það og rakinn komist út. Gott er að bera brauðið fram með smjöri. Morgunblaðið/Ómar Kanelbrauðið Pabbi er alltaf beðinn um að baka kanelbrauð ef börnin fá að ráða. AÐ vera í megrun er eins og báts- ferð; þú stefnir á ákveðinn áfanga- stað (markmið í megruninni) en til þess að komast þangað þarf elds- neyti (mataræði og hreyfingu) og þú lendir loks á paradísareyju (kominn í bikiníið). Hver smávægi- legur leki í bátnum getur hins veg- ar sökkt honum líkt og hver mistök í megruninni. Þessa skemmtilega samlíkingu má finna á vefmiðli MSNBC og einföld ráð gefin. Tíu gloppur í megruninni eru taldar upp sem gott er að vita af til að forðast en þær eru eftirfarandi: 1. Að kaupa svangur inn í matinn er ekki heillavænlegt. 2. Langir vinnudagar og yfirvinna valda streitu og kalla á skyndi- bita og minni hreyfingu. 3. Ekki verðlauna þig eftir líkams- þjálfun með góðum skammti af mishollum mat. 4. Það veit ekki á gott að telja aldrei hitaeiningarnar sem maður innbyrðir. Bara það að hafa það „skjalfest“ hvað mað- ur er búinn að borða er gagn- legt fyrir heilsuátakið. 5. Tölvupóstur til samstarfs- manna brennir ekki mörgum hitaeiningum og því skyn- samlegra að standa upp og bók- staflega ganga erinda sinna. 6. Æfingar geta orðið of mikil rút- ína svo maður fer að brenna minna. 7. Þægileg föt geta orðið of þægi- leg, gallabuxur leiða mann hins vegar í sannleikann um holda- farið. 8. Ekki gera of mikið af því að smakka matinn til þegar þú eld- ar. 9. Ekki er gott fyrir fólk í megrun að hafa eldhúsið fullt hús mat- ar. 10. Fáðu fleiri með þér í megr- unarátakið, félagslegur stuðn- ingur gerir það að verkum að þú léttist um 6% meira en ella. AP Líkamsrækt Að ýmsu er að hyggja þegar megrun stendur yfir. Til dæmis geta æfingar orðið of mikil rútína svo að maður brennir minna en í fyrstu. Tíu ráð gegn gloppum í megruninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.