Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sýndu nú spesíalistunum hvernig „blýantsnag“ virkar, hr. bankastjóri. VEÐUR Það vakti athygli þegar DavíðOddsson seðlabankastjóri sagði á ársfundi Seðlabankans á föstudag að til greina kæmi að gera al- þjóðlega rannsókn á því hvort óprúttnir miðlarar hefðu ákveðið að gera tilraun til að brjóta niður ís- lenska fjármálakerfið.     Viðskiptadagblaðið Financial Tim-es upplýsti síðan í gær að Fjár- málaeftirlitið hefði þegar hafið rannsókn á því hvort alþjóðlegir vogunarsjóðir hefðu ráðist gegn krónunni og hlutabréfamark- aðnum.     Jónas Fr. Jóns-son, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, staðfesti í fréttum Útvarpsins á há- degi í gær að leitað væri gagna um hvort einhverjir hefðu vísvitandi og skipulega komið af stað orðrómi um íslenska fjármálamarkaðinn og bankana beinlínis til að hagnast á því.     Hann sagði raunar að þegar í síð-ustu viku hefði verið kallað eftir slíkum gögnum og að rannsóknin væri alfarið að frumkvæði Fjármála- eftirlitsins. Á fréttavef Ríkisútvarps- ins er fullyrt að slík rannsókn hafi staðið yfir í tvær vikur.     Það sætir furðu að Íslendingarþurfi að fá slíkar fréttir í gegn- um erlenda fjölmiðla. Hvers vegna skýrði Fjármálaeftirlitið ekki frá því hér á landi í síðustu viku að slík rannsókn stæði yfir?     Víst þarf Fjármálaeftirlitið aðstíga gætilega til jarðar í upplýs- ingamiðlun, en þegar ráðist er í al- þjóðlega rannsókn af þessari stærð- argráðu, þá varðar fjármálamark- aðinn og almenning um það. Og eðlilegt að allir sitji við sama borð. Til hvers að þegja um það sem hlýt- ur að spyrjast? STAKSTEINAR Jónas Fr. Jónsson Til hvers að þegja? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      !  *(!  + ,- .  & / 0    + -      "   "                12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        !             :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? #$   $ $#  $  "$  $  $   $   #$# $  #$ # #$ " #$ "$ $                         *$BC %%                    ! !  ! "  !         # $ *! $$ B *! &'( )%  %( %   !   *+  <2 <! <2 <! <2 &! )  %, -%. /    $                  <7    %   &     !!     ' ( !  !  <   )          *  ! !     % !  &   !       ! ! ( !  !        # $   ) # %  +     % ! ! !  *            ! ! ( !  !            !  $  0 %'%11   %* '%2   *%,  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Davíð Logi Sigurðsson | 31. mars 2008 Ísland í öryggisráðið? Árni Snævarr vekur at- hygli á grein sem birtist í Turkish Daily News um kosningabaráttuna vegna sætis í örygg- isráði SÞ. Ég hef svo sem nokkrum sinnum verið að karpa við einhverja heima um þetta mál. Mér finnst umræðan um þetta heima svo algerlega út í hött. Menn segja þetta sýndarmennsku, peningaeyðslu, að við eigum engan séns, etc. Davíð Oddsson notaði orð um slíkt tal: afturhaldskommatittir! Meira: davidlogi.blog.is Guðmundur Magnússon | 31. mars Þjóðerni í fréttum ... Þá rifjast upp hin ein- kennilega regla sem blaðið setti sér og til- kynnti fyrir nokkrum mánuðum, að ekki skyldi greint frá þjóðerni sakborninga nema það skipti sérstöku máli. Hugmyndin að baki – virðingarverð út af fyrir sig – var að draga úr fordómum gegn útlend- ingum. Þessi regla hefur ekki verið haldin nema að litlu leyti, hvorki í blaðinu né á vefnum. Meira: gudmundurmagnusson.blog.is Sigurður Þór Guðjónsson | 31. mars Veðurdagatal fyrir apríl Hér birtist á fylgiskjalinu eins konar veð- urdagatal fyrir apríl líkt og áður hefur komið fyr- ir ýmsa aðra mánuði, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, há- marks- og lágmarkshita, sólar- hringsúrkomu og daglegar sólskins- stundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu land- inu. Um nánari skýringar bendi ég á veðurdagatalið fyrir mars. Meira: nimbus.blog.is Birkir Jón Jónsson | 31. mars 2008 Er verið að svíkja eldri borgara og öryrkja? Ég bloggaði fyrir helgi um meint svik rík- isstjórnarinnar við eldri borgara og öryrkja í tengslum við aðkomu ríkisins að kjarasamn- ingum. Deilan snýst um hversu mikið almannatryggingar áttu að hækka í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga. Ég ákvað í framhald- inu að bíða eftir viðbrögðum ráðherra við yfirlýsingum samtaka aldraðra, ör- yrkja og Alþýðusambandsins. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var innt eftir svörum um helgina kom harla lítið fram hjá henni og í raun er það enn óupplýst hvort ríkisstjórnin hafi ekki uppfyllt það sem hún lofaði fyrir örfá- um vikum. Á fundi félags- og trygg- ingamálanefndar í morgun óskaði ég eftir því að fulltrúar ÖBÍ, Lands- sambands eldri borgara og ASÍ yrðu kallaðir fyrir nefndina til komast til botns í þessu máli. Það verður því væntanlega haldinn fundur fljótlega þar sem að þetta mál verður skýrt nánar fyrir félags- og trygginga- málanefnd Alþingis. … eins og allir muna þá lofuðu allir flokkar úrbótum í þessum málaflokki en af viðbrögðum að dæma þá hafa margir orðið fyrir miklum vonbrigðum með Jóhönnu Sigurðardóttur í þessum málaflokki. Miðað við verðbólguhorfur þá eru allar líkur á því að kjör aldraðra og öryrkja muni að raungildi skerðast umtals- vert á þessu ári. Þessir hópar hafa ekki breiðustu bökin þegar kemur að afborgunum af húsnæðislánum og al- mennri dýrtíð í samfélaginu... Meira: birkir.blog.is BLOG.IS Neskaupstaður | Ármann Her- bertsson er vel tækjum búinn til að takast á við fannfergi eins og það sem verið hefur í Neskaupstað und- anfarið, en þar hefur undanfarið á köflum fallið allt að 40 cm af snjó sem er með því mesta sem mælst hefur í vetur. Á meðan aðrir puða bognir í baki með rekuna eina að vopni gengur Ármann í rólegheit- um með snjóblásarann góða og hreinsar heimreiðina. Vel tækjum búinn gegn vetrarsnjónum Morgnblaðið/́Kristín Ágústsdóttir Blástur Ármann Herbertsson hefur sagt snjónum stríð á hendur. Hlynur Hallsson | 31. mars 2008 Hannes Hólmsteinn rekinn frá HÍ Ef HÍ ætlar í alvöru að komast á blað meðal bestu háskóla í heimi er það augljóst að það verður að segja Hann- esi Hólmsteini upp störfum. Maðurinn er dæmdur lögbrjótur fyrir ritstuld. Há- skólarektor hlýtur að semja um starfslok við Hannes svo hann geti tekið pokann sinn. Meira: hlynurh.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.