Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 25 EINS og gefur að skilja hefur ákvörðun um að hækka af- urðastöðvaverð til bænda um 14 krónur á mjólkurlítrann eða um 14,6% vakið athygli og viðbrögð enda um að ræða meiri hækkun en orðið hefur í einu lagi um langt ára- bil. Annars vegar þykir neytendum hækkunin mikil, hins vegar heyrast þær raddir frá kúabændum að hún sé of lítil og er þar einkum vísað til stóraukins fjármagnskostnaðar. Við- brögð hvorra tveggja eru skiljanleg en um var að ræða málamiðlun sem BSRB stóð að í Verðlagsnefnd bú- vara. Enginn getur véfengt að kúa- bændur hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna geigvænlegrar hækk- unar á áburði og öðrum aðföngum. Drýgstur hluti hækkunarinnar er af þessum sökum. Þá er hækkunin einnig vegna annarra þátta og vegur þar fjármagnskostnaður þungt. Við- miðun vegna aukins fjármagns- kostnaðar er þó aðeins brot af því sem forsvarsmenn kúabænda telja réttmætt þótt þeir hafi fallist á nið- urstöðuna sem málamiðlun. Ástæðan fyrir því að BSRB ákvað að standa að þessari hækkun er í fyrsta lagi sú að samtökin hafa sannfærst um að kúa- bændur myndu upp til hópa lenda í veruleg- um hremmingum ef ekki yrði komið til móts við óskir þeirra og væri það í hæsta máta óábyrgt að tefla afkomu þessa mik- ilvæga atvinnuvegar í tvísýnu. Í annan stað má ekki gleyma því að bændur geta ekki farið líkt að og ýmsir aðrir sem stýra verði á vöru sinni eða þjónustu og ákveðið verð- lagið einhliða. Sannast sagna er ástæða til að ætla að sveiflur á heimsmarkaðsverði eða gengis- sveiflur hafi iðulega ekki skilað sér í lægra vöruverði þegar þær hafa ver- ið neytendum í hag þótt sjaldan hafi þess verið langt að bíða að vöruverð hafi verið hækkað í snarhasti þegar hið gagnstæða hefur verið uppi á teningnum. Í fyrra tilvikinu hefur neytendum verið sagt að vörubirgðir hafi verið miklar þannig að verð- lækkanir muni láta á sér standa. Gamlar birgðir virðast hins vegar ekki vera fyrir hendi þegar gengi krónunnar veikist eða verðlag á heimsmarkaði verður okkur óhag- stætt. Þetta er nokkuð sem við höf- um orðið vitni að þessa dagana. Við þessar aðstæður hafa bændur ekki búið þar sem hömlur eru á verð- lagi framleiðslu þeirra. Við sjáum ástæðu til að benda á þessi atriði í tengslum við þá umræðu sem nú fer fram um réttmæti hækkunar til kúa- bænda. Í þeirri verðhækkunarhrinu sem nú gengur yfir er mikilvægt að neytendur haldi vöku sinni. Þá er og nauðsynlegt að allir þeir sem stýra verðlagi á vöru og þjónustu axli ábyrgð, haldi aftur af verðhækk- unum, jafnvel leiti leiða til lækkunar. Það breytir ekki hinu að hækkanir verða stundum ekki umflúnar og geta hreinlega valdið keðjuverkandi áföllum ef ekkert er að gert. Okkar mat er að einmitt þetta eigi við um mjólk og mjólkurafurðir. Á dýrtíð- artímum verður vissulega að gæta aðhalds. En jafnframt þarf að sýna raunsæi. Því fer fjarri að hægt sé að alhæfa um verðhækkanir. Forðumst alhæfingar Elín Björg Jónsdóttir og Ögmundur Jónasson fjalla um hækkun á mjólk og vörum almennt »Enginn getur véfengt að kúa- bændur hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna geigvænlegrar hækk- unar á áburði og öðrum aðföngum. Ögmundur Jónasson Elín Björg Jónsdóttir er varafor- maður BSRB og fulltrúi í Verðlags- nefnd búvara. Ögmundur Jónasson er formaður BSRB. Elín Björg Jónsdóttir KVENRÉTTINDA- FÉLAG Íslands álykt- aði fyrr í vikunni um kynjaskiptingu nýkjör- innar stjórnar Nem- endafélags Verzl- unarskóla Íslands og vakti athygli á hversu fáar stúlkur hefðu sóst eftir stjórn- arsetu, og jafnframt að engin þeirra hefði náð kjöri. Við undirrit- aðir tökum heilshugar undir áhyggjur KRFÍ og er sannarlega miður að ásækni stúlkna við skól- ann í stjórnarembætti sé ekki meiri. Það er hinsvegar von okkar og trú að úrslit kosninganna dragi ekki úr áhuga stúlkna á starfsemi félagsins heldur verði þeim hvatn- ing til að láta að sér kveða á öðrum sviðum félagslífsins og í kosningum að ári. Það er jafnframt verðugt verkefni fyrir sitjandi stjórn að tryggja að allir félagsmenn hafi sömu tækifæri til að njóta hæfileika sinna og þeir séu metnir að verð- leikum. Stúlkur hafa síst spilað minna hlutverk en piltar innan Nemenda- félagsins á umliðnum árum; ekki er lengra en ár síðan stúlkur sátu í meirihluta í stjórn félagsins og árið þar áður var forseti þess stúlka. Sömuleiðis ber að fagna því að sé nemendafélagið skoðað í heild kveð- ur við annan tón en þegar stjórn- arsætin ein eru skoðuð. Af þeim 130 nemendum sem sinntu emb- ættum á vegum nemendafélagsins á síðasta skólaári var meirihlutinn stúlkur. Að sama skapi voru þeir nefndarmenn sem kjörnir voru í nýafstöðnum kosningum að meiri- hluta stúlkur. Það er því sem betur fer ljóst að stúlkur fara ekki var- hluta af því frábæra starfi sem Nemendafélagið stendur fyrir. Þegar upp er staðið skiptir þó auðvitað mestu máli að þeir sem taka að sér verkefni, hvort heldur sem um er að ræða í nemenda- félögum eða á öðrum vettvangi, séu hugmyndaríkir og framkvæmda- glaðir einstaklingar sem eru starfi sínu vaxnir og sú er svo sannarlega raunin jafnt í stjórn Nemenda- félagsins sem nefndum þess. Það verður gaman að fylgjast með þeim stóra hópi hæfileikafólks sem sér um Nemendafélagið vinna saman á komandi ári, hvers kyns svo sem það er. Unga kynslóðin og jafnréttismál Árni Már Þrast- arson og Hafsteinn G. Hauksson fjalla um kynjaskiptingu í embættum innan Verzló »Ekki er lengra en ár síðan stúlkur sátu í meirihluta í stjórn fé- lagsins og árið þar áður var forseti þess stúlka. Árni Már Þrastarson Höfundar eru fráfarandi forseti NFVÍ og nýkjörinn forseti NFVÍ. Hafsteinn G. Hauksson NÚ, hinn 3. apríl, verður hátíð í Fjallabyggð vegna Héðinsfjarð- arganga. Þá verður haldið upp á þann áfanga að náðst hefur að sprengja göng í gegn milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar, alls 3.650 metra leið. Áfram verður unnið að sprengingum milli Héðinsfjarðar og Ólafs- fjarðar, um 6.900 metra leið, og er áætlað að verkinu öllu ljúki í árs- lok 2009. Verkið er unnið af Háfelli og tékkneska verktaka- fyrirtækinu Metrostav. Tugir tékka frá Metrostav hafa unnið við göngin og hafa þeir verið afar vinnusamir og þægilegir á allan máta. Á sínum tíma voru samgöngur til Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar torsóttar. Úrbót varð árið 1967 þegar Stráka- göng voru opnuð til Siglufjarðar og árið 1990 Þegar göng um Ólafsfjarð- armúla voru tekin í notkun. Nú glitt- ir í góða tengingu þessara tveggja byggðakjarna þegar Héðinsfjarð- argöng klárast árið 2009. Frá þeim tíma munu íbúar Fjallabyggðar ekki þurfa að reiða sig á Lágheiðina sem á það til að vera ófær eða torsótt nokkurn hluta vetrar. Mikilvæg byggðatenging Nýju Héðinsfjarðargöngin munu hafa afgerandi jákvæð áhrif á sam- félagið í Fjallabyggð og voru í reynd forsenda þess að fyrrum sveitarfélög á svæðinu sameinuðust í eitt sveitarfélag. Sú sameining hefur geng- ið vel fyrir sig en mun ekki nýtast að fullu fyrr en göngin verða opnuð. Jarðgöngin munu einnig efla þétt- býliskjarnana við Eyjafjörð sem eitt at- vinnusvæði, hafa já- kvæð áhrif uppbygg- ingu framhaldsskóla við utanverðan Eyja- fjörð, en tillögu um slíkan skóla flutti Birk- ir J. Jónsson alþingismaður og er nýbúið að ráða framkvæmdarstjóra yfir þeirri framkvæmd. Að auki munu göngin hafa mjög góð áhrif á ferðaþjónustuna á Norðurlandi öllu. Nú þegar hefur verið unnið gott starf við að undirbúa samstarf heil- brigðisstofnana á svæðinu og ann- arra slíkrar þjónustu sem veitt er á Siglufirði og í Ólafsfirði. Ljóst er því að göngin skapa nýtt og langþráð sóknarfæri í byggðamálum Trölla- skagans og Eyjafjarðarsvæðisins. Eljusamir frumherjar Árið 1990 lagði frumherjinn Sverrir Sveinsson, Framsókn- arflokki, fyrst fram þingsályktun- artillögu um jarðgöng milli Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun jarðganga um Ólafsfjarð- armúla. Meðflutningsmenn Sverris að tillögunni voru Halldór Blöndal, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, Ragnar Arnalds, Árni Gunnarsson og Pálmi Jónsson. Hafa þessir menn alla tíð stutt göngin af eljusemi. Þótt á eng- an sé hallað skal einnig nefnt að tveir menn, þeir Halldór Ásgríms- son og Davíð Oddsson, áttu afger- andi þátt í að verkinu var hrundið í framgang. Samgönguráðherrar á hverjum tíma hafa einnig lagt sitt lóð á vogarskálarnar ásamt heima- mönnum, nú síðast Kristján L. Möll- er. Afar góð samstaða er um Héðins- fjarðargöngin í Fjallabyggð og íbúarnir allir hlakka mikið til að sjá þau verða að veruleika. Þess er skammt að bíða. Héðinsfjarðargöngin koma Hermann Einarsson tíundar samgöngumál í Fjallabyggð fyrr og nú Hermann Einarsson »Nýju Héðinsfjarð- argöngin munu hafa jákvæð áhrif á samfélagið í Fjallabyggð og voru for- senda þess að fyrrver- andi sveitarfélög á svæð- inu sameinuðust í eitt. Höfundur er bæjarfulltrúi í Fjalla- byggð. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SAMKVÆMT 73. gr. stjórn- arskrárinnar eru allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Höskuldur Þór Þórhallsson er þeirrar skoðunar að engin ástæða sé til að fella út og umorða vísun í „kristilegt siðgæði“ í leik- og grunnskólalögum. Hann telur „lofsvert“ að markmið uppeldis í leikskólum sé að efla kristilegt sið- ferði barna og að starfshættir grunnskóla skuli mótast af kristi- legu siðferði. Í frumvarpi menntamálaráð- herra til laga um leikskóla er þetta markmið klárlega horfið. Í frum- varpi til laga um grunnskóla er sagt að skólastarf skuli mótast „af umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræð- islegu samstarfi, ábyrgð, um- hyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi“. Höskuldur á erfitt með að skilja nauðsyn þessara breytinga. Sjálf- ur skil ég ekki af hverju markmið uppeldis í leikskólum er ekki bara að efla siðgæði barna. Orðið sið- gæði segir allt sem segja þarf, gott siðferði. En að efla kristilegt siðferði er vafasamt. Kristur hlýt- ur að vera besti mælikvarðinn á kristilegt siðferði. Eftir honum er haft í Biblíunni: „Ef einhver kem- ur til mín og hatar ekki föður sinn og móður, konu og börn, bræður og systur og enda sitt eigið líf, sá getur ekki verið lærisveinn minn.“ (Lk. 14:26) „Sá sem elskar líf sitt, glatar því, en sá sem hatar líf sitt í þessum heimi, mun varðveita það til eilífs lífs“ (Jh. 12:25). Hatur í garð fjölskyldu og eigin lífs tel ég ekki eftirsóknarvert siðferði og í raun ámælisvert að skipa því önd- vegi í uppeldi barna eða starfs- háttum skóla. Gagnrýnendur núverandi orða- lags í lögunum kallar biskup ítrek- að „hatramma“ og neitar að draga til baka. Prestar og afsprengi þeirra syngja einum kór að allt fari til helvítis verði orðalaginu haggað. Þeir eiga stutt að sækja tilvísanir í hatur og helvíti. Kristur boðar að lastmæli einhver náunga sínum eigi hann helvítisvist vísa, grátur og gnístran tanna í eldsofni algóðs guðs, um alla eilífð. Er það hollur boðskapur? Með hundalógik má úthrópa Höskuld og aðra gagnrýnendur frumvarpa menntamálaráðherra sem hatramma andstæðinga um- burðarlyndis, jafnréttis, lýðræð- islegs samstarfs, ábyrgðar, um- hyggju, sáttfýsi og virðingar fyrir manngildi. Svo ósanngjarn er ég ekki. Í þeirri grein stjórnarskrár- innar, sem getið var í upphafi, seg- ir að tjáningarfrelsi megi „aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis rík- isins, til verndar heilsu eða sið- gæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra“. Til vernd- ar siðgæði manna, ekki kristilegs siðgæðis þeirra! Sofa sannkristnir rólegir vegna þessa? Siðgæði er gott siðferði. Kristi- legt siðferði er vafasamt siðferði. Því fagna ég tillögum mennta- málaráðherra. Lög eiga að efla siðmennt. REYNIR HARÐARSON sálfræðingur. Siðmennt í skólum Frá Reyni Harðarsyni Sími 551 3010 Spennandi starf inni í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.