Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 29 Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Mun glaður vinur alltaf lifa í minningunni. Samúðarkveðja til fjölskyldunn- ar. Þinn vinur, Gunnar Ágúst. Það er sárt og óvægið þegar æskumaður er hrifinn á brott. Hann sem á að njóta, veita, stælast og styrkjast í mótlæti sem meðbyr. Kannski er honum ætlað annað hlutverk. Kannski er honum ætlað að kenna okkur hinum, með stuttu æviskeiði sínu, hverju hægt er að áorka, gefa, veita og gleðja. Þór Willemoes á fastan stað í hjarta mínu. Hann hefur kennt mér meira en ég nokkru sinni hon- um. Hann hefur kennt mér að hvar sem þú ert staddur í þínu lífi og hver sem skilyrði þín eru þá getur þú sótt til sigurs. Líkt er honum að leggja upp í sitt hinsta ferðalag í dögun upprisunnar. Ég kynntist Þór þegar ég tók við starfi skólastjóra Lækjarskóla fyrir tæpum fimm árum. Segja má að hann hafi öðru hvoru þurft að hitta skólastjórann sinn ýmissa er- inda. Ekki man ég lengur hver þessi erindi voru, hitt man ég að húmor fylgdi hverri hans heim- sókn. Þrátt fyrir að fullorðnir hafi stefnt til fundanna þá finnst mér þegar ég lít til baka að það hafi verið Þór sem ætíð réð för og að málalokin hafi alltaf verið í hans hendi. Þegar upp er staðið fór líka vel á því. Þór útskrifaðist úr Lækj- arskóla vorið 2006 með láði þrátt fyrir mjög erfið veikindi. Að eiga vin og vera vinur er fjársjóður sem við þiggjum. Þór var sannarlega vinur og hann átti óvenju marga og góða vini. Það sem einkennir hann og vini hans er ríkjandi gleði, húmor, kjarkur og kærleikur. Þetta á líka við um að- standendur hans. Ef til vill var það hann sem kallaði fram þessi góðu gildi hjá samferðafólki sínu. Þessir skemmtilegu vinir, nemendur okk- ar, reyndu stundum á ramma þeirra fullorðnu með prakkaraskap sínum, þar var Þór engin undan- tekning. En unglingspiltur sem mætir í skólann snoðaður um höf- uð vegna veikinda sinna er ekki lengi einn um það. Daginn eftir eru vinirnir mættir með sömu klippingu. Ef flýta þurfti för og hætta var á að Þór drægist aftur úr þá var honum skellt á hjóla- bretti og hann dreginn um götur bæjarins eins og þurfa þótti. Þetta kalla ég lífsgleði, æðruleysi, kjark og kærleika. Aðkoma vina Þórs og bekkjar- félaga úr Lækjarskóla er öðrum til eftirbreytni. Sú helga stund sem bekkjasystkini hans og vinir stóðu að sl. fimmtudagskvöld mun án efa verða hverjum sem kom í Hafn- arfjarðarkirkju og í Lækjarskóla ógleymanleg perla og göfgandi varða á lífsleiðinni. Skólastjóri Lækjarskóla er í senn hrærður og stoltur. Við aðstandendur, vandamenn og sérhvern vin Þórs vil ég segja: Þú misstir hann sem hjartanu er kær og hlýtur sárt að finna til og stríða. Það sem vakti gleði þína í gær grætir þig í dag og fyllir kvíða. Mundu samt að sorgartárin tær trega víkja burt er stundir líða. (H.H.) Starfsfólk Lækjarskóla syrgir skjólstæðing sinn, mikinn sigur- vegara og efnilegan æskumann og sendir foreldrum, ættingjum og vinum Þórs sínar dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Þórs Wille- moes Petersen. Haraldur Haraldsson, skólastjóri Lækjarskóla. Kæra fjölskylda. Við erum þess ekki umkomin að skilja en við höfum fengið þau for- réttindi að njóta nærveru ykkar og kærleiks í miklu návígi undanfarin ár. Samstiga fóruð þið í gegnum einn dag í einu. Stundum sást til lands en oftast var allt í þoku. Það var fátt um svör. Því var kannski ekki mikill tilgangur í því að spyrja. Alltaf að reyna að njóta. Lýsandi fyrirmynd fyrir aðra. Það er búinn að vera mikill lærdómur fyrir okkur að horfa á fjölskylduna halda jafnvægi, reisn og lífsgleð- inni gangandi við þessar óbærilega erfiðu aðstæður. Fyrir það viljum við þakka. Drengirnir okkar í vinahópnum áttu sameiginlegan brennandi áhuga á fótbolta. Þegar við lítum til baka núna sjáum við að menn- ingin í kringum þessa merkilegu tuðru sameinaði okkur öll ennþá sterkari böndum. Þór Willemos Peterssen var mikill Liverpool-aðdáandi og fylgd- ist mjög náið með gangi liðsins og missti sjaldnast af leik sinna manna. Að mörgu leyti má líkja lífshlaupi Þórs við úrslitaleik Liv- erpool og AC Milan 2005. Eins og mörgum er kunnugt virtist taflið tapað í hálfleik, þegar Milan-menn höfðu skorða 3 mörk. En Liverpool gafst ekki upp. Tókst að jafna leik- inn og knýja fram sigur í víta- spyrnukeppni. Þannig baráttumað- ur var Þór, hann gafst aldrei upp þó útlitið væri ekki alltaf bjart, heldur hélt ótrauður áfram sann- færður um að sigur næðist að lok- um. Þó að lokaorrustan hafi tapast stendur hann uppi sem ótvíræður sigurvegari eftir 10 ára baráttu við erfiðan sjúkdóm. Sjúkdóm sem hann horfðist við augu við af því- líkri festu að margir sem eldri eru gætu af honum lært. Liverpool-ferðirnar verða okkur ógleymanlegar. Þar fengum við að kynnast Þór á allt annan hátt en heima. Hann lét ekkert stoppa sig, hvorki erfiða stiga né langar göng- ur. Ekkert væl, ekkert vol, enga væmni takk fyrir. Hann lét okkur öll vita með fasi sínu og framgöngu að hann vildi enga sérmeðferð. Það fór þó ekki framhjá neinum hversu veikur hann var orðinn, en hann sá til þess með dugnaði sínum og skemmtilegheitum að við eignuð- umst margar ómetanlegar minn- ingar. Húmorinn og ósérhlífnin voru hans sterkustu vopn. Lífsviljinn svo mikill. Það eru svo margir sem mættu taka hann sér til fyrir- myndar. Hann gat haldið svo mik- illi reisn og gefið svo mikið af sér þrátt fyrir þungan farangur öll þessi ár. Gefumst aldrei upp, þann- ig heiðrum við minningu hans. Við viljum sérstaklega minnast síðustu heimsóknar hans til okkar. Hann kom oft í Háabergið að horfa á leiki með okkur og í þetta skiptið varð engin breyting á. Við glödd- umst öll yfir 4-0 sigri Liverpool á West Ham. Hann var nýbúinn að taka bílpróf og þó að hann væri fárveikur kom hann akandi sjálfur á nýja bílnum sínum. Hann ljómaði allur og tókst eins og alltaf að draga athyglina frá sjálfum sér. Um nóttina fór hann á spítalann og átti aldrei afturkvæmt. Vinir Þórs í samvinnu við Liver- pool-klúbbinn á Íslandi munu stofna sjóð, sem aðstoða mun börn við að fara í fótboltaferðir á An- field. Blessuð sé minning hans, Þið verðið aldrei ein á ferð. (Y.N.W.A.) Jenný Axelsdóttir, Bárður Sigurgeirsson, Sigurgeir Bárðarson, Þóra Kristín Bárðardóttir, Guðmundur Örn Bárðarson, Anna Kanthi Axelsdóttir. Skömmu fyrir upphaf vorannar fékk ég símtal með fyrirspurn um hvort unnt væri að bæta við einum nemanda í skólann. Í þessu sam- tali, sem var við móður Þórs, komu strax fram upplýsingar um hin erf- iðu veikindi hans og jafnframt að það væri einbeittur vilji hans til að koma í skólann. Hann vildi hafa næg verkefni fyrir stafni. Það tók ekki langan tíma að sannfæra mig um að þarna færi ungur maður sem nálgaðist verkefnin með réttu hugafari þannig að skólavistin var auðsótt mál. Þrátt fyrir erfiðar að- stæður stundaði Þór náms sitt vel og það viðhorf sem hann sýndi til allra verka var til fyrirmyndar og eftirbreytni. Það voru því þung- bærar fréttir sem bárust þegar páskafríinu var að ljúka að krabba- meinið hefði lagt þennan góða dreng að velli. Við erum þakklát fyrir þann stutta tíma sem hann var hjá okk- ur og erum stolt af því að hann valdi Flensborgarskólann. Ég vil fyrir hönd okkar allra í skólanum senda foreldrum, systkinum og ástvinum öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Birgir Steinþórsson skólameistari. Í dag kveðjum við góðan starfs- mann og vin sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Fyrir tæpu ári gekk Þór til liðs við vaska sveit starfsfólks í kjötborði Nóatúns í Hafnarfirði. Ég minnist þess hve hæglátur, rólegur og kurteis þessi drengur var og einkar áhugasamur um starfið frá fyrsta degi. Hann var vinnusamur, léttur í lund og hafði einstakan metnað til að þjóna viðskiptavinum Nóatúns í hvívetna. Á ævi okkar kynnumst við ein- staklingum sem hafa meiri áhrif á okkur en aðrir á lífsleiðinni. Ég kynntist sögu Þórs þegar hann hóf störf hjá Nóatúni og þeirri hat- römmu baráttu sem hann hafði háð allt frá fimm ára aldri. Þessari sögu sinni hélt hann ávallt alfarið út af fyrir sig og lagði hart að sér í vinnu, jafnvel þótt oft á tíðum sár- þjáður væri. Viðhorf hans til lífsins var einstakt og það var ekki annað hægt en það snerti mann. Hugur hans var ávallt á bak við kjöt- borðið dag og nótt og allt þar til hann kvaddi þennan heim. Fyrir hönd Nóatúns vil ég votta fjölskyldu Þórs dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Bjarni Friðrik Jóhannesson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við þökkum Þór samfylgdina í íslenskutímunum í vetur og send- um fjölskyldu hans okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hólmfríður Þórisdóttir, ís- lenskukennari, Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði og nemendur í íslensku 202. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista ✝ Hjartans ástkæri sonur okkar, bróðir, mágur og barnabarn, HUGINN HEIÐAR GUÐMUNDSSON, Greniteigi 49, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á einhver af eftirtöldum samtökum, Einstök Börn, Umhyggja eða Barnaspítalasjóður Hringsins. Guðmundur B Guðbergsson, Fjóla Ævarsdóttir, Natan Freyr Guðmundsson, Sóley Ásgeirsdóttir, Hafrún Eva Kristjánsdóttir, Guðjón Örn Kristjánsson, Ásdís Rán Kristjánsdóttir, Guðbergur Ólafsson, Esther Jósefsdóttir, Ævar Þorsteinsson, Ingibjörg Jósefsdóttir. ✝ Maðurinn minn, GRÍMUR KRISTINN JÓHANNESSON frá Þórisstöðum, Aðalstræti 76, Akureyri, lést föstudaginn 28. mars á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin verður auglýst síðar. Guðbjörg Júlía Kortsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, KRISTÍN BJÖRK AÐALSTEINSDÓTTIR fyrrverandi leigubílstjóri, Fífusundi 11, Hvammstanga, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut á deild 11G föstudaginn 28. mars. Útförin auglýst síðar. Hafþór Jóhannsson, Þórunn Grétarsdóttir, Rósa Jóhannsdóttir, Guðjón Hildibrandsson, Ágústa B. Jóhannsdóttir, Einar J. Gunnþórsson, Aðalsteinn Jóhannsson, Jóhann Gunnar, Alexandra Sif, Hrannar Már, Telma Rut, Hjördís, Eydís Birna, Kristín Björk, Þórdís Lilja, Valdís Anja og Bjarndís Júlía, Aðalsteinn Björnsson, Jóhanna S. Árnadóttir, Árný R. Aðalsteinsdóttir, Jóhannes S. Stefánsson, Björn Á. Aðalsteinsson. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Snorrabraut 56, andaðist þriðjudaginn 25. mars á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 15.00. Þorsteinn Johansson, Kolfinna Ketilsdóttir, Katla Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Maríus Helgason, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Ástkær bróðir okkar, stjúpfaðir, mágur, frændi og vinur, STEINDÓR HALLDÓRSSON frá Ísafirði, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimili Kumbaravogs á Stokkseyri sunnudaginn 30. mars. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þann 4. apríl kl.13.00. Málfríður Halldórsdóttir, Arnór Stígsson, Jón Hjörtur Jóhannesson, Ólöf Guðmundsdóttir, Jóhann Egill Hólm, Helga Jónsdóttir, Rebekka Stígsdóttir, Jón Einarsson, systkinabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.