Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STRÍÐ OG FRIÐUR Í ÍRAK Ró komst á í Írak í gær eftirmargra daga róstur og átök íBagdað og Basra. Í fréttum kom fram að fólk hefði snúið aftur út á götur í Bagdað eftir að útgöngubanni, sem sett var á fimmtudag, var aflétt að mestu og í Basra virtist allt vera rólegt. Kyrrðin í Bagdað var hins veg- ar ekki meiri en svo að í gærmorgun var sprengjum varpað á Græna svæð- ið þar sem stjórnvöld hafa aðsetur og erlendir erindrekar. Átökunum í Basra linnti í kjölfar þess að sjíta- klerkurinn Moqtada al-Sadr kallaði á fylgismenn sína að hætta að berjast. Sadr gaf út yfirlýsingu sína eftir samninga við stjórn Nuris Kamals al- Malikis forsætisráðherra. Sadr stendur því í raun uppi sem sigurveg- ari eftir þessi átök. Staða Malikis hefur hins vegar veikst verulega, ekki síst vegna þess að hann blés til áhlaupsins á Basra með yfirlýsingum um að hann hygðist berjast til sigurs, en þurfti á endanum að leita til Sadrs, síns helsta pólitíska andstæðings, til að bjarga sér úr vandanum. Andspyrna hins svokall- aða Mahdi-hers, hins vopnaða arms Sadrs, veitti hins vegar kröftugri mótspyrnu en búist var við og áttu í fullu tré við sveitir stjórnarinnar, þótt þær nytu í upphafi stuðnings Banda- ríkjahers úr lofti og undir lokin einnig á jörðu niðri. Einnig var barist við Mahdi-herinn í því hverfi Bagdað, sem kennt er við Sadr. Á fimm dögum féllu samkvæmt heimildum 150 al- mennir borgarar og 350 særðust í Bagdað. Þessi átök sýna að stöðugleiki í Írak veltur ekki á herstyrk Banda- ríkjamanna í Írak. Hann veltur ekki heldur á styrk þeirrar stjórnar, sem situr við völd í skjóli Bandaríkja- manna. Hann veltur á ákvörðunum annarra. Fyrir fjórum árum var Sadr tilbúin til að láta menn sína berjast til síðasta blóðdropa í bænum Najaf. Hann virðist hafa lært ýmislegt síðan. Valdastaða hans er meira að segja orðin það sterk, þrátt fyrir ásakanir um að hann hafi skotið skjólhúsi yfir glæpamenn og morðingja, að hermt er að ýmsir andstæðingar hans hafi leyft hermönnum stjórnarinnar að fara óáreittum um áhrifasvæði sín í Basra til að auðvelda þeim að sækja að Mahdi-hernum í þeirri von að það græfi undan honum. Nú er Sadr hlaðinn lofi og sagt að hann hafi sýnt að hann sé góður stjórnmálamaður, sem vinni í þágu Íraks. Einnig var sagt að áhlaup stjórnarhersins hefði ekki beinst sér- staklega að vopnuðum sveitum Sadrs, heldur stjórnlausum vígamönnum sjíta. Síðar á þessu ári verður gengið til sveitarstjórnarkosninga í Írak. Hafi Maliki ætlað að veikja stöðu Sadrs fyrir þær kosningar hefur það mis- tekist. Bandaríkjamenn studdu áhlaupið, sem mistókst. Hvern ætla þeir að styðja í kosningunum, sem fram undan eru? Ætla þeir að styðja þann sem sigrar – hver sem það verð- ur? Bandaríkjamenn virðast ekki ráða því hvort það er stríð eða friður í Írak, en eigi Írakar að gera það verð- ur það að vera án þeirra atbeina. Það er kominn tími til að þeir fari frá Írak. EFTIRLIT MEÐ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJUM Henri Paulson, fjármálaráðherraBandaríkjanna, kynnti í gær áætlanir um umbætur á regluverki bandaríska fjármálageirans og er sagt að þetta séu mestu breytingar frá því gripið var til aðgerða á fjórða áratugnum eftir kreppuna miklu. Paulson hafnaði því reyndar þegar hann kynnti áætlanirnar að ástandið á fjármálamörkuðum mætti rekja til ófullnægjandi reglna. Bætti hann við að ekki ætti að hefjast handa við að hrinda þeim í framkvæmd fyrr en bú- ið væri að leysa yfirstandandi vanda. Hins vegar hafa margir haldið því fram að vandræðin, sem urðu vegna svokallaðra undirmálslána eða ótryggra húsnæðislána, kölluðu á breytingar. Samkvæmt áætluninni mun banda- ríski seðlabankinn fá mun meira vald til eftirlits með fjármálafyrirtækjum af ýmsum toga, allt frá tryggingafyr- irtækjum til banka og fjárfestingar- fyrirtækja og verður hlutverk hans að tryggja stöðugleika í efnahagslíf- inu. Seðlabankinn fengi vald til að skoða bókhaldið hjá öllum fjármála- stofnunum, sem taldar væru ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Einnig er ráðgert að setja upp sér- stakt eftirlit með bönkum, eftirlit með viðskiptasiðferði til verndar neytendum og auka eftirlit með hús- næðislánamarkaði, meðal annars með það fyrir augum að herða reglur um fyrirtæki á þeim markaði. Þótt ýmsir segi að eftirlitskerfi, sem lítið hafi breyst frá fjórða ára- tugnum, henti ekki við aðstæður nú- tímans þar sem með einni tölvuskipun er hægt að senda milljarða um heim- inn þveran og endilangan. Fyrstu við- brögð við áætlunum Paulsons benda hins vegar til þess að þær muni ekki ná langt á þingi. Of stutt sé eftir af stjórnartíð George Bush Bandaríkja- forseta til þess að þingið fari að leggj- ast í grundvallarbreytingar á eftirliti með fjármálafyrirtækjum. Hvað sem því líður er vert að fylgj- ast með þeirri umræðu, sem nú á sér stað um þessi mál í Bandaríkjunum og athyglisvert að þungamiðja til- lagna um umbætur snýst um að auð- velda eftirlit með fjármálafyrirtækj- um. Þótt hafist hafi verið handa við smíði tillagnanna áður en samdrátt- urinn vegna undirmálslánanna hófst og forsendan að því hafi verið kröfur um að slakað yrði á reglum til að auð- velda starfsemi bandarískra fyrir- tækja í hnattvæddum heimi er ljóst að umræðan um þessar tillögur mun mótast af ástandinu eins og það er nú. Það er spurning hvort eitthvað af þeirri umræðu megi yfirfæra á Ísland og má þar bæði nefna valdið til eft- irlits með fjármálafyrirtækjum og aukið eftirlit með siðferði í viðskipt- um með hagsmuni neytenda í fyrir- rúmi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Kári, hvað segir þú um þá staðhæf-ingu Stefáns Hjörleifssonar, í við-tali við Morgunblaðið á sunnudag,að íslenskir fjölmiðlar séu vilhallir ÍE í fréttaflutningi sínum af erfðarann- sóknum? „Eina leiðin til þess að kanna hvort þessi staðhæfing fær staðist er að bera saman um- fjöllun um vísindi Íslenskrar erfðagreiningar við umfjöllun íslenskra fjölmiðla um aðrar rannsóknir. Staðreyndin er sú, að íslenskir fjölmiðlar – og þá sérstaklega Morgunblaðið – annaðhvort fjalla um niðurstöður rann- sókna á jákvæðan hátt eða þeir fjalla alls ekki um þær,“ segir Kári. Hann heldur áfram: „Morgunblaðið hefur eðlilega aldrei tekið að sér að vera gagnrýn- andi á eðli eða gæði rannsókna. Það á jafnt við um okkar rannsóknir, rannsóknir þeirra í Háskólanum eða aðrar. Hinn samanburðurinn, sem hægt væri að gera, er að bera saman á hvern hátt er fjallað um svona rannsóknir annars staðar, miðað við umfjöllun hér á landi. Það gerist aldrei að það sé fjallað um nið- urstöður úr svona rannsóknum nema á já- kvæðan hátt. Sú staðreynd, að það hefur ver- ið fjallað á tiltölulega jákvæðan hátt um rannsóknir okkar, þýðir þannig ekki endilega að fjölmiðlarnir séu okkur sérstaklega vilhall- ir í umfjöllun sinni.“ Vísindaumfjöllun alltaf jákvæð Kári segir að vegna þess að fjölmiðlar, ís- lenskir sem erlendir, fjalli alltaf á jákvæðan hátt um niðurstöður rannsókna, hvort sem um erfðafræðirannsóknir eða aðrar vísinda- rannsóknir er að ræða, þá geti umfjöllun ís- lenskra fjölmiðla um ÍE ekki talist vilhöll. „Umfjöllun íslenskra fjölmiðla um vísinda- niðurstöður er tvenns konar: annars vegar er um magn að ræða og hins vegar innihald. Á síðustu árum, þegar við höfum birt nið- urstöður rannsókna okkar, þá hefur verið sagt frá þeim á forsíðum dagblaða, eins og The New York Times og fleiri erlendra stór- blaða, en oft og tíðum ekki verið minnst á þær hér á Íslandi, þannig að það er síður en svo hægt að halda því fram að fjölmiðlar hafi ver- ið að elta uppi okkar rannsóknir. Þannig að magnið hefur ekki verið mikið, miðað við það sem gengur og gerist. Hvað varðar innihald, þá er ekki eitt ein- asta dæmi um það, að íslenskir fjölmiðlar hafi verið að hlaða sérstöku lofi á þær rannsóknir sem við höfum unnið og meira að segja hefur það verið svo, að þegar erlendir fjölmiðlar hafa séð ástæðu til þess, þá hafa íslenskir fjöl- miðlar ekki pikkað það upp,“ segir Kári. Ekki verið að hlaða lofi á ÍE – Um hvað ertu að ræða hér? „Til dæmis var ég valinn sem einn af hundrað áhrifamestu mönnum í heimi, í Time Magazine í fyrra, en ekki var minnst einu orði á það í Morgunblaðinu og þegar Newsweek valdi mig sem einn af tíu áhrifamestu líffræð- ingum á þessari öld, þá var ekki heldur minnst á það í Morgunblaðinu. Ég er ekkert að kvarta undan þessu, en svona er þetta ein- faldlega. Það er ekki einn einasti fótur fyrir því að það sé sífellt verið að hlaða einhverju lofi á okkur.“ Kári segir að Stefán Hjörleifsson haldi því einnig fram í áðurnefndu viðtali, að fjölmiðlar eigi að leita meira til þekkingarsamfélagsins, þannig að hægt sé að hafa meira og betra eft- irlit með því sem menn gera. „Í fyrsta lagi veit ég ekki nákvæmlega hvað þekkingarsamfélagið er, en ég held ég hafi óljósa hugmynd um hvað Stefán er að tala. Ég get vel fallist á nauðsyn þess að eftirlit sé með því sem við erum að gera, bæði til þess að hvetja okkur til þess að vinna vel, segja varlega frá því sem við erum að gera og sjá til þess að við förum að lögum og reglum í okkar rannsóknum. En þá vaknar spurningin: Hver á að hafa eftirlit með þekkingarsamfélaginu, sem hefur eftirlit með okkur?“ spyr Kári. Þetta er brot á lögum „Ástæða þess, að ég spyr svo, er að í Morg- unblaðsviðtalinu talar Stefán um rannsókn sem hann gerði á afstöðu fólks sem vinnur hér innanhúss hjá ÍE til rannsókna, sem og þátttakenda í okkar rannsóknum. Þá rann- sókn gerði hann án þess að hafa leyfi Vís- indasiðanefndar, án þess að hafa leyfi Per- sónuverndar og án þess að leggja fyrir fólk upplýst samþykki. Þetta er ekki bara brot á hefð og þeim „standördum“ sem við setjum í okkar samfélagi, heldur er þetta brot á lög- um. Stefán hefur ekki heimild til þess að gera svona rannsókn án þess að leggja fyrir þátt- takendur upplýst samþykki. Síðan er ekki nóg með það að Stefán skrifi um þetta fræði- lega ritgerð, heldur er hann að blaðra í viðtali við Morgunblaðið um það, hvað þetta fólk hafi sagt! Eitt af því sem rannsakandi gerir, þeg- ar hann leitar eftir upplýstu samþykki, er að greina þátttakendum frá því hvernig upplýs- ingar frá viðkomandi verði notaðar og hvern- ig rannsakandinn muni tjá sig um sínar rann- sóknir,“ segir Kári og honum er augljóslega misboðið. Kári segir að Stefán komi úr heimspeki- og siðferðisamfélaginu, sem vilji setja vísinda- samfélaginu starfsreglur. „Hann er með því sem hann gerir að brjóta þær reglur, sem þeir vilja setja okkur sjálfir. Þetta er, svo vægt sé til orða tekið, afar klaufalegt. Ekki stafar þetta af því, að ég telji að Stefán sé sér- stakur sóði, heldur sé þetta bara enn eitt merkið um þann æskubrag, sem er á þessari vinnu hans. Ef við hefðum gert það sem hann hefur gert, þá hefði þessu fyrirtæki, Íslenskri erfðagreiningu, einfaldlega verið lokað, málið er ekki flóknara en það.“ Sagan metur mikilvægi rannsókna Kári gerir einnig að umtalsefni þann þátt við- talsins við Stefán, þar sem hann ræðir um gæði vísindarannsóknanna og setur fram ákveðnar spurningar í þeim efnum. „Vísindi sem eru unnin á hverjum tíma fyrir sig eru metin á ákveðinn hátt. Á endanum metur sag- an það hversu mikilvægar rannsóknirnar eru. En þær rannsóknir, sem unnar eru hverju sinni, e in; því n þá er g þess er hún me hversu góðu eð birt, og stöðum sama s sóknar Við h heimin meira u en öll N segja m um bet nokkur fræði, í staðist Ætlast miðlar meta ví ferð en segir K Kári skringi við Ste það get sjúkdó „Me í skyn, búa í fá hafi hu Stefán ur, en þ Kári. Brást – Er þe ursonu Kára samtal ég hley mitt sú skamm hingað fólki se með þv minni s hátt. É sem ge Hann t sóknar þau við ir neða – Er Morgu Stöndum klofv hins þekkta og Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, fullyrðir að Stefán Hjörleifs- son hafi brotið lög, er hann veitti ákveðnar upplýsingar í viðtali í Morgunblaðinu í fyrradag. Kári svarar Stefáni hér fullum hálsi. Forstjórinn Kári Stefánsson er mjög harðorður í garð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.