Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 19 Viðskiptafræðideild University of Iceland School of Business Námsleiðir í meistaranámi: MS í fjármálum fyrirtækja MS í mannauðsstjórnun MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum MS í stjórnun og stefnumótun MS í viðskiptafræði M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun Forkröfur fyrir MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskipti, MS í mannauðstjórnun og MS í stjórnun og stefnumótun eru BS eða BA gráða frá háskóla. Forkröfur í MS í fjármálum fyrirtækja, MS í viðskiptafræði og M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun eru BS gráða í viðskiptafræði eða hagfræði. Umsóknarfrestur í meistaranám er til og með 15. apríl. Umsóknareyðublöð eru á vef Viðskiptafræðideildar, www.vidskipti.hi.is og á skrifstofu deildarinnar. Skráningargjald er kr. 45.000 fyrir háskólaárið. www.vidskipti.hi.is Meistaranám Fjölbreytt, krefjandi og metnaðarfullt nám Í Háskóla Íslands hefur nemandi í meistaranámi á sviði viðskiptafræði um fjölmarga kosti að velja og hann hefur einstakt tækifæri til að læra og eflast í virku samstarfi við góða kennara og frábæra samnemendur við bestu aðstæður. Að hlaupa úti er lífsstíll sem æ fleiri virðast hafa tileinkað sér ef marka má þær fréttir og myndir sem birt- ast af og til í fjölmiðlum af stórum hópi fólks sem stillir sér spennt upp á rásmarklínu. Veður og hitastig virðist ekki hamla þeim sem tamið hafa sér þennan lífsstíl og er það því greinilegt að kikkið sem út úr hlaup- unum fæst hefur aðdráttarafl sem yfirvinnur alla veðurfarsbölsýni. Þótt útihlaupara verði ekki mikið vart í Grundarfirði má þó sjá þó- nokkra á heilsubótargöngu eftir að sól fór að hækka á lofti og það er svona fyrsti vorboðinn hjá okkur þegar fólk sést á stjákli meðfram þjóðveginum eða reiðveginum sem liggur ofan við byggðina.    Að hlaupa 1. apríl eða öllu heldur að láta einhvern hlaupa 1. apríl er ekki mikið iðkað í litlum sveitarfélögum, það er helst að börn á öllum aldri reyni að gera smávægilegt at í sín- um nánustu úr því það er leyfilegt þennan dag. Það væri þó freistandi að koma því í fjölmiðla þennan dag að ýmislegt sem menn hafa rætt um og sjá í hillingum hafi gerst. Ein fréttin gæti hljóðað svo á þessum degi. Grundfirðingar vígja í dag kláfferju á Kirkjufell og af því tilefni verður frír aðgangur þennan dag. Þá gæti einnig birst á þessum gabbdegi að ákveðið hefði verið að reisa nýja stórskipahöfn við austanverðan Grundarfjörð og höfn þessari ætlað að vera ferjuhöfn vegna stóraukinna siglinga um svokallaða Norður- Atlantshafsleið. Í tengslum við þessa stórskipahöfn verði reist sérstök birgðastöð við innanverðan Kolgraf- arfjörð og í tilefni af þessum mik- ilvægu ákvörðunum verði sértök móttaka í samkomuhúsi bæjarins og þar muni öll ríkisstjórnin mæta.    Þorskurinn fagnar skerðingu á afla- heimildum á sinn hátt eða með því að veiðast sem aldrei fyrr. Mokveiði hefur verið af þorski á Breiðafirð- inum eftir áramót og sjaldan hefur hann verið jafn vænn og stór og stút- fullur af hrognum og lifur. En frá og með þessum degi og í tiltekinn tíma fær sá guli færi á að auka við kyn sitt með því að hrygna á grunnslóðinni. Þessar verndaraðgerðir koma fyrst og fremst við smábátasjómenn því stærri skipin halda veiðum sínum áfram utan við verndarlínuna.    Framkvæmdir á hafnarsvæðinu halda áfram hvort sem þorsk- veiðistopp er í gildi eður ei. Þar reis- ir löndunarþjónustan Djúpiklettur í samvinnu við Fiskmarkað Íslands stærðarinnar stálgrindarhús og á það hús að verða tilbúið til notkunar í maí nk. Við Miðgarð sem tekur við af Litlu bryggju hefjast senn loka- framkvæmdir. Í þessum lokaáfanga á að steypa þekju og ljúka öðrum þeim frágangi sem gerir þennan við- legugarð fullboðlegan bátum að leggjast við. Verða þá möguleikarnir orðnir þrír til viðlegu og löndunar, þ.e. Norðurgarður þeirra stærstur, Miðgarður og Suðurgarður smá- bátahöfnin. GRUNDARFJÖRÐUR Eftir Gunnar Kristjánsson Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Framkvæmdir Löndunarþjónustan Djúpiklettur reisir í samvinnu við Fiskmarkað Íslands stærðarinnar stálgrindarhús á hafnarsvæðinu. að hinkra’ eftir því sem hverfur að hausti aftur. Jón Ingvar Jónsson yrkir: Milli húsa hrekst ég í hríð og norðantrekki, veslast upp og visna því vorið kemur ekki. Hann bætti við í skáldlegum stellingum: Ísland gamla undir snjó enn er leynt og grafið, fimar lóur flögra þó feigar yfir hafið. pebl@mbl.is Jón Gissurarson bregður fyrir sigbraghenduforminu: Nú er úti norðan hríð og nepju kuldi. Fönnum skrýðast fjalla tindar. Frjósa bæði laut og rindar. Bráðum sólin hátt á himni, haga vermir. Vorið kemur, bjarta, blíða, burtu hrekur vetrar kvíða. Hörður Björgvinsson lætur kuldatíðina ekki hafa áhrif á sig: Nú syrgir það sérhver kjaftur að sumars er fjarri kraftur. Það er hundalógí VÍSNAHORNIÐ Af veðri og hundalógí MENN eru nú nær því en áður að þróa lyf gegn blindu eftir árangurs- ríkar tilraunir á músum. Rannsóknin gekk út á örvun sérstaks prótíns í augum til að koma í veg fyrir æða- skemmdir sem leitt geta til sjónmiss- is. Rannsóknin, sem unnin var við Utah-háskóla og birtist nýlega í Nat- ure Medicine, er talin gefa jákvæðar vísbendingar til að vinna bug á sjón- missi af völdum blettahrörnunar og sykursýki samfara æðakölkun sem eru algeng vandamál meðal eldra fólks með blóðleka inni í auganu. Rannsakendur fundu það út að prótínið Robo4 er talið geta gegnt mikilvægu hlutverki í mótun heil- brigðs æðabúskapar, ef marka má músarannsóknina. Þrátt fyrir að músatilraunir lofi góðu er ekki þar með sagt að sömu lögmál gildi um mannskepnuna. Engu að síður telja rannsakendur að hér sé um að ræða tímamótauppgötvun. Aðferðin er einnig talin geta gagnast í baráttunni við aðra sjúk- dóma, að mati rannsakenda, enda eru sérfræðingar úr öðrum geirum læknisfræðinnar nú farnir að líta til þeirra möguleika sem prótínið Robo4 kann að bjóða upp á, m.a. í krabbameinslækningum, að því er sagði nýlega á vefmiðli BBC. Prótínörvun til varnar blindu SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.