Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 16
Egilsstaðir | Um fjögur hundruð íbú- ar á Fljótsdalshéraði hafa ritað nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að hverfa frá fyrir- hugaðri skipulagningu verslunar- og þjónustulóða í landi Egilsstaðabúsins. Bæjarstjórn ætlar að breyta aðal- skipulagi sveitarfélagsins á þann hátt að tíu hektarar lands á Egilsstaðanesi, norðaustan þéttbýlisins á Egils- stöðum, verði skipulagðir undir versl- un og þjónustu. Svæðið er nú skil- greint sem landbúnaðarland. Minnihluti í bæjarstjórn Fljótsdals- héraðs gagnrýnir þessi áform harka- lega og segir þau geta orðið upphafið á því að Egilsstaðabændur bregði búi. Árangurslausar samningaviðræður hafa staðið yfir milli landeiganda og fulltrúa bæjarstjórnar. Hefur Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum, gagn- rýnt bæjarstjórn fyrir ásælni í jörð hans sem sé sterkt kennimark fyrir svæðið. Hann þurfi allt sitt jarðnæði til búrekstursins og bendir auk þess á eldra skipulag, þar sem því hafi verið heitið að ræktarland býlisins yrði ekki skert meira en orðið væri. Bæj- arstjórn segir á móti að þéttbýlið verði að fá að þróast og stækka eðli- lega og Egilsstaðanesið henti þar vel. Sveitarfélagið á ekki stórar lóðir fyrir einstaka umsækjendur innan fyr- irhugaðs nýs miðbæjar á Egils- stöðum, sem nú er í byggingu. Stað- fest er að Toyota á Íslandi hafi sótt um tveggja ha lóð á Egilsstaðanesinu og fleiri stór fyrirtæki sýna svæðinu áhuga. Egilsstaðabúið hefur samfleytt í 119 ár verið í eigu sömu ættarinnar. Land undir þéttbýlið var tekið eign- arnámi úr jörðinni árið 1947 og hún þá klofin í tvennt og landið undir Eg- ilsstaðaflugvelli var einnig tekið úr jörðinni. Fleiri atriði en ásælni í Eg- ilsstaðanesið eiga eftir að þrengja að Egilsstaðabændum innan ekki langs tíma, svo sem tilfærsla þjóðvegar 1 og nýtt hringtorg vegna nýs miðbæjar Egilsstaða, tilfærsla á brúarstæði Lagarfljótsbrúar og áform um leng- ingu Egilsstaðaflugvallar. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Vítt Þéttbýlið á Egilsstöðum, Egilsstaðabúið t.v. og Lagarfljótsbrú og Egilsstaðaflugvöllur ofarlega t.v. Egilsstaðanesið t.h. frá flugstöðinni. Ásælast Egilsstaðanesið Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hagsmunir Vigdís Sveinbjörnsdóttir og Gunnar Jónsson, bændur á Egils- staðabúinu, á fundi um málefni Egilsstaðaflugvallar fyrir skemmstu. Í HNOTSKURN »Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðshefur í hyggju að skipuleggja land í eigu Egilsstaðabænda sem þjónustu- og verslunarsvæði. »Minnihluti bæjarstjórnarleggst gegn þeim áformum sem og landeigandinn á Egils- staðabýlinu sem segist þurfa á öllu sínu landi að halda. 16 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND Grindavík | Bygging fjölnota íþróttahúss í Grindavík er aftur komin á skrið eftir tafir vegna veð- urs í vetur. Verið er að loka þaki hússins. Grindavíkurhöllin átti að vera tilbúin til notkunar nú um áramót. „Þótt við viljum ráða miklu getum við ekki ráðið við þetta,“ sagði Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Hann sagði að veturinn hefði verið óvenjulega erf- iður, mikið rok og rigning. Ekki hefði verið hægt að vinna við að einangra og klæða þak íþróttahúss- ins fyrr en nú. Vegna þess að ekki var hægt að loka þakinu hefur ýmis frágangur innanhúss dregist og ekki verið hægt að leggja gervi- grasið. Framkvæmdir eru nú komnar aftur af stað. „Við bíðum í ofvæni eftir að fá þetta í hús í notkun,“ sagði Ólafur Örn. Leigðir hafa ver- ið tímar í Reykjaneshöllinni fyrir knattspyrnuæfingar. Gervigras- völlur verður í húsinu ásamt hlaupa- og göngubrautum. Húsið mun því nýtast vel fyrir knatt- spyrnuna en einnig fleiri greinar og eldri borgarar munu fá þar að- stöðu. Þá mun svigrúm annarra íþróttagreina aukast í eldra íþróttahúsinu þegar knatt- spyrnuæfingar flytjast þaðan. Grindavíkurhöllin er um 3500 fermetrar að stærð, 50 sinnum 70 metrar. Kostnaður við bygginguna var áætlaður liðlega 200 milljónir kr. Höllin er á íþróttasvæði Grind- víkinga, austan stúkunnar við íþróttavöllinn. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lokað Þak knattspyrnuhúss Grindvíkinga er einangrað og dúkur lagður yfir. Framkvæmdir eru hafnar eftir erfiðan vetur. Bygging knatt- húss aftur á skrið Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Við erum að reyna að skapa hér samfélag sem er gott fyrir alla og áherslan er á börn frá fæðingu til átján ára aldurs,“ segir Gylfi Jón Gylfa- son, yfirsálfræð- ingur hjá Fræðsluskrif- stofu Reykjanes- bæjar. Hann heldur fræðsluer- indi fyrir foreldra unglinga á aldrin- um fjórtán til átján ára. Fræðslan er forsenda þess að foreldrarnir fái hvatagreiðslur Reykjanesbæjar vegna æskulýðs- starfs barnanna. Reykjanesbær hefur tekið upp hvatagreiðslur til barna og ung- menna á aldrinum sex til átján ára. Renna þær til niðurgreiðslu á við- urkenndu menningar-, íþrótta- eða tómstundastarfi. Greiddar eru 7000 krónur með hverju barni á ári og geta foreldrarnir ráðstafað styrkn- um á vef bæjarins, mittreykjanes.is. Þau geta ráðstafað greiðslunum til kostnaðar vegna íþróttaæfinga, tón- listarskóla og sumarnámskeiða, svo eitthvað sé nefnt. Koma þessar greiðslur til viðbótar öðrum framlög- um Reykjanesbæjar til íþrótta-, tómstunda- og menningarmála. Greiðslur fyrir elsta hópinn, 14 til 18 ára, eru skilyrtar því að foreldr- arnir sæki fyrst fræðslufund um það helsta sem sem hafa ber í huga við uppeldi ungmenna. Fyrsti fundurinn var í gærkvöldi, sá næsti verður 7. apríl og síðan verða fleiri fundir haust. Samningar við börnin Gylfi Jón Gylfason annast fræðsluna en hann nefnir erindi sitt: „Er unglingaveiki á þínu heimili?“ Hann segir mikilvægt að seinka því að börn hefji neyslu áfengis því með því sé verið að seinka allri annarri áhættuhegðun. Það sé gott að gera með því að veita foreldrunum fræðslu og stuðning. Hann segir að rannsóknir sýni að áfengisneysla unglinga í tíunda bekk grunnskóla hafi minnkað á síðustu áratugum, bæði í Reykjanesbæ og annars staðar. Fyrsta árið eftir grunnskóla sé hins vegar erfitt að þessu leyti og svo virðist sem for- eldrarnir sleppi hendinni meira af börnunum þá. Því megi búast við að foreldrarnir séu frjálslyndari gagn- vart áfengi en börnin sjálf. Við þessu megi bregðast með fræðslu. Gylfi Jón leggur það til á nám- skeiðunum að foreldrarnir geri skrif- lega samninga við unglingana um áfengismál, til dæmis um að greiða fyrir bílprófið ef unglingarnir byrji ekki að drekka fyrir sautján ára ald- ur. Hann segir að margir foreldrar í Reykjanesbæ hafi raunar gert slíkt samkomulag við börnin sín og sumir meira að segja sett það skilyrði að ef börnin byrji að drekka fyrir átján ára aldur þurfi þau að endurgreiða bílprófskostnaðinn. Gylfi Jón tekur fram að á flestum heimilum í Reykjanesbæ séu hlut- irnir í góðu lagi. Þeir foreldrar fái líka sína umbun. Markmiðið með fræðslunni sé að stækka þennan hóp. Setja fræðslu sem skilyrði hvatagreiðslna Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Hvati Byrjað er að greiða hvatagreiðslur vegna tómstundastarfs. Lagt til að gerður verði samningur við unglingana Gylfi Jón Gylfason SUÐURNES Egilsstaðir | Alþjóðlega kvik- mynda- og myndbandsverkahá- tíðin 700IS Hreindýraland hófst formlega í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardagskvöld. Hátíðin, sem standa mun í rúma viku, fer fram víða um Fljótsdalshérað og á fleiri stöðum á Austurlandi og verða sýndar um eitt hundrað list- rænar stuttmyndir frá öllum heimshornum en einnig mun nám- skeiðahald og aðrir listviðburðir fara fram á hátíðinni. Kristín Scheving, fram- kvæmdastjóri og upphafsmaður hátíðarinnar, upplýsti á opnuninni hverjir hlytu verðlaun fyrir besta framlagið til hátíðarinnar. Max Hattler fékk verðlaun fyrir besta verk 700IS en hann er vídeó- listamaður og hefur unnið til margra verðlauna fyrir verk sín. Þórður Grímsson var útnefndur fyrir besta íslenska verk hátíð- arinnar. Hann stundar nám við Listaháskóla Íslands og hefur frá árinu 2006 sýnt verk sín op- inberlega einn og með fleirum. Á laugardagskvöldið var verkið Hanaegg eftir Ólöfu Nordal lista- konu sýnt í samstarfi við Ásgerði Júníusdóttur óperusöngkonu og Þuríði Jónsdóttur tónskáld. 700IS í fullum gangi 700IS Kristín Scheving, Max Hattler og Þórður Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.