Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 36
■ Fim. 3. apríl kl. 19.30 Einstakur gestur Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin kadensur. Að auki er á efnisskránni forleikur eftir Dvorák og stórkost- legt tónaljóð Richard Strauss um Don Quixote þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir bregður sellóinu sínu í hluterk riddarans sjónumhrygga. Hljómsveitarstjóri: Carlos Kalmar. Einleikari: Robert Levin Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fös. 4. apríl kl. 21.00 Heyrðu mig nú! Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleik- ar þar sem listamennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL Group. ■ Lau. 5. apríl kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Oktett eftir Ludwig Spohr, sem á sinni tíð var talinn standa jafnfætis Beethoven og Mozart.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Við náðum í gegn; hún bað um lag með Dolly og ég um lag með Led Zeppelin… 41 » reykjavíkreykjavík FYRSTA úthlutun tónlistarstjóðsins Kraums fer fram í dag kl. 16 að Smiðjustíg 4a. Kraumur var stofn- aður í ársbyrjun og hefur það að markmiði að efla íslenskt tónlistarlíf. Stefnt er að því að úthluta 20 millj- ónum króna á þessu ári til ungra ís- lenskra tónlistarmanna og því ljóst að hér er um gríðarmikla innspýt- ingu í íslenskt tónlistarlíf að ræða. Mikil leynd hefur ríkt yfir því hvaða tónlistarmenn og/eða tónlistarverk- efni hljóta styrk í dag en heimildir Morgunblaðsins herma að hljóm- sveitin amiina verði á meðal styrk- þega. Kraumur er þriggja ára til- raunaverkefni og samkvæmt núverandi áætlun lýkur verkefninu í lok árs 2010. Aurora sem er velgerð- arsjóður hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur landslagsarkitekts og Ólafs Ólafssonar stjórnarfor- manns Samskipa leggur nýja sjóðn- um til 20 milljónir króna í ár, 15 milljónir króna árið 2009 og aftur 15 milljónir króna árið 2010. Fagráð Kraums skipa Björk Guð- mundsdóttir tónlistarmaður, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fram- kvæmdarstjóri ÚTÓNs, Árni Heim- ir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, Árni Matthíasson, blaðamaður á Morg- unblaðinu, Mist Þorkelsdóttir, deild- arforseti tónlistardeildar Listahá- skóla Íslands, Kjartan Sveinsson, hljómborðsleikari Sigur Rósar, og rithöfundurinn Sjón. Kraumur úthlutar í dag Morgunblaðið/Sverrir Amiina Heimildir Morgunblaðsins herma að strengjasveitin Amiina hljóti í dag styrk úr tónlistarsjóðnum Kraumi sem efla á íslenskt tónlistarlíf.  Árshátíð Ís- hesta var haldin með pomp og prakt á Fjöru- kránni nú á laug- ardagskvöld. Fyr- irtækið hefur verið í fararbroddi í ferðaþjónustu hér á landi í meira en aldarfjórðung en á síðustu árum hefur það einnig skipað sér fremst í flokk þeirra fyr- irtækja sem boða sjálfbæra ferða- þjónustu og sem dæmi má nefna að hrossatað Íshesta er nýtt til að græða upp hraunið fyrir ofan Hafn- arfjörð. Á meðal gesta á Fjöru- kránni var Guðni Ágústsson, for- maður Framsóknarflokksins og fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Guðni hélt stutta tölu og brást víst ekki bogalistin frekar en fyrri dag- inn, enda með vinsælli ræðumönn- um. Af öðrum nafnkunnum ein- staklingum má svo nefna Samúel Örn Erlingsson og Helga Björns- son tónlistar- og athafnamann sem gerði sér lítið fyrir og stýrði gest- um í fjöldasöng en eiginkona Helga, Vilborg Halldórsdóttir, er ein leiðsögumanna Íshesta. Þá var nýtt Íshesta-lag frumflutt á árshá- tíðinni sem Magnús Kjartansson tónlistarmaður og Hafnfirðingur samdi og vel var látið af. Stýrði fjöldasöng á árshátíð Íshesta  Bandið hans Bubba hefur ver- ið að sækja í sig veðrið á und- anförnum vikum enda leikar farn- ir að æsast all- verulega. Hins vegar hefur sá orð- rómur heyrst að bandið sjálft sem fram kemur í þáttunum sé ekki það sem sigurvegarinn muni að lokum ganga í og einnig sé það alls óvíst að nokkur hljómsveit verði mynduð utan um sigurveg- ara þáttarins. M.ö.o. svo virðist sem enginn vilji vera í bandinu hans Bubba. Hvaða band? Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „IF YOU can not handle the truth you can not stand in the kitchen,“ segir leikarinn Wolfgang Smutke í leikprufu fyrir kvikmyndina Stóra planið á vefnum YouTube. Reyndar er þar kom- inn leikarinn, handritshöfundurinn og kvik- myndagerðarmaðurinn Stefan Schaefer sem fer með hlutverk Wolfi í Stóra planinu eftir Ólaf Jó- hannesson auk þess að eiga í handritinu. Schaefer talar ensku með svo sannfærandi þýskum hreim að Þjóðverjar eru enn að rífast í athugasemdakerfi YouTube um hvort maðurinn sé Þjóðverji eða ekki. Blaðamaður hitti Schaefer og Ólaf í fyrradag. „Ég hef gert grín að Þjóðverjum alla ævi, ég á í ástar-/haturssambandi við Þjóðverja,“ segir Schaefer um persónuna Wolfi. Þjóðverjar liggi auk þess vel við höggi. „Það er löng saga á bak við Wolfi. Hann ólst upp hjá móður sinni, fjöl- skyldan var sundruð og hann leitaði skjóls í handboltanum enda hæfileikamaður á því sviði. Þar æfði hann með Jörgen Matke. Hann kenndi Matke ákveðna hreyfingu sem hann er þekkt- astur fyrir, tvöfaldan snúning sem endar með marki. Jörgen hefur aldrei þakkað honum fyrir það,“ segir Schaefer og Ólafur skellihlær, enda stórmeistarinn Matke uppspunnin persóna. „Hann flutti til Íslands af því hann er með astma, hér er lítið af frjókornum vegna trjáleys- is. Hann dvaldi einnig um hríð í sólksinsríkinu Flórída, sem skiptinemi. Þess vegna halda marg- ir af hreimnum að hann sé Bandaríkjamaður.“ Næmt auga fyrir tísku – Hann er augljóslega mjög stoltur af uppruna sínum hann Wolfi... „Þýska verkfræðin er sú besta í heimi,“ svarar Schaefer um hæl með Wolfi-hreim og Ólafur hlær enn. Wolfi hafi ekki ætlað sér að verða handrukkari og sé að reyna að kenna Davíð, handrukkara og aðalpersónu myndarinnar, að leysa málin án ofbeldis. „Konur laðast að honum því þær finna fyrir innri styrk hans. Hann hefur auk þess næmt auga fyrir tísku.“ Schaefer og Ólafur kynntust á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín fyrir þremur árum, voru þar í hópi efnilegra kvikmyndagerðarmanna sem valdir voru til þátttöku í vinnubúðum. Upp úr því hófu þeir samstarf, Schaefer aðstoðaði Ólaf við að skrifa handrit að myndinni The Circle- drawers, sem enn er á undirbúningsstigi. Schaefer framleiddi með Ólafi myndirnar Act Normal, The Amazing Truth About Queen Raquela, Stóra planið og mun einnig framleiða The Circledrawers. Í þeirri síðastnefndu segir af lægstu stétt engla sem reyna hvað þeir geta að verða mennskir en það gengur illa því stjórn- kerfið er þeim til trafala, að sögn Ólafs og Schaefer. Í janúar sl. fóru fram leikprufur fyrir The Circledrawers með nokkrum leikurum úr Sopranos-þáttunum, en handritið gæti mögulega endað sem sjónvarpsþættir. Schaefer hefur rekið kvikmyndafyrirtækið Cicala Filmworks í New York seinustu tíu ár og er leiklistarlærður auk þess að hafa lært stjórn- málafræði. Hann lék í The Amazing Truth About Queen Raquela og hafði þá verið í um níu ára hléi frá leiklistinni. Schaefer hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kvikmyndina Confess. Ólafur er tvöfaldur Eddu-verðlaunahafi og hlaut nýverið verðlaun á Berlínarkvikmyndahátíðinni fyrir The Amazing Truth About Queen Raquela. Hvorugur hefur þó lært kvikmyndagerð. Áfram Þýskaland! Stefan Schaefer leikur góðhjartaða handrukkarann Wolfi í Stóra planinu Óli og Wolfi Leikstjóri Stóra plansins, Ólafur Jóhannesson, með Stefan Schaefer í hlutverki hand- rukkarans friðelskandi, Wolfi, við tökur á myndinni í fyrra. Skeggið er ekta en taglið ekki. Ljósmynd/poppoli.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.