Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 17 LANDIÐ milljónir kr. Innifalið í þeim áfanga er húsið uppkomið og uppsteypt áhorfendastæði fyrir rúmlega 200 manns auk snyrtinga. Fjármögnun þessa áfanga er langt komin en ekki lokið að fullu. Reiðhöllin verð- ur tilbúin til notkunar á Landsmóti hestamanna sem hefst í lok júní á Gaddstaðaflötum. Að sögn Sigurðar Sæmundssonar á Skeiðvöllum, núverandi landsliðs- einvalds sem situr í framkvæmda- stjórn Landsmóts hestamanna 2008, verður allt önnur og betri að- staða til landsmótshalds með til- komu reiðhallarinnar, sérstaklega kemur það sér vel ef eitthvað er að veðri. Þar verður hægt að hafa markaðstorg, fræðslu og sýningar fyrir gesti, ásamt veitingaaðstöðu o.fl. en þessi starfsemi hefur aðal- lega farið fram í tjöldum hingað til. „Það verður að segja að lands- mótin eru hefðbundin að því leyti að menn nota það sem vel reynist en reyna að bæta annað eftir því sem ástæða er til. Við erum sífellt í samkeppni við heimsmeistaramótin sem haldin eru annað hvert ár er- lendis og því er bætt aðstaða kær- komin. Við reiknum með 12-15 þús- und manns, þar af 4-5 þúsund erlendum gestum en á síðasta móti á Hellu voru 11 þúsund manns. Áhugi fyrir íslenska hestinum og starfsemi í tengslum við hann vex stöðugt erlendis, sérstaklega í Þýskalandi og enn frekar í Svíþjóð. Allt þetta hefur gríðarleg áhrif á markaðssetningu íslenska hestsins erlendis og hefur jákvæð áhrif á út- flutningsverðmæti hans fyrir okkur. Hinn jákvæði þátturinn er fyrir ferðaiðnaðinn á Íslandi, þar hefur hesturinn nokkur áhrif sem er hægt að auka gríðarlega með bættri markaðssetningu,“ segir Sig- urður. Landbúnaðarsýning í ágúst Þess má einnig geta að landbún- aðarsýning á vegum Búnaðarsam- bands Suðurlands verður haldin á Gaddstaðaflötum seinni part ágúst- mánaðar en þá verða liðin 100 ár frá stofnun sambandsins. Þar mun reiðhöllin gegna lykilhlutverki. Í síðari áföngum reiðhallarinnar kemur rými í enda hennar sem rúmar veitingaaðstöðu á efri hæð og ýmsa aðstöðu fyrir tæki og hestavörur á þeirri neðri. Einnig munu áhorfendastæði stækka. Ljóst er að með tilkomu reiðhall- arinnar mun svæðið á Gaddstaða- flötum taka forystu á landsvísu hvað varðar aðstöðu til hesta- mennsku og einnig verður þar kjör- aðstaða til sýningarhalds almennt. Eftir Óla Má Aronsson Hella | Vinna við byggingu reiðhall- ar á Gaddstaðaflötum við Hellu er aðeins á eftir áætlun eins og sakir standa. Óhagstætt veður í vetur við jarðvegsframkvæmdir og steypu- vinnu hefur gert þetta að verkum að sögn Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra Rangárhallar- innar ehf. sem er byggingar- og rekstraraðili hallarinnar. Reiknað er með að verkið verði á áætlun frá og með miðjum apríl. Reiðhöllin verður 26 metra breið og 79 m löng, eða rúmir 2.000 fer- metrar. Að auki er 240 fermetra anddyri og móttaka. Um er að ræða stálgrindarhús sem keypt er af Landstólpa ehf. í Gunnbjarnar- holti í Árnessýslu og sér fyrirtækið um uppsetningu hússins. Árni Páls- son vélaverktaki sá um jarðvinn- una. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi framkvæmdarinnar kosti um 170 Reiðhöll rís fyrir mót Morgunblaðið/Óli Már Klæðning Reiðhöllin á Gaddstaðaflötum er risin og byrjað að klæða húsið að utan. Fyrsti áfangi verður tekinn í notkun í júní í sumar. Í HNOTSKURN »Landsmót hestamanna áGaddstaðaflötum hefst í lok júní í sumar. »Nýja reiðhöllin verður tekin ínotkun á landsmótinu. Búist er við 12 til 15 þúsund manns, þar af 4 til 5 þúsund erlendum gestum. Hrunamannahreppur | „Hlutverk prófastsins er að vera tengiliður milli biskups og prófastsdæmanna og vera einskonar verkstjóri prest- anna á svæðinu,“ segir Eiríkur Jó- hannsson, sóknarprestur í Hruna, sem Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, setti inn í embætti prófasts Árnesprófastsdæmis við messu við upphaf héraðsfundar sl. laugardag. Innsetningarathöfnin fór fram í Hrunakirkju og síðan stjórnaði séra Eiríkur sínum fyrsta héraðsfundi sem fram fór á Flúðum. Settur inn í embætti prófasts í Árnessýslu AÐALFUNDUR SAMTAKA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Radisson SAS Hótel Saga 3. apríl 2008 Samtök ferðaþjónustunnar, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, sími 511 8000 www.saf.is Dagskrá: Samtök ferðaþjónustunnar SAF eru málsvari og sameiginlegur vettvangur íslenskra fyrirtækja sem stunda rekstur á sviði ferðaþjónustu. Aðild að SAF er heimil öllum sem telja sig til ferðaþjónustufyrirtækja. Kl. 9:00 - 12:00 Fundir faghópa • Afþreyingarfyrirtæki Umfjöllun um áhættumat, akstur og eldsneytismál. • Bílaleigur Vistvænn akstur, eldsneyti og aksturs- og hvíldartímareglugerðin. • Ferðaskrifstofur Breytt hlutverk ferðaskrifstofa, kynning á tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. • Flugfélög Útstreymistilskipun ESB, nýjar vinnutímareglur. • Gististaðir Gistiskýrslur, horfur á markaði, nýir markaðir. • Hópbifreiðafyrirtæki Vistvænn akstur, eldsneyti og aksturs- og hvíldartímareglugerðin. • Veitingastaðir Ímynd veitingareksturs, fagnámið, „Beint frá býli“. Kl. 13:00 - 15:15 Setning, Jón Karl Ólafsson, formaður SAF. Ávarp, Össur Skarphéðinsson, ráðherra ferðamála. Ímynd Íslands – hvert stefnir? Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Reykjavíkurborg og formaður ferðamálaráðs. Krónan og ferðaþjónustan Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Stenst íslensk ferðaþjónusta gæðakröfur ferðamanna? Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri ásamt fulltrúa Capacent. Afhending verðlauna Ferðamálaseturs til lokaverkefna háskólanema Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs. Kaffi Kl. 15.45 Almenn aðalfundarstörf. Kl. 19.30 Kvöldverðarhóf félagsmanna. Nánari upplýsingar eru á vef SAF www.saf.is. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar er opinn fulltrúum frá aðildarfélögum SAF. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Orkugangan 2008 fór fram á Mývatni á laugardaginn við mjög erfiðar aðstæður, í stífri austanátt með skafrenningi og fimm gráða frosti. Gengnir voru þrír hringir á Syðri-Flóa, 20 km hver eða samtals 60 kílómetrar. Vegna skafrennings varð brautartroðari að fara rétt á undan göngumönnunum og voru tveir troðarar á ferð í brautinni mestallan tímann. Áætlun mótshaldara hafði verið sú að ganga frá Kröflu um Þeista- reyki og Gjástykki og aftur í Kröflu en vegna óveðurs á fjöllum varð ekki við það ráðið en gripið til vara- áætlunar og gengið á Mývatni sem fyrr segir. Að lokinni göngu var farið í Jarð- böðin og síðan á Hótel Reynihlíð þar sem úrslit voru kynnt. Sig- urvegarar í göngunni urðu þeir Guðmundur B. Guðmundsson og Stefán Snær Kristinsson, báðir frá Akureyri, tími þeirra var sex klukkustundir og níu mínútur. Orkugangan er samstarfsverk- efni Björgunarsveitarinnar Stef- áns, Íþróttafélagsins Mývetnings og Landsvirkjunar. Henni er ætlað að stuðla að heilbrigðri útiveru á ein- stöku skíðagöngusvæði en jafn- framt að vekja athygli á mikilli orku þessara jarðhitasvæða. Þetta er annað árið sem gangan fer fram og þótt aðstæður hafi verið ein- staklega erfiðar nú fyrir kepp- endur og starfsmenn er ljóst að Orkugangan er komin til að vera. Morgunblaðið/BFH Sigurvegarar Þeir sigruðu í Orkugöngu 2008 sem að þessu sinni fór fram á Mývatni, Guðmundur B. Guðmundsson og Stefán Snær Kristinsson. Orkufrek ganga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.