Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 24
arflokksins, passaði svo uppá sjálf- stæðismennina morguninn eftir, þar sem þeir sátu grunlausir í Höfða klukkutímum saman og biðu Björns Inga. Á meðan myndaði hann nýjan meirihluta í borg- arstjórn undir forystu Samfylking- arinnar. Undir hádegið var hringt í Óskar inná fundinn, látið vita að nýr meiri- hluti væri í höfn. Ósk- ar stóð upp og sagði efnislega; krakkar mínir, þetta er búið! Beittu Dagur og Björn Ingi klækj- astjórnmálum? Varð Tjarnarkvart- ettinn til í krafti klækjastjórnmála? Það fannst Ingibjörgu aug- ljóslega ekki því hún fagnaði meirihlutanum og aðild Samfylking- arinnar að kvart- ettinum. Klækj- astjórnmálin komu ekki til fyrr en Sam- fylkingin missti völdin í borginni. Björn Ingi var ósáttur við framvindu REI-málsins og taldi framtíð þess fyr- irtækis betur tryggða hjá Tjarnarkvartett- inum. Með sama hætti og áður sagði um Ólaf F. þá var það réttur Björns Inga og skylda gagnvart sínum kjósendum að standa með þeim málefnum sem hann trúði á en ekki öðrum stjórn- málaflokkum, í þessu tilfelli Sjálf- stæðisflokknum. Hver ber ábyrgð á þróun miðborgarinnar? Í ummælum Ingibjargar um „niðurlægingu Reykjavíkur, sem hvarvetna blasi við“, er hún, sam- kvæmt frétt Stöðvar 2, að vísa til þess erfiða ástands sem skapast hefur í skipulagsmálum í miðborg- inni. Og kannast augljóslega ekki við neina ábyrgð í því máli. Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri í 10 ár og á þeim tíma var sam- þykkt það deiliskipulag sem nú er í gildi fyrir miðborgina. Deiliskipu- lag sem Sigmundur D. Gunn- laugsson skipulagsfræðingur segir skilgreina miðborgina sem þróun- ar- eða endurnýjunarsvæði. Og tel- ur hann þau einkenni deiliskipu- lagsins, auk hækkandi íbúðaverðs í miðborginni, meginorsök þess að verktakar hafi í stórum stíl keypt upp húseignir í miðbænum til nið- urrifs. Vafalaust kemur þó fleira til. Það hvarflar ekki að mér að Ingibjörg hafi séð þetta fyrir en hún getur ekki firrt sig allri ábyrgð, frekar en aðrir sem sl. 15 til 20 ár hafa ráðið þróun Reykja- víkurborgar. Það væru klækj- astjórnmál að varpa allri ábyrgð á núverandi meirihluta? Hreinskiptni og heilindi Ingibjörg hvetur til hreinskiptni og heilinda í stjórnmálum og hafn- ar klækjastjórnmálum. Þar er ég henni sammála og er tilgangur þessarar greinar að benda á eft- irfarandi; Heilindi og heiðarleiki í stjórnmálum felast m.a. í því að leggja sömu mælistiku á eigin verk og annarra. Fylgja sjálfur þeim leikreglum sem þú ætlast til af öðr- um. Það eru gömul kristileg sann- indi. ÞAÐ er umhugsunarefni þegar fólk áfellist aðra fyrir hluti sem það gerir sjálft, á hlutdeild í eða lætur óátalið hjá samherjum sínum. Getur verið að eftirfarandi um- mæli á flokksstjórn- arfundi Samfylking- arinnar, sem birtust á mbl.is um helgina séu dæmi um þetta?: „Að lokum sagði Ingibjörg Sólrún að hún teldi að klækjastjórnmál væru mikill skaðvaldur í ís- lenskum stjórn- málum.“ „Sjaldan hef- ur það opinberast með jafn átakanlegum hætti og núna í Reykjavík. Borgin líð- ur fyrir hrossakaup og óheilindi stjórn- málamanna. Ég finn til með borginni minni og finnst þyngra en tár- um taki að horfa upp á niðurlægingu hennar sem hvarvetna blasir við. Klækjastjórnmál eru frumstæð og öllum til óþurftar. Þau eiga ekkert erindi við upp- lýst fólk á Íslandi í upphafi 21. aldar. Nú er ekki tími fyrir klækjastjórnmál, refs- skap og útúrsnúninga heldur hreinskiptni og heilindi.“ Hér er Ingibjörg augljóslega að vísa til síðustu meirihlutaskipta í Reykjavík og samkvæmt frétt á Stöð 2 á sunnudagskvöld enn- fremur til þess erfiða ástands sem skapast hefur í skipulagsmálum miðborgar Reykjavíkur. Hvað með Tjarnarkvartettinn? Núverandi meirihluti í Reykjavík var myndaður í janúar sl. vegna óánægju borgarfulltrúa F-listans með „að málefni F-listans hefðu ekki náð fram að ganga í starfi fyrri meirihluta og að flokkurinn hefði ekki fengið fulltrúa í nefndum í samræmi við atkvæðahlutfall“, svo vitnað sé til hans eigin ummæla. F- listinn fékk rúm 10% atkvæða en mun minni möguleika til áhrifa en Framsóknarflokkurinn, sem hafði fengið um 6%. Það var mat Ólafs F. Magnússonar að þau mál sem hann var kosinn útá ættu meiri möguleika í samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn en í Tjarnarkvart- ettinum svonefnda undir forystu Dags B. Eggertssonar. Það var því bæði réttur hans og skylda gagn- vart kjósendum sínum að mynda meirihluta þar sem hans baráttu- mál kæmust áfram. Þó deila megi um skiptingu embætta, þá gerðist það einfaldlega að Sjálfstæðisflokk- urinn nýtti tækifærið til að koma stefnu sinni í framkvæmd, eins og hann var kosinn til. Það er hans lýðræðislegi réttur með sama hætti og þegar Björn Ingi Hrafnsson í október sl. mynd- aði „yfir nótt“ meirihluta með Sam- fylkingu, VG og Margréti Sverr- isdóttur, óháðum borgarfulltrúa. Hann lét okkur, félaga sína í meiri- hlutanum, sjálfstæðismennina, halda að allt væri í stakasta lagi, hafði fullvissað Vilhjálm um það kvöldið áður. Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi Framsókn- »Heilindi og heiðarleiki felast m.a. í því að leggja sömu mælistiku á eig- in verk og ann- arra. Fylgja sjálfur þeim leikreglum sem þú ætlast til af öðrum. Formaður Samfylkingarinnar og klækjastjórnmál annarra Bolli Thoroddsen skrifar um miðborgina og borgarpólitíkina Bolli Thoroddsen Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og formaður ÍTR. 24 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ VAR í september árið 1938 að auglýsing birtist í dagblöðum landsmanna um að settur yrði á stofn Viðskiptaháskóli Íslands. Skólinn átti að gegna því hlutverki að mennta nemendur á sviði viðskiptafræði og atvinnurekstrar. Tíu nemendur voru teknir inn þá um haustið og fór kennsla fram í bókasafninu Íþöku við Menntaskólann í Reykjavík. Síðan eru liðin sjötíu ár og hefur viðskiptafræðideild Háskóla Íslands nú um þúsund nemendur við nám í deildinni. Viðskiptafræðideild HÍ leggur metnað sinn í að veita nemendum sínum hagnýta þekk- ingu, þjálfa þá í að beita faglegum vinnu- brögðum og búa þá undir fjölbreytt störf. Deildin hefur á stefnu- skrá sinni að bjóða fjölbreyttar og sveigj- anlegar námsleiðir til að mæta þörf- um nútímans fyrir fjölþætta og hald- góða menntun. Í því augnamiði býður viðskiptafræðideild HÍ nú upp á BS- og diplómanám samhliða starfi. Námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja leggja stund á háskólanám með vinnu og hefst haustið 2008. Nemendur fá rækilega þjálfun í öllum helstu greinum viðskiptafræði, svo sem fjármálum, markaðsfræði, reikn- ingshaldi og stjórnun, og geta nem- endur valið sér sérsvið á sviði fjár- mála- og reikningshaldslínu eða markaðsfræði- og stjórnunarlínu. Náms- efni og námskröfur eru þær sömu og í BS-námi í dagskóla en kennslu- fyrirkomulag er tals- vert annað. Við deild- ina starfa helstu sérfræðingar landsins á öllum sviðum við- skiptafræði. Að auki koma erlendir háskóla- kennarar að kennslu á ári hverju. Fyrir hverja? BS-nám með vinnu er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja leggja stund á há- skólanám samhliða starfi. BS-nám í kvöld- skóla tekur alla jafna fimm ár en hægt er að ljúka diplómagráðu eftir tvö og hálft ár. Námið er hægt að stunda frá og með haustinu 2008 og er hvert námskeið kennt á fimm vikum. Að því loknu er haldið próf, áður en kennsla í næsta námskeiði hefst. Nemendur munu sækja fyrirlestra tvisvar í viku í um fjórar klukkustundir í senn. Ýmist er kennt tvo eftirmiðdaga í viku frá kl. 16.15 til 20.00 eða eitt kvöld og laugardagsmorgun. Nemendur greiða hefðbundin skráningargjöld í Háskóla Íslands og gjald fyrir hvert námskeið. Fyrir þá sem hafa nýlega lokið rekstrar- og viðskiptanámi frá EHÍ með góðum námsárangri er í boði að ljúka BS-námi samhliða starfi á fjórum árum með sama hætti. Frábær aðstaða fyrir nemendur Háskólatorgið hefur gerbreytt starfsaðstöðu viðskiptafræðideildar og aðbúnaði nemenda deildarinnar. Á Háskólatorgi og í Gimli er frábær vinnuaðstaða fyrir nemendur í nánu samneyti við kennara. Í bygging- unni eru m.a. fyrirlestrasalir, kennslustofur, tölvuver með yfir 130 tölvum og lesrými. Á Háskólatorgi er einnig þjónusta við nemendur svo sem Bóksala stúdenta, námsráðgjöf, nemendaskrá og alþjóðaskrifstofa. Þar er einnig Háma: ný og stór- glæsileg veitingasala og kaffibar fyr- ir nemendur jafnt sem starfsfólk Háskóla Íslands. Hverjar eru forkröfur? Inntökuskilyrði eru þau sömu og í BS-nám í dagskóla, þ.e. stúdents- próf af bóknámsbraut eða annað sambærilegt nám. Fjöldi nemenda í kvöldskóla er þó takmarkaður og tekið er mið af árangri í fyrra námi og starfi við val á nemendum. Um- sóknarfrestur er til 5. júní og allar nánari upplýsingar eru á vef deild- arinnar, www.vidskipti.hi.is. BS-nám í viðskiptafræði sam- hliða starfi góður valkostur Sif Sigfúsdóttir kynnir BS-nám í viðskiptafræði »Námið er sérstaklega sniðið að þörfum þeirra sem vilja leggja stund á háskólanám með vinnu og hefst haustið 2008 Sif Sigfúsdóttir Höfundur er markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og stunda- kennari í HÍ. ÞAÐ er mikil list að halda góða ræðu. Einhver sagði að lykillinn að góðri ræðu væri að byrja og ljúka henni með ígrunduðum og áhuga- verðum hætti og segja sem minnst þar á milli. Prestar eru sjaldnast öfundsverðir ræðu- menn enda ekki áhlaupsverk að þýða fagnaðarerindið yfir á skiljanlegt mál í nú- tímasamfélagi. Það var sögð skemmtileg saga af litlum dreng sem fór með móður sinni í kirkju. Þegar prest- urinn var í miðri pré- dikun hallaði dreng- urinn sér upp að móður sinni og spurði þreytu- lega: „Fer hann ekki að verða bú- inn?“ Móðirin svaraði: „Hann er bú- inn elskan mín, hann getur bara ekki hætt.“ Við höfum heyrt svona sögur. Sjálfsagt hafa margir upplifað stund sem þessa í kirkju með einum eða öðrum hætti, flestir prestar líka, þ. á m. ég. Reynslumikill og góður prédikari sagði eitt sinn: Það er aðeins eitt ráð til að verða góður prédikari: Lærðu að hlusta. Lærðu að hlusta á Guð og vertu fyrst og fremst trúr því erindi sem hann hefur treyst þér fyrir. Góð- ir prédikarar eru þeir sem hvíla í skugga Guðs og lofa honum að koma fram og orði hans að heyrast, „því hann á að vaxa, en ég að minnka“. Góður brandari spillir svo ekki fyrir. En stundum fer allt fyrir ofan garð og neðan. Fátt getur bjargað prédik- un þess prests sem ekki er trúr því erindi sem honum er falið að boða. Sú prédikun verður að einhverju öðru en til var ætlast. Prestum ber samkvæmt vígslu- heiti sínu að prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í vitnisburði kirkjulegra játninga og postullegrar trúarhefðar. Þótt eng- inn prestur sé fullkominn þarf ekki að efast um að þeir reyni flestir að virða vígsluheit sitt og koma heið- arlega fram í störfum sínum. En hvað ber presti að gera verði hann nú fráhverfur kristinni játningu að meira eða minna leyti? Á hann að segja það sem hugur hans býður honum, enda þótt hann hafi lofað öðru? Hvar liggja mörkin á milli þess að þjóna Guðs orði og að láta Guðs orð þjóna sér? Þessar spurningar og aðrar áþekkar leituðu á mig á dögunum þegar ég heyrði í presti nokkrum í Reykjavík prédika. Í upphafi „prédikunar“ sinn- ar lagði viðkomandi prestur ríka áherslu á þá „víðsýni, frjálslyndi og umburðarlyndi“ sem frá upphafi hefði ríkt í boðun og lífi kirkju hans. Litlu síðar lýsti hann yfir: „Við leitum Guðs handan útilokandi trúarjátn- inga, þegar þær eru misnotaðar og látnar reisa múra aðskilnaðar manna á milli. Við leitum Krists handan ein- strengingslegra trúarkenninga … jafnvel handan trúarstofnana eða trúarbragða.“ Skömmu áður en presturinn lét þessi orð falla bauð hann áheyr- endum sínum að játa sína kristnu trú. Á undan þótti honum tilhlýðilegt að afsaka trúarjátninguna með þeim orðum m.a. að fólk færi ekki með hana til að greina sig frá þeim sem orða lífsskoðun sína með öðrum hætti, heldur „aðeins til að kannast við samkvæmt hvaða trúararfleifð þessi athöfn hér er framkvæmd“. Trúarjátningin, einingarband krist- ins fólks, og það sem áréttar innihald hins kristna átrúnaðar, virtist lítið annað en formsatriði rúið raunveru- legu gildi sínu. Ef til vill hefði verið heiðarlegra að segja: Gott fólk, það er allt í lagi að fara með trúarjátn- inguna enda meinum við minnst með því! Það getur varla heitið svo að við- komandi prestur hafi í prédikun sinni slegið á strengi fagnaðarerindisins. Boðskapurinn var annars eðlis enda annað ljós sem fékk að skína. Í pré- dikuninni bar leynt og ljóst mest á linnulausum og staglkenndum áróðri um Þjóðkirkju Íslands sem byggðist á litlu öðru en rangfærslum og til- búnum sannleika. Mér varð hugsað til frambjóðanda sem hefur lítið fram að færa og reynir því að afla sér með- borgaralegs fylgis á grundvelli þess sem hann telur miður fara hjá öðrum – og gildir þá einu hvort það álit hans er á rökum reist eða ekki. Umræddum presti er í mun að kenna sig og kirkju sína við trúverð- ugleika. Síðast þegar ég vissi var trú- verðugleiki fólginn í því að vera traustur, áreiðanlegur og sannsögull. Kristinni kirkju ber að standa vörð um fagnaðarerindi Jesú Krists eins og það kemur fyrir í postullegum vitnisburði og trúarjátningum. Trú- verðugleiki hennar stendur og fellur með því hvernig þar tekst til. Eftir að hafa hlýtt á umrædda pré- dikun spurði ég mig, og spyr mig enn – og ég hvet allt einlægt fólk, sem í raun vill kannast við Jesú Krist og kenna sig við nafn hans, að spyrja sig hins sama: „Hvenær hættir kristin trú að vera kristin trú?“ Hvenær hættir kristin trú að vera kristin trú? Gunnar Jóhannesson skrifar um trúarsannfæringu » Síðast þegar ég vissi var trúverðugleiki fólginn í því að vera traustur, áreiðanlegur og sannsögull. Gunnar Jóhannesson Höfundur er sóknarprestur. www.sjofnhar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.