Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þór WillemoesPetersen fædd- ist á Ríkisspít- alanum í Kaup- mannahöfn 13. október 1990. Hann lést á Barna- spítala Hringsins í Reykjavík að morgni annars dags páska, 24. mars s.l. Foreldrar hans voru Steinunn Anna Ólafsdóttir blaðamaður f. 14.4. 1956, d. 25.10. 1991 og Per Wil- lemoes f. 8.9. 1946. Þau voru ekki í sambúð. Þór átti eina hálfsystur, Gobelin Willemoes, að nafni f. 2.9. 1971. Vegna veikinda móður sinnar ólst Þór upp hjá Óla Þór móð- urbróður sínum og konu hans Hjördísi fyrstu æviárin. Þór ólst upp í Hafnarfirði frá 5 ára aldri hjá hjónunum Guð- mundi Jónssyni mjólkurfræðingi f. 29.7. 1956 og Sig- rid Foss mjólk- urfræðingi og hús- móður f. 20.1. 1954. Börn þeirra hjóna eru Laufey f. 4.10. 1985, Stein- unn Ruth f. 14.12. 1987 og Jón Foss f. 10.1. 1997. Þór lauk sam- ræmdum prófum frá Lækjarskóla í Hafnarfirði. Að því loknu stundaði hann nám í einn vetur í Menntaskóla Kópa- vogs og svo frá síðustu áramót- um í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þór starfaði jafn- framt hjá Nóatúni í Hafnarfirði. Útför Þórs verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Það ótrúlega hefur skeð. Hann Þór er farinn frá okkur, en ekki langt, svo ljóslifandi er hann í hjörtum okkar allra sem elskuðum hann. Það er svo sárt að sjá hann fara núna því að svo oft var hann búinn að sigrast á þessum vonda sjúkdómi og marga orrustuna unn- ið, en kannski var þetta hans loka- sigur að fá að fara inn í hátíð páskanna – upprisuhátíðina sjálfa. Margir hugsa sem svo að ekki sé margt hægt að segja um 17 ára gamlan dreng, en það á ekki við um Þór, um hann væri hægt að skrifa heila bók, svo mikið var hann búinn að upplifa á sinni stuttu ævi. Hann var aðeins 7 ára þegar hann veiktist fyrst en vissu- lega átti hann góðan tíma inn á milli sem hann naut með góðum vinum og fjölskyldu sinni. Það var alveg ótrúlegt hvernig Þór tókst á við sjúkdóm sinn, hann kvartaði aldrei, viðkvæðið hjá honum, þegar hann var spurður, var: Það er allt í lagi með mig. Hann var alltaf að hlífa okkur fullorðna fólkinu og oft var hann búinn að segja: Þetta verður allt í lagi, amma mín. Sorgin er nístandi sár hjá okkur yfir brottför hans, en mikið er hann búinn að gefa okkur á sinni stuttu ævi og björt er minningin sem hann skilur eftir í hjörtum okkar. Við ykkur, Sigga og Guðmundur, viljum við segja þetta: Það var ekki létt verkefni að taka Þór í fóstur 5 ára gamlan, en það leyst- uð þið með mikilli prýði og reynd- ust Þór frábærir foreldrar, og Þór elskaði ykkur og systkini sín og mat fjölskyldu sína mikið. Þór átti einnig góða fjölskyldu að í Danmörku sem honum þótti mjög vænt um og var hann í góðu sambandi við hana. Nú bíður okkar allra, sem elsk- uðu Þór, stórt verkefni enn; það er að læra að lifa með sorginni yfir fráfalli hans, því sátt erum við ekki. En eitt er víst, að mikið erum við búin að læra á þessum tíma og vonandi kunnum við að fara með þann lærdóm, en eins og við segj- um stundum, þá eigum við ekkert val í þessu og aldrei finnum við eins fyrir vanmætti okkar og ein- mitt á svona stundum. Starfsfólki á deild 22E á Barna- spítala Hringsins þökkum við frá- bæra umönnun við Þór og hlýju í okkar garð, þið eruð öll frábær, og séra Vigfúsi þökkum við mikinn hlýhug í okkar garð. Guð gefi ykk- ur öllum styrk í ykkar frábæra starfi. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Við biðjum Guð um styrk í sorg okkar og vertu Guði falinn, elsku drengurinn okkar. Amma og afi. Hann Þór Willemoes Petersen var kallaður af velli að morgni annars páskadags. Hann hafði bar- ist sem ljón inni á vellinum og lagt allt sitt af mörkum. Seinustu árin oft sárþjáður. En aldrei kvartaði hann. Og oftast stutt í brosið. Auð- vitað var skapið þarna líka og stundum stuttur kveikurinn. Bar- áttan var erfið á stundum. Inni á vellinum skiptast á skin og skúrir, sigrar og töp. Það sama átti við í lífi Þórs. En erfiðleikar styrktu hann og efldu. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með baráttu hans og jákvæðni – og kraftinum, hvort sem var í sókn eða vörn. Uppgjöf var ekki til í hans orða- bók. Það skyldi barist til síðustu sekúndu. En svo var leikurinn flautaður af að morgni mánudags- ins 24. mars síðastliðinn. Þessum leik var lokið. Þór hafði verið kall- aður til annarra verkefna. Þeir syngja í Liverpool: „Yoúll never walk alone“ eða: „Þú ert aldrei einn á ferð“. Og Liverpool var svo sannarlega liðið hans Þórs. Hann var eins og alfræðiorðabók þegar lið Liverpool var annars vegar. Og Þór var heldur „aldrei einn á ferð“, þótt hann hefði misst sína góðu móður í æsku, hana Steinunni Ólafsdóttur, sem lést að- eins 35 ára gömul. Þór var þá rétt orðinn eins árs. Þau voru um margt mjög lík mæðginin. En hann Þór átti góða að. Faðir hans, hálf- systir og afi hafa búið í Danmörku. Móðuramma hans, hún Þóra Antonsdóttir, og maður hennar, Friðþjófur Sigurðsson, voru ávallt til staðar, sem og móðurbróðir hans, Óli Þór. Hjá honum og hans konu, Hjördísi, átti Þór heimili fyrstu æviárin. En kringumstæður og örlögin leiddu til þess að vinur okkar og frændi Þórs, Guðmundur Jónsson og hans góða kona, Sigrid Foss, tóku við forræði og uppeldi Þórs litla þegar hann var aðeins fjögurra ára og urðu hans pabbi og mamma: hans sverð og skjöldur. Þar ólst hann upp í góðu atlæti og naut elsku og hlýju í faðmi fjöl- skyldunnar, pabba og mömmu og þriggja systkina. Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá okkar góðu vinum á Arnarhrauninu í Hafnarfirði. Sig- rid missti foreldra sína, Tore og Ruth, báða með skömmu millibili og Guðmundur móður sína Stein- unni. Þau létust öll fyrir nokkrum árum. Og Þór var aðeins 7 ára þegar hann greindist fyrst með krabbamein og við tóku erfiðar meðferðir. En styrkur þeirra allra er undraverður og eftir mótlæti og áföll komu alltaf nýir dagar með möguleika og væntingar – nýjar vonir með bros og bjartsýni. En nú er þessi kafli fullskrif- aður. Þór er allur. Hann er farinn, en samt „aldrei einn á ferð“, því á annarri ströndu taka á móti honum ættingjar og vinir, þar sem mamma Steina er í fararbroddi. Elsku vinirnir okkar, Gvendur og Sigga, Laufey, Steinunn, Jónsi, Kristín Erla, Þóra og Friðþjófur og þið öll sem áttu stað í hjarta Þórs: Guð mildi ykkar sáru sorg og gefi ykkur von og trú. Minn- ingin um góðan dreng hjálpar. Við hjónin og börnin okkar, Brynjar Ásgeir, Heimir, Fannar, Margrét Hildur og barnabarnið, Aþena Arna, sjáum á bak góðum vini, sem gaf okkur svo margt. Við höldum fast í allar góðu minning- arnar sem ylja. Hann Þór kenndi okkur svo margt, en eitt umfram annað: Að gefast aldrei upp og sýna æðruleysi í mótlæti. Og auð- vitað að halda með Liverpool! Bros þitt fylgir okkur öllum æv- ina á enda. Far vel, kæri vinur. „You’ll ne- ver walk alone.“ Guðmundur Árni og Jóna Dóra. Þór. Hann Þór hennar Stein- unnar. Hann Þór hennar ömmu sinnar, hennar Þóru. Drengurinn með fallegu augun og bjarta bros- ið. Hann sem færði henni Stein- unni svo mikla gleði síðasta árið sem hún lifði. Það var stuttur tími sem þau fengu að vera saman mæðginin. Hún náði að halda upp á eins árs afmælið hans áður en hún dó. Hann var móður sinni mik- ill gimsteinn og nú er hann kominn til hennar klæddur Liverpool-bún- ingnum sínum. Hann barðist hetjulegri baráttu alla sína ævi við sjúkdóminn sem sigraði hann að lokum. Nýbúinn að fá bílpróf og bara búinn að prófa nýja bílinn sinn í fjóra daga. Við höfum fylgst með honum Þór litla, allt hans líf. Alltaf vitað af honum og glaðst þegar hann sigraði. Hann sagðist vera frændi hennar Sunnu okkar þegar þau voru saman í fé- lagsmiðstöðinni Vitanum hér í Hafnarfirði. „Sjáið þið ekki hvað við erum lík hvort öðru?“ sagði hann við hina krakkana. Hann var svo duglegur og félagslyndur. Átti sæg af vinum, spilaði í hljómsveit- inni, fór í kokkaskólann í MK og vann eins og hetja í kjötborðinu í Nóatúni en alltaf sló sjúkdómurinn hann niður og alltaf reif hann sig upp og við héldum aftur og aftur að núna væri hann loksins laus. Við héldum alltaf í vonina og það gerðum við svo sannarlega öll alla síðustu viku á meðan við fylgdumst með fréttum af honum. Síðast viss- um við að hann vildi sjá leikinn á sunnudaginn með Liverpool en hann náði því ekki. Við vitum að hún Steinunn mamma hans tekur vel á móti hon- um og loksins fá þau að vera aftur saman. Það hefur gert okkur öll ríkari að fá að kynnast honum. Börnin hans Friðþjófs litu á hann sem eitt af barnabörnunum. Gunnvör hitti hann alltaf þegar hún kom frá Þýskalandi í heimsókn og þau voru góðir vinir. Við sendum fjölskyldu Þórs, fósturforeldrum og systkinum inni- legar samúðarkveðjur og við ykkur Þóra og Friðþjófur segjum við, hann kom eins og engill inn í líf ykkar og nú er hann farinn en mun ávallt vaka yfir ykkur. Gyða, Sigurður, Starri, Sunna Elín og Árni Valur. Það bærðust svo margar tilfinn- ingar í brjóstum okkar systkin- anna þegar við fengum tíðindin: Þór okkar var farinn. Sorg, en jafnframt reiði helltust yfir okkur. Þetta var þrátt fyrir allt svo óvænt. Því svo oft í þínum veik- indum snerir þú á læknavísindin. Og einhvern veginn vorum við viss um að í þetta sinn tækist þér það líka. Þú gafst öllum læknunum langt nef og barðist hatrammri baráttu og hafðir ávallt betur. En nú er komið að leikslokum. Eftir öll þessi ár erfiðra veikinda og allt sem þú lagðir á þig til að sigrast á þeim erum við öll bálreið við þann sem tók þig frá okkur. Það virtust enginn takmörk fyrir því hvað Guð var tilbúinn til að leggja á þig, elsku vinurinn okkar. Samt naustu lífsins í botn. Og fékkst tækifæri til að gera svo margt skemmtilegt. En nú ertu kominn á fjarlægan stað, við vitum að það munu marg- ir taka vel á móti þér. Við erum þess viss að þú er nú í faðmi mömmu þinnar, sem var tekin frá þér allt of snemma og við vitum að bræður okkar munu taka þér opn- um örmum. Og svo auðvitað mor- mor og morfar og amma Steinunn. Og síðast en ekki síst muntu njóta þess að verða heilbrigður á ný, elsku Þór, og njóta alls þess sem þér var ekki ætlað í þessu lífi. Það mun vissulega sefa sorg okkar að einhverju leyti en það breytir því ekki að þú varst kallaður af þess- ari jörð allt of snemma. Jólin hafa alla okkar ævi hafist heima hjá þér á Þorláksmessu- kvöld. Þessi ómissandi hefð í lífi okkar verður aldrei aftur eins. Það verður auður stóll við veisluborðið. Við fáum heldur ekki að njóta þess að horfa saman á Liverpool spila. Við fáum ekki að sitja með þér í nýja flotta bílnum þínum. En við eigum eftir að hittast aftur, bara seinna. Og þá munum við aftur finna hlýja og þétta faðmlagið þitt. Það er með trega sem við kveðj- um okkar yndislega og brosmilda vin sem var tekinn frá okkur í blóma lífsins. En við kveðjum hann jafnframt með þakklæti í huga, það eru forréttindi að hafa fengið að vera þátttakandi í lífi Þórs, sem tókst á við sitt stutta líf af svo ótrúlegri jákvæðni, baráttuþreki og æðruleysi. Hann kenndi okkur að á hverju sem gengur er alltaf rúm fyrir jákvæðni, bros og góða skapið. Það munu allir sem kynnt- ust Þór búa að alla ævi. Per pabba Þórs, Gobeline systur hans og Tormod afa hans sendum við hlýjar kveðjur. Elsku Sigga, Guðmundur, Lauf- ey, Steinunn, Jónsi og Kristín Erla, Þóra og Friðþjófur. Hugur okkar allra er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð en þökkum ykkur líka fyrir að hafa gefið okk- ur tækifæri til að kynnast jafn frá- bærum strák og hann Þór okkar var og eiga hann að vini. Hildur, Heimir, Fannar og Aþena. Það er svo sárt og næstum ómögulegt að trúa því að þú sért farinn. Þú, sem varst alltaf svo líflegur og hress, þrátt fyrir veikindin. Maður gat alltaf treyst því að hafa gaman í kringum þig. Við höfum átt svo margar ógleymanlegar stundir saman, allt frá því við vor- um smápjakkar í Stekkjarhvamm- inum. Allar hjólaferðirnar, öll prakkarastrikin, fótboltinn niðri á túni, Þorláksmessukvöldin, Liver- pool-ferðirnar, Skorradalurinn hjá Bárði og co. og öll msn-samtölin okkar, það síðasta nokkrum dögum áður en þú fórst; þetta eru bara lítil brot af öllum minningunum sem ég mun aldrei gleyma. Takk fyrir vináttuna í öll þessi ár, takk fyrir ísbíltúrinn um dag- inn, takk fyrir að hafa verið til. Um leið og ég er svo sorgmædd- ur yfir því að þú sért farinn er ég svo glaður yfir því að hafa fengið að vera vinur þinn. Sakna þín. Þinn vinur, Brynjar Ásgeir (Binni). Kæri vinur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Þór Willemoes Petersen ✝ Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir, dótturdóttir og mágkona, ÞÓRANNA GUÐBJÖRG RÖGNVALDSDÓTTIR, Hringbraut 34, Hafnarfirði, varð bráðkvödd að heimili sínu laugardaginn 29. mars. Útförin auglýst síðar. Rögnvaldur Þór Gunnarsson, Rögnvaldur Þórhallsson, Unnur Björnsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SR. BOLLI ÞÓRIR GÚSTAVSSON vígslubiskup, Selvogsgrunni 6, Reykjavík, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 27. mars. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 4. apríl kl. 13.00. Minningarstund í Akureyrarkirkju mánudaginn 7. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður í Laufáskirkjugarði. Fjölskyldan þakkar starfsfólki á Landakotsspítala á L- 4 og K-2 fyrir einstaka umönnun og hlýju. Þeim sem vilja minnast sr. Bolla er bent á félag aðstandenda Alzheimersjúkra, FAAS. Matthildur Jónsdóttir, Hlín Bolladóttir, Egill Örn Arnarson, Jóna Hrönn Bolladóttir, Bjarni Karlsson, Gústav Geir Bollason, Veronique Legros, Gerður Bolladóttir, Ásgeir Jónsson, Bolli Pétur Bollason, Sunna Dóra Möller, Hildur Eir Bolladóttir, Heimir Haraldsson, barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.