Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR Með vaxandi verðbólgu eru verðtryggðir skuldabréfasjóðir góður og traustur fjárfestingakostur. Glitnir býður fjóra slíka sjóði sem fjárfesta bæði í ríkistryggðum sem og öðrum skuldabréfum. Kynntu þér kosti skuldabréfasjóða Glitnis. Hver þeirra hentar þér best? Árleg nafnávöxtun m.v. sl. 12 mánuði skv. www.sjodir.is. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Sjóður 1, 5, 7 og 11 eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Glitnir sjóðir er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar er að finna á www.glitnir.is. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.GLITNIR.IS/SJODIR EÐA HJÁ EIGNASTÝRINGU GLITNIS Í SÍMA 440 4900 NÚ ERU TÆKIFÆRI Í VERÐTRYGGÐUM SKULDABRÉFUM 11,0% MEÐALLÖNG SKULDABRÉF Fjárfestingatími 1-3 ár SJÓÐUR 1 13,1% MEÐALLÖNG RÍKISSKULDABRÉF Fjárfestingatími 1-3 ár SJÓÐUR 5 11,9% LÖNG RÍKISSKULDABRÉF Fjárfestingatími 2-4 ár SJÓÐUR 7 9,4% LÖNG FYRIRTÆKJABRÉF Fjárfestingatími 2-4 ár SJÓÐUR 11 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is AÐGERÐIR vörubílstjóra í Ártúns- brekku og á Reykjanesbraut í gær- morgun töfðu ökumenn og farþega á fimmta þúsund bíla allt upp í um klukkustund. Ekki var tilkynnt um alvarleg slys eða bruna á tímabilinu og höfðu aðgerðirnar því væntan- lega lítil áhrif á starfsemi neyðarbíla eins og lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla, að sögn lögreglu. Helsti álagstíminn Um 90.000 til 92.000 bílar aka um Ártúnsbrekkuna að meðaltali á sól- arhring, samkvæmt mælingum framkvæmda- og eignaráðs Reykja- víkur. Álagið er mest á virkum dög- um frá klukkan 7.30 til 9 á morgnana og aftur frá kl. 16.30 til 17. Umferðin er mest þegar skólarnir byrja starf- semi sína á haustin. Síðastliðinn fimmtudag mældist 6.181 ökutæki á ferð um Ártúns- brekku milli klukkan 7.00 og 8.00 f.h. Sambærileg tala á sama tíma í gær- morgun var 2.828 ökutæki. Fyrst eftir að aðgerðunum lauk eða frá klukkan 8.00 til 8.10 f.h. fóru 1.465 bílar um Ártúnsbrekkuna. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fara að meðaltali um 11.260 ökutæki um Reykjanesbraut við Strandarheiði á sólarhring. Síð- astliðinn fimmtudag fóru 579 öku- tæki á hægri akrein í átt til Reykja- víkur og 200 ökutæki á vinstri akrein klukkan 7.00–8.00 f.h. Sambærilegar tölur á sama tíma í gærmorgun voru 504 og 221. Á vinstri akrein frá Reykjavík mældust 27 ökutæki á fyrrgreindum tíma sl. fimmtudag en 3 ökutæki í gærmorgun. Á hægri ak- rein voru 228 ökutæki sl. fimmtudag en 70 í gærmorgun. Vegagerðin er með umferðar- greini á Strandarheiði og er hann staðsettur um 1,1 km vestan brúar yfir Vatnsleysustrandarveg. Kúa- gerði er hins vegar aðeins austan við vegamót Reykjanesbrautar og Vatnsleysustrandarvegar. Aðgerðir vörubílstjóra við Kúagerði hafa greinilega haft mikil áhrif á umferð- ina á leið frá Reykjavík, en umferð á leið frá Keflavík hafði náð því að fara framhjá umferðargreininum áður en ökumenn urðu að stöðva vegna að- gerða vörubílstjóranna. Ólöglegar aðgerðir bestar Sturla Jónsson, talsmaður vörubíl- stjóranna, sem stöðvuðu umferðina í Ártúnsbrekku, segir að aðgerðirnar nú og fyrir helgi séu til að þrýsta á ráðamenn þjóðarinnar til að gera eitthvað í málum þessara bílstjóra. Hann segir að samkvæmt reglugerð sé búið að fella hvíldarlögin úr gildi og bílstjórar vilji sjá það í verki. Þessi lög bitni illa á mönnum og nefnir hann að vinni maður sjö mín- útum of lengi fái hann 80.000 kr. sekt og fjóra punkta í ökuferilsskrá. Far- ið sé með þá sömu höndum og menn sem aki undir áhrifum áfengis og það gangi ekki. Samgönguráðherra hafi haft samband á föstudag og að lokn- um fundi á laugardag hafi verið hringt í hann og honum sagt að bíl- stjórarnir vildu einfaldlega að hann tæki af skarið í sambandi við hvíld- arlögin svo menn þyrftu ekki að ótt- ast mótaðgerðir vegna vinnu sinnar. Boltinn væri því hjá honum. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra, segir að bílstjórum hafi verið boðið að mæta á fund ráðherra en þeir hafi ekki enn óskað eftir þeim fundi. Hins vegar standi boðið. Í öðru lagi segir Sturla að menn séu að berjast fyrir lækkun elds- neytis- og þungaskatts á bílana og það heyri undir fjármálaráðherra. Að sögn Sturlu verður aðgerðum haldið áfram þar til gengið verði að kröfunum. Spurður hvort mótmælin hafi verið gerð í samráði við lögreglu segir hann að það hafi verið gert fyr- ir þremur árum og þá hafi bílstjór- arnir verið leiddir um Reykjavík eins og sýningardýr. Af því mætti ráða að þetta væri stétt sem mætti troða á rétt eins og almenningi. Lögreglan hefði því ekki verið látin vita fyrir fram af aðgerðunum nú. Allir vissu að þær væru ólöglegar, en svo virtist sem grípa þyrfti til slíkra ráða til að fá einhverju framgengt. Kristján Ó. Guðnason aðstoðaryf- irlögregluþjónn segir að lögreglan hafi ekki þurft að grípa til þess að láta draga bíla í burtu. Bílstjórum hafi verið gert að færa bíla sína og að endingu hafi þeir farið að þeim fyr- irmælum um klukkan átta. Fljótlega eftir það hafi greiðst úr umferðinni, en ljóst sé að aðgerðirnar hafi tafið marga og lögreglan sé ekki sátt við framgang bílstjóranna. Á fimmta þúsund ökutækja komst hvorki lönd né strönd Morgunblaðið/Júlíus Hingað og ekki lengra Egill Bjarnason, yfirlögregluþjónn umferðardeildar, gerir Sturlu Jónssyni vörubílstjóra grein fyrir alvöru málsins í Ártúnsbrekkunni í gærmorgun. Skömmu síðar lauk aðgerðunum.  Vörubílstjórar vilja hvíldarlögin úr gildi nú þegar  Berjast fyrir lækkun eldsneytis- og þungaskatts FERÐAKLÚBBURINN 4x4 lýsti í gær yfir fullum stuðningi við þær kröfur atvinnubílstjóra að álögur ríkisins á eldsneyti verði lækkaðar verulega. Boðuð voru frekari mót- mæli almennra borgara, áhuga- félaga og félaga atvinnubílstjóra gegn Alþingi og olíufélögunum á Austurvelli klukkan 16 í dag. „Það er okkar mat að það sé al- gerlega út í hött að álögur ríkisins skuli vera hlutfall af verði elds- neytis og margfaldi því áhrif ann- arra þátta er hækka eldsneyti,“ segir klúbburinn. „Það er því eðli- leg krafa allra þeirra sem þurfa að nota eldsneyti, hvort sem er við vinnu eða í sínum frítíma, að ríkið sýni sanngirni í skattlagningu á eldsneyti og komi jafnframt til móts við bíleigendur þegar kreppir að með því að lækka sínar álögur nú þegar.“ Klúbburinn hvetur alla til að mæta fyrir framan Alþingi klukkan 16 í dag. Í tilkynningu eru þeir sem ætla að mæta akandi beðnir um að koma á planið hjá R. Sigmundssyni að Klettagörðum 25 og aka þaðan saman að Alþingi klukkan 15.30. Mótmælum haldið áfram á Austurvelli Morgunblaðið/Júlíus Lokað Vörubifreiðastjórar lögðu bílum sínum í Ártúnsbrekkunni í gær- morgun og stöðvuðu þannig umferð í báðar áttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.