Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI                                                                                !                                                    !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  ! " # $# %& '      (& )& #   + ,(   ( (   -. !      !   (& )& # /  + ,(   ( (   -. !   !  !  !  !  !  ! %& ' 0 # 0*1   & 2 &       3 ! )& 4  ! "#$ $%& #' '$% $#% '"( $# 0 # 5 16 #    $&) ## (& 3 ! )& 4  !  "  "    "   #" Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SVOKALLAÐ netarall hefst á næstu dögum. Það er rannsókn sem beinist að hrygningarfiski, einkum þorski, og er með svipuðu sniði og togararallið. Netarallið vegur þó ekki jafn þungt í stofnmælingu botnfiska og togararallið. Valur Bogason fiskifræðingur hefur umsjón með netarallinu. Hann segir að búið sé að ganga frá samningum við fimm báta á hinum hefðbundnu netaveiðisvæðum og að- samningar standi yfir við einn bát vegna rallsins fyrir Norðurlandi. Tilboð frá níu bátum Alls komu tilboð frá níu bátum um þátttöku í rallinu en reyndar ekkert vegna Norðurlandsins. Lík- lega verður það Þorleifur EA sem fer í rallið þar. Í Breiðafirði verður Arnar SH, Saxhamar SH verður á Faxaflóa, Friðrik Sigurðsson ÁR verður við sunnanvert Reykjanesið austur að Þrídröngum. Glófaxi VE verður í köntunum fyrir austan Eyj- ar og Hvanney SF verður á svæðinu út af Hornafirði. Gert er ráð fyrir því að rallið standi yfir í tíu daga til hálfs mánaðar en tíminn er mis- munandi eftir svæðum. Að meðaltali eru um 50 stöðvar á hvern bát. Helmingur stöðvanna er fastur, það er netin eru alltaf lögð á sama stað ár eftir ár. Hinum stöðvunum ræð- ur skipstjórinn innan vissra marka þó. Lágmarksstærð og aðbúnaður Hafrannsóknastofnun býður út þátttöku í rallinu og þar eru gerðar ákveðnar kröfur um stærð báta og aðbúnað. „Við erum með 115 tonna lágmarksstærð báta og þeir þurfa að vera yfirbyggðir, nema fyrir norðan þar sem bæði er gerð und- antekning á stærð og yfirbyggingu. Við erum með ákveðna stigagjöf í útboðinu þar sem metin er aðstaða um borð og tilboð útgerðanna um hlutfall til þeirra úr aflanum. Aflinn fer á markað og kemur umsaminn hlutur til áhafnar og útgerðar,“ seg- ir Valur. Miklar upplýsingar Niðurstöður úr netarallinu eru notaðar til stuðnings stofnmati. „Auk þess er safnað gríðarlegum líffræðilegum upplýsingum um hrygningarfiskinn sem er mjög mikilvægt, sérstaklega um elsta hluta stofnsins“ segir Valur. Afli í netarallinu í fyrra varð mun meiri en árið áður. Þar sem aflinn í rallinu undanfarin ár hefur vegið mjög lítið í stofnstærðarmatinu, hafði það lítið að segja. Netarallið er að hefjast Sex bátar leggja netin á ákveðnum stöðum við landið Í HNOTSKURN »Hafrannsóknastofnun býðurút þátttöku í rallinu og þar eru gerðar ákveðnar kröfur um stærð báta og aðbúnað. »Að meðaltali eru um 50stöðvar á hvern bát. Helm- ingur stöðvanna er fastur, það er netin eru alltaf lögð á sama stað ár eftir ár. Hinum stöðvunum ræður skipstjórinn innan vissra marka þó. »Afli í netarallinu í fyrra varðmun meiri en árið áður. Þar sem aflinn í rallinu undanfarin ár hefur vegið mjög lítið í stofn- stærðarmatinu, hafði það lítið að segja. ÚR VERINU ELLEFU þingmenn úr öllum flokk- um hafa lagt fram þingsályktun- artillögu þess efnis að mennta- málaráðherra skipi starfshóp til að útfæra hugmyndir um alþjóðlegt skáksetur í Reykjavík. Skáksetrið yrði helgað skákafrekum Friðriks Ólafssonar og Bobby Fischer og í greinargerð með tillögunni kemur fram að það yrði auglýsing fyrir land og þjóð sem og bautasteinn um glæstan árangur íslenskra skák- manna. „Skákin á sér kröfu, sem er sameiginleg öðrum listum, kröfu um sköpunargáfu, samræmi, ein- beitingu, ástríðu, frumleika og viljastyrk,“ segir þar jafnframt. Til heiðurs Friðriki og Fischer LÚÐVÍK Bergvinsson, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, hefur efasemdir um að skynsamlegt sé að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum en hann spurði fjár- málaráðherra út í þetta á þingi í gær. Hafði hann einkum áhyggjur af aðskilnaði tollsins og lögreglunnar, enda hefði það samstarf gengið vel. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra svaraði því játandi að þessu fylgdu lagabreytingar og benti á að þá yrði málið vandlega rætt á Al- þingi. „Það hafa átt sér stað miklar breytingar á Keflavíkurflugvelli á undanförnum misserum og fátt þar sem ekki hefur verið snortið vegna þessara breytinga,“ sagði Árni og var þess fullviss að allur undirbún- ingur yrði vandaður. Efasemdir um uppstokkun UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA Alþing- is hefur verið aukin enn frekar og aðgangur að hljóð- og mynd- upptökum af þingfundum verið opnaður. Hljóðupptökur eru að- gengilegar jafnóðum, þ.e. um leið og ræðu er lokið, en myndupptökur eru aðgengilegar í lok þingfundar eða í síðasta lagi að fundardegi liðnum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Alþingis: www.- althingi.is. Hlustað og horft á fundi Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is STYRKING krónunnar og innlends hlutabréfamarkaðar í gær bendir til þess að botninum hafi verið náð í efn- hagsmálum, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde forsætisráð- herra í utandagskrárumræðum á Al- þingi en honum þótti ánægjulegt að krónan skyldi styrkjast myndarlega á fyrsta viðskiptadegi eftir ársfund Seðlabankans. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, var málshefj- andi í umræðunum og hafði áhyggj- ur af því að stefnt gæti í dýpri og langærri efnahagskreppu en sést hefði lengi á Íslandi. Gagnrýndi hann jafnframt stórkaupmenn og sakaði þá um fáránleg viðbrögð – „að boða sjálftöku í verðhækkunum í skjóli verðbólgu“. Guðni kallaði eftir þjóðarsáttar- nefnd sem ynni neyðaráætlun um að- gerðir. „Stærsta málið við svona að- stæður er að auka útflutningstekjur þjóðarbúsins og hlúa að innlendri framleiðslu,“ sagði Guðni og vildi einnig, eftir endurskoðun fjárlaga, lækkun eða niðurfellingu á sköttum á matvælum og eldsneyti og mögu- leika á því að Íbúðalánasjóður tæki yfir fasteignalán banka væri þess óskað af lántakendum eða bönkum. Þá tók Guðni undir gagnrýni á háa stýrivexti Seðlabankans og sagði margt benda til þess að þeir yllu taugaveiklun og vantrú á íslenska efnahagsstjórn. „Það má velta því fyrir sér að sjúklingurinn sé á röng- um meðulum og að vaxtaokrið auki sótthitann,“ sagði Guðni. Haldi aftur af sér í hækkunum Geir H. Haarde sagði núverandi efnahagsvanda vera tvenns konar. Annars vegar væri um lausafjár- kreppu að ræða um allan heim sem gerði bönkum erfitt að afla sér fjár til að standa við skuldbindingar sín- ar. Hins vegar hefði komið upp gjaldeyrisskortur sem aftur hefði valdið gengisfellingu. Geir áréttaði að gengislækkun hefði verið séð fyrir enda hefði geng- ið verið of hátt skráð miðað við efna- hagsaðstæður. Hins vegar hefði komið á óvart hversu hratt hún átti sér stað en Geir minnti þó á misjöfn áhrif gengislækkunar á ólíka at- vinnuvegi. „Hún bætir afkomu sjáv- arútvegsins, hún bætir afkomu álfyr- irtækjanna og gerir það að verkum t.a.m. að sjávarútvegurinn mun fara auðveldar í gegnum þá aðlögun sem hann þarf að fara í gegnum varðandi skerðingu á þorskaflakvóta,“ sagði Geir en bætti við að vandinn væri að verð á innfluttri vöru hækkaði og skoraði á þá sem vald hefðu yfir verðlagi að halda aftur af sér í hækk- unum á meðan ekki væri séð fyrir endann á þróuninni. Bendir til þess að efna- hagsbotninum sé náð Vaxtaokrið eykur sótthitann, segir Guðni Ágústsson Morgunblaðið/Kristinn Stund milli stríða Þó að illa ári í efnahagsmálum gefst ráðamönnum stundum tóm til að gleðjast. Ekki fylgir sög- unni þó hvað gladdi ráðherrana tvo svo mjög í gær en eflaust hefur það verið eitthvert gott þingsprell. Í HNOTSKURN »Alþingi kom saman eftirpáskahlé í gær og þ.a.l. í fyrsta sinn eftir að krónan hrundi og hlutabréfamarkaðir lækkuðu. »Almenn samstaða var um þaðí umræðum að styrkja þyrfti gjaldeyrisvaraforða Seðlabank- ans. Engin völva Efnahagsmál voru þingmönnum mjög hugleikin á fyrsta þingfundi eft- ir páskahlé í gær og Guðjón A. Krist- jánsson, Frjálslyndum, var hissa á því að hvorki fjármálaráðherra né greiningardeildir bankanna hefðu séð fyrir það ástand sem nú er uppi. „Þetta eru miklar sviptingar á ekki lengri tíma og furðulegt að upplifa það að engin greiningardeild í banka- kerfinu gæti varað við þessari þróun né heldur fjármálaráðuneytið,“ sagði Guðjón. Samfylkingin þegi Steingrímur J. Sigfússon, VG, var ósáttur við sundurleysistal ríkisstjórnarinnar og taldi mögulegt að semja þyrfti við Samfylk- inguna um að hún talaði ekki um efnahagsmál í hálft ár, eða á meðan tökum væri náð á ástandinu. Þótti honum undarlegt að við- skiptaráðherra skyldi að afloknum ríkisstjórnarfundi fyrir helgi hafa sagst telja koma til greina að tengja gengi krónunnar við evru. Það hefði hins vegar ekki verið rætt á fund- inum. Frumvarpið samþykkt Stofnfrumufrumvarp heilbrigðis- ráðherra var samþykkt á Alþingi í gær en það felur m.a. í sér að heimilt verði að nota umframfósturvísa til að búa til stofnfrumulínur. Þær geta síðan nýst til lækninga eða til að afla þekkingar í líf- og læknisfræði. Palermó fullgiltur Palermó-samningur Sameinuðu þjóðanna verður fullgildur hér á landi ef þingsályktunartillaga utanrík- isráðherra verður samþykkt en Ís- land undirritaði samninginn með fyrstu ríkjum árið 2000. Megintil- gangurinn er að berjast gegn fjöl- þjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi en til þess þarf m.a. að draga úr mis- muni á réttarkerfum aðildarríkjanna. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag með umræðum um störf þingsins og einnig verður rætt um rafræna eignaskráningu verðbréfa og sam- gönguáætlun. ÞETTA HELST... Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.