Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÞINGMENN og mótmælendur, ráð- herrar og öryrkjar, trúboðar og trú- leysingjar, vinstri- og hægrimenn: hægt er að finna allan pakkann eins og hann leggur sig á Blog.is, eða Moggablogginu eins og flestir kalla þennan vinsælasta bloggvef landsins, sem í dag á tveggja ára afmæli. Nýjar leiðir til skoðanaskipta Ingvar Hjálm- arsson, netstjóri Mbl.is, segir bloggvefinn ekki aðeins hafa skap- að nýjan vett- vang, heldur líka nýjar leiðir fyrir lesendur til að skiptast á skoðun- um og upplýsing- um. Bloggið leyfir ekki aðeins að nota myndir og texta með einföldum hætti, heldur einnig hljóð og myndskeið: „Innan Mogga- bloggsins hefur svo myndast tengsla- net bloggvina, sem vísa hver í annan á síðum sínum og fylgjast vel með hópnum. Við vitum til þess að slíkir bloggvinahópar hafa tekið sig til og hist til að ræða saman, svo vefurinn er að verða meira en bara andlit og orð á skjá, hefur breyst í stórt og lif- andi samfélag,“ segir Ingvar um þá þróun sem átt hefur sér stað á bloggvefnum. Skráðir notendur Moggabloggsins eru í dag tæplega 14.000 talsins og í hverri viku eru um 130.000 heim- sóknir á bloggvefi Blog.is. Meðalald- ur skráðra notenda er rösklega 34 ár og alls höfðu verið skrifaðar á blogg- vefinn 392.471 færsla seinni part dags í gær, eða um 28 færslur á hvern notanda. Við færslurnar hafa svo ver- ið skrifaðar 1.186.465 athugasemdir! Lesendur taka virkan þátt Bloggvefurinn tengist öðrum miðl- um Morgunblaðsins með margvísleg- um hætti: Á bls. 10 í prentútgáfu Morgunblaðsins er fastur liður að birta brot úr því besta sem bloggað hefur verið, á forsíðu Mbl.is er vísað í áhugaverða bloggara, og einnig hafa skráðir notendur þann möguleika að tengja blogg sín við einstakar fréttir: „Lesendur frétta eru ekki lengur að- eins í því hlutverki að taka við upplýs- ingum, heldur geta nú tekið þátt í umfjölluninni og umræðunum, sent okkur viðbótarupplýsingar um fréttir og tjáð sig um innihald þeirra í blogg- um sínum,“ segir Ingvar. „Í blogg- unum spinnast svo iðulega langar umræður milli lesenda, þar sem þeir skiptast á skoðunum.“ Nýjar stjörnur í sviðsljósið Þann stutta tíma sem Blog.is hefur starfað hafa þar orðið til marg- ar blogg-stjörnur: margar þeirra fólk sem fáir þekktu áður en er í dag þekkt í þjóð- félaginu fyrir skoðanir sínar og lífsreynslu. Ein þessara bloggstjarna er Jóna Á. Gísladóttir (jonaa.blog.is) sem bloggar um fjölskyldulíf sitt og uppá- tæki einhverfs sonar síns: „Bloggið hefur breytt heilmiklu,“ segir Jóna um nýfundna frægð. „Ég byrjaði að blogga til að reka sjálfa mig út í að skrifa, en ég hafði alltaf ætlað mér að gerast rithöfundur. Í gegnum bloggið hef ég skrifað fullt af smásögum sem ég hefði aldrei gert annars. Þökk sé blogginu hafa tímarit fengið mig til greinaskrifa og fyrir jól er ég vænt- anlega að fara að gefa út bók.“ Eftirsóttur álitsgjafi Stefán Friðrik Stefánsson (stebbifr.blog.is) er annar mikið lesinn Mogga- bloggari, en hann segist hafa byrjað að blogga af ein- skærri löngun til að tjá sig um þjóð- félag, mannlíf og margt fleira. Eftir að blogg hans fór að vekja athygli hefur Stefán orðið var við að fólk á förnum vegi kannist við hann: „Þetta fólk er oft búið að lesa skrifin, og gef- ur sig gjarna á tal til að ræða inni- haldið,“ segir Stefán, sem einnig er reglulega fenginn til að deila skoð- unum sínum í útvarpi sökum blogg- frægðarinnar. Hjálpar sér og öðrum Vinsælasti bloggarinn í dag er Áslaug Ósk Hinriksdóttir (as- laugosk.blog.is), sem bloggar m.a. um baráttu dóttur sinnar við krabba- mein: „Það hefur hjálpað mér ótrú- lega mikið að blogga, og hafa stuðningur og fallegar orðsendingar reynst ómetanleg,“ segir Áslaug. „Einnig fæ ég reglulega póst frá for- eldrum langveikra barna sem eru þakklátir fyrir skrifin, eða einfald- lega frá fólki sem lesið hefur bloggið og í kjölfarið byrjað að líta lífið öðrum augum en áður.“ Hefur skapað nýja vídd í umfjöllun og miðlun Tvö ár liðin frá því Moggabloggið, Blog.is, var opnað Morgunblaðið/Eggert Stefán Friðrik Stefánsson Jóna Á. Gísladóttir Áslaug Ósk Hinriksdóttir Ingvar Hjálmarsson LÖGREGLAN á Selfossi tók aðfara- nótt laugardags mann sem ók á 194 kílómetra hraða. Maðurinn, sem staðinn var að hraðakstrinum á Suðurlandsvegi, er að auki grun- aður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis umrædda nótt. Ökumaðurinn var sviptur öku- réttindum til bráðabirgða, en að sögn Svans Kristinssonar, varð- stjóra í lögreglunni á Selfossi, verð- ur hann ákærður vegna brotsins. Ákæran á hendur manninum er nú í vinnslu hjá fulltrúa lög- reglustjórans á Selfossi. Svanur segir að í tilfellum þar sem fólk er gripið við athæfi sem talið er geta valdið samborgurum stórhættu sé ávallt ákært. Brot sem þetta valdi væntanlega missi bíl- prófs í allt að tvö ár. Ákærður fyrir að aka á 194 km hraða ÍSLENZKA sjáv- arútvegssýn- ingin verður haldin í Kópa- vogi í haust, en sýningin hefur verið haldin reglulega síðan 1984 á þriggja ára fresti. Búið er að selja um 80% sýningar- svæðis. Sýningin verður eins og síðustu skiptin í Smáranum og Fífunni í Kópavogi og á útisvæði þar við hliðina. Framkvæmdastjóri sýningar- innar, Marianne Rasmussen- Coulling, segir að sýningin verði af sömu stærð og síðast. Sýningin er nú haldin í byrjun október og er það gert til að fá hagstæðara verð á hótelgistingu. Samdráttur í þorsk- og loðnuveiðum virðist ekki hafa dregið úr áhuga manna á sýningunni, hvorki hér heima né erlendis. Mikill áhugi á sjávarút- vegssýningu Marianne Rasmus- sen-Coulling Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „HAGSMUNAAÐILAR á markaði þurfa að fara gætilega í opinberri um- fjöllun um verðhækkanir. Í slíkri um- fjöllun kunna að felast brot á sam- keppnislögum.“ Þetta segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppn- iseftirlitsins, en að undanförnu hafa m.a. forsvarsmenn Bændasamtak- anna og framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra stórkaupmanna fjallað opin- berlega um nauðsyn verðhækkana. Samkeppniseftirlitið óskaði fyrir helgi eftir gögnum frá Bændasam- tökunum sem tengjast búnaðarþingi svo og gögnum sem tengjast umfjöll- un um verðlagningu á svína-, ali- fugla-, hrossakjöti og grænmeti. Páll Gunnar sagði að þarna væri verið að óska eftir skýringum og upplýsing- um. Um væri að ræða hefðbundna at- hugun sem væri liður í eftirliti stofn- unarinnar. Engin niðurstaða lægi fyrir. Páll Gunnar sagði að þegar samtök fyrirtækja fjölluðu um verðlagningu þá vekti það alltaf athygli Samkeppn- iseftirlitsins. „Við munum fylgjast mjög vel með því að það sé ekki verið að nýta aðstæður og fjölmiðla til þess að koma af stað verðhækkunum sem grundvallast á samráði og eiga sér ekki eðlilegar forsendur.“ Að því er varðar yfirlýsingar Andr- ésar Magnússonar, framkvæmda- stjóra Félags íslenskra stórkaup- manna, um að fram undan væru 20–30% hækkanir á matvöruverði, sagði Páll Gunnar að Samkeppniseft- irlitið hefði tekið þau ummæli til at- hugunar og óskað upplýsinga og skýringa. Er verið að gefa keppinautum skilaboð? Páll Gunnar lagði áherslu á að breytingar á verði vöru yrðu að byggja á sjálfstæðri ákvörðun við- komandi fyrirtækis. Samtök fyrir- tækja mættu með engu móti vinna gegn þessu sjálfstæði félagsmanna sinna með því t.d. að hvetja til eða réttlæta verðhækkanir. „Það er at- hugunarefni hvort verið sé að gefa keppinautum skilaboð um hvað gera skuli.“ Páll Gunnar sagði að forsvarsmenn samtaka fyrirtækja hefðu að þessu leyti takmarkað svigrúm til að tjá sig um verðbreytingar. Hann tók fram að Samkeppniseftirlitið legðist ekki gegn almennri umræðu um verðlags- mál, en þarna væri ákveðin lína sem forsvarsmenn fyrirtækja og samtaka þeirra mættu ekki fara yfir. Eiríkur Blöndal, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands, sagði að bréf Samkeppniseftirlitsins hafi komið sér á óvart. Forsvarsmenn bænda hefðu verið að koma á fram- færi við fjölmiðla upplýsingum um hækkanir á aðföngum og hvaða af- leiðingar þær myndu hafa á búvöru- verð. Hann sagðist ekki vera sam- mála Samkeppniseftirlitinu sem skilgreinir Bændasamtökin sem sam- tök fyrirtækja. Þeim athugasemdum yrði komið á framfæri við stofnunina ásamt umbeðnum gögnum. Hann sagði að stjórn Bændasamtakanna myndi ræða þetta mál og hvort at- hugasemdir Samkeppniseftirlitsins kölluðu á einhverjar breytingar hjá samtökunum. Erum að leggja út af staðreyndum Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, sagði í samtali við RÚV um helgina að verð á matvörum myndi hækka um 20-30% á næstunni í kjöl- far gengisfalls krónunnar. Andrés sagðist gera sér grein fyrir þeim lagaákvæðum sem gilda um samtök eins og FÍS. Hann sagði að í viðtalinu hafði hann verið að ræða um afleiðingar þeirra miklu gengisbreyt- inga sem orðið hefðu frá áramótum. Þessir aðalgjaldmiðlar hefðu frá ára- mótum styrkst gagnvart krónu um 30-35%. Þá hefði hráefni á heims- markaði á mörgum vöruflokkum hækkað. „Ef við megum sem hags- munasamtök ekki leggja út af þess- um staðreyndum í opinberri umræðu þá erum við algjörlega múlbundin,“ sagði Andrés og bætti við að það væri auðvitað alltaf umdeilanlegt hvort ætti að nefna prósentur í sambandi við hækkanir. Eysteinn Helgason, framkvæmda- stjóri Kaupáss, segir að miklar hækk- anir á matarverði séu komnar til framkvæmda nú þegar og meira sé í pípunum. Hækkanirnar séu af mis- munandi rótum. Gengislækkun krón- unnar hafi mikil áhrif á verð á inn- fluttum vörum. Síðan sé heims- marksverð á ýmsum framleiðslu- vörum að hækka og ennfremur hafi kostnaðarhækkanir dunið yfir land- búnaðinn sem hafi leitt til verðhækk- ana. Eysteinn segir mismunandi hversu hratt hækkanirnar komi fram. Hækkanir á áburðarverði fari t.d. ekki að hafa áhrif á verð á lamba- kjöti fyrr en í haust. Hann segir hins vegar dæmi um að birgjar hafi til- kynnt um hækkanir tvisvar í viku. Hann segir útilokað að segja fyrir um hversu mikið verð á matvörum komi til með að hækka. Það ráðist m.a. af þróun gengis á næstu mánuðum. Það sjái hins vegar allir að verslunin geti ekki tekið á sig stórfellda lækkun á gengi krónunnar. Krefst upplýsinga frá FÍS  Samkeppniseftirlitið gerir athugasemdir við yfirlýsingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka fyrirtækja um verðhækkanir sem séu fram undan  Það krefst skýringa frá Félagi stórkaupmanna Páll Gunnar Pálsson Eiríkur Blöndal Eysteinn Helgason Andrés Magnússon ♦♦♦ SKRIF Moggabloggara hafa oft komið hreyfingu á samfélagið. Það var í gegnum Blog.is sem sagan af hremmingum Erlu Óskar Arnardóttur á JFK-flugvelli komst í sviðsljósið. Fjölmiðlar hófu í kjölfarið að fjalla um málið, sem fljótlega varð að hápólitísku deilumáli. Á myndinni kemur sendiherra Bandaríkjanna til fundar við utanríkisráðherra vegna málsins. Miðill sem hefur mikil áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.