Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 15 MENNING KLÁMMYNDIR sem framleiddar voru fyrir yfirmenn í austur-þýska hernum hafa komið í leitirnar í skjala- geymslum leynilögreglunnar Stasi. Myndirnar bera titla á borð við Glerdraumurinn, Óvænt ánægja Werners hermanns og Bólfarir fyrir fósturjörðina og voru gerðar í laumi á herstöð í Biesdorf í Austur-Berlín. Opinberlega voru austur-þýsk yf- irvöld á því að klám væri einkenni á óheilbrigðum kapítalískum sam- félögum og ætti ekkert erindi við staðfasta sósíalista réttum megin við Berlínarmúrinn. Bak við tjöldin stóðu þau hinsvegar að framleiðslu á klámi, sem 160 manns störfuðu við þegar mest var. Afraksturinn var ætlaður æðstu mönnum hersins og hátt sett- um gestum frá öðrum kommún- istaríkjum. Framleiðslan hófst árið 1982 og í upphafi störfuðu tólf manns við kvik- myndagerðina. Hermenn í Biesdorf voru vandlega mældir og vegnir og þeir valdir úr sem best þóttu fallnir til leiks í myndunum. Á pappírunum var þetta sjálfstæður kvikmyndaklúbbur sem hermenn ráku í frístundum. Dietmar Schuertze vann bæði sem hljóðmaður og leikari við gerð mynd- anna og segir að ekkert hafi gerst í hernum án vitundar og vilja æðstu manna. „Þær voru gerðar í laumi, en yfirmennirnir vissu vel af þessu. Myndirnar voru jú gerðar handa þeim.“ Leikkonurnar voru flestar konur úr nágrenninu sem tóku þátt til þess að bæta bág kjör sín. Klámmyndirnar áttu það sameig- inlegt með sambærilegum vestræn- um myndum að þar fór lítið fyrir til- þrifum í persónusköpun og dramatískri framvindu, en þegar koma að kynlífsatriðunum var ekkert dregið undan. Bútar úr myndunum voru sýndir í þýsku sjónvarpi í síð- ustu viku. „Ég þekkti sjálfan mig ekki,“ sagði ónafngreindur hermaður sem fylgdist með útsendingunni. „Sem betur fer gerði konan mín það ekki heldur.“ Klám úr safni Stasi Hermenn framleiddu klám fyrir yfirmenn Stasi Ólíklegustu gögn er að finna í skjalasafni leynilögreglunnar. DANSKIR sjónvarpsþættir hafa notið mikilla vinsælda á Ís- landi í gegnum árin og er skemmst að minnast Forbryd- elsen sem hélt landsmönnum límdum við skjáinn á sunnu- dagskvöldum í vetur. Dönsku fræðimennirnir Gunhild Agger og Ib Bondebjerg fjalla um danska sjónvarpsþáttagerð í víðu samhengi og ljóstra upp hver galdurinn er á bak við vin- sældir þeirra í dag kl. 16.30 í stofu 222 í aðal- byggingu Háskóla Íslands. Gunhild Agger og Ib Bondebjerg eru gestakennarar við dönskuskor hugvísindadeildar Háskóla Íslands. Fyrirlestrarnir eru haldnir í tengslum við alþjóðlegt tungumálaár. Fjölmiðlar Vinsældir danskra sjónvarpsþátta Glæpurinn – Forbrydelsen KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir Síðasta tangó í París (1973), eftir Bernardo Bertolucci í Bæjarbíói í kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 16. Myndinni hef- ur verið lýst sem áhrifamestu erótísku mynd sem gerð hefur verið. Síðasti tangó í París er þó sennilega ein þeirra mynda sem hvað sterkastan svip settu á kvikmyndagerð áttunda ára- tugarins og vakti víða hneyksl- un en líka aðdáun fyrir stílbrögð í leikstjórn, kvik- myndatöku og lýsingu. Marlon Brando sýnir yfirburðaleik; tilvistarkreppan er algjör í heimi þar sem guði er úthýst og stutt er í dýrið í mann- inum. Maria Schneider leikur á móti Brando. Kvikmyndir Síðasti tangóinn í Bæjarbíói Schneider og Brando. Í KVÖLD kl. 20 verða söng- tónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu. Efnisskráin samanstendur af dúettum og meðleik á píanó annast nemendur skólans. Fluttir verða dúettar eftir Ro- bert Schumann Wolfgang Amadeus Mozart, Henry Purcell, Franz Schubert, Atla Heimi Sveinsson, og Tryggva M. Baldvinsson. Þau sem syngja eru Ástrún Friðbjörnsdóttir, Skúli Hakim Meciat, Bryndís Geirsdóttir, Berglind Björk Guðnadóttir, Tinna Árnadóttir, Benedikt Krist- jánsson og Freyr Guðmundsson. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Tónlist Syngja dúetta í Norræna húsinu Atli Heimir Sveinsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LÁRUS er ljótur. Svo ljótur að honum er bannað að fara á ráð- stefnu á vegum fyrirtækisins. Bannið kemur honum algerlega í opna skjöldu og þegar vinnufélagar hans og eiginkona segjast skilja af- stöðu fyrirtækisins fullkomlega tek- ur hann ákvörðun sem gjörbreytir lífi hans – og útliti. Þetta er í stórum dráttum sagan í leikrinu Sá ljóti eftir Marius von Mayenburg, sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins á laugardagskvöld, en forsýnt annað kvöld og fimmtudagskvöld. Það væri kannski réttara að kalla þessa sögu inngang, því það er dramað kringum umbreytingu Lárusar sem er kjarni verksins. Dramatúrg í Schaubühne Kristín Eysteinsdóttir er leik- stjóri sýningarinnar og segir að Mayenburg sé mikill spútnik, verk hans séu nú hvert af öðru tekin til sýninga í evrópskum leikhúsum. „Hann segir að kveikjan að verkum sínum sé það sem honum finnst vanta hverju sinni í leikhúsið. Hann starfar sem dramatúrg í Schau- bühne í Berlín og er mjög vel að sér um leikhúsið. Hann er ótrúlega fær í að brjóta reglur, og kann það, af því að hann þekkir reglurnar. Hann semur ótrúlega framsækin og skemmtileg verk.“ En aftur að Lárusi. Kristín segir að ákvörðun hans breyti lífi allra persóna verksins. „Hann er að fjalla um togstreituna milli umbúða og innihalds. Þetta er paródía. Hann tekur á fegurðardýrkun sam- félagsins og því sem mótar sjálfs- mynd okkar. Hann spáir í það hversu mikið það sem við heyrum í umhverfi okkar, um okkur, mótar okkur – og hvernig við trúum því sem aðrir segja um okkur og það hvað er fegurð og hvað er ekki feg- urð.“ Kristín segir verkið grátbroslegt, fyndið en átakanlegt í senn. Jörundur Ragnarsson er í hlut- verki Lárusar, en aðrir leikarar eru í tveim hlutverkum hver. Umgjörð sýningarinnar er óvenjuleg og er markvisst í anda verksins, að því er Kristín segir. „Við förum mjög einfalda og um- búðalausa leið að verkinu,“ segir Kristín. „Við leikum verkið í hvít- um kassa, og reglan er sú, að bannað sé að ljúga að áhorfand- anum. Þess vegna notum við engar leikhússbrellur, heldur fær áhorf- andinn að sjá hvernig allt gerist. Hljóðið kemur frá sviðinu, ljósin breytast ekki; áhorfandinn fær líka að sjá hvernig leikararnir skipta um persónur. Þetta er því umbúða- laus sýning og tónar við innihald verksins, spurninguna um það hvort skipti meira máli, umbúð- irnar eða innihaldið. Við viljum koma innihaldinu betur til skila með því að sleppa umbúðunum. Ég held að áhorfendur verði því líka þakklátir að fá að sjá svona hrátt og umbúðalaust leikhús. Galdurinn gerist samt. Við sjáum allt gerast því ímyndunaraflið tekur við, án þess að við þurfum að þvinga allt ofaní fólk.“ Vér morðingjar og Þjóðleikhúsið frumsýna Þann ljóta á Smíðaverkstæðinu Kann að brjóta reglurnar Höfundur: Marius von Mayenburg. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Tónlist: Hallur Ingólfsson. Leikarar: Dóra Jóhannsdóttir, Jör- undur Ragnarsson, Stefán Hallur Stefánsson og Vignir Rafn Valþórs- son. Frumsýning á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins 2. apríl. Sá ljóti SÁ LJÓTI er nýjasta verk Mariusar von Mayenburg og fyrsta verk hans sem sviðsett er á Íslandi. Mayenburg þykir einn athyglisverðasti leikhöf- undur Evrópu í dag. Það er leikhópurinn Vér morðingjar sem stendur að sýningunni og setur verkið upp. Leikhópurinn og Þjóðleikhúsið hugðust bæði sýna verkið í vetur, en ákváðu að hafa samstarf um eina sýningu. Vér morðingjar í samstarfi Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is MARGAR bestu sinfóníuhljómsveitir heims munu leika á Ís- landi innan fárra ára. Það eru samtök norrænna hljómsveita og tónleikahallir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi sem eiga í samstarfi um verkefnið, og í frétt sem birtist á vef tímaritsins Gramophone á sunnudag kemur fram að Tónlistar- og ráð- stefnumiðstöðin við Reykjavíkurhöfn sé þátttakandi í því. Hljómsveitirnar sem nefndar eru, og fara á þennan rúnt milli tónleikahalla á Norðurlöndunum og í Hamborg, eru ekki af verri endanum. Fílharmóníusveitirnar í New York, Vínarborg og Pittsburg, Sinfóníuhjómseveitin í London og Orchestre de Paris, Sinfóníuhljómsveitin í Cleveland og St. Paul kammer- sveitin, svo fáeinar séu nefndar. Verkefnið hófst á laugardag, þegar Noður-þýska útvarpshljómsveitin með píanóleikarann fræga, Yefim Bronfman og hljómsveitarstjóran Christoph von Dohnanyi léku í Tónlistarhöllinni í Ósló. Verkefnið mun taka nokkur ár. Tekið er fram í fréttinni að enn séu nokkrar tónlist- arhallanna ófullgerðar, Tónlistarhúsið í Kaupmannahöfn, Músíkhöllin í Helsinki, Tónlistarhúsið í Reykjvík og Elbufíl- harmónían í Hamborg. Fyrirkomulagið verður þannig á öllum stöðunum, að hljóm- sveitirnar leika í áskriftarröðum hljómsveitanna sem í tónlist- arhúsunum spila allajafna, - hljómsveitirnar spila því í tónleika- röðum Sinfóníuhljómsveitar Íslands hér á landi. Þetta er gert til að laða áheyrendur að og bjóða erlendu hljómsveitirnar sér- staklega velkomnar. Flestir tónleikarnir verða hljóðritaðir í Danmörku. Hugmyndina að verkinu fékk danski fiðluleikarinn Jakob S¢lberg, þegar hann tók að sér að leysa af við Sinfón- íuhljómsveitina í Birmingham árið 2005. Sinfóníska öldin á Íslandi Elbufílharmónían Þessi glæsilega tónlistarhöll í Hamborg er í smíðum og verður opnuð um svipað leyti og Tónlistarhúsið. TENGLAR ............................................................................... http://www.nordicconcerts.com/ Margar bestu hljómsveitir heims leika hér eftir opnun Tónlistarhúss Sá ljóti Hann er nýkominn úr aðgerð sem á eftir að breyta lífi hans sjálfs, og allra sem umgangast hann. Jörundur Ragnarsson í hlutverki Lárusar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.