Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sollentuna. AP. | Íraski flóttamaður- inn Mustafa Aziz Alwi segist ekki geta sofið af ótta við að verða sendur til Bagdad. Hann kveðst hafa lést um tíu kíló frá því að beiðni hans um hæli í Svíþjóð var synjað í janúar. „Þeir sögðu mér að beiðninni hefði verið synjað vegna þess að það væri rólegra í Írak núna, að ég gæti farið heim og verið ánægður. En þeir vita ekki að dauðinn bíður mín þar,“ sagði Aziz Alwi og þerraði tár af aug- um sér í íbúð frænda síns í Sollen- tuna, sem er um 20 km frá Stokk- hólmi. Hefði hann lagt beiðnina fram fyr- ir ári er líklegt að hún hefði verið samþykkt. Svíar hafa veitt um 100.000 Írökum hæli, þar af 40.000 frá innrásinni í Írak árið 2003. Sví- þjóð hefur tekið við miklu fleiri flóttamönnum frá Írak en nokkurt annað vestrænt ríki, þeirra á meðal Bandaríkin sem tóku aðeins á móti rúmlega 1.600 Írökum á síðasta ári. Umsóknum fækkar Svíar hafa smám saman hert regl- ur sínar um hælisleitendur af ótta við að velferðarkerfið ráði ekki við innflytjendastrauminn. Samkvæmt tölum frá sænskum yfirvöldum voru 85% hælisumsóknanna samþykkt í janúar á síðasta ári en aðeins 23% í febrúar og 28% í janúar í ár. Svíar höfðu án árangurs hvatt önnur ríki Evrópusambandsins til að taka við fleiri flóttamönnum frá Írak. „Við teljum það algerlega óviðun- andi að sum ríki leggi mikið af mörk- um en önnur lítið,“ sagði Tobias Billström, sem fer með innflytjenda- mál í sænsku stjórninni. „Þegar mjög margt fólk kemur hingað á skömmum tíma veldur það miklu álagi á kerfið, meðal annars skólana og heilsugæsluna.“ Yfir 18.000 Írakar sóttu um hæli í Svíþjóð á síðasta ári – fjórum sinnum fleiri en í Þýskalandi og tíu sinnum fleiri en í Bretlandi. Umsóknunum hefur hins vegar fækkað verulega í ár. AP Lok, lok og læs Íraski flóttamað- urinn Mustafa Aziz Alwi (t.v.). Lokað fyr- ir Írökum Växjö. AFP. | Sænski bærinn Växjö hefur vakið athygli fyrir góðan ár- angur og metnaðarfull áform í um- hverfisvernd. Evrópusambandið stefnir að því að auka hlut endurnýjanlegra orku- gjafa þannig að hann verði um 20% af orkunotkuninni fyrir árið 2020 en í Växjö er þetta hlutfall þegar komið í 50%. Losun koltvísýrings minnkaði um 30% í bænum á árunum 1993 til 2006. „Þetta telst mikið en við erum ekki ánægð og ætlum að minnka los- unina enn meira,“ sagði Henrik Johansson, sérfræðingur í umhverf- ismálum í ráðhúsi Växjö, sem er um 80.000 manna bær í suðurhluta Sví- þjóðar. Bæjaryfirvöldin settu sér það metnaðarfulla markmið árið 1996 að bærinn yrði algerlega laus við jarð- efnaeldsneyti þegar fram liðu stund- ir með því að auka hlut endurnýj- anlegra orkugjafa. Þau stefna að því að losun koltvísýrings minnki um helming fyrir árið 2010 og 70% fyrir 2050 miðað við árið 1990. „Grænum“ bílum ívilnað Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lokið lofsorði á þessa viðleitni Växjö og veitti bænum verðlaun fyrir sjálfbæra þróun á síð- asta ári. „Við reynum að hafa áhrif á atferli fólksins. Það er ekki auðvelt, reynd- ar er það mjög erfitt,“ sagði Johansson. Hann bætti þó við að margir íbúar bæjarins væru þegar farnir að breyta lífsháttum sínum vegna ráð- stafana bæjaryfirvalda, sem hafa meðal annars fjölgað hjólreiðabraut- um, ívilnað eigendum „grænna“ bíla með ókeypis bílastæðum og lægri gjöldum, og gefið út dagatal þar sem fram koma gagnlegar ábendingar um hvað fólk geti lagt af mörkum til umhverfisverndar. Frá því að Växjö fékk verðlaun Evrópusambandsins hafa margar erlendar sendinefndir, flestar þeirra frá Kína, komið til bæjarins í því skyni að kynna sér hvernig staðið er að umhverfisverndinni. Bæjarstjórinn og hægrimaðurinn Bo Frank segir að árangurinn í þessum efnum megi einkum rekja til þess að bæjaryfirvöld hafi lengi beitt sér fyrir umhverfisvernd og hefð sé fyrir því að allir flokkarnir í bæj- arstjórninni vinni saman í umhverf- ismálum. Þetta hófst snemma á áttunda áratugnum þegar yfirvöld Växjö samþykktu að hreinsa menguð vötn í grennd við bæinn. „Núna getum við synt, veitt og borðað fiskinn í vötn- unum,“ sagði Johansson glað- hlakkalega. Orkuver, sem notað hefur verið til að kynda hús bæjarbúa, gekk fyrir olíu til ársins 1980 þegar það byrjaði að nýta viðarbúta og úrgang frá sög- unarverksmiðjum. Viður er nú um 98,7% af eldsneyti orkuversins sem hitar upp heimili 50.000 af 80.000 íbúa bæjarins. Gasinu, sem verður til þegar viðurinn brennur, er þjapp- að saman í vökva sem síðan er hreinsaður. Laus við jarðefnaeldsneyti?  Sænski bærinn Växjö vekur athygli fyrir metnaðarfull áform í umhverfis- vernd  Stefnir að því að minnka losun koltvísýrings um helming fyrir árið 2010 Í HNOTSKURN » Við bakka Växjö-vatns erverið að reisa nýtt íbúðar- hverfi og gert er ráð fyrir því að öll húsin þar verði úr timbri. Þegar hefur verið lokið við átta hæða fjölbýlishús úr timbri og það þriðja er í smíðum. » Markmiðið er að sýna aðtimbur sé byggingarefni framtíðarinnar og gott fyrir um- hverfið þar sem mjög litla orku þarf til að framleiða timbrið ólíkt sementi og stáli, að sögn bæjar- yfirvalda. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞRÝSTINGUR á stjórnvöld í Sim- babve til að birta niðurstöður kosn- inga sem fyrst jókst stöðugt í gær. Fyrstu niðurstöður úr 66 kjördæm- um voru birtar í gærmorgun, 36 tím- um eftir að kjörstöðum hafði verið lokað. Ágreiningur um niðurstöður Samkvæmt upplýsingum AFP- fréttastofunnar höfðu stærstu flokk- arnir nokkuð jafna stöðu, stjórnar- andstöðuflokkurinn Lýðræðishreyf- ingin (MDC) hafði hlotið 35 þingsæti en Zanu-PF, flokkur Mugabes 31 sæti. Nái hvorugur flokkurinn meira en helmingi heildaratkvæðafjöldans hefst önnur umferð kosninganna eft- ir þrjár vikur. Stjórnarandstöðuflokkurinn, Lýð- ræðishreyfingin (MDC), hefur þegar lýst yfir sigri sínum þrátt fyrir að- varanir stjórnvalda um að slíkar yf- irlýsingar yrðu túlkaðar sem tilraun til valdaráns. Tendai Biti, aðalritari Lýðræðis- hreyfingarinnar, sagði í gær að kosningaráðið hefði í hyggju að til- kynna að flokkur Mugabes hefði unnið með 52% atkvæða, en sá fjöldi nægir til að komast hjá annarri um- ferð kosninganna. Töfin sem orðið hafi á talningunni bendi til þess að verið sé að hagræða úrslitunum, „hægagangurinn veldur ólgu meðal fólksins í landinu,“ sagði Biti. Forysta Lýðræðishreyfingarinnar hefur gefið út eigin tölur sem sýna að hreyfingin hafi unnið með 60% at- kvæða á móti 30% atkvæðum Mug- abes. Þær tölur eru byggðar á óop- inberum tölum sem birtar voru á kjörstöðum. Óttast uppþot Óeirðalögregla var á verði í höf- uðborginni Harare í gær og hefur ör- yggisvarsla verið aukin víðar um landið. „Augu heimsins hvíla á Simb- abve,“ sagði Gordon Brown, for- sætisráðherra Bretlands, en hann hefur auk fleiri vestrænna leiðtoga lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Simbabve og mikilvægi þess að taln- ingu ljúki sem fyrst og að hún fari fram á sanngjarnan hátt. „Hægagangur veldur ólgu meðal fólksins“ Kosningatalning í Simbabve þykir taka of langan tíma KÚREKAR gera sig reiðubúna fyrir ródeókeppni í Havana á Kúbu. Keppnin, sem er haldin í þrettánda sinn í ár, stendur yfir í eina viku. Með henni er tveggja alda kúrekahefð Kúbumanna höfð í heiðri. Bestu kúrekar landsins koma saman og er keppt í liðum á milli austur- og suðurhluta eyjarinnar og besti kúrekinn valinn. AP Kúrekar keppa á Kúbu Stjórnlagadóm- stóll Tyrklands samþykkti í gær beiðni ríkissak- sóknara um að úrskurða hvort banna eigi stjórn- arflokkinn AKP fyrir að grafa undan veraldlegu stjórnkerfi lands- ins. Saksóknarinn vill að dómstóllinn banni Abdullah Gul, sem var í flokknum þar til hann var kjörinn forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra og um 70 öðrum áhrifamönnum í AKP að taka þátt í stjórnmálunum í fimm ár. Gert er ráð fyrir því að dómstóllinn kveði upp úrskurð sinn innan hálfs árs. Íhugar að banna AKP Abdullah Gul, for- seti Tyrklands. YFIR 350 milljónir Kínverja reykja eða um fjórðungur þjóðarinnar og í Peking eru um fjórar milljónir reykingamanna. Yfirvöld í Peking vilja nú reyna að stemma stigu við reykingum og er það þáttur í að bæta ímynd borgarinnar og íbúa hennar fyrir Ólympíuleikana sem þar verða haldnir í sumar. Gefin hefur verið út yfirlýsing um að frá 1. maí verði bannað að reykja á op- inberum skrifstofum og í almenn- ingsfarartækjum borgarinnar. Bannið virðist ekki enn ná til veit- ingahúsa sem þó verða að hafa reyklaus rými. Í Kína eru reykingar tákn um karlmennsku og því spurning hvernig yfirvöldum tekst til við að framfylgja banninu. Reykbann í Peking AP DVERGKRÓKÓDÍL hefur verið stolið úr sædýrasafni í Bergen í Noregi. Þjófarnir brutust inn í búr krókódílsins Taggen, sem er fjög- urra ára gamall og 70 sentimetra langur, og báru hann út úr safninu. Taggen er af einni af minnstu kródódílategundum heimsins og getur orðið allt að 2,5 metrar á lengd. Yfirmaður sædýrasafnsins sagði að slík dýr kostuðu sem svar- ar 150.000 krónum þegar sala þeirra væri lögleg en þar sem ein- staklingum væri bannað að eiga krókódíla í Noregi væri verð þeirra miklu hærra á svörtum markaði. Hann sagði að þjófarnir hefðu ekki lagt sig í lífshættu með því að stela krókódílnum en þeir „kynnu að missa einn eða fleiri fingur“. Stálu krókódíl BRESKUR dán- ardómstjóri hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að breska leyniþjónustan hafi myrt Díönu prinsessu eins og Mohammed Al Fayed, faðir unn- usta hennar, hef- ur haldið fram. Al Fayed hefur sak- að Filippus drottningarmann um að hafa skipað leyniþjónustunni að myrða Díönu til að hindra að hún giftist múslíma en dánardómstjór- inn Scott Baker sagði að enginn fót- ur væri fyrir þeirri ásökun. Var ekki myrt Díana Bretaprinsessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.