Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 41 / AKUREYRI STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára 10,000 BC kl. 8 B.i. 12 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 10 B.i. 12 ára / KEFLAVÍK / SELFOSSI l VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára SPIDERWICK CHRONICLES kl. 8 B.i. 7 ára 10,000 BC kl. 10:20 B.i. 7 ára STÓRA PLANIÐ kl. 8 - 10 B.i. 10 ára THE EYE kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Frábær gamansöm þroskasaga með Ryan Gosling í aðalhlutverki eeee OK! eeee NEWSDAY eeee EMPIRE eeee - G.H.J POPPLAND styrkir Geðhjálp SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KRINGLUNNI J E S S I C A A L B A SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA „Fín Fjölskyldumynd” - 24 Stundir eeeeeee „Allt smellur saman og allt gengur upp” - A. S., 24 Stundir - L.I.B. TOPP5.is/FBL. eee SÝND Á SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeeee Rás 2 eeee - 24 Stundir SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW Hvað er það sem skaparsmekk á tónlist? Það líðurekki sá dagur að ég velti þessari spurningu ekki fyrir mér. Best gæti ég trúað að tónlistin væri sú listgrein sem fólk hefði almennt sterkastar skoðanir á, hvað því lík- ar og hvað ekki. Þetta á auðvitað jafnt við um tónlistarmenn og aðra. Hvernig gat það gerst að ég eign- aðist barn sem varð forfallinn aðdá- andi kántrí-tónlistar og vissi allt jafnt um gamla sveitagaura eins og Jim Reeves, gengnar og lifandi kántrídívur á borð við Patsy Cline og Dolly Parton, og svo um unga liðið, stelpurnar spræku í Dixie Chicks, Alison Kraus og guð má vita hvað það heitir allt það hæfi- leikafólk. Það væri kannski fulldjúpt í ár- inni tekið að segja að þetta hafi orð- ið mér áfall – ég get sagt það í gam- ansömum hálfkæringi, en á mínum yngri árum þótti mér kántrí meir en púkó og hefði svarið það af mér að þykja Dolly dálítið flott í Jolene, Jolene. Ég ætla heldur ekki að vera svo hrokafull að segja að það hafi verið einhver opinberun og „opnað augu mín“ að „uppgötva“ þennan tónlist- arheim dóttur minnar. Tónlistin lá einfaldlega í loftinu eins og önnur sem spiluð var á heimilinu, það var talað um hana og spáð og spek- úlerað. Áhugi hennar og metnaður gagnvart sinni tónlist var ekkert öðruvísi en áhugi minn gagnvart minni, þrátt fyrir menntunarmun. Einhvern tíma vorum við í sunnu- dagsbíltúr í tómri borg um versl- unarmannahelgi og fengum þá snjöllu hugmynd að hringja á Rás tvö og biðja um óskalög. Við náðum í gegn; hún bað um lag með Dolly og ég um lag með Led Zeppelin sem var æskuástin mín í tónlistinni. Eitt- hvað misskildi Guðni Már þetta, og um leið og hann kvaddi sagði hann: „Rokk fyrir stelpuna og kántrí fyrir mömmuna.“ Við hlógum auðvitað eins og fífl. Lá það ekki beint við að mér hlyti að líka við eitt og henni annað?    En hvers vegna er ég að viðrapersónulega sögu sem í raun kemur engum við? Það er hug- myndin um „skúffur“ og „merki- miða“ sem mér finnst áhugaverð. Smekkur okkar er eitt, en við erum líka uppfull af hugmyndum um það sem öðrum líkar. Í starfi blaða- mannsins verður maður óneit- anlega var við skoðanir fólks á því um hvað ætti að skrifa og hvað ekki. Og það verður að segjast eins og er og ætti engum að koma á óvart, að flestum finnst að það ætti að skrifa sem mest um þeirra tón- list. Það er ekkert skrýtið. En þegar fólk opinberar um leið að því finnst að það ætti ekki að fjalla eins mikið um þá tónlist sem öðrum líkar, þá fara spurningarnar að bíta fastar. Getur verið að einhver tegund tón- listar sé annarri „æðri“ eða „merki- legri“? Ég vil hvorki gera lítið úr menntun í þessu tilliti né draga úr gildi hennar. Þegar upp er staðið snýst spurningin ekki um það. Ég gæti auðveldlega fært rök fyrir því að Guðmundur Pétursson væri Ph.D. – doktor í blúsgítarleik eftir að hafa setið nánast í kjöltu margra bestu blúsmanna Chicagoborgar og numið af þeim listina frá fyrstu hendi. Ég gæti líka jafn auðveld- lega fært rök fyrir því að eitt ást- sælasta verk klassískra tón- bókmennta, Pachelbel-kanoninn, væri nauðaómerkileg hrákasmíð, sem í raun ekkert er spunnið í, þeg- ar grannt er skoðað fræðilegum augum. Ég mun ekki líða neinum að gera lítið úr því „sinfóníugauli“ sem mér er kært. Ég vil hlusta á George Crumb í bílnum í friði fyrir annarra skoðunum – nú, eða Dolly, sem ég viðurkenni fúslega að er einn besti lagasmiður samtímans.    Menntun í klassískri tónlist opn-ar þeim sem hana sækir sér stórkostlega heima. En er hún stóri sannleikurinn í tónlistinni? Ég freistast til að svara þeirri spurn- ingu bæði játandi og neitandi. Í menntuninni; fræðilegum grund- velli, aðferðafræði, greiningu, sögu og þróun og svo hinu listræna upp- eldi felst magnað afl sem hefur mót- að allt svipmót vestrænnar menn- ingar í meir en þúsund ár og það er ekki svo lítið. Klassíska menntunin hefur þó þægilega komið sér hjá því að breikka sína sýn og fjalla um þau gildi sem gera aðra tónlist áhuga- verða. Hún dugar ekki þegar skoða á persneska tónlist, og hún dugar ekki þegar skoða á rokk og ról og virðist yfirhöfuð áhugalaus um að takast á við það „ókunnuga“. Það þarf svo sem heldur ekki að vera þegar upp er staðið að það ætti að vera hennar hlutverk. Það snertir okkur flest lítið að þekkja ekki persneska tónlist, en tónlist eins og dægurtónlist er óneitanlega órjúf- anlegur hluti okkar daglega lífs, við búum hana til og við hlustum á hana. Djassinn er kannski sú tónlist sem klassíkin hefur náð mestum sáttum við, og þorað að tækla; en þó ekki fullkomlega. Í klassískri tónlistarmenntun er til dæmis ekki tekið á þáttum eins og „grúvi“ sem er eitt af grundvall- aratriðum rokktónlistarinnar. Er svo erfitt að skilgreina það? Eða ætti frekar að spyrja, hvort það sé yfirhöfuð einhvers virði eða til marks um einhvers konar „gæði“ að grúv í tónlist sé gott, á sama hátt og það eru „gæði“ að vandað sé til hendingamótunar í ljóðasöng? Jú, segi ég, auðvitað er það svo, það hljóta þeir að vera sammála um sem hafa gaman af slíkri tónlist. En grúvið er til í klassíkinni líka – hug- takið rúmast bara ekki í orðræð- unni þar. Í klassík er grúv ekkert í umræðunni, frekar en að allegro ma non troppo sé til umræðu í hipp- hoppi. Það þarf ekki annað en hlusta á góða hljómsveit og kór spila Fecit Potentiam í Magnificat eftir Bach til að finna innbyggt grúv, sem rokkar feitt, ef vel er spilað. Nú er ég auðvitað farin að „bulla“ og blanda saman tungu- málum dægurtónlistar og klass- íkur, sem að sumra áliti eru óskilj- anleg hvort öðru. Með öðrum orðum þó: klassíkin er ekki eina tónlistin sem hefur komið sér upp kerfi til að skoða og skilgreina, meta og njóta. Það á einfaldlega við um alla tónlist sem mannsandinn hefur skapað. Það, hvernig ein ein- asta áhersla er mótuð í vöggusöng frá Úsbekistan gerir út um það hvort söngurinn er ekta eða ekki, hvort maðurinn í eldhúsinu fílar hann – hvort barnið sofnar eða hrekkur upp með andfælum við það að út af hefðinni var brugðið, þótt við myndum ekki kippa okkur upp á nokkurn hátt af því við höfum ekki þekkinguna sem til þarf, hvort sem hún er bundin skólalærdómi eða hefð eins og í munnlegri geymd. Þess vegna er það óskiljanlegt að sá sem á annað borð hefur ánægju af tónlist geti hugsað sér að náunginn eigi ekki að fá að njóta þess sama.    Ég viðurkenni að ég hef lúmsktgaman af því að tala um grúv- ið hjá Bach, „trainbeat-ið“ í oktett Mendelssohns og svo framvegis. Það er óneitanlega gaman að hrista þessa heima saman og ögra þeim til umburðarlyndis hvorum gagnvart öðrum. Þegar upp er staðið er tón- listin ekkert annað en það sem hún lítur út fyrir að vera; samsafn hljóða sem skipulögð eru eftir tíðni- sviði í tíma, með ákveðnum blæ- brigðum og í ákveðnum smíðakerf- um, sumum flóknum, öðrum einföldum. Sama á við um kerfin sem við búum okkur til til að skoða hana. Þau eru misjöfn og mismikið í þau lagt. Djúpsöngur munkanna í Tíbet lýtur sínum lögmálum. Ég þekki hann ekki. Mér þarf ekki að líka hann, en ég ætla að unna þér þess að elska hann og virða eins og þú kýst og meta hann að öllum þeim verðleikum og með þeim mælistik- um sem þér finnst hæfa. Er tónlist annað en tónlist? AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir »Klassíska menntuninhefur þó þægilega komið sér hjá því að breikka sína sýn og fjalla um þau gildi sem gera aðra tónlist áhuga- verða. Hún dugar ekki þegar skoða á pers- neska tónlist, og hún dugar ekki þegar skoða á rokk og ról og virðist yfirhöfuð áhugalaus um að takast á við það „ókunnuga“. Reuters Kántrí-skutlur Getur verið að einhver tegund tónlistar sé annarri „æðri“ eða „merkilegri“? Í hvorn flokkinn myndi fólk til dæmis setja tónlist stelpnanna spræku í Dixie Chicks? Hvað gerir þær sérstakar? begga@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.