Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1941, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.11.1941, Qupperneq 32
80 SKINFAXI fótleggurinn eins langt fram í kaststefnuna og þú getur. — Líttu á kunningja þinn. Vinstri fóturinn togar þá eða kippir með þessari sveiflu í líkamann, —■ sem er dáiítið boginn aftur og fram yfir iiægri fót, — inn í hringinn. Þetta gerist með lágu snöggu hoppi á hægri fæti. Þegar hægri fóturinn nemur við jörðu, eru engir vöðvar spenntir, og bognar þá hægri fóturinn og bol- urinn í öllum liðamótum, eins og samanþrýstur gormur. Augnabliki eftir að hægri fótur þinn liefir snert jörðina, kemur vinstri fóturinn niður fram við hringrönd. I n n r i rönd iljarinnar, frá hæl að tábergi, snertir jafnt, svo að viðspyrnan verði sem ákveðnust. Nú byrjar þú fyrst kastið, og þú verður, áður en lengra er farið, að hafa skilið tilgang hverrar hreyfingar og að það, sem nú kemur, byggist á tveimur meginreglum: 1. Að þú varpar kúlunni frá þér með ])ví að þrýsta eða ýta á eftir henni. 2. Að hraðinn í öllum hreyfingum verður að fara sivaxandi allt frá fæti og fram i fingur. Hugsaðu þér til dæmis, að þú ætlaðir að veita einhverj- um vænan snoppung. Þú byrjaðir með snöggri handsveiflu, en sídrægir úr hraðanum, frá neðstu stöðu handarinnar að vanga náungans. Sá hinn sami myndi þakka klappið, frekar en endurgjalda vænan snoppung. Mundu, að hér má ekkert hik verða á. Hér máttu heldur ekki gera neina bolvindu aftur. Nei, aðeins beygju niður yfir hægri fótinn, sem er eins og samanþrýstur gorinur, eins og áður segir, tilbúinn að varpa af sér farginu. Við það, að vinstri fóturinn snart jörðina, verkar hann eins og hindrun á hreyfinguna, — mótstaða, — og beinir aflinu upp á við. Minnztu þess, að þú hefir setið í bíl eða á hesti, sem hefir stanzað snögglega. Þú hentist áfram. — Vinstri fótúrinn hefir stöðvazt snögglega og við það „hendist" likamsþunginn af hægri fæti yfir á þann vinstri og nú þarf að fylgja á eftir. Líkamsréttan (rétting hnés og mjaðmar), bolsnúningurinn fram, líkamsteygjan og framskol kastaxlarinnar, sem hefur Icgið djúpt niðri, (minnztu þess, að ef þú villl greiða hiigg með hendi, þá seilist þú langt til), snögg handleggsréttan og enn sneggri fingraspyrnan gerast nú i einni eldsnöggri lotu. Líkami þinn hefir, við þessa spyrnu fram, togazt úr jafn- vægi og vill falla áfram, en hægri fóturinn er rifinn með í hreyfingunni og hindrar líkamann í að detta fram yfir

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.