Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 4
Horft um öxl Imaí 2004 var undirritaður kjarasamningur milli FS f. h. farmanna og SA. Samningurinn sem byggir á svokölluðu jafnlaunakerfi var sam- þykktur í atkvæðagreiðslu og gildir til loka árs 2007. Einnig er búið er að semja við Björgun á sama grunni og þær samningaviðræður sem í gangi eru milli FS og Samninganefndar ríkisins vegna skipstjórnarmanna hjá LHG byggjast einnig á fastlaunakerfi. Fastlaunakerfi virðist vera það fyrirkomulag sem menn telji að komið sé til að vera, i öllu falli í þessum greinum siglinga og sjávarútvegs. Nú nýverið var einnig lokið samningum milli FS og Hafrannsóknarstofnunar v/ skipstjórnarmanna á þeirri stofnun. bann 30. október sl. var síðan undirritaður samningur milli LÍÚ ann- arsvegar og FFSÍ og SSÍ hinsvegar að afloknum u.þ.b. 60 samningafund- um. Samningsdrögin voru reifuð og rædd á sambandstjórnarfundi FFSÍ og þar samþykkt að leggja samninginn í dóm sjómanna Það var tnat okk- ar sem þessa fundi sátum f. h. skipstjórnarmanna að lengra færum við ekki án verkfallsátaka. Kynningarfundir voru haldnir vítt og breitt um landið og óhætt að segja að undirtektir hafi spannað allan skalann frá for- dæmingu til ánægju. Eins og mönnum er kunnugt, þá var ansi langt um liðið síðan tekist hafði að klára samninga milli sjómanna og útvegsmanna án utanaðkom- andi afskipta, ég vil leyfa mér að segja ... hættulega langt. Það var mat mitt og ýmissa annarra að enn eitt ferlið sem leitt hefði til verkfalls og gerðardóms hefði jafnvel endanlega rústað, eða í öllu faili gengið a.m.k. mjög nærri því fyrirkomulagi sem við þó búum við. Auk þessa var það mín tiifinning að verulegar líkur væru á því að félagsmenn hreinlega höfnuðu verkfalli. Fjölmargir félagsmenn létu vita af því með afgerandi hætti að þeir myndu ekki ljá máls á verkfalli og hafna verkfallsboðun. Ég vil biðja menn að leiða hugann að því hver aðstaða okkar hefði verið ef framangreind staða hefði komið upp. Trúverðugleiki þessarar aðferðafræði þ.e.a.s. að samningsaðilar klár- uðu málin sín á milli, þetta fyrirkomulag stóð hreinlega á brauðfótum. Þegar við þetta bættist síðan að gera hefði mátt ráð fyrir að þeim útgerð- um hefði fjölgað sem krafist hefðu sérsamninga við áhafnir með þvi for- orði að menn gengju úr sínum stéttarfélögum þá var staðan orðin nokkuð varasöm. Það voru þessar ofangreindu forsendur sem samanlagðar lágu til grundvallar þeirri ákvörðun að leitað yrði áljts starfandi sjómanna á samningnum. Með öðru móti var ekki hægt að fá fram hvar viðhorf manna lágu. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru öllum kunnar og við þessa niðurstöðu búum við væntanlega fram á mitt ár 2008. Segja má að af fenginni reynslu þá telji ég að nokkuð rökrétt sé að halda því fram að þægilegast væri fyrir þá sem standa í kjarasamnings- gerð fyrir sjómenn að segja nei við öllu og ljá aldrei máls á samkomulagi um eitt eða neitt. Meðan sú taktik er viðhöfð þá er maður harður nagli sem lætur ekki sægreifaklíkuna vaða yfir sig á skítugum skónum. Sem sagt verðugur fulltrúi sjómanna. Þetta er trúlega átakaminnsta aðstaða sem hægt er að komast í þegar kjaramál sjómanna eru annarsvegar og snöktum þægilegri en að fá á sig þann aumingjastimpil sem að ansi margra mati er viðloðandi þá sem gera kjarasamning við útgerðarmenn. Þessi viðhorf munu eflaust lengi loða við þá sem að samningum koma f. h. sjómanna. Læt ég nú lokið þessu sjálfsvorkunnarvæli, enda á launum hjá skipstjórnarmönnum. Gleðilega sjómannadagshátið. Árni Bjarnason Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar í samvinnu við f'atmanna og fiskimannasamband íslands. Afgrciðsla og áskrift: 462-2515/ netfang, holar@simnet.is Ritstjóri og áhyrgðarmaður: Jon Hjaliason, sími 462-25.15, nelfang; jonhjalta@hotmail.is Pósthólf 427, 602 Akurcyri. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttír, sími 587-4647. Ritncfnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason ogjón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Gutenbcrg. Aðildarfclóg I'FSÍ: I'élag skipstjórnarmanna, Félág íslenskra loftskcytamanna. F'élag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin Vcrðandi, Vcstmannaeyjum ogVísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kcmur út fjórum sinnum á ári og er drcift til allra félagsmanna FFSÍ. Blaðið kemur út Ijórum sinnum á ári. ■ SI JWI ItllMSSTVRJÖI Di\ ■ ('i1 h'tRWn Tilanic ojj Mjuhus Jochumwin Forsíðumyndin: Sólarlag út af Vestfjörðum. Mynd: Þorgeir Baldursson. 10-11 12-15 20-21 22-25 26-39 42-43 44-45 48 50-51 52-53 56 58-62 Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýnj eða hrós, tillögur um efnisþætti og hugmyfu ir um viðtöl við áhugaverða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálp1" okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjón- um. Netjið á, jonhjalta@hotmail.is eða hafið samband við ritstjórann í síma 462-2515. Ps.; Á þessu ári eru liðin 60 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldar og því er okkur sér- staklega í mun að birta frásagnir um sjó- mannslífið á stríðsárunum. Látið okkur því endilega vita ef þið kunnið frá einhverju stríðsáratengdu að segja eða þekkið einhver11 sem býr yfir sliku efni. Forystugrein Arna Bjarnasonar forseta FFSl. Tveggja fyrrverandi ritstjóra Víkingsins minnst, Gils Guð- mundssonar og Sæmundar Guðvinssonar. I ágúst 1961 sökk báturinn Helgi Flóventsson. Jóhanna Aðalsteinsdóttir segir frá þessu óhappi af sjónarhóli eig- inkonunnar í landi. Viðtal við Benedikt Sæmundsson. Þá voru alræmdar lekabyttur sendar yfir hafið, hlaðnar fiski. Fyrir austan Rauðanúp á Melrakkasléttu var sjórinn eins og berjaskyr af tundurduflum. Icelandic-umbúðir. Guðjón Pedersen hættir. Lokum hringnum, Slysavarnarfélagið Landsbjörg brýnir þjóðina. Fyrsti heiðursfélaginn, Ingvi R. Einarsson. Titanic og Matthías Jochumsson. Hvernig skárust leiðir skips og þjóðskálds? Kópnesið sekkur. Einir Örn Einisson, 2. stýrimaður á Kaldbak, tók einstæðar Ijósmyndir af seinustu augna- blikum Kópnessins. Skipsskaðar Islendinga á stríðsárunum. Jón Þ. Þór skrif- ar um meðal annars þýsku kafbátaskipstjórana, Topp og Kentrat, og kallar þá „einstaka óþokka". Nýfundnalandsveðrið 1959, barátta upp á líf og dauða. Jón Hjaltason byggir á viðtölum við skipverja á Harð- baki EA sem segja frá veðrinu mikla sem grandaði Júlí og var nálægt því að taka fleiri íslensk skip. Skipasmiðurinn Óskar Guðmundsson segir af „ofurbát- um“ og trillukarlinn Gestur Hólm leggur orð í belg. Hilmar Snorrason siglir um netið og finnur meðal annars síðu sem segir okkur allt um Titanic-slysið. Skugginn tekur til máls og nýtur nafnleyndar. Fjöltækniskóli (slands, nýtt nafn - óbreytt markmið. Hilmar Snorrason svipast um úti í heimi. CBC vinnsluaðferð Skagans hf og vatnsskurður á fisk- flökum. Frívaktin er að þessu sinni í umsjón Guðjóns Inga Eiríks- sonar sem helgar hana mismælum íþróttafréttamanna. Krossgátan er á sínum stað og lausn þeirrar er birtist í seinasta tölublaði. Bláa byltingin: Vöxtur fiskeldis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.