Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 48
Skugginn tekur til máls: „Helvítis smáfuglarnir“ Ivetur var brotist með látum fyrir Horn- bjarg og Kögur. Hinn gamli landsins forni fjandi, hafísinn er eitt af þeim fyrir- bærum sem íslenskir sjómenn bera fulla virðingu fyrir og ekki vanþörf á. Sjó- mennska í Norður-Atlantshafi byggist að verulegu leyti á baráttu við náttúruöflin, svo sem hafís, storma, þoku og blindöskrandi bylji. En sjómenn komast i hann krappann víðar en á hafinu og margt getur valdið hugarangri eftir að í land er komið, eins og til dæmis hjá honum Sigurjóni vini mínurn. Sigurjón er 24 ára, grjótharður og harðduglegur togarasjómaður. Að vísu er Sigurjón með einhverja fína menntun á bakinu, grafiska hönnun eða eitthvað í þeim dúr en lætur það ekki aftra sér frá því að stunda sjómennsku sem aldrei fyrr. Seg- ist þurfa að lifa. Sigurjón er hvers manns hugljúfi i lífi og starfi, rnikill knattspyrnu unnandi og einlægur aðdáandi Crystal Palace sem reyndar gerir lífið svolítið einmannalegt hjá honum eins og öðru sértrúarfólki. Einn ljóður er þó á Sigur- jóni og hann er sá að hann hatar alla fugla himinsins og það ekki að ástæðu- lausu. Eins og sönnum sjómanni sæmir er Sigurjón últra harður djammari. Oft kann hann sér ekki hóf í félagslífinu og skilar sér ekki heim fyrr en undir morg- un og þá vill hann fá að hvílast og end- urnærast. Yfir vetrartímann er þetta sóm- inn sjálfur en með hækkandi sól fer að harðna á dalnum. „Maður kemur heim Við þekkjum Sjávarútveginn dauðþreyttur úr geðveiku partýi og ætlar að leggja sig aðeins, en þá eru helvítis smáfuglarnir byrjaðir að syngja og góla svo maður nær sér ekkert niður. Otrú- lega pirrandi. Ég hata þessa helvítis fugla!" segir Sigurjón og hann er maður sem rneinar það sem hann segir. Þegar Sigurjón var að rekja raunir sín- ar rifjuðust upp fyrir mér hremmingar tveggja bræðra sem eitt sinn voru skips- félagar mínir. Bræður þessir bjuggu sam- an í blokkaríbúð og áttu mismunandi góða daga. Eitt máttu þeir þó eiga að þeir voru báðir sérstaklega ósérhlífnir í næt- urlífinu og voru stétt sinni til mikils sóma á þeim vetfangi. Allt iðaði af lífi í kringum þá allar nætur. Stöðugur straumur leigubíla transportaði fram og til baka við blokkina, ýmist til að koma með fólk í gleðskapinn eða þá til þess að sækja aðra sem voru búnir á því. Ef ekki leigubílar, þá lögreglubílar, og ef virki- lega vel tókst til þá endaði allt í björtu báli og sérbúnir slökkvibílar mættu með tilheyrandi látum. Eitt sinn er lögregla og slökkvilið mættu í samkvæmið og luku verkum sínum með miklu harðfylgi, slökktu eldinn í íbúðinni og tóku úr um- ferð þá er þess þurftu með, var farið að huga að gestgjöfunum. Þeir virtusl hafa gufað endanlega upp eða það sem verra var, hugsanlega brunnið inni. Fljótlega varð þó ljóst að svo illa hafði ekki farið og beindust augu og eyru manna að bak- garði í næsta nágrenni. Þar fundust bræðurnir heilir á húfi, eða allt að því, í hörku slagsmálum og rifust heiftarlega um það hvor þeirra hefði í þetta skiptið kveikt i. Svo hraustlega tókst þeim bræðrum við samkvæmislífið að á tímabili stór- lækkaði fasteignaverð í nágrenninu og mörgum manninum var orðið býsna ó- rótt. Nú var úr vöndu að ráða. Haldinn var húsfundur í blokkinni og fyrirfram á- kveðið að láta hart mæta hörðu, talað skyldi við þessa menn með tveimur hrútshornum í eitt skipti fyrir öll. Pegar á fundinn var komið vildi ekki betur til en svo að mönnum brást allur kjarkur svo enginn þorði að taka til máls um á- standið. Pað var ekki fyrr en annar bróð- irinn, sá minni, kvaddi sér hljóðs og þrumaði yfir lýðnum um allt ónæðið sem hann þyrfti að búa við. Hann hefði það fyrir reglu að hvíla sig á daginn en það gengi bara djöfullega vegna hávaða sem bærist frá íbúðinni að ofan og til þess að kóróna herlegheitin þrammaði kerling- aruglan sem þar byggi á grjóthörðum tré- klossum svo bergmálaði í allri blokkinni. Þegar hér var komið sögu ákvað fund- arstjóri að slíta fundi og fleira var ekki rætt. Já, það er víðar tekið á því en á hafinu eins og þessi dæmi sýna en eins og sést eru sjómenn svo sannarlega stétt sem ekki þjáist af neinni minnimáttarkennd né láta þeir hvern sem er vaða yfir sig á skítugum skónum. Þrátt fyrir það eru sjómenn hinir ljúfustu inn við beinið og taka hlutina öllu jöfnu ekki mjög alvar- lega nema ef rætt er um knattspyrnu, þá er virkilega komið við sálina í þeim svo hafísinn við Horn verður hreinn hégómi. Svo getur hitnað í kolunum og orðbragð- ið þvílíkt að ekki er hafandi eftir en eitt er víst að Arafat sálugi og Sharon verða eins og værnnir kórdrengir í samanburði. Að öðru leyti held ég að sjómönnum sé sama um flest. Þeir telja til að mynda að það skipti ekki máli hvort Bobby Fischer er á íslensku, japönsku eða amerísku geðveikrahæli, nema ef vera skyldi bara út af skattinum, því eitthvað kostar þetta brölt með vesalings manninn. Sjómenn hafa enga skoðun á því hverjir sitja í Hæstarétti eða hvernig hinir háeðlu dómarar fara að þvf að fá vinnuna og þeim er alveg sama um mál eins og fjöl- miðlafrumvarpið. Reyndar hafa sjómenn yfirleitt lítið af íslenskum fjölmiðlum að segja því ekkert heyrist eða sést af þeim til sjós nema gamla Gufan og hún hefur alltaf verið þar sem hún er, rétt eins og Hraunhafnartangi, Grímsey eða Gerpir og algjör óþarfi að hafa neina sérstaka skoðun á þvf. Engu að síður erum við vel tengdir við umheiminn í gegnurn gervi- hnetti og sjáum flest það sem gerist utan landsteinanna, hvort heldur er í Kína eða Ástralíu. Viðurkenni þó að Sky Sport og Sky News eru mest inn, vegna boltans, hjá okkur svo við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Annars allt gott að frétta og Guð varðveiti þá sem nenna að lesa þetta til enda. Kælivélar hafa mikla reynslu í uppsetningu, viðhaldi, hönnum og smíðumfyrirsjávarútveginn Hvort sem er um botð eða í landi. KæuVélari S:i * 17-4530 * . KæuVélarJ 587 4530 • 893 1906 48 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.