Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 12
Minnie EA 523 landar á Siglufirði. „Minnie var mikil happafleyta og þar leið mér best af öllum þeim bátum sem ég hef siglt með,“ segir Benedikt. Benedikt Sæmundsson er fœddur 7. október 1907 á Stokkseyri þaðan sem hann byrjaði ungur að róa á ára- skipum. „Sem xar gífurlega erfitt vegna þess hversu brimasamt var við Stokks- eyri,“ rifjar Benedikt upp. Árið 1934 byrjaði Benedikt sem mót- oristi á síldarbátum Ingvars Guðjónsson- ar fyrir norðan, fyrst Minnie og síðar (1940) á Gunnvöru. Um vetrartimann var hann i Vestmannaeyjum og reri á vetrarvertíð. Stríðsárin urðu honum minnisstæð og um þau spjölluðum við. „Það var á stríðsárunum. Ég var búinn að vera í siglingum á veturna en síld yfir sumartímann. Þetta var töluvert annað líf en ég átti að venjast fyrir stríð. Þá var róið á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum en yfir sumarmánuðina var maður fyrir norðan á sildinni. Stríðið breytti raunar engu um sildina, ég hélt áfram á sumar- vertíðunum fyrir norðan en það sem breyttist var að norðlensku sildveiðiskip- in, sem flest höfðu verið geymd á þurru yfir vetrartímann, urðu nú allt í einu fraktskip og sigldu á milli landa. Við lágum i verstöðunum - vinsælast var að vera í Vestmannaeyjum þar sem vertíð- arbátarnir voru langflestir - og biðum eft- ir að fá keyptan fisk af bátunum til að geta siglt með til Bretlandseyja þar sem við fengum undantekningarlaust topp- verð fyrir. Það var svolítið misjafnt hvað við fórum margar siglingar á vetri. Það var ekki alltaf hlaupið að því að fá fisk og veður misjöfn á leiðinni. Yfirleitt náðum við þó að fara átta til tíu ferðir, frá því í september og fram í maílok. Oft sá maður yfirhlaðna báta leggja upp með fisk til Bretlands. Það var eins og útgerðarmennirnir, er sátu í landi, sæju enga aðra hættu en þá sem stafaði frá stríðsrekstrinum og Þjóðverjum. Þeir drifu allar fleytur í þetta, jafnvel alræmd- ar lekabyttur, og sigldu yfir Atlantshafið á þeim árstima þegar allra veðra var von. Ég vissi til þess að bátar voru svo hlaðnir að strax við bryggju var byrjað að vatna yfir dekkið. Menn víluðu ekki fyrir sér að setja i 100 tonna bát ríflega eitt hundrað tonn af fiski, 30 tonn af olíu, 30 tonn af ís og 4 tonn af vatni. Græðgin var svo mikil. Um einn bát vissi ég sem alltaf varð að kalfatta í Fleetwood eftir hverja ferð frá íslandi en 12 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.