Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 52
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi Pesetar enn í notkun Pegar Evran tók gildi í fjölda Evrópubandalagsríkjum hurfu margar mynteiningar af sjónarsviðinu. Pesetar voru mörgum ís- lendingnum að góðu kunnar þar sem fá mátti „servesa" og margt annað fyrir þá. Þegar evran tók yfir pesetana þá urðu þeir gagnslausir. Pó var þeim ekki eytt þegar í stað heldur kaupanda leitað. Á endanum tókst að fá þeim skipt yfir í evrur sem var fyrir tilstilli Finna sem keyptu 2500 tonn af þessari úreltu mynt. Wartsila vélaframleiðandinn er mörgum íslenskum sjómönnum kunnur en það var einmitt sá aðili sem fjárfesti í peseta-klinki. Tilgangurinn er að nota málminn við skipasmíðar en hann er kjörinn í skipsskrúfur. Reyndar er þetta eina myntin sem nýtileg var af öllum þeim myntgerðum sem teknar voru úr umferð við tilkomu evrunar. Pesetarnir munu verða bræddir i Noregi áður en til skrúfugerðar kemur. Granatina erfyrsta skip Shell sem hefur kvenskipstjóra. Fyrsti kvenskipstjórinn Nú hefur Shell olíufélagið ráðið sinn fyrsta kvenskipstjóra. Sú heppna er áströlsk, Carol Jackson að nafni, en hún hefur nú tek- ið við skipstjórn á 135 þúsund rúmetra LNG gasskipi að nafni Granatina. Jackson réðst til fyrirtækisins árið 1997 sem þriði stýrimaður og hefur síðan unnið sig upp í stöðum á gas og olíu- skipaflota útgerðarinnar. Auga með okkur Nýir möguleikar eru að skapast á hverjum degi varðandi eftir- lit með skipum. Vaxandi áhyggjur yfir hryðjuverka- og sjóræn- ingjaárásum hefur leitt til þess að fjöldi fyrirtækja sérhæfir sig í að auka öryggi á hina ýmsu vegu. Eitt það nýjasta er að koma fyrir eftirlitsmyndavélum á stjórnpalli skipa með beinni teng- ingu til höfuðstöðva útgerðarinnar. Með því móti geta skipaeig- endur eða rekstraraðilar fylgst stöðugt með þvi sem er að gerast í brúnni. Allt fer þetta í gegnum gervihnetti og eru gæði mynd- anna talin nokkuð góð. Nú er eins gott fyrir menn að slá ekki slöku við á vaktinni meðan útgerðin situr heima og fylgist með því sem þið eruð að gera á vaktinni. Komnir á fjárfestingafyllerí Margt bendir til að útgerðarmenn kaupskipa séu komnir á fjárfestingafyllerí eftir því sem nýjustu fregnir herma. Allt skal gert sífellt stærra. Því er spáð að árið 2007 verði gámaskipastóll heimsins orðinn helmingi stærri en hann var árið 2001. Á sama tíma fara skipin stækkandi og nú nýlega ákvað Seaspan Container Lines að stækka gámaskip sem þeir eiga í smíðum upp í 10.500 TEU einingar sem þá mun verða stærsta skip heims. Núverandi skip er um 9.000 TEU. Japanska skipafélag- ið, Mitsui Osk Lines, hefur verið í viðræðum um að láta smíða heimsins stærsta stórflutningaskip (búlk) er mun verða 323.000 burðartonn að stærð. Verður það eitt 243 skipa sem útgerðin hyggst bæta í flota sinn í einni stærstu uppbyggingu stórflutn- ingaskipaútgerðar í heiminum. Þessi mikla þensla er óðum að vekja upp slíkan stálskort að menn hafa aldrei áður staðið frammi fyrir öðru eins. Bent er á að skipasmíðaiðnaðurinn í Asíu gæti innan skamms lent í alvarlegum vandamálum þegar stálskorturinn fer fyrir alvöru að sverfa að. Fleiri vandamál Hversu lengi og hversu mikil getur þenslan orðið í skipastól heimsins getur átt önnur og meiri takmörk en stálskortinn. Hafnir um allan heim eru að verða of litlar fyrir stöðugt stærri skip svo og að fjöldi skipa er orðinn svo mikill að ekki er pláss í höfnum að taka á móti þeim. Gámahafnir í Evrópu hafa verið teknar sem dæmi þar sem mjög erfitt er að komast að með skip og er brátt að verða eins og á stóru flugvöllunum þar sem um- ferðarþunginn er svo mikill að biðin eftir að komast að er stöðugt að lengjast. Hafnir Evrópu hafa mun minni getu en Asíuhafnir en í þeirri heimsálfu verða menn þó að vera vakandi fyrir að fylgja eftir stöðugt stækkandi skipagerðum. Ekki með fræðin á hreinu Nýlega var skipstjóri sektaður um 14 þúsund pund, auk 6 þúsund punda málskostnað, fyrir að sigla skipi sínu 14 sjómílur innan rangrar siglingaleiðar í Ermasundi. Skipstjórinn Paulo Ravalico á þungaflutningaskipinu Storman Asia hafði ítrekað verið varaður við þeirri hættu sem hann væri að skapa og urðu önnur skip meðal annars að snúa við og forða sér til að fá ekki skipið á sig. Þegar maðurinn loksins áttaði sig á því að hann hafði verið að brjóla reglur um aðskildar siglingaleiðir hafði á þessum 14 sjómílum legið við 6 árekstrum. Lánsöm Stýrimanni á ílutningaskipinu Hansa Bergen skolaði fyrir borð á síðasta ári þar sem skipið var á siglingu norður af Márit- aniu. Hafði hún, Kerstin Burns, farið út á þilfar ásamt öðrum skipverjum til að sjóbúa farm sem hafði losnað á þilfarinu þegar brotsjór skall á skipið með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar var allt gert til að bjarga henni og kallað á nærstödd skip til leit- ar. Það var hins vegar ekki fyrr en 20 klukkustundum síðar sem þessi 26 ára gamli stýrimaður fannst nokkuð vel á sig kom- in miðað við aðstæður enda var sjávarhiti um 27 gráður á þess- uin slóðum. Meira um sektir Ruslapoki kostaði útgerðarmann litlar 1,5 milljón króna og sjómann starfið eftir að pokinn fór í sjóinn undan Southampton síðastliðið haust. Það sást til skipverja á gasflutningaskipinu Lotta Kosan henda svörtum ruslapoka fyrir borð og var skipið þegar kært fyrir atvikið. Svo vildi til að það tókst að ná pokan- um og var hann lagður fram í dómssal þegar rnálið var tekið fyrir. Auk sektarinnar þurfti útgerðin Lauritzen, að greiða tæp- ar 700 þúsund krónur í málskostnað en skipverjinn sem hlut 52 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.