Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 44
Sigling um Netið I umsjón Hilmars Snorrasonar ©-©■Bg)íí>.,£>☆€>; H - Ift 4 Sf CUNARD: 41 Irternet Nú er sumarið framundan og eflaust lítill tími til að sitja xið tölxuna. Þó getur xerið gott þegar ekki xiðrar xel að gefa sér sntá stund fyrir framan skjáinn og láta tímann líða fram að nœstu sólarglennu á hraða netsins. Eins og áður þá xerða skoðaðar 10 síður en fyrstu txœr síðurnar sem ég œtla að fjalla um eru ekki um skip eða sjó. Þetta xerður þxí algjör undantekning að þessu sinni en skilaboðin eru hugsan- lega augljós. Fyrsta síðan fjallar um stafrænar myndavélar. Þetta eru sem sagt dulin skilaboð til ykkar lesendur góðir um að nota sumarið vel til myndatöku. í fram- haldinu gætuð þið síðan tekið þátt í ljós- myndakeppni Sjómannablaðsins Víkings og átt möguleika á þátttöku í hinni Nor- rænu ljósmyndakeppni sjómanna. Síðan sem hér um ræðir heitir „A complete guide to digital photographing.“ og er á slóðinni http://www.shortcourses.com/. Hér er hægt að taka fjöldan allan af nám- skeiðum lil að auka getu og þekkingu á ljósmyndun. Tilvalinn síða til að skoða á frívaktinni ef góður aðgangur er að net- inu s.s. á netkaffi í landi. Önnur síðan er til að hjálpa okkur við val á myndavélum ef við erum að skoða kaup á góðri myndavél til að taka vinn- ingsmyndir. Nú skulum við fara á http://www.dpreview.com/ en þar er ein öflugasta siðan sem ég hef séð um staf- rænar myndavélar. Hér er hægt að bera saman mismunandi gerðir af myndavél- um og að auki fá allar hugsanlegar tækniupplýsingar um viðkomandi myndavél. Þá er einnig hægt að skoða hverjar eru vinsælustu myndavélarnar á hverjum tíma. Nú er því ekkert að van- búnaði að velja sér nýja myndavél ef þú lesandi góður ert í myndavélahugleiðing- um. Láttu þó ekki núverandi myndavél hindra þig í að taka þátt í næstu ljós- myndakeppni. Nú skulum við snúa okkur að skipa- síðum. Fyrsta síðan þar verður hjá aðal- skipi heimsflotans sem stendur en það er nýja drottningin Queen Mary 2 á heima- síðu Cunard skipafélagsins. Með því að fara inn á slóðina http://www.cunard.com/QM2/home.asp þá má fara í frábæra skoðunarferð um þetta glæsilega skip útgerðarinnar. Hér verða glæsileg salarkynni skoðuð áður en les- andinn hugar að ferð með skipinu. Þá er einnig í boði myndskeið frá hinum ýmsu stöðum um borð ásamt ýtarlegum upplýs- ingum. Á síðunni eru einnig upplýsingar um tilboðsferðir ef einhver hefur áhuga. Ekki eru eins glæsilegar myndir af næsta skipi á síðunni sem við skoðum næst. Hún fjallar um forvera QM2 eða Titanic. Þessi síða er með mjög áhuga- verðum myndum af flaki Titanic ásamt itarlegum upplýsingum um slysið og af- leiðingar þess á skipið sjálft. Slóðin er http://home.flash.net/--rfm/ og er hún af- þreying til nokkurra stunda. Þá er ferðinni heitið til Norges á síð- una Netsurfer á slóðinni http://www.nettsurfer.com/. Hér er alveg mögnuð siða að skoða en hún er söfnun- arstöð fyrir fjöldan allan af siðum. Ég hreinlega hvarf í rúma tvo tíma inn á þessa siðu og tengla hennar án þess að átta mig á hvað tímanum leið. Fyrir þá sem hafa áhuga á norskri sjómennsku þá er hér margt við að vera. Mikið rnagn skipaljósmynda getum við skoðað á http://riversea.tugtalk.co.uk/index.htm en sú síða heitir Riversea International. Hér er að finna hágæða ljósmyndir og meðal þeirra skipa sem ég fann þar var nýjasta skip „íslenska" flotans Helgafell frá Þórshöfn í Færeyjum. Það sem er skemmtilegt við þessa síðu er að hér koma inn nýjar myndir á hverjum degi. Fiskveiðar eiga líka sinar síður og sú næsta sem ég fjalla um er dönsk. Heiti hennar er Fiskerforum og er á slóðinni http://www.fiskerforum.dk/ Hér er síða sem hefur á að skipa fréttum úr greininni en reyndar er hér allt á dönsku. Þá er bara að rifja upp barnaskóladönskuna og láta vaða. Upplýsingar um ný fiskiskip er þar að finna svo og ef einhver er að leita sér einhverju til kaups s.s. veiðar- færum, fiskvinnslubúnaði eða jafnvel skipi þá er það að finna á síðunni. Ef þið viljið finna eitthvað danskt fiskiskip þá er einnig þar að finna lista yfir þau eftir einkennismerkjum ásamt myndum af hverju þeirra. 44 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.