Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 25
kastað fljótlega af öllum. Skipin þoldu hann ekki. Brúin var þó járnslegin á mörgum skipum til varnar vélbyssukúl- um, en á sumum var byggt Iítið skýli í brúnni. Ekki höfðu sjómenn mikla trú á þessari brynvörn, og einhverjir tóku sig til og prófuðu hana, með því að fara fram á hvalbak og skjóta þaðan á brúna úr riffli, og töldu sig á eftir allt eins geta vafið sig í teppi í brúnni. Hlífin á þakinu feyndist þó vörn, þegar þýzk flugvél réð- ist með vélbyssum á togarann Vörð 24. ágúst 1942, 20 sjómílur út af Barða. Skotinn var maður við spilið, en þá sem voru í brúnni sakaði ekki. Flugvélin kastaði loks sprengju, en hitti ekki skip- ið. Arið 1942 fengu togaramenn hríð- skotabyssur og var kennt að fara með þær. Ekki var þó nema ein byssa á skipi. kað kann að hafa verið nokkur vörn í þessurn vopnabúnaði, þótt ófullkominn væri. Flugvélar réðust helzt að með vél- byssum á þessi litlu skip. Það var erfitt að hitta þau með sprengjum og flugu lágt yfir þeim, þegar þær skutu á þau. Þá var möguleiki fyrir skipsmenn að hitta flugmanninn eða vinna tjón á vélinni. Færeyingum, sem eru skotmenn góðir, nrun hafa lukkast slíkt, að sagt er. Sú var venjan að fara út á brúarvæng- inn nreð hríðskotabyssuna, þegar flugvél nálgaðist og beina henni að vélinni. Þess munu vera dæmi, að Þýzkararnir hafi ekki talið það borga sig, að leggja flugvél sína í hættu við að sökkva þessum litlu fleytum eða myrða áhöfnina, ef þeir sáu þennan viðbúnað. Kafbátar gátu og síður legið rólegir of- ansjávar við að salla niður skipshöfnina nieð vélbyssum, eigandi á hættu að turn- 'nn yrði fyrir skoti, sem þá gerði þeim ó- kleift að kafa. Tundurskeyti tímdu þeir ekki að eyða á nema stærstu skipin. Það var áreiðanlega villa að vopna ekki fiski- skipin fyrr en stórslys voru orðin. Reyndar datt engum í hug það morðæði, sem greip Þjóðverjana. Þess vegna, til dæmis, kveiktu þeir á Fróða strax öll Ijós, þegar árásin var gerð. Þeir töldu, eins og allir hefðu gert, rétt að sýna að hér væri um varnarlaust fiskiskip að ræða, og þeim yrði alténd gefinn kostur á að fara í björgunarbát. Það reyndist nú ekki aldeilis svo. Það var sem ákafast skotið á þá og tveir drepnir við tilraun til að koma út björgunarbátnum. Árið 1941 varð mesta sjóslysaár í sögu íslensks sjávarútvegs á seinni öldum og þá urðu mannskaðar og eignatjón, sem rekja mátti beint til hernaðarátakanna, meiri en öll hin styrjaldarárin, sem þó voru mikil sjóslysaár. Það stafaði ekki síst af því, að sjór var þá fastar sóttur en bæði fyrir og eftir stríð og mörg skip- anna, vélbátar jafnt sem togarar og línu- veiðarar, voru orðin gömul og lítt fallin til harðrar sóknar. Mikil eftirspurn og hátt verð á fiski gerði það hins vegar að verkum, að nánast hver fleyta var á sjó dregin og oftar var róið í tvísýnu á þess- um árum en endranær. Þar sem erfitt var að afla nýrra skipa á stríðsárunum, urðu íslendingar að treysta á flotann, sem til var í stríðsbyrjun, og ekki var dæmalaust að skip, sem búið var að leggja, væru tekin aftur í notkun, sum eftir langt hlé. Frægasta dæmið um skip, sem dregið var á flot að nýju, var togarinn íslending- ur. Eins og frá var sagt í 2. bindi þessa verks, var skipið smíðað í Bretlandi árið 1893 og keypt hingað til lands 1908. Það var gert út frá Reykjavík og Hafnarfirði um átján ára skeið, til 1926, er það sökk í vetrarlægi á Eiðisvík. Þar lá íslendingur í sextán ár, uns honum var lyft af hafs- botni árið 1942, og síðan gerður út allt til 1957. „Björgun" skipsins árið 1942 má hafa til marks um mikla skipaþörf á þessum tíma og jafnframt um þær tækni- framfarir, sem hér urðu á stríðsárunum. Nokkrum árum fyrr hefði líkast til verið nánast útilokað að bjarga skipinu, og lá það þó ekki á miklu dýpi. Árið 1942 urðu íslensk fiskiskip fyrir mun minni áföllum af völdum styrjaldar- innar en árið áður. Þetta ár fórust alls sjö skip og bátar og með þeim 37 manns. Að auki fórust nokkrir sjómenn sem féllu útbyrðis af skipurn sínum, eða urðu fyrir öðrum slysum um borð eða við skips- hlið. Aðeins eitt þeirra fleyja, sem fórust með allri áhöfn þetta ár, var talið hafa farist beinlínis af völdurn ófriðarins. Það var vélbáturinn Vignir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, sem fórst 31. október, og talið var að hefði lent á tundurdufli. Óvíst var hins vegar um togarann Jón Ólafsson. Hann fórst með allri áhöfn á leið heim úr söluferð til Englands, en ekki var vitað hvort hann var skotinn niður, sigldi á tundurdufl eða sökk af öðrum orsökum. Árið 1943 fórst ekkert islenskt fiski- skip beinlínis af völdum hernaðarátak- anna, nema ef telja skyldi togarann Garð- ar frá Hafnarfirði, sem sökk við Skotlandsstrendur eftir árekstur 21. maí. Með Garðari fórust þrír menn. Sama máli gegndi um árið 1944. Það var rnikið sjó- slysaár, en engin íslensk fiskiskip fórust beinlínis vegna styrjaldarinnar, svo vitað væri. Óvíst var þó um togarann Max Pemberton, sem fórst með allri áhöfn, 29 mönnum, í foráttuveðri við Malarrif á Snæfellsnesi 11. janúar 1944. Hann gæti hafa lent á tundurdufli, þau voru víða á reki á þesssum tíma. Árið 1945 fórst línuveiðarinn Fjölnir frá Þingeyri eftir ásiglingu úti fyrir írlandsströndum og með honum fimm menn. Var það síðasta slysið á íslenska fiskiskipaflotanum, sem rekja mátti til hernaðarátakanna, beint eða óbeint. Fjölnir fórst 9. apríl, aðeins mánuði áður en friður komst á í Evrópu. Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti Sjómannablaðið Víkingur - 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.