Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 24
þeir höfðu gert tilraun með að bjarga sér af hinum sökkvandi skipum? Allt þetta, sem vér höfðum aldrei gert á fætur, hefir nú einmitt opinberast í hinni grimmileg- ustu mynd. Fullar líkur eru fyrir, að minnsta kosti 28 ísl |cnskir] sjómenn hafi látið lífið fyrir kúlnahríð frá kafbátum. Hér er kannski komið að kjarna máls- ins. íslendingar virðast margir hafa lifað í þeirri trú, að yfirlýst hlutleysi myndi duga þeim til verndar. Peir voru þess alls óviðbúnir að lenda í hildarleiknum miðj- um og áttu þess síst von að verða fórnar- lömb hernaðarátakanna með þeim hætti, sem raun hafði orðið á. Mörg fleiri íslensk fiskiskip áttu eftir að hverfa áður en ófriðnum slotaði, og sum með býsna dularfullum hætti. Þannig var t.a.m. með vélbátinn Hólm- stein frá Þingeyri, sem hvarf með fjórum mönnum vorið 1941. Hólmsteinn hélt af stað í róður 30. maí 1941 og sást síðast til hans um tíu sjómílur undan Blakk daginn eftir. Eftir það spurðist ekkert til bátsins en lóðabalar úr honum fundust á reki og voru „greinileg kúlubrot“ í öðr- um þeirra. Hvaðan þau voru komin vissi enginn, en fólk i Látravík heyrði mikinn skotgný nóttina sem talið er að Hólm- steinn hafi farist. Þarflítið er að velta því fyrir sér, hvað hafi komið fyrir Hólmstein, en tvær skýr- ingar á hvarfi hans eru líklegri en aðrar. í fyrsta lagi gæti verið að ráðist hafi verið á bátinn og honum sökkt, en einnig er hugsanlegt að hann hafi lent í skotlínu skipa, sem tókust á, orðið fyrir skotum og sokkið. Ber þá að hafa i huga, að haf- svæðið úti fyrir Vestfjörðum, á milli ís- lands og Grænlands, var rnikið átaka- svæði á þessum tíma og aðeins viku áður en Hólmsteinn hvarf, að morgni 24. maí, sökkti þýska orrustuskipið Bismarck breska skipinu Hood. Urðu þeir atburðir ekki langt frá þeim slóðum þar sem síð- ast sást til Hólmsteins. Og áfram bárust ótíðindin. Hinn 18. júní strandaði línuveiðarinn Hvassafell frá Akureyri við Austfirði. Mannbjörg varð, en skipið var á leið til Englands með ísfisk og má með nokkrum rétti halda því fratn, að það hafi orðið fórnar- lamb styrjaldarinnar þótt ekki yrði það fyrir árás. Tíu dögum síðar, 29. júní, sökkti þýskur kafbátur flulningaskipinu Heklu skammt suður af Hvarfi á Græn- landi og fórust með því fjórtán menn. Sumarið 1941 var gerður fisksölu- samningur á milli íslendinga og Breta og í framhaldi af því var gefinn út listi yfir íslensk fiskiskip, önnur en togara, sem velja mátti til fiskílutninga til Bretlands. Gaf atvinnumálaráðuneytið síðan út sigl- ingaleyfi, setn gilti til 1. október um haustið. Meðal skipanna, sem slíkt leyfi hlutu, voru margir línuveiðarar, en þeir þóttu af ýmsum sökum hentugir til fisk- flutninga. Þeir voru stærri en flestir vél- bátanna og gátu því flutt meira magn í hverri ferð, voru traust sjóskip með gott lestarrými og hentuðu af ýmsum orsök- um ekki síður til flutninga en veiða. Helsti gallinn við þá var sá, að þeir voru margir komnir til ára sinna, hæggengir og því ærið lengi í förum. Einn línuveiðaranna, sem stjórnvöld veittu siglingaleyfi sumarið 1941, var Jarlinn frá Reykjavík. Hann var í eigu samnefnds félags, en eigendur þess voru Óskar Halldórsson útgerðarmaður og börn hans. Jarlinn, sem var einn af stærstu línuveiðurum íslendinga, fór með ísfisk til Bretlands í lok ágúst 1941 og seldi í Fleetwood 1. september. Tveimur dögurn síðar hélt skipið áleiðis til Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Er líklegt að það hafi farist af völdum ófriðarins, annaðhvort orðið fyrir árás á hafinu eða rekist á tundurdufl. Með Jarlinum fórust ellefu menn. Enn áttu íslendingar eftir að missa tvö fiskiskip áður en árið 1941 var á enda runnið. Hinn 28. september fórst vélbát- urinn Pálmi frá Siglufirði og með honum fimm menn, og 2. desember fórst togar- inn Sviði frá Hafnarfirði á heimleið úr veiðiferð, og með honum öll áhöfnin, 25 menn. Enginn veit hvað grandaði þess- um tveimur skipum og tilgangslítið að velta því fyrir sér. Hvarf Sviða markaði hins vegar lok einhvers mesta slysaárs í sögu íslensks sjávarútvegs. Á árinu 1941 týndu 125 íslenskir sjómenn lífi, fleslir beinlínis eða óbeinlínis af völdum ófrið- arins. Mun manntjón í röðum sjómanna ekki hafa orðið jafn mikið á einu ári frá því á sjóslysaárunum miklu um aldamót- in 1700. Þá voru aðstæður allar þó mikl- um mun frumstæðari og farkostir veik- byggðari. Mannfallið á sjónum á árinu 1941 var íslendingum vitaskuld þungbærast, en eignatjónið var einnig mikið. Alls fórust á árinu átján skip og bátar, samtals 2.989 rúmlestir að stærð. Af þessurn skipum var flutningaskipið Hekla langstærst, 1.215 rúmlestir, og voru fiskiskipin sem fórust þetta örlagaríka ár þannig samtals 1.774 rúmlestir. Þar af voru Reykjaborg og Sviði stærst, 685 og 328 rúmlestir. Á rnóti kont að fáein skip voru flutt inn og smíðuð hérlendis á árinu, en það dugði hvergi nærri til að halda í horfinu. Við lok ársins var ljóst orðið, að á undan- förnum tólf mánuðum hafði skipastóll landsmanna minnkað um liðlega sex af hundraði og eru ílutningaskip þá rneðtal- in. Þetta olli mörgum miklum áhyggjutn og í októberhefti Ægis 1941 birtist grein, sem bar yfirskriftina „Skipatjónið í ár og endurnýjun skipaflotans.11 Þar var hvatt til aukinna skipasmíða innanlands, enda íslendingunt lífsnauð að reyna að fylla sem örast í skörðin sem sköpuðust af völdum styrjaldarinnar. Sitthvað var gert til að verja fiskiskipin og gera sjómönnum kleift að verjast árás- um. Ásgeir Jakobsson lýsti þeim viðbún- aði þannig: Eftir slysfarirnar miklu í marz 1941 var reynt að búa skipin betur til varnar fyrir vélbyssuskothríð. Fyrirskipað var um tíma að hafa sandpoka eða stein- steypuhellu ofan á brúnni, en þessi um- búnaður inun hafa verið rifinn eða • X • • QsyencMm &iomonnum oy ffjplskijldum feiua bestu kveðjm á (pðiómanna- tnn Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175 GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226 frysti@islandia.is 24 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.