Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 30
Vilhelm shipstjóri reynir að hcrða í strákunum og tuskarþá til cn þeir veita mótspyrnu og vefja skipstjórann inn í neta- drcesu. svikalaust. Úthaldsdagar ÚA-togaranna eru oftast yfir 300 á ári. Árið 1961 er Harðbakur 324 daga á sjó.1 Sjómennirnir fylgja tneð og taka sér sjaldan frí. Lengd stoppa á milli túra eru samningsbundin, heilar tutlugu og fjórar klukkustundir. Stundum fá þeir þó fá- eina daga í landi þegar skipið fer í ketil- hreinsun. Bryggjukarlarnir skríða þá inn í hjarta skipsins, stóra vatnsketilinn og inn undir sjálft eldhólfið þar sem olía logar stöðugt og hitar vatnið í katlinum og umbreytir því í gufu sem knýr vél skipsins. Þetta er erlið vinna og þrátt fyr- ir að karlarnir séu á fóturn fyrir allar ald- ir, byrjaðir klukkan sjö á morgnana og hætti ekki fyrr en unt miðnætti, þá tekur hreinsunin venjulega tvo daga. Hjá þessu verður þó ekki komist. Saltið er söku- dólgurinn. Enda þótt nota eigi hreint vatn í ketilinn vill kornast salt í það sem sest utan á eldhólfið. Með tímanum þykknar saltskelin og sífellt erfiðara og olífrekara verður að ná upp þrýstingi í katlinum. Saltið er, öllum til ama, orðið að fínustu einangrun. Til að spara tíma er reynt að sameina ketil- og lestarhreinsun. Sjómennirnir fagna þessurn frítíma jafnvel þótt hann sé ekki lengri en tveir til þrír dagar. Skipin hafa enga inniveruskyldu, umfram tutt- ugu og fjórar klukkustundirnar, og skipt- ir engu þótl um sjómanndag, jól eða ára- mót sé að ræða. „Við vorum eitt sinn svo heppnir að mánudag bar upp á Þorláksdag en vegna vinnunnar i landi var stílað upp á að Harðbakur landaði á mánudögum," rifjar Arnald Reykdal upp. „Og þeim þótti víst ekki viðeigandi að senda okkur út aftur á aðfangadegi svo við fengum að vera í landi yfir blájólin. í annað skipti man ég að við lönduðum á gamlársdegi. Komum þá inn í vitlausu veðri og fengum að vera heima nýársdag.11 Þegar siglt er með aflann fær hluti á- hafnarinnar frí. Ekki þarf nema tíu karla um borð þegar haldið er til Englands eða Þýskalands með ísfisk. Best þykir að sigla rétt fyrir jólin en þá fæst undantekning- arlítið mjög gott verð fyrir fiskinn. En fyrir vikið eru þeir ófáir sjómennirnir sem fagna sjaldan jólum tncð fjölskyld- um sínum. Um þetta segir Áki skipstjóri: „Ef ég í brúnni bónaðir og dregið úr reykingum frammi í hásetaíbúð- unum enda er kallinum illa við að menn reyki þar niðri. Skyndilega er Áki truflaður í hugrenningum sínum. Fyrsti vél- stjóri, Sigþór Valdimarsson, er kominn upp í brú. Hann á fasta vakt á milli 6.30 á morgnana til 12.30 en þess á milli er hann eins og grár köttur í vélarr- rúminu og lætur ekkert fram hjá sér fara. Sigþór hefur vondar fréttir að færa. Pakkning á hátrukksstöng, öðru nafni stimipilstöng, er sprungin og gufan hvissast niður með stönginni. Yfirmenn- irnir bera saman bækur sínar. Niðurstað- an verður sú að þeir ákveða að snúa til baka og láta skipta um pakkningu. Skipið er komið út undir Svalbarðs- eyri. Skammdegismyrkrið hefur löngu tek- ið völdin þegar Harðbakur leggst öðru sinni þennan dag að bryggju á Akureyri. Klukkan er átta um kvöldið. Löngu síðar, þegar skipverjar á Harð- bak rifja upp þessa atburði, segist Arnald Reykdal, háseti um borð, vera í litlum vafa um að þessi bilun hafi jafnvel bjarg- að lífi áhafnarinnar. „Vegna þessarar tafar vorum við ekki með nema um 120 tonn af fiski þegar óveðrið skall á sem var hin besta kjölfesta fyrir Harðbak án þess þó að þyngja hann um of. Ef aflinn hefði verið meiri hefði skipið setið neðar, tekið á sig meiri sjó og ísingin þar af leiðandi orðið enn djöfullegri. Og hver veit hvað þá hefði gerst?“ „Pabbi er kominn aftur.“ Forviða hús- mæður og ofsakát börn taka á móti sjó- mönnunum. Sumir þeirra eru enn í for- eldrahúsum. Aðrir koma heinr í auðar vistarverur. En það er sama hvernig heimilisaðstæður eru, þeir eru allir fegnir einni aukanótt í landi. Togurunum er haldið úti af mikilli lrörku. Þessi dýru at- vinnutæki ávaxta sig illa við bryggjuna og kerfið ýtir undir að útgerðarmenn sendi skipin aftur á miðin um leið og löndun lýkur. Vegna hinnar bágu afkomu togaraflotans hefur ríkisvaldið fallist á að greiða útgerðunum vissa fjárhæð á hvern úthaldsdag. Þetta styrkjakerfi hefur verið við lýði frá síðsuntri 1954 og stundum orðið til þess að togarar eru ekki látnir sigla á fullu vélarafli til heimahafnar en urn það talar enginn upphátt. Togararnir skapa atvinnu og meginmálið er að þeim sé haldið til veiða. Og það gera menn Rússneskt verksmiðjuskip á Nýfundna- landsmiðum. Nokkrir smærri togarai; um 300 tonn, sáu um að veiða í þessi stóru skip. 30 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.