Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 36
Þeir hafa fengið 120 tonn í fimm hol- um. Arngrímur loftskeytamaður hefur feng- ið aðvörun frá Bellisland um djúpa lægð sem nálgast þá óðfluga. Heima á íslands- miðum voru menn ekkert að kippa sér upp við slæma veðurspá og og héldu á- fram að toga þangað til veðurofsinn skall á. Þá fyrst var byrjað að taka saman. Áki ætlar ekki að hafa sama háttinn á. Hann ákveður að taka strax mark á spánni enda er dekkið kjaftfullt af fiski. Barómetið hríðfellur og vindur fer vax- andi. Hann stendur beint af Nýfundna- landi. Það fer líka kólnandi. Áki sér á hitamæli að frostið er komið í fjórar gráður. „Þegar barómetið var komið á haus kallaði ég á þá í brúna, Kára 1. stýri- inann, Gísla bátsmann og Ingólf neta- mann. Nú verður hver að standa sig, sagði ég. Ingólfur, þú sérð um brúna, Gilli bátur, þú tekur bátadekkið og Ingólfur sér um hvalbakinn. Það kom svipur á þá en þeir sögðu ekkert en ég heyrði þá tala um það þegar þeir fóru úr brúnni að nú væri kallinn orðinn vitlaus. En ég fann á mér að eitt- hvað vont var 1 aðsigi. Svo kallaði ég á Sigþór vélstjóra og sagði honum að nú myndi ekkert þýða að hringja upp í brú og tilkynna að þetta eða hitt væri bilað. Á slíkt yrði ekki hlustað. Ég styrktist stöðugt í þeirri trú ísinn myndaði brehku sem lá niður aj brúnni ogfram yfir togspilin á dehkinu. Brúarglugg- inn, sem Áki stóð við, er annar opni glugginn frá vínstri á myndinni. Kallamir eru í ncta- bœtningu en af því má ráða að myndin sé ekki tekin á Nýfundnalandsmiðum. að við ættum ekki neinar sældarstundir framundan." Nú reið á að gera skipið sjóklárt. Frí- vaktin er ræst út og karlarnir hamast við að koma karfanum niður í lest. Karfa- haugarnir nema við ljósastagið sem hefur verið strengt úr mastrinu í brúna. Karl- arnir fara hamförum með goggana. Þeir tína aflann, fisk fyrir fisk, í körfur sem þeir rétta manninum í pontinu en hann hellir úr þeirn í rennur sem lestarmenn- irnir beina að stiunum og moka ís yfir. Þeir þurfa að nota gogga til að koma fiskinum í efri stíurnar. Ekki þó að þessu sinni því að aflinn er aðeins þriðjungur þess sem kemst í skipið. Trollin og lestarborðin eru sett niður í fiskilest, bómur eru lagðar niður og fest- ar, vírar dregnir úr blökkum og alll laus- legt hreinsað af dekkinu. Áki á von á stórviðri. í eldhúsinu eru kokkarnir að undirbúa kvöldmatinn klukkan sex. Þeir skipta með sér verkum þannig að annar hugsar um morgunmatinn en hinn kvöldkaffið en þeir hjálpast að við hádegis- og kvöld- matinn. Þennan laugardag hafði Glói séð um morgunmatinn. „Ég lagði mig svo eftir hádegið en var kominn á fætur aftur klukkan hálffitnm. Við Jóngeir vorum búnir að ákveða að hafa nýja lúðu í matinn en það slæddist alltaf upp svolítið af stórlúðu með karf- anum.“ Glói nuddaði stírurnar úr augunum um leið og hann gekk út úr káetunni, þar sem þeir sváfu kokkarnir, og út á þil- far að athuga um kvöldmatinn. Veðrið var sem fyrr svolítið einkennilegt, rjóma- logn en haugasjór. Margir togarar, flestir rússneskir en líka átta íslenskir, eru þarna í einum hnapp. „Ég man að Þor- kell máni, Júní ogjúlí voru þarna örstutt frá okkur,“ rifjar Glói upp. Mokfiskeríið um daginn hafði gefið allnokkrar stórar og feitar lúður. Glói valdi nokkrar í matinn og brá sér síðan inn að ná í hníf til að skera þær. „Ég tafðist eitthvað við að ná í hnífinn, þó ekki lengi, en þegar ég kom út aftur var komið arfavitlaust veður en lúðan fór í pottinn.“ Skömmu síðar byrjaði ísingin. Laugardagurinn 7. febrúar. Fyrsti veiðidagurinn er kominn að kveldi. Áki færir í skipsbókina: „Kl 22.00. Búið að koma karfanum fyrir og kl. 23.00. Búið að gera skipið sjóklárt að svo miklu leyti sem unnt var ... „ Fyrir utan brúargluggann geysar ofsa- veður. Vindhraðinn er á stuttum tíma kominn í tólf vindstig, frostið niður í átta gráður og skollin á íslensk stórhríð eins og hún gerist verst. Enda þótt loftvogin væri ekki bjartsýn á veðurútlitið og þrátt fyrir að frést hefði af ískyggilegum lægðum yfir Nýfundna- landi áttu fæstir von á þeim ósköpum sem nú tóku við. Eins og skipstjórinn á togaranum Þorkeli mána, Marteinnjón- asson, benti síðar á þá var það „... ekkert nýtt, að mjög djúpar lægðir gangi þarna yfir og hefur slíkt ofviðri ekki fylgt í kjölfar þeirra áður.“4 Nú gegndi öðru máli. Vindhraðinn fer vel yfir 100 hnúta og og allt í kring rísa öldur og ná 18 metra hæð áður en þær hníga aftur. Sjómennirnir á Harðbak gera sér reyndar litla rellu út af því þótt skipið steypi stömpum og hverfi annað slagið ofan í svo djúpa öldudali að ekkert blasi við nema himininn og ekki einu sinni hann því hríðin er svo dimm að ekki sést úr augum. Aðalgeir Guðmundsson er 2. vélstjóri. Hann er hálffertugur Suður- Þingeyingur og hefur margt reynt á sjó síðan hann byrjaði forðum sem kyndari á Kaldbak sem þá var stýrt af Sæmundi Auðunssyni er varð þjóðsagnapersóna i lifanda lífi. Aðalgeir er rólyndur ntaður 36 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.