Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 15
Loch Ness. á Gunnvöru; veiddi síld á sumrin og stundaði siglingar á veturna. Það var einu sinni á þessum siglingaár- um mínum á Fagrakletti að við sigldum þvert yfir Skotland. Við höfðum verið í Vestmannaeyjum og keypt bátinn fullan uf þorski. Þegar við vorum komnir lang- leiðina til Fleetwood fengum við sím- skeyti frá Eyjum um að við ætturn að fara til Aberdeen á austurströnd Skotlands og selja fiskinn þar. Við vorum þá komnir inn fyrir Isle of Man og áttum ekki nema 50 sjómílur ófarnar til f'leetwood. Jóni skipstjóra leist ekkert á að sigla hina löngu leið til baka norður fyrir Skotland. Við förum skurðinn, segir hann þá, og átti við Caladoniu kanalinn sem liggur þvert yfir Skotland í gegnum vatnið Loch Ness. Enginn okkar vissi hvað við vorum að fara út í og það funnu á okkur tvær grímur þegar við komurn inn í botn á firðinum þar sem skurðurinn byrjaði. Gríðarstórt fjall gekk nánast fram í sjó °g við þurftum að byrja á því að láta fleyta okkur upp á hálendið áður en sigl- utgin gæti hafist. Óskaplegt mannvirki blasti við okkur í fjallinu sem við ætluð- um að sigla eftir, þetta voru einar fjórtán kvíar sem notaðar voru til að lyfta bátun- Um upp. Með því að láta renna í þær eina á fætur annarri færðumst við sífellt hærra 1 fjallinu. Þegar við vorum loks komnir UPP hófst siglingin eftir skipaskurðinum. Ekki veit ég hvernig á því stóð að við fengum að fara með svona stóran bát upp á fjallið, og þar á ofan drekkhlaðinn, og mér er það til efs að annar jafnstór bátur og Fagriklettur hafi farið um Cala- doniu kanalinn. Það var eins og báturinn drægi allt vatnið á eftir sér í skurðinum og öðru hvoru naggaði hann með hælinn í botn. Miklar vinkilbeygjur voru hér og þar sem var afskaplega vont að ná á svona stórum báti en með lagninni tókst Jóni að komast í gegnum þær. Lóðsinn, sem var með okkur alla leiðina, hafði ekki lag á að ná þessum beygjum enda á fárra meðfæri að mjaka 125 tonna báti, fulllestuðum, eftir þröngunt skurðinum svo ekki bættust við krappar beygjur. Víða voru grynningar en Jón var svo- lítið sniðugur með það sem annað. Þegar lóðsinn lét hann vita af grynningum frarn undan hringdi hann á fulla ferð og sagði mér að vera tilbúnum að stoppa urn leið og hann hringdi aftur. Við vorum með telegraf, handfang sem var snúið uppi í brú og tengdist stórri skífu í lestarrúm- inu. Á henni var vísir sem benti ýmist á fulla ferð, hálfa, hæga, stopp eða afturá- bak. Við gátum líka talað saman í gegn- um talrör sem var tommurör með trekt á endanum. Það sem Jón vissi var að þegar skrúfan hætti að snúast lyftist báturinn og hann treysti á að það myndi fleyta okkur yfir grynningarnar sem líka varð. Oftar en einu sinni munaði litlu að báturinn sæti fastur en í verstu grynning- unum lentum við þegar við áttum skammt ófarið yfir í Morayfjörð þar sem skurðurinn endaði. Það var láglendara þarna austan megin en vestan, við vorum komnir niður af hálendinu og sandur hafði víða runnið í skurðinn og grynnt hann mikið. Á einum stað var sandurinn nálægt því að taka öll völd. Þetta voru um það bil fjórar eða fimm bátslengdir. Jón hringdi á fulla ferð og ég vissi að nú var að duga eða drepast. Og það stóðst á endum að þegar við komum að grynn- ingunum var báturinn kominn á fluga ferð, ég kúplaði frá og við runnum yfir þó ekki án þess að snerta botninn aðeins. Þar með vorurn við komnir í gegn en oft hef ég hugleitt að það hefði verið ógam- an að festa bátinn þarna uppi á fjöllum og óvíst að hann hefði þá nokkurntíma komist á saltan sjó aftur. En siglingin varð okkur svo sannar- lega minnisstæð. Þarna hátt uppi á fjöll- um gátum við virt fyrir okkur fólkið er var að vinna á ökrurn langt fyrir neðan okkur. Sumstaðar hafði trjágróður vaxið yfir skurðinn og við sigldum eins og í trjágöngum með fuglasönginn yfir okkur og allt i kring.Loch Ness vatnið fórurn við endilangt, alls 24 mílur, án þess að sjá örla á skrímslinu." Sjómannablaðið Víkingur - 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.