Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 39
Svo er keyrt af stað aftur „ til að komast sem fyrst í hlýrri sjó og minna frost“, skrifar Áki í skipsdagbókina. Um nóttina og fram á næsta dag er ekki hægt að sigla nema hæga ferð vegna ísingar. En smám saman fer sjávarhitinn að hækka og ísingin breytist í krapagerð. Þetta eru góð tíðindi og í síðasta sinn eru allir ræstir út til að brjóta klaka. Pað gengur á með hryðjum og nokkuð hefur dregið úr vindi. Áki grípur tækifærið og lætur henda pokanum af bakbroðstroll- inu um borð en hann hefur setið á aftur- gálganum allan tímann og safnað á sig ntiklum klaka og valdið slagsíðu á skip- inu. Gisli bátsmaður og Arngrímur loft- skeytamaður fara saman upp á brúarþak- ið. I’eir ætla að freista þess að koma skip- inu í samband við umheiminn aftur. Nú kemur sér vel að Arngrímur er ekki nema 64 kíló. Gísli, sem er heljarmenni og með þær stærstu lúkur sem félagar hans hafa séð, læsir annarri krumlunni í bakið á Arngrími og lyftir honum upp að radarskerminum. Hina notar hann til að halda sér því sjóinn hefur ekki lægt og vindurinn blæs enn, þótt ekki sé með sama krafti og fyrr. Hægt og bítandi þumlungast þeir hringinn um hvítan postulínshattinn og Arngrímur ber var- lega af honum ísinn og tengir vír úr rad- arnum í rekkverkið. Hann verður að duga sem loftnet þangað til þeir komast í land. Bráðlega heyrast kunnugleg hljóð úr loftskeytaklefanum. Viðgerðin hefur dug- að til að koma þeim í samband við Gufu- úesradíó. Argnrímur lætur vita af ferðum þeirra. Tíðindunum er þegar komið norður. Heyrst hefur frá Harðbaki. Hann er á heimleið. Allir eru heilir um borð. Eiginkonur og börn, mæður og feður, unnustur og vinir taka gleði sína á ný. Arngrímur loftskeytamaður veit það ekki ennþá en foreldrar hans hafa unda- farna daga liðið vítiskvalir vegna tveggja sona sinn; sjómannsins um borð í Harð- bak, sent enginn hefur heyrt frá í þrjá sólarhringa, og Sigurðar sem leggur stund á læknisfræði í Suður-Þýskalandi. hlóðir piltanna, Brynhildur Kristinsdótt- lr> er farin utan til að sitja við sjúkrabeð Sigurðar sem liggur þungt haldinn eftir að kviknaði í klæðnaði hans á grímu- oalli. Sigurður andast fáeinum dögum síðar. heir eru aftur farnir að heyra í íslenska Utvarpinu. Hásetarnir eru fluttir frammí °g Kristján stýrimaður stendur stímvakt- tna með háseta. Hringt er á fulla ferð. Allan límann á meðan óveðrið geisaði kir Áki aldrei í koju. Hann hafði staðið v'ð opinn gluggann, rýnt út í sortann og veðurhaminn og haldið skipinu upp í ölduna. Kári Jóhannesson, fyrsti stýri- rnaður, stóð vaktina með honum. En nú er það versta afstaðið og örþreyttur skip- stjórinn leggur sig, þó ekki átakalaust. Fæturnir eru orðnir svo þrútnir að hann kemst ekki hjálparlaust úr sjóstígvélun- um. Aðalgeir vélstjóri verður að toga þau af honum. I loftskeytaklefanum er allt orðið með venjubundnum hætti. Það eru aftur komnar truflanir og suð í Pedersen-tæk- in sem eru alltaf opin. Arngímur sefur hjá tækjunum og um nætur vaknar hann ekki nema kallað sé á Harðbak með morsi eða tali. Önnur hljóð úr tækjunum sefur hann af sér. Karlarnir hlakka til að koma í land. Peir raka sig og sumir fara í sturtu en slíkur munaður er aldrei leyfður fyrr en á heimleið, ef þá á annað borð finnst enn- þá deigur dropi t vantstönkum skipsins. Pað verður að fara vel með vatnið. „Fáir hafa þó nýtt vatnið betur en Tannhvala Jón,“ rifjar Jón kokkur upp. „Einu sinni vorum við á saltfiskveiðum og Jón, sem þá var kokkur, hreykti sér af því að þetta væri fimmti dagurinn sem hann notaði sama vatnið í uppvaskið.“ Hlátraskðll kveða við og fleiri sögur eru sagðar. Það er létt yfir körlunum sem er þó aðeins á yfirborðinu. Peir reyna að ýta til hliðar óþægilegum hugsunum urn lífsháska og dauða en þögnin sem hvílir yfir Júlí kveikir hjá þeim beyg. Sumir þeirra eru strax byrjaðir að þrýsta þess- um erfiðu febrúardögum djúpt niður í undirmeðvitundina. Svo koma skilaboð frá útgerðinni í landi. Þeim er uppálagt að halda til veiða og koma ekki að bryggju fyrr en á mánu- daginn en mánudagar eru venjubundnir löndunardagar Harðbaks. Arngrímur skrifar skeytið á blað og skundar með það til Áka. Það kemur stór munntota á skipstjórann. Honum fellur þetta ekki. „En ég hefði haldið áfram ef það hefði verið hægt en staðreyndin var sú að skip- ið var ekki veiðihæft og það tók nokkra daga í landi að gera það klárt á miðin aft- ur.“ Skeytið er hengt upp á töflu í matsaln- um og Áki lætur þau boð út ganga að ekki skuli hreyft við veiðarfærum eða öðru. Það er einfaldlega ekki til neins. Skipið skal leggjast að bryggju með sama viðbúnaði og þeir tókust á við óveðrið. Á íslandsmiðum er hið versta veður en sjó- mennirnir á Harðbak taka varla eftir því. Þeir hafa verið heimtir úr helju. Aðfararnótt sunnudagsins 15. febrúar siglir Harðbakur eftir vitum og ratsjá inn Eyjafjörð. Það er allhvasst og hríðar- haglandi. Laust fyrir níu urn morguninn er búið að binda skipið við nýju Togara- bryggjuna á Oddeyri. Á bátaþilfarinu eru seinustu klakarnir af Nýfundnalandsmið- um að bráðna af skipinu. Heimildaskrá Prentaðar heimildir: Baldur Óskarsson: „Karfaveiðar“, Víkingur októ- ber 1957. „Frá Nýfundnalandsmiðum, rætt við togaraskip- stjóra", Víkingur mars 1959. „Gerpir í harðsóttri veiðiför“, Víkingur mars 1959 Gottfreð Árnason: „Togararnir 1961“, Ægir 1. maí 1962. Jakob Magnússon: „Fiskileit 1958“, Ægir 1. mars 1959. Jón Hjaltason, Hjalti Einarsson, Ólafur Hanni- balsson: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, 3. b., Yfir lönd, yfir höf, Reykjavík 1997. Jón Hjaltason: „Steinn undir framtíðarhöll“. Saga Útgerðarfélags Akureyringa hf. 1945- 1995, Akureyri 1995. Jónas Guðmundsson: „Grænlands- og Ný- fundnalandsveiðar", Víkingur mars 1959. Kjartan Thors: „Togaraútgerðin", Ægir 15. janú- ar 1959. Loftur Bjarnason: „Togaraútgerðin 1959“, Ægir 15. janúar 1960. Ólafur Hannibalsson, Jón Hjaltason: Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, 2. b., Með spriklið í sporðinum, Reykjavik 1997. „Togarinn Júlí ferst“, Víkingur mars 1959. Unnur Karlsdóttir: „Vilhelm Porsteinsson“, Þeir vörðuðu veginn, Akureyri 1996. „Þorkell máni hætt kominn“, Víkingur mars 1959. „Þorskaflinn“ 1947-61 eftir veiðisvæðum", Hag- tíðindi ágúst 1963. Óprentaðar heimildir: Leiðarbók Harðbaks EA 3, 2. júlí 1957-1. janúar 1959, í vörslu Brims hf. Leiðarbók Harðbaks EA 3, 2. janúar 1959-20. maí 1960, i vörslu Brims hf. Skrá yfir skipsverja í vörslu sýslumannsins á Ak- ureyri. Viðtöl: Aðalgeir Guðmundsson, 2. vélstjóri. Arnald Reykdal, háseti. Arngrímur Jóhannsson, loftskeytamaður. Áki Stefánsson, skipstjóri. Jóngeir Guðlaugsson, 2, matsveinn. Kristján Valdimarsson, 2. stýrimaður. Jón Hjaltason, 1. matsveinn. 1 Gottfreð Árnason: Togararnir 1961, Ægir 1. maí 1962. Ég hef engar tölur fyrir árin á und- an en vafalítið hafa úthaldsdagar þá verið álika margir og 1961. 2Jón Hjaltason: „Steinn undir framlíðarhöll", Saga Úlgerðarfélags Akureyringa hf. 1945- 1995, bls. 84. 3 Ólafur Hannibalsson: Sölumiðslöð hraðfrysli- húsanna, 2. b., bls. 326. 4 „Þorkell máni hætt kominn“, Vikingur mars 1959, bls. 42. Samhljóða frásögn birlisl i Morgunblaðinu 17. febrúar 1959. Sjómannablaðið Víkingur - 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.