Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 6
Gils Gnðmundsson ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings, 1945 til 1954 Gils Guðmundsson fyrrverandi alþingis- maður, ritstjóri og rit- höfundur lést í Reykja- vík 29. apríl síðastlið- inn, á 91. aldursári. Með honum er genginn merkur frœðaþulur sem lagði drjúgan skerf til sögu sjávarútvegs og siglinga á íslandi og var um árabil ritstjóri Sjómannablaðsins Vík- ings. Er því við hœfi að hans sé minnst hér með fáeinum orðum. Gils Guðmundsson var Vestfirðingur að ætt og uppruna, fæddur í Innri-Hjarð- ardal í Önundarfirði 31. desember 1914. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Gilsson bóndi í Innri-Hjarðardal og kona hans Sigríður Hagalínsdóttir. Að loknu barna- og unglinganámi hleypti Gils heimdraganum og hélt til náms við Kennaraskóla íslands. Þaðan brautskráð- ist hann árið 1938 og var næstu tvö árin kennari við íþróttaskólann í Haukadal í Biskupstungum. Úr Haukadal lá leiðin suður á nes og veturinn 1940-1941 kenndi Gils við unglingaskóla í Garði og Sandgerði og starfaði síðan sem af- greiðslumaður i Sandgerði, uns hann fluttist til Reykjavíkur árið 1943. Þar helgaði hann sig ritstörfum næstu árin. Árið 1953 var Gils kjörinn alþingis- maður Þjóðvarnarflokksins í Reykjavík og sat á Alþingi til 1956. Árið 1963 bauð hann sig fram fyrir Alþýðubandalgið í Reykjaneskjördæmi og var þá kosinn á þing að nýju. Eftir það sat hann á þingi sem þingmaður Reyknesinga til ársins 1979, er hann lét af þingmennsku. Á Al- þingi voru Gils falin margvísleg trúnað- arstörf og þótti jafnan vel fyrir þeim mál- um séð sem hann tók að sér. Hann átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum, utan þings sem innan, en starfaði þó öðru fremur að menngingarmálum hvers konar. Hann sat á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna árið 1970, á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna 1974-1974, var forseti neðri deildar Alþingis 1971- 1974 og sameinaðs þings 1978-1979. Þá var hann forstjóri Menningarsjóðs um nitján ára skeið, 1956-1975, og hafði þar forgöngu um útgáfu ýmissa merkra rit- verka. Gils Guðmundsson var fræðaþulur í bestu merkingu þess orðs. Hann hóf ungur að skrá og safna sagnaþáttum úr heimahögunum á Vestfjörðum og gaf þá út í sex bindum á árunum 1942-1953. Nefndist það ritsafn Frá yztu nesjum. Á árunum 1943-1946 vann hann að sínu mesta ritverki, sem trúlega mun halda nafni hans á lofti lengur en önnur verk hans. Það var Skútuöldin, saga þilskipa- útgerðar á íslandi frá því á ofanverðri 18. öld og fram á öndverða 20. öld. Hún kom út í tveimur bindum á árunum 1944-1946 og síðan aftur endurskoðuð og aukin í fimm bindum áriðl977. Skútuöldin er höfuðverk um sögu þil- skipaútgerðar á íslandi og eitt fárra ís- lenskra sögurita frá 20. öld, sem geta með nokkrum hætti kallasl klassísk. Við samningu verksins naut Gils þess að þekkja marga gamla skútumenn og með viðtölum við þá tókst honum að forða frá glötun miklum fróðleik um þetta merka tímabil íslenskrar sjávarútvegs- sögu. Verkið ber höfundi sínum gott vitni. Fað er afbragðsvel skrifað, á fallegu og liflegu máli, svo unun er að lesa. Auk þeirra rita sem hér hafa verið nefnd skrifaði Gils fjölda annarra bóka, sæg af blaða- og tímaritsgreinum og ann- aðist útgáfu safnrita. Hann tók saman fimm bindi í hinum vinsæla bókaflokki „Aldirnar", Öldin okkar og Öldin sem leið og ritstýrði einnig tímaritum um lengri eða skemmri tíma. Hann var rit- stjóri Sjómannablaðsins Víkings á árun- um 1945-1954, um hríð með öðrum. Mun á engan hallað þótt fullyrt sé, að Víkingurinn hafi sjaldan notið meiri vin- sælda meðal íslenskra sjómanna en á rit- stjórnarárum Gils. Gils Guðmundsson var ljúfur maður í framgöngu, hjálpfús og hafsjór af fróð- leik um menn og málefni liðinnar tíðar. Með honum er genginn einn hinji síðasti úr flokki íslenskra sagnaþula, manna sem tóku saman, skráðu og miðluðu sögulegum fróðleik með þeim hætti að þeir hlutu fyrir lof alþjóðar. Jón Þ. Þór Ryðfríir stálbarkar Barhasuða Guðmundar ehf. á „Vesyjrvör 27 • 200 Kópavogur Sími: 564 3338 Fax: 554 4220 898 2773 GSM: 896 4964 Kt. 621297 2529 fyrir Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnslagnir Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum 6 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.