Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 34
ári. Oftast hefur verið haldið austur fyrir Grænland. Árið 1957, eftir enn einn Grænlands- leiðangurinn, þóttust fiskifræðingar þess fullvissir að „suðaustur-grænlenska svæðið“ væri þrautkannað og þar engin von um að finna fleiri karfamið. Spurn- ingin vorið 1958 var því; hvert átti að halda? Veiðin fór þverrandi við ísland og karfinn var hviklyndur fiskur og virtist ekki bundinn átthagafjötrum. Það þurfti því sífellt að elta hann uppi. Fréttir höfðu borist af mikilli karfaveiði Banda- ríkjamanna, Rússa og Kanadamanna á veiðisvæði út af Nýfundnalandi. Því ekki að halda vestur? veltu ís- lensku fiskifræðingarnir fyrir sér og þangað fóru þeir í júlí 1958 á logaranum Fylki. Árangurinn varð framar öllurn vonum og íslensku togararnir þyrptust á Nýfundnalandsmið og mokveiddu. Afl- inn var svo rnikill og svo fljóttekinn að þrátt fyrir að siglingin fram og til baka tæki um tíu sólarhringa mátti það heita regla að togararnir kætnu tvisvar í mán- uði að landi með fullfermi af Nýfundna- landsmiðum. Þessi mikla anahrota stóð með litlum hléum út árið. í landi prísuðu útgerðarmenn sig sæla og þökkuðu hátt og í hljóði fyrir nýju miðin. Ef þau hefðu ekki fundist, segja þeir hver við annan, hefði lítið annað blasað við en stöðvun togaraflotans. Karlarnir um borð í togurunum eru ekki síður fegnir. Þeir hafa aldrei kynnst öðrum eins miðum, aflinn er ótrúlegur og það sem þeim finnst ekki síður merki- legt, bætningar heyra nánast sögunni til. Áki útskýrir af hverju: „Botninn var al- veg rennisléttur og engin leið að rífa tnöskva. Það var aðeins í Sundálnum, sem var nyrst á veiðislóðinni, að fyrir- fannst grýttur boln. Þar var veitt á rniklu dýpi, 200 föðmum og aflinn var stór karfi. En þangað fórum við aðeins þegar ekki aflaðist annar staðar." Gengiðfrá eftir venjulegan túr á Nýfundna- landsmiðum. Sjómennimir kölluðu það mont- fislt sem sett var á deltkið. Hann sýndi svo eltki varð um villst að aflaklœr voru á ferð. Á þessari mynd af Harðbak er montfiskurinn tekinn að safnast fyrir framarlega á dekkinu vinstra megin. Harðbakur er komin á bleyðuna. Kall- inn er í brúarglugganum og setur totu á munninn. Hvergi sést lil lands. Nokkrir togarar eru að veiðum, fáein risastór rússnesk verksmiðjuskip, tvö til þrjú þúsund lestir hvert, og svo íslendingarn- ir. í talstöðvunum hefur heyrst í þýskum og hollenskum sjómönnum en þeir eru norðar og hafa ekki enn áttað sig á tilvist Ritubankans. Það er frostlaust og sjórinn spegislétt- ur. Ritubanki, eða „syðstu karfamiðin", eins og svæðið er einnig kallað, er á svip- aðri breiddargráðu og syðsti hluti Eng- lands. Veðurfar er því hagstætt og ntiklu betra en íslenskir sjómenn eiga að venj- ast. Það er einna líkast því sem gerist á sildveiðunum heima, lætur einn togara- skipstjórinn hafa eftir sér. Sjómannakon- um léttir við að heyra þetta því eins og allir vita eru síldveiðarnar stundaðar að sumrinu til þegar hlýjast er i veðri á ís- landi. Áki kallar: Láta það fara. Kristján Valdimarsson, 2. stýrimaður, stjórnar við spilið. Skipanir og köll kveða við. Bobbingarnir hlykkjast yfir lunninguna, trollið fer á eftir og rópstroffan sem á það lil að taka með sér sjómenn sem gæta sín ekki. Það má aldrei standa innan í stroff- unni. Hlerarnir skella í sjóinn og Kristján og félagi hans við spilið slaka út vírunum. Varpan fer í botninn og vírarnir eru tekn- ir í blökkina. Dýpið er um 170 faðmar. Áki rýnir á dýptarmælinn. Hann hefur engar áhyggjur af botninum en fylgist af áhuga með svörtum karfalóðningum. Hann er hugsi. Vandamálið á Nýfundna- landsmiðum er að giska á mínútufjöld- ann sem það tekur trollið að fyllast. Heima toga menn í klukkustund, eða eina og hálfa, en hérna er aflinn oft á tíð- um svo mikill að togtíminn fer niður í fimm mínútur. Og vissulega er betra að toga heldur skernur en lengur því að það er ekkert áhlaupsverk að gera við trollið ef það springur. Áki hefur gjóað augunum á skipin í kring til að átta sig betur á aflabrögðum. Talstöðin þegir. Þeir eru stórir upp á sig togaraskipstjórarnir. Jafnvel þóttafullir og Áka dettur ekki í hug að kalla í einhvern þeirra og spyrja frétta. Hann veit sem er að þeir myndu ekki taka því vel. Áki dæsir. Það er engu líkara en að þessir kallar haldi að skipstjórnarkunnáttan sé ásköpuð guðsgjöf en ekki eitthvað sem lærist, meðal annars með því að spyrja sér eldri og reyndari skipstjóra. Eftir korter kallar kallinn, hífa. Karl- arnir stökkva í klofstígvélin og smeygja sér í sjóstakka utan yfir enskar ullarpeys- ur sem Herluv Ryel í Gránuverslun hefur selt þeim undir vökulum augum stóra Scháferhundsins sem fylgir eiganda sín- um eins og skugginn. Sjómennirnir á Harðbak eiga allir svona bláar Viktoríu- peysur, jafnt skipstjórinn sem nýgræð- ingurinn. Þær eru þunnar og þjálar en þó hlýjar og gleypa í sig rakann úr stökkun- um án þess að eigandinn verði hans var. Af vana setja surnir upp sjóhatt en aðrir eru með húfu eða berhöfðaðir. Veðrið er svo gott. Hvellur og urgandi ískur segir körlun- um að búið sé að slá úr blökkinni og spilið komið af stað. Kallinn í brúnni er léttur á brún og engin tota sjáanleg á munninum þegar hann keyrir skipið í hring á hægri ferð til að koma í veg fyrir að trollið komi of hratt upp og springi. Svo flýtur belgurinn og pokinn, aftasti hluti botnvörpunnar, upp, rétt við það að rifna utan af eldrauðum fiskinum sem Færeyingar kalla kóngafisk. Þeir eru margir Færeyingarnir sem hafa fengið pláss á íslenskum togurum og hver veit nema kóngafiskur eigi eftir að ryðja karfa úr íslenskum orðabókum. Pokinn er hífður upp uns hann hangir yfir dekkinu og sjórinn fossar yfir Arnald pokamann sem hefur snör handtök, leys- ir frá og hnýtir fyrir aftur. Pokinn fer fyr- ir borð og enn taka karlarnir á belgnum. Þeir eru fimm saman og eru samtaka þegar skipið vaggar mjúklega upp í hóg- væra ölduna. Fiskurinn þrýstist niður í pokann og aftur er híft. Þannig gengur þetta uns varpan er tæmd og látin fara á nýjan leik. í þetta skiptið var halið tíu pokar. Mokafli. Karlarnir spýta við tönn og eru á- nægðir. Um kvöldið skrifar Áki í dagbók- ina: „Mjög góð veiði allan daginn til kl. 18.00 en þá tekið innfyrir ... „ 34 - Sjómannablaðið Víkin^ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.