Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 18
Lokum hringnum Slysavarnarfélagið Landsbjörg flautar nú til þjóðarátaks svo kaupa megi þrjú björgunarskip sem leysa skulu af hólmi önnur eldri sem eru á Siglufirði, Patreks- firði og Vopnafirði. Markmið félagsins er að ávallt séu til taks öflugir bátar sem senda má út með litlum sem engum fyr- irvara likt og gerðist á dögunum þegar Hildur ÞH sökk austur af Raufarhöfn. En eitt björgunarskipanna, Gunnbjörgin, er einmitt staðsett á Raufarhöfn. Aðrar hafnir sem geyma slík skip eru í Hafnarfirði, Reykjavík, á Rifi, ísafirði, Skagaströnd, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Grindavík og Sandgerði. Samtals eru þetta fjórtán skip sem Landsbjörg á og rekur. Á fimmta landsþingi Landsbjargar, sem haldið var á Akureyri 20. og 21. maí síð- astliðinn, var undirritaður samstarfs- samningur á milli Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðuneytisins og Landsbjargar. Þar er gert ráð fyrir aukinni samvinnu um þjálfun starfsmanna samningsaðila og að Gæslan fái afnot af björgunarflota Landsbjargar til verkefna er hún sinnir. Þessi samningur eykur enn gildi björg- unarskipanna en það ríður óneitanlega á Meðal þeirra fimmtánhundruð erfór- ust þegar Titanic hvarf í hafið var breshi spíritistinn og blaðamaðurinn William Thomas Stead. Fljótlega eftir dauða sinn tók Stead að opinberast miðlum og var séra Matthías Jochums- son, sem þá var búsettur á Akureyri, fljótur að fagna fréttunum. Arthur Gook trúboði á Sjónarhceð var á hinn bóginn vantrúaður og kallaði þetta svik og svindl og reyndi að benda Ak- ureyringum á villuna í allri andatrú. Matthías tók þetta óstinnt upp. Ekki miklu að loka megi hringnum svo öfluga björgunarbáta verði að finna á öllum stærri höfnum landsins. væri allt sem sýndist og margt mætti finna í sjálfri Biblíunni sem ekki stæði í valdi manna að skilja eða sanna án þess að það rýrði neitt sannleiksgildi hennar. Gæti Gook til dæmis sannað að asna Bileams hefði talað hebresku? Gook svaraði: „Ég hef enga ástæðu til að ætla að asna Bileams gæti ekki talað hebresku fyrst ég hef heyrt um asna sem getur talað ís- lensku og kann ofurlítið í öðrum tungu- málum. Og þvi skyldu ekki asnar tala eins og menn fyrst menn tala stundum eins og asnar?“ Asna Bileams Fyrsti heiðurs- félaginn, Ingvi R. Einarsson Föstudaginn 20. maí síðastliðinn hélt Félag skipstjórnar- manna sinn fyrsta aðalfund en félagið var stofnað 24. jan- úar 2004. Við það tækifæri var skipstjórinn Ingvi R. Einarsson gerður að fyrsta heiðursfélaga félagsins. Ingvi er vel að þessum heiðri kominn. Hann var enn á ung- lingsaldri þegar sjórinn dró hann lil sín. Fyrsta plássið fékk hann á Nönnunni. Síðan eru mörg ár og nokkur skip. Upp úr 1960 hófst skipstjóraferill Ingva en hann lauk sjómannsferli sínum á Faxa. Ingvi hefur lengi verið viðriðinn félagsmál sjómanna og var um skeið formaður Skipstjóra og stýrimannafélagsins Kára i Hafnarfirði. Ingvi hefur verið öflugur talsmaður þess að sam- eina öll skipstjórnarfélög landsins og átti stóran þátt í að koma því ferli af stað sem nú er komið vel á veg og kristallast í Félagi skipstjórnarmanna. Ingvi R. Einarsson. 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.