Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 10
Það kantraði hjá okkur Það \ar 4. ágúst 1961. Dagur- inn rann upp bjartur og fagur. Veðrið eins og best varð á kos- ið, logn og blíða. Ég \ar ein heima með börnin mín fimm. Eiginmaður minn, Helgi Bjarnason, \ar á síld á Helga Fló\entsyni, 100 tonna bát sem hann átti ásamt fleirum, í hlutafélaginu Flóka hf. Börnin okkar eru: Aðalsteinn, þarna tæpra 12 ára, Kristjana, tæpra 11 ára (- alltaf kölluð Didda), Bjarni Hafþór, 4ra ára, Helgi, 2ja ára og Ingibjörg, 7 vikna. Við bjuggum í Ásgarðsvegi 15, Grafar- bakka, efri hæð. Á neðri hæðinni bjuggu tengdaforeldrar mínir; Kristjana Helga- dóttir og Bjarni Ásmundsson. Hjá okkur gekk lífið sinn vanagang. Ég fór snemma á fætur, baðaði ungabarnið og klæddi litlu drengina. Þeir fóru svo út að leika sér á túninu fyrir norðan húsið. Það var ekkert dagheimili á Húsavík á þessum tíma en ég þurfti litlar áhyggjur að hafa, bílaumferðin um Ásgarðsveginn var sáralítil og svo myndi Didda líta eftir þeim. Hún fór einnig í sendiferðir i búðir ef á þurfti að halda. Aðalsteinn var í snúningum ýmist fyrir afa sinn, Bjarna, sem stundaði fiskverkun í húsi fyrir neð- an Bakkan, eða vann á síldarplani þegar síld barst til söltunar. Þá unnu börn ýmis verk þar. Hvað mig snerti þá sinnti ég hefðbundnum heimilisstörfum en auk þeirra sá ég um hluta bókhaldsins fyrir Flóka hf. Það var fólgið í því að greiða ýmsa smærri reikninga sem og að greiða konum skipverja peninga til heimilisnota þar sem þeir voru sjaldan heima. Það ríkti gleði í Grafarbakka þennan dag. Við fréttum um hádegi frá talstöð- inni, sem fylgdist með síldarbátunum, að Helgi Flóventsson væri með fullfermi af síld á leið til Raufarhafnar. Skömmu eftir hádegi þennan dag kom til mín ungur maður, Pálmi Karlsson. Hann var hress og kátur, kom til að segja mér frá þvi að hann væri búinn að taka bílpróf. Væri nú á bíl Guðmundar bróð- ur síns og mætti hafa hann. (Guðmund- ur var háseti á Helga Flóventsyni). „Ef þú þarft að nota bíl skal ég koma og skjótast með þig,“ sagði hann. Ég þakkaði honum það, vissi þó að ég færi engra ferða um bæinn þennan dag- inn nema með barnavagninn. Pálmi staldraði við hjá mér góða stund, þáði kaffisopa, kvaddi svo glaður í bragði og / Greinarhöjundur, Jóhanna Aðalsteinsdóttir. endurtók þetta góða boð. Á að giska þremur stundum seinna ætluðum við tengdamamma að skreppa í búð. Vorum við ferðbúnar í forstofunni þegar síminn hringdi. Didda, sem var hjá okkur, hljóp upp og svaraði, en kallaði strax: „Mamma það er síminn til þín, Raufar- höfn radíó.“ Ég snaraðist upp og tók símann. Konurödd segir: „Er Jóhanna við?“ ,Já,“ svara ég. Konan hverfur úr símanum og ég heyri ekkert um stund. Svo kemur hún inn aft- ur og talar nokkru hærra: „Þú verður að vera Jóhanna." ,Já, ég er Jóhanna,“ segi ég. „Stígandi Ólafsfirði ætlar að tala við þig-“ Nú er eitthvað bilað í talstöðinni í Helga Fló, ég verð að taka skilaboð, hugsa ég með mér. En eftir smá þögn kemur Hreiðar Bjarnason skipstjóri á Helga Fló í símann: „Komdu sæl,“ segir hann rólega. Ég heilsa honum og hlusta. „Við erum allir hérna í Stíganda. Það kantraði hjá okkur." Mér brá nokkuð við að heyra þetta, ég vissi ekkert hvað var að kantra, sagði ekkert, beið eftir að hann talaði. „Við verðum á Raufarhöfn um áttaleyt- ið í kvöld.“ Nú var ég farin að tvístíga nokkuð hratt, reyna að leiða stressið út um fæt- urna og um leið passa röddina, ég vissi að allur flotinn og landstöðvarnar gætu hlustað. „Hvað kom fyrir og hvenær gerðist þetta, Hreiðar?“ spurði ég með nokkuri áherslu. Hann útskýrði þá fyrir mér að báturinn hefði sokkið á mjög skammri stundu en áhöfnin hefði öll komist í björgunarbátinn og verið tekin um borð í Stíganda. Nú bað hann mig að gera þrennt: Fyrst að fara til sýslumannsins og biðja hann að hringja í hreppstjórann á Raufarhöfn, til að láta hann taka skýrslu af skipstjór- anum á Stíganda um leið og þeir kæmu að, svo að Stígandi kæmist út strax aftur. Þar næst að senda bíla frá Húsavík til að sækja áhöfnina og í þriðja lagi að láta alla aðstandendur skipshafnarinnar vita um ástandið áður en fréttir kæmu í út- varpinu um að báturinn væri sokkinn. Ég meðtók þessa beiðni og lofaði að gera þetta. En nú voru aðstæður allt ann- að en góðar. Tengdamamma, sem stóð niðri í forstofunni á meðan ég var í sím- anum, skynjaði að eitthvað var að og fékk taugaáfall. Þarna stóð hún og ríghélt sér í handriðið við stigann og hljóðaði hástöfum: „Þeir hafa farist! Þeir hafa farist! “ Ég reyndi að róa hana og leiða inn í rúm en hún virtist ekki geta áttað sig. Aftur hringdi síminn og Didda svaraði aftur og kallaði á mig. Ég fór í símann, þetta var ína Péturs. „Hvað er að?“ spyr hún, „af hverju er Stjana að hljóða?" „Hvar ertu?“ spurði ég á móti. „Við Addí erum hérna á símstöðinni. Við ætlum að koma og fá peninga hjá þér af því að báturinn er með fullfermi." „Komið þið til mín strax, ég þarf að tala við ykkur,“ sagði ég. (Símstöðin var örstutt frá Grafarbakka). Næst bað ég Diddu, sem ég sá að hafði grátið, að fara fyrir mig til Pálma Karls, biðja hann að finna mig á bílnum og koma með honum til baka, en tala ann- ars ekki við nokkurn mann. Didda fór strax af stað, mætti ínu og Addý i útidyr- unum, þurrkaði af sér tárin og sagði: „Helgi Fló er sokkinn en mennirnir komust í annan bát,“ svo hljóp hún. Ég var inni hjá Kristjönu, sem hafði ekki jafnað sig og hljóðaði enn. Þær ína og Addý komu inn til okkar og brustu báðar i grát. Inga litla sem var í barna- vagninum ulan við gluggann var vöknuð og ég heyrði að hún grét. Þetta var nokk- uð magnþrungið augnablik hjá mér, þær voru fimm grátandi. Nú var annað hvort tveggja fyrir mig að gera: Að gráta líka eða sýna hörku. Ég tók seinni kostinn, enda ekki annað fært. Ég stappaði i gólf- ið til að hrista úr mér meyruna og hálf hrópaði á ungu konurnar: „Það er engin ástæða til að bera sig svona, þið verðið að hjálpa mér. Ég þarf 10 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.