Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 51
skuld eru menn með þennan grunn fyrir- tækjunum mikilvægir og góðir starfs- kraftar, enda skiia þeir allt öðruvísi og verðmætara starfi en þeir sent hafa minni og fábreyttari menntun. Breytingar í skrefum Þegar Menntafélagið tók við skólun- um tveimur var ákveðið að fara hægt í sakirnar við breytingar. Nálgast hlutina nteð skrefum fremur en stökkum. Vissu- lega var ákveðin andstaða ríkjandi við breytingar. Við vildum því ekki byrja á umbyltingum enda er slíkt sjaldnast af- farasælt. Ef farið hefði verið bratt í málið hygg ég að sameining hefði verið útilok- uð. Því varð að vinna hlutina svolítið innanfrá og undirbúa jarðveginn fyrir það sem koma skyldi." Skrefið til santeiningar var stigið til fulls í lok febrúar þegar nafn Fjöltækni- skóla íslands var kynnt - sent og ýmis nýmæli í skólastarfinu sem koma munu til framkvæmda í áföngum á næstu miss- erum. Nýtt nafn sem spannar alla starf- semina var okkur mjög mikilvægt, ann- ars hefðu verið bér einhver sjö átta nöfn í umferð og slíkt gengur aldrei upp. begar fólk heyrir minnst á Stýrimanna- skólann, Vélskólann eða Sjómannaskól- ann þá heldur það í mörgutn tilfellum að þar séu á ferð skólar eingöngu fyrir sjó- nrenn. Það er alls ekki raunin og viljum við reyna að fyrirbyggja þennan mis- skilning, enda stór hluti vélstjórnar- rnanna sem vinnur í landi. Einnig viljurn við ná til unga fólksins sem er að koma úr grunnskólunum því við erum jú eins °g hver annar framhaldsskóli. Taeknigreinar vanmetnar A liðnu vori voru brautskráðir frá skól- anum fyrstu vélfræðingar útskrifaðir samhliða sem stúdentar frá Fjöltækni- skólanum og var það stórt og langþráð skref í þróun skólans. Almennt tel ég að verknám hverskonar °g tæknigreinar hafi verið vanmetið og rnenn lagt einum of þunga áherslu á hóknámið. Stúdentsprófið, sem íslend- ’úgar líta á sem einskonar manndóms- vigslu, gefur mjög misvísandi skilaboð. Próf úr félagsfræðideild er ekki aðgöngu- •úiði í verk- eða tæknifræðinám. Því tel eg að framhaldsskólarnir verði að sér- hæfa sig, til dæmis á þann veg sem við erum að gera. Auðvitað rná leiða að því rök að ungmenn viti ekki nákvæmlega Sextán ára göntul hvert hugur þeirra stefnir í námi. Flest held ég að geti þó gert það upp við sig hvort þau vilji til hæmis helga sig bókmenntagreinum, heimsspeki og einhverju slíku - eða þá lara í tækni raungreinanám. Stúdentspróf á þeirri línu sem jafnframt veitir starfs- rettindi er að minni hyggju mjög góður kostur.“ hlám á vélstjórnarsviði lil 4. stigs gefur stúdentspróf og einnig lögvernduð at- vinnuréttindi sem ekki fást í hefðbundn- um framhaldsskólum. Það eru rniklar ranghugmyndir uppi um nátnið á þess- um sviðuni - sérstaklega vélstjórnarsvið- inu. Margir halda að vélstjórar séu ein- göngu á sjó en allt að sjötíu prósent menntaðra vélstjóra vinnur í landi. Þeir eru þar sem vélar eru, í verslunarmið- stöðum, orkuverum og virkjunum svo dæmi séu nefnd. Atvinnumöguleikar í þeirri stétt eru góðir sem og tekjumögu- leikar. Sjávarútvegssvið með diplómagráðu Vilji er til þess Fjöltækniskólinn hleypi af stokkunum nýrri námsbraut á sjávar- útvegssviði. Nám þetta yrði einkurn ætl- að fólki sem hefur starfsreynslu úr sjáv- arútveginum og vill bæta við sig mennt- un í stjórnun og rekstrargreinum, með það fyrir augum að koma að stjórnun fyrirtækja í greininni. Stjórnendur Fjöl- tækniskólans hafa undanfarið átt i við- ræðurn við hagsmunaaðila í sjávarútvegi um nánari útfærslu á þessu nárni og hafa kynnt málið fyrir menntamálaráðuneyt- inu en ljóst er að þörf er á því að bjóða nám af þessum toga. Gæðavottun eykur aga í skólastarfinu Fjöltækniskóli íslands er samt ekki al- veg eins og venjulegur framhaldsskóli. Skólinn er öðruvísi en aðrir skólar og er í raun sérskóli. Við höfum farið í gegn- um og fengið formlega ISO 9001 vottun og erurn við á undan skólasamfélaginu í þessunt efnum. Alþjóðasiglingarstofnun- in krefst þess að skólar fari í gegnum þetta vottunarferli svo nemendur fái al- þjóðaatvinnuréttindi og geti unnið hvar sem er í heiminum. í þessu vottunarferli felast verulegar breytingar í innra kerfi okkar og vinna okkar verður gegnsærri. Nú er allt starf innan skólans tnarkviss- ara og agaðra Við undirbúning gæðavottunar þurft að velta við ölluin steinum í starfi skól- ans og endurskoða bæði rekslur og kennslustarf. Þessi vinna hefur leitt til rneira skipu- lag i skólastarfinu og í raun er mjög lær- dómsríkt og endurnærandi að fara í gegnum svona ferli. Ég tel að vottunin rnuni í framtíðinni skapa rneiri aga en verið hefur i kennsluháttum. Nám er fyrst og síðast vinna og snýst skólastarf- ið um að veita nemendum og þar með samfélaginu góða þjónustu. Að slíkt starf sé unnið eftir ýtrustu kröfum fag- mennsku er mikilvægt - en lengi má gott bæta. Framtíðin Þeir sem nema hjá okkur, til dæmis til vélstjóra, eru betur undirbúnir fyrir Há- skólanám í lil dæmis verkfræði en þeir sem koma úr hefðbundnum framhalds- skólum. Hjá okkur öðlast þeir stúdents- próf ásamt því að fá lögvernduð starfs- réttindi og eru búnir að læra mjög ítar- lega um rafmagn, krafta og annað sem snýr að tækni og vélum. Ég er bjartsýnn á framtíð Fjöltækni- skólans og að með góðri samvinnu þeirra sem standa að skólanum og atvinnulífs- ins standi skólinn undir þeim kröfum sem til hans verða gerðar. Jón B. Stefánsson skólameistarí J 1 Vetjur fss. cjHL ■jm [ ,vB jr" hafsins! dl V Viðskiptahúsið FASTEIGNIR • FYRIRTÆKI • SKIP • VEIÐIHEIMILDIR AUSTURSTRÆT117,4H • 101 REYKJÁVIK * SIMI: 566 8800 • FAX: 566 8802 • WWW.VIDSKIPTAHUSID.IS 51 - Sjómannablaðið Víkingui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.