Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 37
Tannhvala-Jón að störfum í matsal Harðbaks. Eitt sinn sem oftar þegar karlarnir komu aftur í aðfá sér kaffi á meðan óveðrinu stóð taldi Kári stýrimaður hjark í sína menn sem báru sig mis- jafnlega og sagði: „Drengir mínit; við höfum þetta af. Ég er búinn að reyna þetta einu sinni áður ogfinn að við höfum þetla af.“ Kári, sem var mjög rólegur og yfirvegaður maðui; visaði þarna til þess er hann var á togaranum Verðifrá Patrehsfirði semfórst íjanúar 1950 og með honumfimm manns af 19 manna áhöfn. og traustur og lætur sér fátt vaxa 1 aug- um. „Ég var á vakt fyrstu óveðursnóttina. Þetta var venjuleg vakt. Skipið fór vel með sig og var rólegt í hreyfingum. Áki andæfði og við vissum að veðrið var ekki gott. Það var þó ekki fyrr en á vakta- skiptum um morguninn, klukkan 6, að ég áttaði mig á ísingunni. Ég leit út um glugga á keisnum og sá að kominn var íshellir undir bátadekkið. Hvergi sá í skipið sjálft og ísinn fyllti meira að segja á milli stoðanna sem halda dekkinu uppi. Slíkt hafði ég aldrei séð áður og aldrei síðan.“ Einu gluggarnir sem ekki ísa eru á eld- húsinu þar sem olíufíringin er á fullu. Það er alltaf hægt að fá heitt og nýlagað kaffi. Alla nóttina hefur ísinn verið að hlað- ast á skipið. Áki veit að við svo búið má ekki standa. Klukkan fimm um morgun- inn ræsir hann út mannskapinn til að berja klaka af skipinu. Stórhríðin geysar sem aldrei fyrr og sjávarhitinn er undir frostmarki. Körlunum bregður í brún þegar þeir sjá hvernig ástandið er orðið. Stög sem ekki eru meiri en fingur manns að gildleika eru nú á við tunnubotn, spil- ið undir brúnni er horfið undir ísbjarg sem teygir sig upp undir brúarglugga, hvalbakurinn er einn ísklumpur: það er sama hvert litið er, ísinn er alstaðar, skipið er að breytast í borgarísjaka. Karlarnir bíta á jaxlinn. Engar ísaxir eru um borð og vopnaðir útsláttarjárn- um, spönnum, litlum öxum úr björgunarbátun- um og sleggjum ráðast þeir til atlögu við ísinn. Pað er um lífið að tefla. Ofsafengin barátta er háð við veðurguðina. Ekkert hefur sést eða heyrst til togarans Júlí síðan kvöldið áður. Eng- inn á eftir að sjá Júlí aftur eða 30 manna áhöfn hans. Skipverjar á Þorkeli mána eru rétt búnir að fylla lestir togarans þegar veðrið skellur á og þeir heyja æðisgengna baráttu fyrir lifi sinu. Skipið legst á hlið- ina og þeir henda þungum björgunar- bátnum fyrir borð. Þegar skipið legst á hina hliðina fer hinn lífbáturinn í hafið. En þetta hrekkur ekki til. Hvað eftir ann- að liggur við að skipinu hvolfi. Þá er fyrsti vélstjóri, Þórður Guðlaugsson, sendur aftur á að logskera davíðurnar í sundur sem eru orðnar eins og risavaxið grýlukerti. Þetta er erfitt starf. Skipið veltur á alla kanta og Þórður verður að sæta lagi. Loks tekst honum að ná stór- um og þungum bátauglunum í sundur og þær velta í hafið. Skipið verður léttara í sjónum og áhöfnin hamast við að berja af ísinn. Skipverjar á Harðbaki fá engar fréttir af félögum sínum. Þegar veðrið versnaði snögglega kvöldið áður höfðu þeir horft á Júlí hverfa út í stórhríðina og sortann og hafa engin skip séð eftir það. Veður- -ÞRIFUR MEIRA FYRIR MINNA Hand Aid Limate Osýnilegur skaölaus máluðum I' EFTIR FYR R Spotlight Protect Hindrar útleiðslu Oflugt hreinsiefni , L ' f n? Sesamie Sterkur stíflueyðir Snittvél í brúsa Héðinsgötu 2-105 Reykjavík • Sími: 560 7881 • www.icelandic.is Sjómannablaðið Víkingur - 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.