Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 28
og segja þeim að ef alda ríði yfir þegar þeir eru í aðgerð á þilfarinu þá verði þeir að sleppa hnífunum. Þeir megi alls ekki halda á þeim eða stinga í borðið, það sé vísasta leiðin til að slasa sig á þeim. „En þetta breyttist heldur betur haust- ið áður en við fórum á Nýfundna- landsmið," segir Áki, „þegar skipið fór í slipp í Reykjavik." Það átti að skipta um rör í katlinum. Gert var ráð fyrir átta til tíu daga stoppi en sá tími átti eftir að lengjast og verða þrjár vikur. Kominn var tími á Lloyds- skoðun, eins og karlarnir kölluðu hina reglulegu skoðun sem skipin urðu að fara í til að teljast tryggingarhæf og þar af leiðandi haffær. Nú var brugðið á það ráð að sameina viðgerðina og tryggingaskoð- unina en þá kom í Ijós að síðuplöturnar á milla toggálganna voru orðnar svo eyddar að það varð ekki hjá því komist að skipta um þær. Ennfremur fannst gat eða rifa á stefninu en þegar átti að gera við það urðu menn heldur betur undr- andi því að þá kom í ljós að olíutankur sem var fram á, undir lúgargólfinu og netalestinni, var fullur af olíu en allir höfðu gert ráð fyrir að hann væri tómur. Enginn veit hversu lengi Harðbakur hafði orðið að baksast um miðin með þessi 200 auka tonn af olíu, liklega ein- Aðalgeir vélstjórí glímir við Ukanið af Harð- bak og er um borð í frummyndinni, aftast á bátadekkinu. Seinna gaf hann líkanið Sœ- mundi Auðunssyni skipstjóra. hver ár, jafnvel allt frá því hann var keyptur nýr til ÚA árið 1950. „Þessi 200 tonn gerðu Harðbak blaut- an,“ segir Áki. „En þegar var búið að tæma tankinn varð hann allt annað skip Ragnar Malmquist (tíl vínstri) og Einar Möller Fcereyingur föndra við skípasmíðar um borð í Harðbaki. Ljósm.; Þórður Jónsson og eitt besta sjóskip sem ég hef verið á. Þrátt fyrir þetta loddi orðsporið, um að Harðbakur væri blautur, við hann alla tíð.“ Auðvitað tók skipið á sig sjó þegar gaf á. Á móts við brúna komu stundum inn heilu fyllurnar sem fossuðu eftir göngun- um að bátaþilfarinu aftur á. Enginn vildi verða í vegi öldunnar þegar hún æddi um borð og menn voru fljótir að forða sér upp á keisinn enda ekki hættulaust að vera á ganginum þegar sjórinn steypt- ist fyrir borð aftur. Því fór þó fjarri að Harðbakur væri einstakur um þetta í ís- lenska flotanum en óneitanlega hélt þetta sjávarrót við goðsögninni um að Harð- bakur væri „blautur". * Það er gott að vera kokkur á Harðbaki. Hann er enginn tappatogari sem skoppar á öldunum. Hann hefur þvert á móti hin- ar þungu hreyfingar, sem einkenna gott vinnuskip og kokkarnir njóta þess. Það er þó engin nýmóðins rafmagnseldavél í eldhúsinu heldur olíufíring með spíss. Það er því alltaf mjög hlýtt í eldhúsinu enda vélin alltaf glóandi, ef ekki við kaffihitun þá vegna eldamennskunnar. „Og kannski," veltir Glói fyrir sér, „varð þetta til þess að keisinn ísaði minna.“ Eldhúsið og matsalurinn, sem lágu saman, voru framarlega í keisnum eða því sem næst miðskipa. Þetta var kostur. „Það jós sjaldnar af borðum hjá okkur en í þeim skipum þar sem borðsalurinn lá aftar,“ útskýrir Glói. „í Svalbak til dæmis var borðsalurinn mun nær skutn- um en þar var ég um tíma annar kokkur. Eitt sinn sigldum við til Þýskalands með fisk og tókum eins litla olíu og komast mátti af með en útgerðin sparaði stóran pening á að kaupa hana í útlandinu. Skipið var því létt að aftan, lá á nösunum eins og það var kallað. Svo var það eitt sinn að fyrsti sagði mér að leggja á borð sem ég gerði en varla hafði ég lokið því en að skipið hjó í ölduna og allur borð- búnaðurinn kom í bakið á mér. Aftur, sagði fyrsti, og ég greip annan umgang af diskum og meðfylgjandi. En auðvitað fór allt á sömuleið. Skipið hjó og hreinsaði allt af borðunum. Þegar kokkurinn ætlaði að láta mig leggja á borðið í þriðja skiptið var mér nóg boð- ið, þreif nokkra diska og henti þeim í vegginn um leið og ég benti kokkinum á þá augljósu staðreynd að þetta væri miklu fljótlegri leið til að brjóta allt leir- tau skipsins en að standa í þeim óþarfa að leggja það fyrst á borð. Harðbakur hegðaði sér ekki svona.“ Harðbakur hefur orð á sér fyrir að vera snyrtilegasta skipið í flotanum. Á heimstíminu er kallinn vanur að láta há- setana skúra og fægja skipið hátt og lágt, kopar í handriðum er pússaður, veggirnir 28 - Sjómannablaðið Víkingui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.