Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 53
átii að máli hafði verið lærlingur á skipinu en sjómennskuferli hans hjá Lauritzen er víst lokið. Sjóslys I janúar á síðastliðnu ári fórst franskur togari, Bugaled Breizh, í Ermasundi og með honum 5 skipverjar. í fyrstu var talið að á- fekstur við óþekkt flutningaskip hefði verið orsök slyssins og beindust spjótin að tilteknum skipum sem höfðu verið á þess- úm slóðum. Ákveðið var að freista þess að ná skipinu upp. Þeg- ar það hafði tekist seinni hlula síðasta árs komu í ljós tvær stór- ar og miklar dældir á botni skipsins beggja vegna við kjöl þess. Hafa fjölskyldur þeirra sem fórust komið með þá kenningu að það hafi í raun verið kafbátur sem olli slysinu en ekki skip sem sigldi á yfirborði sjávar. Á sama tima og slysið varð var flotaæf- ing í Ermasundi en franski sjóherinn hefur ávallt neitað því að kafbátur hafi verið á þessu svæði þegar atburðurinn átti sér stað. Frönsk yfirvöld hafa eytt miklum fjármunum i leit að skipinu sem olli því að franski togarinn fórst en allt komið fyrir ekki - ennþá. Mengandi verndarar Rikisstjórn Alaska hefur að undanförnu verið skotmark Greenpeace umhverfisverndarsamtakanna en þau hafa mótmælt skógarhöggi í þjóðgarði þar í ríki. Nú virðast þó vopnin hafa snúist í höndum Greenpeace þar sem rikisstjórnin hefur stefnt samtökunum fyrir að láta skip samtakanna, Arctic Sunrise, fara úr höfn í Ketchikan og brjóta þar með umhverfislög ríkisins. Samkvæmt lögum í Alaska verða öll skip yfir 400 brúttótonn að staðfesta ábyrgð gegn hugsanlegum olíumengunarslysum, auk þess sem að um borð eiga að vera olíumengunarvarnaráætlun. hessi gögn gátu umhverfisverndarmennirnir ekki lagt fram. Því lét skipið úr höfn án þess að hafa heimild hafnaryfirvalda til þess enda margt athugavert varðandi mengunarmál hjá þess- um sjálfskipuðu „verndurum" umhverfismála. Það er eins og tvískinnungs gæti í þessu máli eins og svo mörgum öðrum hjá þessum herrum. Mœrsk verður enn stœrri risi við hugsanlegan samruna við P&O Hedlloyd. Heimsins stærsti samruni Nýjustu fréttir í skipaheiminum er ákvörðun yfirstjórnar A.P Möller - Mærsk að fara í fjárfestingar og það ekki litlar. Hafa þeir ákveðið að bjóða 187 milljarða króna í P&O Nedlloyd skipafélagið sem er lang-stærsta fjárumsýsla i skipaheiminum. *Heð þessu boði hafa fyrri orð stjórnarmanna hollensk/breska skipafélagsins um að félagið sé ekki til sölu gengið til baka að S1úni. Mikið verk er framundan þar sem a.m.k. 70% hluthafa P&O Nedlloyd þurfa að samþykkja tilboðið. Er búist við að bnur skýrist ekki fyrr en með haustinu. í raun eru menn ekki “tð tala um að danski risinn sé að kaupa hollenska/breska risann “eldur sé í uppsiglingu samruni fyrirtækjanna og því ekki ljóst úvort ljósblái liturinn muni flytjast á hin svörtu skip P&O Nedlloyd. Nú er bara að bíða of sjá hvað framtíðin ber í skauti sínu. Óörugg skip Nýlega létu tveir skipbrotsmenn af Norður-Kóreönsku flutn- ingaskipi sig hverfa eftir að þeim var bjargað þegar skip þeirra strandaði undan ströndum Líbanons. Skipið hafði fengið í skrúfuna sem varð þess valdandi að það rak á land og hvolfdi. Allri áhöfninni varð bjargað en þeir tveir sem létu sig hverfa vildu ekki snúa aftur heim. Þetta slys var það þriðja á nokkrum vikum þar sem Norður-Kóreönsk skip áttu hlutdeild og hefur það dregið athygli að lélegu ásigkomulagi þarlendra skipa. Þessi slysahrina byrjaði á því að lítið flutningaskip, Lady O, sökk og með því sjö skipverjar undan ströndum Grikklands í slæmu veðri. Þetta skip hafði í mörg ár plægt öldur Atlants- hafsins undir íslenska nafninu Selá og var það annað skip Haf- skipa sem bar þetta nafn. Degi síðar sökk flutningaskipið Eni sem var 2700 tonn að stærð undan Möltu en þar varð mann- björg. Meiri sektir Það verður ekki af Bretum skafið þegar að siglingum kemur og sérstaklega ef reglur eru brotnar, þá þýðir ekkert elsku mamma. Nýlega varð skipstjóri þýska skipsins Gerhein G fyrir árás flugu sem stakk hann í eyrað þar sem hann var einn á sigl- ingavakt þegar skip hans sigldi upp Thamesá á leið til Sheerness. Stungan truflaði skipstjórann og athygli hans beind- ist óskipt að árásardýrinu og hann tók ekki eftir því að skipið sigldi á land. Skipstjóranum var óheimilt að vera einn á vakt- inni og var því rekstraraðila skipsins stefnt svo og eiganda þess fyrir brot á siglingareglum, svo og ISM öryggisstjórnunarkerfi útgerðarinnar. Sektin hljóðaði upp á 3.000 pund en kostnaður upp á tæp 20 þúsund pund. Breska strandgæslan benti á að þetla mál væri góð áminning um að ekki væri heimilt að hafa aðeins einn mann á vakt á stjórnpalli, allra síst þegar siglt væri í myrkri á vandasömum hafsvæðum. Loksins laus Frá síðasta blaðið hef- ur orðið breyting á hög- um skipstjórans Prestge Apostolos Mangouras sem var með hið ógæfu- sama skip Prestice sem sökk undan ströndum Spánar 20. nóvember 2002. Nú hefur honum loksins verið sleppt úr haldi á Spáni og fengið að snúa aftur heim til Grikklands eftir að hann hafði skilað sér til Spánar á ný eftir jólafrí sem hann fékk að halda heima. Að þessu jólafríi undanskyldu hafði hann verið i haldi allt frá því hann sté á land úr björgunarþyrlu hinn ör- lagaríka dag. Fyrstu 85 daganna var hann læst- ur bak við lás og slá en þá var hann leystur út gegn tryggingu sem UK P&I lagði fram en útgerð skipsins hafði yfirgefið skip- stjóra sinn þá. Frá þeim tíma hafði hann verið í stofufangelsi. Nú hefur honum, eins og áður sagði, verið sleppt þar til réttar- höld hefjast en ekki er vilað hvenær það verður. Nú hafa yfir- völd eitt tveimur árum í rannsókn á málinu og ekki hyllir enn undir rétlarhöldin. Sjómannablaðið Víkingur - 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.