Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 11
Helgi Flóventsson. Teikningin er eftir Friðgeir Axfjörð. að fara út til að erinda fyrir áhöfnina. Addý mín! Sinntu barninu fyrir mig og Ina mín, vert þú hjá Stjönu!" Ég vil geta þess að áfall Kristjönu átti sér kannski eðlilega skýringu. Þrír synir þeirra Bjarna voru á Helga Fló þegar þetta gerðist; Helgi, Hreiðar og Pétur. Svo voru á honum frændur til viðbótar. Einnig voru eiginmenn Addýar og ínu á bátnum. Þegar hér er komið mætir Pálmi á bíln- um. Það var ekki óþarft að hann bauð niér aðstoð. Nú fór ég að huga að þeim Hafþóri og Helga, þeir voru á sínutn stað úti að leika sér og höfðu ekki hugmynd um að neitt væri óeðlilegt að gerast. Til þess að ekki þyrfti að annast þá heima á meðan ég færi í burtu tók ég þá með í bílinn, þeir settust í aftursætið al- sælir. Nú fór ég fyrst niður að fiskhúsinu til bjarna og sagði við hann: „Bjarni minn! Þeir eru að koma heim f hvöld, allir mennirnir á Helga Fló.“ „Nú, já,“ segir hann strax og honum virtist ekki bregða þegar ég sagði honum hvernig komið var. „Eru allir mennirnir heilir á húfi?“ spurði hann. Eg sagði honurn nákvæmlega það sem Hreiðar hafði sagt mér. Bað hann svo að fara heim því að Stjönu liði svo illa. „Það er óþarfi að æðrast útaf af einum háti úr því mennirnir komust af,“ sagði hann þá. Löngu seinna vissi ég hvers vegna hann var svona rólegur og æðrulaus. Hann sagði þá svona frá: „Það var svo sem tíu mínútum áður en Jóhanna kom til min. Ég stóð hérna í húsinu þegar mér sýndist skyndilega eins og veggurinn hyrfi úr því, en þess í stað s[óð öll áhöfnin úr Helga Fló hérna fyrir framan mig. Þessi sýn hvarf jafn skjótt og hún kom. En ég hafði engar áhyggjur." Næst ókum við Pálmi heim til sýslu- úiannsins því það var búið að loka skrif- stofunni. Þá var yfirvaldið í sumarfríi og að heiman, því fórurn við til fulltrúans, Sem þá var Stefán Sörensson. Hann tók ntér vel og sagðist afgreiða þetta strax. Lví næst var haldið áfratn þar til ég var húin að láta alla aðstandendur vita. Ég hyrjaði ræðuna eins á hverjum stað. „Skipverjarnir á Helga Fló koma allir heim í kvöld.“ Svo sagði ég frá slysinu á eftir og svaraði því sem spurt var, eftir því sem ég gat. Stýrimaðurinn á Helga Fló var Krist- hjörn Árnason, síðar skipstjóri á aflaskip- túu Sigurði RE. Móðir hans, Kristín Sig- Urbjörnsdóttir, bjó í Ásgerði. Þegar ég K°m í eldhúsdyrnar hjá henni settist hún, eða réttara sagt hneig hún, niður á stól við eldhúsborðið og sagði tárvotum augum: „Hvað var það, Jóhanna?" Henni kom þetta sjáanlega ekkert á ó- vart. Þegar ég hafði sagt henni allt eins og var sagði hún: „Guði sé lof að þeir komust allir af.“ Þegar ég kom heim með syni mína voru Aðalsteinn og Didda heima með Ingu litlu. Augnabliki eftir að ég kom inn var drepið létt á útdidyrahurðina. Þar var komin nágrannakona mín, María Einarsdóttir. „Vantar þig ekki í kvöldmatinn handa börnunum þínum, Jóhanna mín?“ spyr hún unt leið og hún réttir mér fötu með eggjum. Segist svo ætla að sitja hjá Krist- jönu. Svona voru nágrannarnir mínir alltaf ærlegir. Við borðuðum egg að vild og ég kom svo börnunum í rúmið. Þegar ró var komin á um kvöldið leið mér ekki sem best, ég var innantóm og þreytt. Ég hringdi þá í Fanneyju Björnsdóttur vin- konu mína og bað hana að koma til mín. Hún brást ekki og kom strax. Sátum við svo saman yfir kaffibolla í friði og ró. Þá segir Fanney: „Ert þú ekki alveg uppgefin, líður þér ekki illa?“ „Ég veit það ekki,“ svara ég. „Ég held að skipverjunum líði verr, sem þurftu að yfirgefa sökkvandi skipið.“ Síðan bætti ég við: „Það verður keyptur annar og stærri bátur.“ Ég útskýrði ekki af hverju ég sagði þetta þarna. Það stóð skyndilega fyrir hugskoti mínu draumur sem mig dreymdi viku fyrr. Mig dreymdi að ég væri stödd á bæn- um Stuðlafossi á Jökuldal, utan dyra. Það var þar margt manna. Ég greindi þó ekki hverjir það voru en einhver segir sterk- um rórni: „Helgi Bjarnason er dauður.“ Mér brá verulega. „Þá veit ég hvað það er að vera ekkja með fimm börn,“ hugs- aði ég. Ég þóttist vita að hann lægi í rúrni inni í baðstofunni á Stuðlafossi. Nú ætlaði ég að ganga í bæinn sent hafði rennislétta heimreið. Þá bregður svo við að það var snarbrött brekka upp að bænum. Ég varð að komast upp hana en það var mjög erf- ið ganga og þótti mér ég bera þungan bagga. Ég komst þó inn í bæinn, upp á loft og að rúminu. Jú, þarna lá hann og andaði, en það var sterk vínlykt af hon- um. Nú, hann var þá bara brennivins- dauður! Mér létti verulega og hugsaði: „Hann verður laglega stinamjúkur á morgun." Við það vaknaði ég. Það var keyptur stærri bátur. Sjómannablaðið Víkingur - 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.