Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 32
tek sjálfan mig sem dæmi þá var Þóra dóttir mín [fædd 1954] orðin níu ára gömul þegar ég átti mín fyrstu jól með henni.“2 Þeir eru því ekkert mjög sorgmæddir karlarnir þótt þeir fái einn aukadag í landi. Árið er rétt að byrja og þeir vita sem er að úthaldsdagarnir eiga eftir að fara yfir 300 á árinu. Og hvað munar þá um einn sólarhring til eða frá? Svo líður laugardagurinn 31. janúar 1959 að kveldi. Klukkan 19.30 er búið að skipta um hátrukkspakkninguna. Fyrsti stýrimaður, Kári Jóhannesson, er á vappi ýmist um bryggjuna eða hann stendur í brúnni með vökul augu á land- ganginum og merkir við karlana þegar þeir koma um borð. Þegar manntalinu lýkur hefur Kári merkt við 26 nöfn. í vélinni eru vélstjórarnir að gera klárt. Þeir handsmyrja núningsfleti svo allt verði liðugt og gott. Gefa inn örlitla gufu á vélina, rétt aðeins til að vagga henni og hita fyrir átökin. Þrátt fyrir að allt sé vaðandi í smurningsolíu þá er vél- arrúmið ef til vill snyrtilegasti staðurinn í skipinu. Þar eru ekki liðin nein óhrein- indi. Svo er vélsíminn settur á stopp og beðið eftir því að skipstjórinn hringi á ferð. Fyrir framan vélarrúmið er gufuketill- inn og fyrir framan hann er fírplássið þar sem eru þrjú eldhólf og olíuspíss að hverju þeirra en eftir þeim þrýstist olía inn í eldhólfið. Þarna er umráðasvæði kyndaranna. Þeir eiga að stilla eldana og sjá um að gufuþrýstingurinn sé alltaf í toppi. Þetta þarf aldrei að brýna fyrir kyndurunum. Ef ekki næst fullur damp- ur er alltaf látið vita af því upp í brú. Skipstjórinn verður þá að gera ráð fyrir því að skipið láti hægar að stjórn en venjulega. Bilunin í hátrukksstönginni hafði boðið þessari hættu heim. Þrýsting- urinn í kerfinu hafði lækkað og vélin orðið aflminni fyrir vikið. En nú er ekki lengur um neitt slikt að ræða og þegar Bobbingarnir hífðir útfyrir og látiðfara. Myndin er tekin um borð í Harðbaki eins og aðrar myndir semfylgja þessari grein, nema annað sé tekiðfram. Áki hringir á „mjög hæga ferð“ skrúfa vélstjórarnir frá gufunni eins og þarf. Harðbakur leggur frá Tangabryggj- unni. Áki vill fá „hálfa ferð“. Svo hringir hann á „fulla ferð“. Túrinn er hafinn öðru sinni. Sólarhring seinna en áætlað var. Það er sunnan steytingur og dimmt. Áki siglir eftir vitum og ratsjá út fjörð- inn. Hann kemur við í Hrísey þar sem fimm úr áhöfninni eiga heima. Fimmtán mínútur yfir ellefu er skipið statt út af Siglunesi. Fram undan er opið haf. * Sjórinn er úfinn og suðvestan átta vindstig. Það er kvöld. Allt í einu lendir harður hnútur á skipinu sem nötrar stafna á milli. Olagið brotnar aftur með síðunni og skellur á aftanverðri brúnni Trollið tekið. Það virðist vera vel i því að belgurinn og pokinn fljóta upp. bakborðsmegin og tekur með sér ljós- kastara á brúarvængnum. Næstu dagar eru tíðindalitlir. Alltaf er skýjað og stundum éljagangur. Þeir eru staddir á Norður-Atlantshafi þar sem allra veðra er von. Mannskapurinn drepur tímann og situr við vist, bridge og póker. Það er spilað um eldspýtur og sígarettur. Eng- inn vill verða sígarettulaus í byrjun túrs. Þær eru því sparaðar og ekki lagðar und- ir nema rnenn telji sig hafa vinningsspil á hendi. Einhverjir tefla, efnt er til lúdókeppni og allir lesa. Eftir hverja ferð þarf að fara með stóra bókakistu skipsins á Amts- bókasafnið þar sem bókakosturinn er endurnýjaður. Löngu síðar man enginn hvort þeir fóru í vatnsslag á útsiglingunni. Hvort einhver sturtaði úr fötu, fullri af ísköld- um sjó, yfir félaga sinn eða hvort einhver var tældur að pontinu þar sem fiskurinn var vaskaður áður en hann fór niður í lest. í pontinu var að finna leynivopn bardagamannsins, vatnsslöngu. Vilhelm skipstjóri var iðulega annar höfuðpauranna í vatnsslagnum og þegar tímar liðu komst sú hjátrú á kreik meðal áhafnarinnar að hlífðarlaus vatnsslagur væri aðferð kallsins til að glæða fiskiríið. En nú var hann ekki með. Hinn aðalmaðurinn í gusuganginum er Ragnar Malmquist og hann er um borð. Hann finnur þó enga löngun hjá sér til að hrekkja félaga sína enda veðrið leiðinlegt og Vilhelm ekki með. Kokk- arnir eru þessu fegnir. Þeir fá þá að hafa pottana sína í friði en Ragnar, sent var eitt sinn annar kokkur hjá Glóa og þekk- ir vel á skápana í eldhúsinu, hefur verið gjarn á að nappa pottum til að nota í vatnsslaginn. Hinn 3. febrúar versnar sjólagið enn og þegar kvöldar fellur barómetið ört. Vélstjórinn fær skipun um hálfa ferð og siglingahraðinn fer úr tólf mílum niður í sex og stundum jafnvel fjórar. í sólar- hring siglir Harðbakur aðeins fyrir hálfri vélarorku en þá tekur barometið að stíga og aftur er sett á fulla ferð. Snemma morguns laugardaginn 7. febrúar er Harðbakur kominn á miðin. „Lónað við að gera klárt“, skrifar Áki í skipsbókina. Þeir eru staddir á Ritubanka djúpt út af Nýfundnalandi, á karfaveið- um. Það er ekki langt síðan íslendingar tóku að meta að verðleikum þennan ein- kennilega fisk. Raunar verður ekki betur séð en að evrópskir fiskimenn hafi lengi vel haft horn í síðu karfans og hent hon- um bölvandi fyrir borð þegar hann slæddist upp úr sjónum með þorski og flatfiski. En loks lærðist mönnum að karfi var einnig malur, þrátt fyrir rauða 32 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.