Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Blaðsíða 60
Bláa byltimin: Vöxtur fiskeldis Fiskeldi er sá geiri matvælaframleiðsl- unnar sem vex hraðast og í því sam- bandi er oft talað um bláu byltinguna. Eftirspurn eftir fiski og sjávarfangi í heiminum fer sífellt vaxandi bæði vegna fólksfjölgunar og vegna breytinga á neysluvenjum. Pannig hefur meðalneysla á fiski á mann í heiminum tvöfaldast á undanförnum þrjátíu árum. I’að er hins vegar ljóst að ekki er hægt að auka sjáv- arafla í heiminum að neinu ráði og sennilegra er að hann dragist frekar sam- an á næstu árum. l’ess vegna er eldi á fiski og öðrum lagarlífverum eina leiðin til þess að að mæta vaxandi eftirspurn. Nú stendur fiskeldi undir 35-40% af fiskneyslu í heiminum og það er jafnvel talið að mestur hluti af fiskneyslu í heiminum árið 2030 verði eldisfiskur. Fiskeldi hefur verið stundað um árþús- undir, en á undan förnum árum hefur tækniþróun í greininni verið mjög hröð, einkurn á Vesturlöndum. Uppbygging laxeldis er gott dæmi um það hvernig eldisaðferðir hafa þróast og tegund hefur verið aðlöguð að eldi. Framleiðsla á eld- islaxi óx á síðastliðnum þrjátíu árum úr nánast engu í það að vera meira en millj- ón tonn á ári. Þessi mikli vöxtur byggist á víðtækri þekkingu á líffræði fiska, sem beitt hefur verið til þess að finna heppi- legt fóður fyrir fiskinn, skilgreina kjör- eldisskilyrði, koma í veg fyrir sjúkdóma, rninnka lyfjanotkun, draga úr umhverfis- áhrifum og bæta gæði vörunnar. Með öfl- ugri rannsókna- og þróunarvinnu hefur framleiðslukostnaður lækkað þannig að ferskur lax er ekki lengur munaðarvara, sem aðeins var fáanleg á vissum tímum árs, heldur ódýr og holl matvara sem er er í boði allt árið. Fiskeldi er þekkingariðnaður sem á eftir að hafa afgerandi áhrif á framboð matvæla í heiminum á næstu árum. I’að er mikilvægt fyrir íslendinga að fylgjast vel með og taka þátt í þessari þróun því markaðir fyrir fisk eiga eftir að breytast rnikið í framtíðinni meðal annars með lilkomu nýrra eldistegunda. Segja má að laxeldi hafi vísað leiðina fyrir eldi á teg- undum eins og t.d. bleikju, sandhverfu og lúðu. Einnig er verið að stíga fyrstu skrefin í eldi á öðrum tegundum einslog þorski, sem gæti orðið ntikilvæg eldisteg- und hérlendis í framtíðinni. Það er við þvi að búast að á ýmsu gangi þegar atvinnugrein vex jafn hratt og fiskeldi hefur gert á undanförnum árum. Samhliða aukinni framleiðslu lækkar verð og samkeppni harðnar. Sam- keppnishæfni í fiskeldi byggir á mörgum þáttum s.s. umhverfisaðstæðum, vinnu- markaði og nálægð við markaði. Hins- vegar skapar færni og þekking starfsfólks á öllum sviðum rekstrar og eldis mikil- vægt samkeppnisforskot. Sú þróun sent við höfum orðið vitni að i laxeldinu, að sum fyrirtæki verða undir í samkeppn- inni þegar harðnar á dalnum, breytir því ekki að fiskeldi mun halda áfrarn að vaxa mikið á næstu árum. Vöxtur fiskeldis á íslandi byggist á því að fá vel menntað fólk til starfa í grein- inni og þeir möguleikar eru vissulega fyr- ir hendi. Í tuttugu ár hefur Hólaskóli ver- ið að þróa nám og rannsóknir í fiskeldi með hliðsjón af þörfum atvinnugreinar- innar. Grunnnám í fiskeldi og fiskalíf- fræði við Hólaskóla tekur eitt ár. Þar er bæði lögð áhersla á fræðilega og verklega þætti eldis. Farið er í vettvangsferðir i stofnanir og fyrirtæki á sviði fiskeldis og flestar fiskeldisstöðvar á íslandi eru heim- sóttar. Að grunnnámi loknu geta nem- endur svo haldið áfram og bætt við tveggja ára námi við skólann til þess að ljúka B.S: gráðu. Að auki hafa nemendur úr fiskeldisdeild fengið einingar frá Hóla- skóla metnar við Háskólann á Akureyri og Viðskiptaháskólann á Bifröst. Skólinn hefur góða aðstöðu til bóklegrar og verk- legrar kennslu í fiskeldi á Sauðárkróki og þar eru jafnframt stundaðar fjölbreyttar rannsóknir í fiskeldi og fiskalíffræði. Má þar nefna rannsóknir á bleikju, þorski og lúðu. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist rannsóknum við skólann og myndi þannig virk tengsl milli rann- sóknastofnana og atvinnugreinarinnar. 60 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.